Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Góðar dýnur - tilvaldar á heimilið,
í bústaðinn eða tjaldvagninn.
Lystadún-Snæland býður upp á fjölbreytilegt
úrval dýna af öllum stærðum og gerðum sem
henta mjög vel fyrir heimilið, sumarbústaðinn
eða útileguna í sumar. Þú lætur okkur vita
hvað þig vantar og við eigum það til eða
sníðum það fyrir þig.
af eggjabakkadýnum
Gestadýnur 190x70x9 m/ákiæði
Nokkur dæmi um tiiboðsverð á svampdýnum
Höfum auk þess frábært úrval af Latex-
Pocket-og Bonnelfjaðradýnum og heilsu
koddum.
SKÚTUVOGUR
hös*s«ibjm*
sæbr^ut
Njóttu
sumarsins á
góðri dýnu
Sumartilboð
200 x 75 x 12 m/veri 7.500 kr.l
200 x 80 x 12 m/veri 7.900 kr. I
200 x 90 x 12 m/veri 8.500 kr.
ÚR VERINU
Skrifað undir nýjan ioðnusamning milli
íslands, Noregs og Grænlands
Hlutur Islands eykst
á kostnað Norðmanna
ÍSLAND fær 81% í sinn hlut sam-
kvæmt heildarsamkomulagi sem
tókst í gær milli samninganefnda
Islands, Noregs og Grænlands um
skiptingu loðnustofnsins, en sam-
kvæmt þeim samningi sem gilti til
30. apríl síðastliðins fengu Islend-
ingar 78% í sinn hlut. Samkvæmt
nýja samningnum fá Grænlending-
ar 11% eins og áður, en Norðmenn
fá 8% í stað 11% áður.
Jafnhliða heildarsamningnum
voru gerðir tvíhliða samningar um
aðgang að lögsögum landanna, en
áður var kveðið á um aðganginn í
heildarsamningi um stjórnun
veiða úr loðnustofninum. I samn-
ingi Islands og Noregs er kveðið á
um að norsk skip geti veitt allt að
35% af heildarkvóta sínum í ís-
lenskri lögsögu norðan 64°30‘N
eða fyrir 15. febrúar, og er
hliðstætt ákvæði um veiðar ís-
lenskra skipa í lögsögu Jan
Mayens, en í eldra samningi var
Norðmönnum heimilt að veiða
60% af aflaheimildum sínum innan
fískveiðilögsögu Islands.
I samningi Islands og Græn-
lands er kveðið á um að íslensk
skip geti stundað loðnuveiðar í
lögsögu Grænlands og jafnframt
eru grænlenskum skipum heim-
ilaðar veiðar í fískveiðilandhelgi ís-
lands, en þó með þeirri takmörkun
að þeim er aðeins heimilt að veiða
23.000 lestir eftir 15. febrúar og
sunnan 64°30‘N. Þá var gert gagn-
kvæmt samkomulag við Grænlend-
inga um veiðar á úthafskarfa, og
samkvæmt því er hvorum aðila um
sig heimilt að veiða 50% af úthlut-
uðum veiðiheimildum sínum í út-
hafskarfa innan fiskveiðilandhelgi
hins aðilans.
Samningurinn gildir til næstu
þriggja ára og er hann með mögu-
leika á framlengingu um tvö ár til
viðbótar segi engin þjóðanna sem
að honum standa samningnum
upp.
Mikilvægir tvíhliðasamningar
við Grænland
Jóhann Sigurjónsson, formaður
íslensku samninganefndarinnar,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
íslendingar hefðu lagt áherslu á
það í samningaviðræðunum að
reyna að tryggja raunaflahlutdeild
Islands sem verið hefði liðlega 86%
á undanfórnum tíu árum frá því
þríhliða samningar milli þjóðanna
hófust.
„Við þykjumst alltént hafa náð
vel á veg með það, en þarna hækk-
um við samningsbundna hlutdeild
okkar og höldum öllum helstu at-
riðum í fyrra samningi. Síðan telj-
um við okkur hafa gert mjög mikil-
væga tvíhliðasamninga við Græn-
land um loðnu- og karfaveiðar, en í
gamla samningnum var ekki um að
ræða tvíhliða samninga um aðgang
eins og er í þessum samningi og
var þetta önnur aðalkrafan okkar.
Það mikilvægasta í þessu er þó að
við höfum tryggt áframhaldandi
örugga stjórn og vemd þessa
stofns sem er sennilega einn sá
mikilvægasti á íslandsmiðum,"
sagði Jóhann.
Hann sagði að í samkomulaginu
væri gert ráð Jyrir að hert yrði á
eftirliti með loðnuveiðum þjóðanna
þriggja og m.a. væri gert ráð fyrir
því að gervitunglaeftirlit með skip-
um verði tekið í notkun og það eigi
að auka traust og trúnað samn-
ingsaðila. Þá séu ýmsar áréttingar
um upplýsingagjöf og miðlun upp-
lýsinga milli þjóðanna þannig að
sátt og traust ætti að geta ríkt um
veiðamar.
„Þetta er viðunandi niðurstaða,
en þetta vom mjög erfiðar samn-
ingaviðræður enda mikið í húfí fyr-
ir alla aðila. Okkur finnst ánægju-
legt að hafa náð tvíhliðasamning-
um við Grænlendinga sem em okk-
ar næstu nágrannar, en þeir em að
þróa sína starfsemi á fískveiði-
sviðinu sem við viljum gjarnan
taka þátt í,“ sagði Jóhann.
Fyrst og fremst hagstætt
fyrir loðnustofninn
Dag Erling Stai, formaður
norsku samninganefndarinnar,
sagði samkomulagið fyrst og
fremst vera hagstætt fyrir loðnu-
stofninn, og þá væri það ekki síður
mikilvægt að þessar þrjár
nágrannaþjóðir hefðu getað náð
samkomulagi í mjög erfíðum samn-
ingaviðræðum.
„I okkar hlut kemur ný pró-
sentutala sem sjómenn okkar
verða ekki stórhrifnir af, en aðalat-
riðið er að það náðist þríhliðasamn-
ingur sem hefur í för með sér
stjórnun á nýtingu loðnustofnsins
og það er mikilvægt íyrir Noreg,“
sagði hann.
Einar Lenke, formaður græn-
lensku samninganefndarinnar,
sagði að viðræðumar hefðu verið
mjög erfiðar, en aðaltriðið væri að
tekist hefði að ná samkomulagi
sem hefði stöðugleika í för með sér
að minnsta kosti næstu þrjú árin.
„Þar að auki held ég að græn-
lenskir stjórnmálamenn meti það
að þessar þrjár nágrannaþjóðir
hafi getað náð samkomulagi í ei-fíð-
um samningum. Það undirstrikar
að strandþjóðir gæta ábyrgðar í
fískveiðistjórnun og það er gott að
geta sýnt umheiminum fram á
það,“ sagði hann.
Þetta var fimmti formlegi fund-
urinn sem haldinn hefur verið um
nýjan loðnusamning frá því Islend-
ingar sögðu samningnum alfarið
upp síðastliðið haust og Grænlend-
ingar sögðu samningnum upp að
hluta til.
ábært verð!
15 ára
reynsla á íslandi
Vinsælu sænsku KWA
garðhúsgögnin
eru komin
aftur.
Gegnvarin
fura.
Gæði og
ending
Ármúla 8-108 Reykjavík
Sími 581-2275 «568-5375 «Fax 568-5275