Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 31
- og fjármuni til góðra verkefna.
Harpa ætiar í upphafi sumars að veita einni milljón króna í styrki í formi málningar til góðra
verkefna. Verðmæti styrkjanna verður á bilinu 100 til 300 þúsund og eru þeir veittir líknarfélögum,
íþrótta- og ungmennafélögum, slysavarnafélögum, þjónustuklúbbum, kvenfélögum,
menningarsamtökum og öðrum þeim sem vilja hafa forystu um að fegra og prýða umhverfið í
heimabyggð sinni. Harpa hvetur fólk með þessum hætti til að fegra og endurbæta með því að mála
sögufræg hús, kirkjur, byggðasöfn, sæluhús og íþróttamannvirki svo eitthvað sé nefnt.
Þeir sem hafa áhuga skili umsóknum til Hörpu, Stórhöfða 44, 112 Reykjavík, merktum
„Málningarstyrkur Hörpu 1998“.
Skilafrestur er til 5. júní!
Senda þarf verklýsingu, mynd af því mannvirki sem stendur tii að fegra og upplýsingar um
áætlað magn af Hörpumálningu íyrir verkið. Þriggja manna dómnefnd skipuð fyrrverandi
formanni Málarameistarafélags Reykjavíkur og tveimur fúlltrúum Hörpu hf. velur úr
umsóknum. Tilkynnt verður um niðurstöður 15. júní 1998.
Styrkþegar sjá um framkvæmd þeirra verkefna sem málningarvörum Hörpu
verður úthlutað til og áhersla er lögð á að þeir fái liðsinni fagmanna svo
verkin verði öllum til sóma.
Míwpa paUpMtííU!
i