Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 45 Hvalreki Hannover. Morgunblaðið. í NÝJASTA tölublaði Der Spiegel sem kom út 18. maí er að finna ít- arlega umfjöllun um þýska þýðingu Angeliku Gundlach á Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Gagnrýnandi tímaritsins segir frá innihaldi bókarinnar á einstak- lega hnyttinn hátt og gefur Einari háa einkunn fyrir skrifin. „Guð- mundsson býður upp á allt sem er stranglega bannað í nútíma bók- menntum," segir gagnrýnandi. „Sögumanninn sem kjaftar frá úr gröfinni, Island sem svífur yfir vötnunum í framandi norrænu samfélagi trölla og svo er bókin full af brjálæðingum: Alveg handónýtt listaverk.“ Gagnrýnandi segir leitun að annarri eins bók og Englar al- heimsins, „þar sem brjálæðingar öðlast frið“ en kemur samt „martröðum fuglanna og pæling- um fiskanna" til skila. „Þrátt fyrir lyfjaskýið sem svíf- ur yfir deyfðum sjúklingunum, þrátt fyrir óhóf geðlyfjanna, þrátt fyrir örvæntinguna sem knýr suma til sjálfsmorðs eru Englar alheimsins drepfyndin og glaðleg bók.“ Engla alheimsins segir Der Spiegel vera „hvalreka frá ís- landi“. 2 NÝR SENDIBÍLL Fyrsta skref bænalífsins IM-kllt Bænabók VEF MIG VÆNGJUM ÞÍNUM eftir Sigurbjörn Þorkelsson. Út- gefandi er höfundur, 1998. Stærð: 100 blaðsíður, innbundin. Sigurbjörn Þorkelsson VEF mig vængjum þínum er íramlag áhugamanns um heimilis- guðrækni. Hann vill stuðla að eflingu hennar og hjálpa fólki til að biðja reglulega kvölds, morgna og um miðjan dag. Bókin hefst með tveimur bæna- versum og tveim- ur þekktum bæna- sálmum, „Bæn er máttur f magnþrota hönd- um“ og „Góði Guð, er ég bið“. Meginefni bókarinnar er hins veg- ar daglegar bænir, að morgni og kveldi, fyrir 31 dag. Hver bæn er ein blaðsíða, svo að einn dagur fyllir opnu. Yfirskriftirnar eru 1. dagur, 2. dagur o.s.frv. þannig að þær eru ekki bundnar við ákveðinn viku- eða mánaðardag. Það er því hægt að nota bókina aftur og aftur sem stuðning við bænalífíð þó að búið sé að fara einu sinni í gegnum hana. A undan hverri bæn er stutt vers úr Biblíunni til hvatningar, en síðan kemur bæn samin af bókarhöfundi. Hann á þó ekki von á að bænirnar taki með allt sem hvílir á hjarta les- andans en vonast til að þær hjálpi honum af stað til að biðja. í bókarlok er signingin, Faðir vor, postulleg blessun og blessunar- orðin. Síðan eru ýmis bænavers sem foreldrar höfundar kenndu honum í bemsku, t.d. „Nú er ég klæddur og kominn á ról“, „Vertu Guð faðir fað- ir minn“ og „Leiddu mína litlu hendi“. Þá eru borðbænir og kvöld- bænir eins og t.d. „Láttu nú Ijósið þitt“, „Kristur minn ég kalla á þig“ o.fl. Að lokum er samtíningur af ýmsu góðu, svo sem trúarjátningin, boðorðin 10, litla Biblían, gullna reglan, tvöfalda kærleiksboðorðið, óðurinn um kærleikann í 1. Korintu- bréfi 13. kafla og nokkrir bæna- sálmar eins og „Ó Jesús bróðir besti“, Astarfaðir himin hæða“ og „Enginn þarf að óttast síður“. Biblíulestrarskrá fyrir fjórar vik- ur er í eins konar viðauka. Vef mig vængjum þínum er fjórða bók höfundar á jafn mörgum árum. Útlit hennar og hönnun er svipuð og hinna. Einkenni bókar- innar er mikill einfaldleiki og því ætti hún að nýtast fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í ástundun reglulegs bænalífs. Hún er hins vegar of einföld fyrir þá sem eru lengra komnir. Höfundurinn er framkvæmda- stjóri Gídeonfélagsins. Kjartan Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.