Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 71 verustundir í kirkjunni á fimmtu- dagskvöldum. Margoft létu þau heiðurshjónin sig ekki muna um að skutla okkur heim. Þær ferðir voru oft mjög skemmtilegar, því Einar munaði ekki um að kitla hláturtaug- ar okkar bræðra, og bætti við ýms- urn fróðleik. A þessum tíma ók Einai- um á átta strokka stórum amerískum bfl. Kenndi hann okkur ráð til að halda niðri kostnaðinum. Sagði hann okk- ur að hann blandaði bara steinolíu út í bensínið og þannig nýttist það betur og var einnig ódýrara. Svo sagði hann eitthvað á þessa leið, sposkur eins og honum var einum lagið: Já, strákar, sjáið þið bara, það er samt nógur ki-aftur. Um leið gaf hann í upp Ártúnsbrekkuna þannig að við þrýstumst aftur í sætin. Aidrei talaði hann um að þetta væri sér dýrt, þótt allir viti að ekkert sé ókeypis. Eins man ég eftir því að hann ráðlagði okkur í einni slíkrí ferð að kaupa okkur Citroen-bfl þeg- ar við hefðum aldur til að fara að kaupa okkur bíla. Sagði þá svo fína í hálkunni og að á Cítroén kæmumst við allt í snjó því hann væri fram- drifinn. Mér þykir vænt um þessar ferðir og þennan tíma sem maður átti með Einari. Persónuleiki hans, eins um- deildm' og hann kann að vera, hafði áhrif á mann. Hann hvatti mann til að taka afstöðu og standa við hana hvað sem öðrum kynni að finnast. Hann kenndi manni að gefast ekki upp þótt allir hefðu ekki sömu sýn. Fyrir það er maður þakklátur. Skemmtisögurnar af honum Einari gætu verið miklu fleiri en þær verða ekki sagðar hér. En fyrir efniviðinn í þær sögur þakka ég af einlægni. Sem unglingur leit maður upp til Einars og leyfði sér að vona að ein- hvern daginn yrði maður jafnfróður, víðlesinn og skjótur til svars og sá gamli. í dag lítur maður til baka og efast um að svo verði nokkru sinni. A tímabili var ég farinn að halda að hann hefði sjálfur samið blessaða Passíusálmana svo lipurlega runnu þeir fram af vörum hans ásamt vís- um, hendingum og sögum af fólki sem áheyrendur og viðmælendur hverju sinni þekktu til. Stundum velti ég því fyrir mér hvort hann þekkti bara alla íslendinga. Eitt er það vers í Passíusálmunum (sálmur nr. 4, vers 22), sem stendur hvað efst í minningunni. Einar fór oft með þetta vers til að brýna sitt fólk til bæna: Bænin má aldrei bresta þig búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún aó Drottins náð. Með Einari er farinn trúmaður mikill. Skönmgur sem gekk fram af eldmóði í þau verk sem vinna þurfti. Kraftmikill maður sem kunni að fá aðra með sér. Köllun hans var ósvikin og hlýðni hans við hana þannig að til eftirbreytni og lær- dóms er öllum ungum mönnum. Ég bið Guð að blessa hana Línu og alla aðra aðstandendur. Kristinn P. Birgisson, Isafirði. í dag er kvaddur hinstu kveðju Einar J. Gíslaspn. Einar var sannur vinur í raun. Ég sem þetta rita á honum ómetanlega mikið að þakka. Þegar ég missti fótanna í lífinu var Einar mér sem besti faðir. Svo ótelj- andi margar voru þær ferðir sem hann lagði á sig til mín, að ég hef ekki tölu yfir þær. En ég veit það líka að hann taldi þær ekki eftir sér. Án Einars hefði þetta ekki verið eins auðvelt. Það var hann, með all- ar sínar hlýju bænir og umhyggju, sem vildi allt fyrir mig gera svo mér liði sem best. Ég kveð Einar með þakklæti fyrir góðu stundirnar sem voru mér mik- ils virði. Elsku Lína, Guðrún, Guðni, Simmi og Guðný. Guð blessi ykkur öll og fjölskyldur ykkar og gefi ykk- ur styrk á stundu sem þessari. Kveðja. Björg Benjammsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Einar J. Gíslason bíða biiiingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. EINAR JÓHANNESSON + Einar Jóhannes- son fæddist í Illiðskjálf við Pat- reksfjörð 15. apríl 1926. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 12. maí síðastliðinn. Foreldrar lians voru Jóhannes Þór- arinsson, verkstjóri, og Estíva Sigríður Jakobsdóttir. Einar var yngstur systk- ina sinna. Þau systkini Einars sem eru látin eru Þórar- inn, Jakob og Jóhann, eftirlifandi eru Andrea, búsett í Bandaríkjunum, og Theodór Guðjón, búsettur í Reykjavík. Éinar giftist Ólafíu Þórunni Theodórsdóttur 16. júní 1962, þau slitu sambúð 1983. Börn þeirra eru: 1) Edda Sólrún, f. 13. feb. 1956, gift Viðari Oddgeirs- syni, synir þeirra eru Davíð og Þórir. 2) ÓIi Þór, f. 27. jan. 1960, ókvæntur, dætur hans eru Edna Elsku pabbi, nú ert þú farinn frá okkur og ég veit að þér líður miklu betur núna, ég sá það á þér þegar við systurnar komum til að kveðja þig í hinsta sinn. Ég er svo fegin að hafa komið til þín kvöldinu áður og þú varst bara nokkuð hress, þú varst að leggja spilakapal og að rifja upp prakkarastrik bræðra þinna þegar þið voruð litlir peyjar. Það var gott að sjá að þér liði aðeins betur í þínum miklu veik- indum. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var lítil, ljóshærð hnáta og fölleit, þú tókst mér strax sem litlu stúlkunni þinni. í þá daga varst þú alltaf svo lengi á sjónum, allavega fyrir litla stúlku sem beið spennt heima eftir því að pabbi kæmi heim af sjónum. Sjórinn var þinn vinnu- staður, en við börnin gerðum okk- ur ekki grein fyrir hættunni sem því fylgdi. Það var erfitt fyrir þig að taka þátt í uppeldinu á okkur börnunum þar sem þú varst allt upp í 3 til 4 vikur úti á sjó en kannski 2 til 4 daga í landi, þú varst eins og gestur sem komst með útlenskt sælgæti og fallega pakka handa okkur. Ég man vel eftir gula bangsanum sem var miklu stærri en ég sjálf og brúðunni sem gat gengið og ég gleymi aldrei gula kjólnum sem þú keyptir á mig úti í Englandi, þú sagðir að þetta væri prinsessukjól- inn minn, hann var með sjö skjört og allur í hvítum blúndum, mér fannst þetta vera fallegasti kjól í heiminum. Það var alltaf viss til- hlökkun þegar von var á þér í land, þá þreif mamma allt húsið extra vel og okkur börnin líka, þó svo að það væri alltaf allt fínt og þrifalegt hjá henni þá var einhver sérstakur ilmur í loftinnu, hún bakaði pönnu- Dóra og Katrín Fjóla. 3) Estíva Jón- anna, f. 27. apríl 1962, gift Sæmundi Gunnarsyni, börn þeirra eru Eyþór og Sæunn. Uppeldis- börn Einars eru Soffi'a Kragan, Helga Soffía og Kristinn Jósef. Einar fluttist ung- ur til Reykjavíkur með móður sinni og byijaði að stunda sjóinn 14 ára gamall og 16 ára var hann orðinn fyrsti kokkur á togara. Hann var _ formaður Mat- sveinafélags Islands í nokkur ár. Hann vann lengst af hjá Haf- rannsóknastofnuninni sem fyrsti matsveinn á Árna Friðrikssyni og síðast bryti á Bjarna Sæmundssyni. Utför Einars fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudag- inn 22. maí og hefst athöfnin klukkan 15. kökur og stundum brúnköku (brúnku). Þú vissir hvað mér þótti svona kaka góð, og eftir að ég fór að heiman sagðir þú við hana mömmu: Það þarf að baka brúnku, hún Edda er að koma í heimsókn. Við áttum okkar erfiðu og góðu stundir, við fjarlægðumst þegar ég var unglingur en náðum aftur bet- ur saman með árunum, þér þótti gaman að veiða lax og það finnst mér líka, þú og Viðar fóruð stund- um saman í laxveiðiferðir. Þú sagð- ir mér einu sinni frá því hvað þér þætti gott að vera einn með sjálf- um þér út í á eldsnemma og horfa á sólina koma upp yfir sjóndeildar- hringinn. Ég man eftir því þegar ég var 11 ára og við vorum að veiða í Kleifarvatni, þá fékk ég minn fyrsta lax en ég gat ekki landað honum sjálf. Þá komst þú til min og sagðir: Ég held að þú hafir veitt hval! Ég trúði þér og henti frá mér veiðistönginni en þú landaðir hon- um fyrir mig, ég var mjög stolt af fiskinum mínum. Þú byrjaðir ung- ur að stunda sjóinn og 16 ára varstu orðinn fyrsti kokkur á tog- ara. Eldamennska var líf þitt og yndi, þú gerðir venjulegan heimil- ismat að veislumat og þegar ég gifti mig þá galdraðir þú fram stórglæsilegt veisluborð. Þú vildir sjá um allan matinn, því það varð allt að vera sem best fyrir dóttur þína. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín dóttir, Edda Sólrún, Viðar og synir. + : : : •V ■ f Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR J. GÍSLASON fyrrverandi forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins, Snorrabraut 56, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunnni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík, föstudaginn 22. mai klukkan 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaöir. Þeim, sem vildu minnast Einars, er bent á minningarkort Samhjálpar hvítasunnumanna, Hverfisgötu 42, 101 Reykjavík, sími 561 1000. Sigurlína Jóhannsdóttir, Guðrún Margrét Einarsdóttir, Guðni Einarsson, Sigurmundur Gísli Einarsson, Guðný Einarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Elskuleg dóttir mín, VALGERÐUR GUÐLAUG SKAFTFELD GUÐMUNDSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Mig langar að senda læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans þakkir og kveðjur fyrir hennar hönd. Guð blessi ykkur öll. Helga Skaftfeld, Valgeir Jónsson. + Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, EINAR JÓHANNESSON bryti, Hábergi 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 22. mai kl. 15.00. Edda Einarsdóttir, Estiva Einarsdóttir, Óli Þór Einarsson, Soffía Kragan, Helga Soffía Gísladóttir, Kristinn Gíslason, Theodór G. Jóhannesson, Andrea Jóhannesdóttir, Viðar Oddgeirsson, Sæmundur Gunnarsson Elís Heiðar Ragnarsson, Elísabet Erlendsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, KRISTJÁNS H. JÓNASSONAR, Rifkelsstöðum II. Marselina Jónasdóttir, Gunnar Jónasson, Hlynur Jónasson, Héðinn Jónasson, Sigurður Jónasson, Steingrimur Ragnarsson, Valgerður Schiöth, Vilborg Gautadóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ellen Pétursdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður, ÖGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi yfirtollvörðar. Fyrir hönd barna okkar og barnabarna, Pálmar Ögmundsson, Anna Margrét Ögmundsdóttir, Ágúst Ögmundsson, Jóhann Gunnar Ögmundsson, Lárus Ögmundsson, Sverrir Ögmundsson, Þórunn Blöndal, Ófeigur Geirmundsson, Elínborg Kristjánsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Hildigunnur Sigurðardóttir, Ásbjörg Magnúsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA TÓMASSONAR. Kristbjörg Sigjónsdóttir, Sigrún Gísladóttir, Hörður Geirlaugsson, Tómas Gíslason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Gísli Friðrik Gíslason, Birgit Wilster Hansen og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.