Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 27
ERLENT
Verð aðeins
■iiiíilSB
1.850.
Randyr a
góðu verði!
Fágað villidýr!
Peugeot406 4dyra
Glœsilegur og tignarlegur bíll, ríkulega útbúinn og
meö ótrulega Ijúfa aksturseiginleika. Sannkallaöur
eðalvagn. bíll sem gerir þig stoltan.
Slepptu dyrinu í þér lausu!
Verð aðeins
Yfírvöld í Saudi-Arabíu náða
breskar hjúkrunarkonur
London. Reuters.
YFIRVÖLD í Saudi-Arabíu hafa
ákveðið að sleppa tveimur breskum
hjúkrunarkonum, sem voru fundn-
ar sekar um að hafa myrt ástralska
starfssystur sína. Er búist við þeim
heim til Bretlands á næstu dögum
en þær segjast hafa verið dæmdar
saklausar.
Konurnar, Deborah Parry og
Lucille McLauchlan, voru ákærðar
og fundnar sekar um að hafa myrt
Yvonne Gilford í desember 1996 en
hún starfaði með þeim á sjúkra-
húsi í Dhahran. Vofði yfir þeim
dauðadómur samkvæmt saudi-
arabískum lögum en bróðir
Yvonne, Frank Gilford, féllst á að
lýsa yfir, að hann krefðist hans
ekki. McLauchlan var þá dæmd í
átta ára fangelsi og til að vera
hýdd 500 sinnum en ekki var búið
að kveða upp dóm yfir Parry þeg-
ar Fahd konungur ákvað að sleppa
þeim.
„Blóðpeningur" eða skaðbætur
Þetta mál vakti mikla athygli víða
og einkum í Bretlandi þar sem
stjómvöld báðu þeim griða en þegar
Gilford féllst á, að lífi þeirra yrði
þynnt, var samið um, að hann fengi
um 80 millj. ísl. kr. í bætur fýrir
systurmissinn. Lögfræðingar
kvennanna vildu þó ekki greiða hon-
um féð fyrr en ljóst væri hvaða dóm
Parry fengi og nú krefjast þeir þess,
að hann lýsi yfir, að um sé að ræða
„blóðpeninga" en ekki skaðabætur.
Með blóðpeningum er verið að gefa í
skyn, að féð sé illa fengið, að um hafi
verið að ræða nauðungarsamning.
Gilford, sem hefur ánafriað sjúkra-
húsi í Adelaide helming fjárins, ætl-
ar ekki að lýsa neinu slíku yfir.
Fárviðri í
Bangla-
desh
OFSAVEÐUR sem gekk yfir
atrandhéruð Bangladesh í
gær, kostaði að minnsta kosti
26 manns lífið, auk þess sem
öm 100 manns slösuðust.
Vindhraðinn fór upp í um 145
km/klst og gífurlegt úrhelli
fylgdi. Óttast er um afdrif
4.000 sjómanna, sem voru við
veiðar er veðrið skall á.
Bankamálið
rætt í júní
DÖNSK stjómvöld hafa
ákveðið að hefja samninga-
viðræður við færeyska
lögþingið um Færeyja-
bankamálið og endurgreiðslu
milljarðaskuldar Færeyinga
við Dani, þann 1. júní nk. Hef-
ur Poul Nyrup Rasmussen
forsætisráðherra boðið hinum
nýja lögmanni Færeyja, An-
finn Kallsberg til Danmerkur
við viðræðnanna.
Khatami
enn vinsæll
MOHAMED Khatami, forseti
Irans, nýtur enn mikilla
vinsælda meðal almennings,
ári eftir að hann var kjörinn,
að sögn þarlendra stjómmála-
skýrenda. Segja þeir
marktækar breytingar hafa
orðið á stjómmálaumræðu í
landinu, hún sé nú mun opnari
en áður, þrátt fyrir að strang-
trúaðir andstæðingar Khatam-
is komi vissulega í veg fyrir að
hann geti farið sínu fram í öll-
um málum. Vinsældir hans em
sem fyrr mestar á meðal
kvenna og ungs fólks.
Hreystigenið
fundið
BRESKIR vísindamenn segj-
ast hafa fundið genið sem
ákvarði líkamshreysti manna.
Gen þetta geri það að verkum
að sumir séu betur á sig
komnir en aðrir, þolnari og
sterkari. Sagt er frá geninu,
sem kallast ACE í nýjasta
hefti Nature en vísindamenn-
irnir segja það auka upptöku
næringarefna og súrefnis í
vöðvafmmum. Niðurstaðan er
byggð á rannsókn sem vís-
indamenn við University Col-
lege í London gerðu á fjall-
göngumönnum og hermönnum
sem gengist höfðu undir eina
erfiðustu þjálfun sem til er í
breska hernum.
Engström
látinn
HINN litríki sænski stjóm-
málamaður, Odd Engström, er
látinn, 55 ára að aldri. Jafnað-
armaðurinn Engström var um
tíma aðstoðarforsætisráðherra
Ingvars Carlssons í upphafi
þessa áratugar. Eftir að
stjórnmálaferlinum lauk sneri
Engström sér að leikhúsi,
sjónvarpi og viðskiptum.
19 á Everest
NÍTJÁN fjallgöngumenn
komust á tind Everest í gær,
flestir Bandaríkjamenn. Hafði
einn þeirra með sér tæki sem
hann kom fyrir á tindinum til
að mæla hæð fjallsins. Sá var á
tindinum í fjórða sinn en
sherpinn Appa Sherpa, náði
honum í 9. sinn.
Peugeot 406 eru stórglœsilegir og vel úfbúnir fólksbílar
meö öflugar 112 hestafla, 1800cc vélar
1800ccvél. 112 hestöfl. vökva- og veltistýri, snúnlngshraöamœlir. loftpúöar fyrir
ökumann og farþega. fjarstýröar samlœslngar, þjófavörn, rafdrifnar rúöur að
framan, stiglaus hraöastllling ö miöstöö. hœðarstilling ó aöalljósum. hœöarstillt
bilbelti. bilbeltastiekkjarac þtjú þriggja punkta bilbeltl i aftursœtum. nlöutfellanleg
sœtisbök aö aftan 40/60, armþúöi í aftursœti. lesljós fyrir farþega í aftursœtum.
hemlaljós í afturglugga. hliöarspeglar stlllanlegir innan fró. bensínlok opnanle^
Innan frö. útvarp og segulband. stafrœn klukka. aur hlífar o.fl.
PEUCEOT
LJÓN A VEGINUM!
NVBÝLAVEGI 2
SlMI: 554 2600
0PIÐ LAUGARDAG
KL. 13-17
Uppliföu Peugeot í
reynsluakstri
og leystu prófiö.
Ljónheppinn
reynsluökumaöur
mun hljóta helgarferö
fyrir tvo til Pansar.
Konunglegur blll
Peugeot 406 7 manna skutbíll
Glœsilegur, fullvaxinn 7 manna fjölskyldubíll þar
sem öryggi og þcegindi eru í fyrirrúmi. Þetta er
nkulega utbúinn eðalvagn fyrlr fólk sem er með
þroskaðan smekk og veit hvaö skiptir móli.
Settu hlutina í rétta forgangsröð!