Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ENN EINN NYR homsófi frá Húsqaqnahöllinni. BOSTON Ekta leður á slitflötum. Fáanlegur í mörgum leðurlitum. Boston er gott dæmi um sófa fyrir þá sem kjósa aö eiga vandaðan og fallegan hornsófa. Hátt bak, góöur stuðningur og nautsterkt leður á slitflötum. Boston hornsófinn er frábær kostur fyrir íslensk heimili. Sparaðu þér sporin og komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins. V\ð erum her fyrir þig. Einnig fáanlegur sem sófasett. 3-2-1 3-1-1 169.980,- 154.780,- HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöföl 20 - 112 Rvfk - S:510 8000 159.980,- Raögreiðslur i 36 mánuöi. Meðalgreiðsla kr. Raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. (E) Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1998, vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08:20 - 16:15. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi föstudaginn 29.maí fyrir kl. 16:00. Úthlutun verður þriðjudaginn 2. júní kl.16:30 á Fríkirkjuvegi 11. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. Gjald v/ söluleyfa er kr. 2.000.- _____LISTIR___ Kyrrmynd af fólki sem fór BÆKIJR Ljóð SJALDGÆFT FÓLK eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Forlagið, 1998 - 101 bls. NÁTTÚRAN er ágengt yrkisefni í ljóða- bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem hann nefnir Sjaldgæft fólk. Fólk kemur einnig fyrir í kvæðum hans en það er meira í minningunni og fortíðinni. Pað er eins og gengið sé um sýningarsal fullan af ljósmyndum af náttúru og horfnu þjóðlífi. Skáldið leiðir okkur um náttúru og æskuslóðir. En handan þessarar sýnar má þó sjá glitta í kenndir og trega, veröld skáldsins: „Um- vafinn fjöllum / ann ég minni ögn / af veröld.“ Ef til vill lýs- ir kvæðið Kyrrmynd einna best heildarsýn Ijóðabókarinnar: Svarblár himinn dimmblátta fjall fylla af degi sem deyr tæpasta vað í myndgerð, t.d. kvæðið Vefur. í nýlegu viðtali við Morgunblaðið ræðir skáldið nýfundna ást sína á ljóðstöfum. Þeir gæða kvæðin ákveðinni hrynjandi og skaða sjaldnast innihald þeirra eða form- gerð. í stöku kvæði er þó eins og tónlist orðanna verði merkingu þeirra yfir- sterkari. Margt er þó vel gert í þessari bók. Víða bera ljóðin þess merki að höfundur er orðhagur og myndvís. Oft beitir hann líkingamáli á lipr- an hátt: „Ána hefur hægt / hlíðin skiptir lit- um / og yfir leggst mjúkur þófi kvölds.“ Þegar best lætur heppnast Sigmundi að túlka óræðar kenndir með samspih myndmáls og grunkveikja. í kvæðinu Æska er þannig að orði komist: Hér þegar orðin slokkna og kertin verda mér sögur aflogandiþrám og kveik að ieik Sigmundur Ernir Rúnarsson nóttin er orðlaus kyrrmynd af myrkvaðri þægð kyrrmynd af fólki sem fór. Ljóðheimur Sigmundar býr við nokkurt jafnvægi. Kenndirnar tengjast oft þessari horfnu tíð eða náttúruljóðrænu og ljóðin því átakalítil. Þau eru oftast nær hvers- dagsmyndir á háleitu skáidamáii, viðfangsefnið fegurðin og upphafn- ing augnabliksins og orðanna. Ljóðunum í bókinni skiptir Sig- mundur í nokkra ljóðaflokka. Þau eru stutt og hnitmiðuð og sama má segja um titlana. Nokkuð eru þau þó misjöfn að gæðum og sum tefla á við grófum lófana í mold og fléttuðum rætur um frngur sem hlógu ogjörðinvar snert af vörum og himni. Þótt ljóðaheimur Sigmundar sé átakalítill og ljóðin sum hver sviplítil býður bókin í heild af sér ákveðinn þokka. Úr hinum upp- hafna náttúru- og fegurðarheimi sprettur angurværð og tilfinning fyrir horfnum og hverfandi heimi þar sem náttúran ein er eilíf. Skafti Þ. Halldórsson Sýning á vinnustofu Jóhönnu Bogadóttur VEGNA fyrirhugaðra flutninga mun Jóhanna Bogadóttir opna sýningpi á vinnu- stofu sinni á Oðins- götu 7, 4. hæð á mál- verkum, olíukrítar- og vatnslitamyndum. Verkin eru frá ýmsum tímum, þó aðallega frá síðustu árum. Sýningin mun standa í fjóra daga, þ.e. frá laugardegin- um 23. maí til þriðju- dagsins 26. og verður opið alla dagana frá kl. 15-18. VERK eftir Jóhönnu. SKEMMTILEG UTSKBIFTARGJÖF 1. er tákn um langllfi í I I 11 fl sú^aiQ | 2. er tékn um vináttu J 3. er tákn um gðða heilsu 4. er tákn um kærleika 7. er tákn um hamingju STTJDENTAFAGNAÐUR ví Stúdentafagnaður Stúdentasambands VÍ verður haldinn föstudaginn 29. maí í Sunnusal Hótels Sögu og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Aðgöngumiðar fást á skrifstofu Verzlunarskóla íslands og við innganginn. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í borðhaldinu til fulltrúa viðkomandi afmælisárgangs fyrir föstudaginn 29. maí. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.