Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 69,
<É
átt kost á að hlusta á í gegnum
formlega menntun mína. Einar gat
breytt einfbldum jafnt sem flóknum
textum ritningarinnar í lifandi
frásagnir sem tengdust raunveru-
legum kringumstæðum og þörfum
þess fólks, sem hann lifði og
hrærðist á meðal. Þannig gerði
hann Guðsorðið hagnýtt fyrir hvers-
dagslífíð.
Þegar Einar fékk fyrsta áfallið
fyrir rúmum 11 árum, þá fór stjórn
safnaðarins þess á leit við mig að ég
sinnti prestþjónustuverkum hans
þar til er hann fengi heilsu að nýju.
Þegar ljóst varð að hann myndi ekki
koma til starfa aftur sem for-
stöðumaður safnaðarins, óskaði
hann eftir því við stjórnina að ég
tæki við starfi sínu. Ég man þá
hugsun, sem flaug gegnum huga
minn, að það yrði erfið staða að
standa í ræðustól og fylgja eftir ein-
hverjum besta prédikara landsins.
Ég komst fljótt að þeirri niðurstöðu
að það væri á öðrum sviðum sem ég
þyrfti að líkja eftir honum, því þessi
gjöf hans var einstök.
í ritningunni stendur: „Verið
minnug leiðtoga yðar, sem Guðs orð
hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður,
hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eft-
ir trú þeirra." (Heb. 13:7.) Það hef-
ur reynst mér verðugm- vettvangur
að skoða einlæga og staðfasta
Guðstrú Einars, og láta þessa
sterku trú hans vera mér leiðarljós
gegnum það starf sem ég tókst á
hendur og sinnti um sjö ára skeið
sem forstöðumaður Fíladelfíu. Ein-
ar reyndist mér afar vel og saman
fengum við tækifæri til að sinna
hans helstu áhugamálum, það að
vitja þeirra sem minna máttu sín í
þjóðfélaginu. Hann mátti ekkert
aumt sjá og vann mikið verk til
styrktar þeim, sem undir höfðu
orðið í lífsbaráttunni. Samhjálp
Hvítasunnumanna, sem stofnuð var
á 50 ára afmæli hans, var eitt af
þessum hjálpartækjum sem hann
átti þátt í að ýta úr vör.
Ég vil nota þetta tækifæri til að
þakka fyrir þann tíma, sem ég fékk
til að vinna með þessari hetju trúar-
innar. Þetta var spennandi tími og
laus við lognmollu. AIls staðar sem
hann fór gustaði af framkvæmda-
gleði hans og framsýni. Góðar gáfur
hans, frábært minni og mikill inn-
blástur hrifu flesta. Hann fór ekki
troðnar slóðir og stundum áttu
menn erfitt með að fylgja honum
eftir. Það reyndist rétt mat hjá Ein-
ari að starfið í Guðsríki væri bæði
náð og neyð.
Við ævilok þessa trúbróður og
samstarfsmanns um 20 ára skeið,
vil ég þakka Guði fyrir gengin sam-
leiðarspor og biðja fjölskyldu hans
blessunar Drottins.
Hafliði Kristinsson.
Mig setti andartak hljóðan, er ég
heyrði að Einar J. Gíslason hefði
kvatt okkar jarðnesku tilveru og
horfið heim til frelsara síns og
Drottins.
Hringið klukkum himna.
Heilagt dýrðarlag,
svelli nú og sigurhjjóðin löng.
Frelsuð sála fagnar
frelsi sínu í dag,
takið, bræður, undir englasöng.
Ég held, að þessar ljóðlínur sr.
Friðriks Friðrikssonar hafi verið
það fyrsta, sem mér flaug í hug, er
ég heyrði, að Einar J. Gíslason hefði
kvatt þennan heim. Fréttin kom
mér engan veginn á óvart, því að
hann hafði alllengi verið þungt hald-
inn og vinum hans duldist ekki, að
jarðneskri ævi hans var senn að
ljúka.
Einar var kær og góður vinur,
sem mér hafði lærzt að meta mikils.
Sú var tíð, að lítið samband var milli
okkar þjóðkirkjumanna og hvíta-
sunnumanna og vissrar tortryggni
gætti, enda bar þá oft mest á þeim
atriðum kristinnar trúar, sem
ágreiningur var um. Fyrir rúmum
aldarfjórðungi hafði ég beðið hóp af
ungum hvítasunnumönnum um að
yfirgefa hús KFUM & K eftir sam-
komu, þar sem mér fannst unga
fólkinu hitna einum um of í hamsi.
Næsta morgun fór ég upp í Fíla-
delfíu, þar sem ég hitti Einar, sagði
honum frá því, er gjörzt hefði og
sagði við hann: „Einar minn.
Annaðhvort erum við bræður, þótt
okkur greini á um viss kenningaat-
riði og reynum að efna ekki til
óvinafagnaðar, sem yrði sízt til
fagnaðar þeim frelsara, er við báðir
viljum þjóna eða við slítum friðinn."
Einar svaraði: „Allir Vestmannaey-
ingar vita, að enginn skipstjóri
dregur net sín yfir net annarra
báta.“ Þetta held ég, að hafi verið
fyrsta samtal okkar Einars.
Seinna lágu leiðir okkar saman á
aðalfundi Biblíufélagsins, sem Ein-
ar sótti að venju, enda mat hann
Guðs Orð mikils og hvitasunnu-
menn voru með duglegustu út-
breiðslumönnum Biblíunnar á ís-
landi. Taldi ég því rétt að stinga upp
á Einari í stjórn félagsins og varð
hann einn allra ötulasti talsmaður
félagsins. Og hann bauð fulltrúum
þess að prédika í Fíladelfíu á biblíu-
daginn.
Ég kenndi kirkjudeildafræði í
guðfræðideildinni um skeið og tók
upp þá venju að fá leyfi til að
heimsækja hina ýmsu söfnuði til að
kynnast starfi þeirra og kenningum.
I fyrstu gætti nokkurrar torti'yggni
hjá sumum, en ég lagði áherzlu á að
við kæmum aðeins til að kynnast
viðkomandi kirkjudeild.
Þetta leiddi til aukins skilnings
hverra á kenningum annarra og tor-
tryggni hvarf.
Vinátta okkar Einars fór vaxandi
og ég minnist þess með ánægju, er
við vorum samtímis í heimsókn á
sjómannadeginum í Vestmannaeyj-
um fyrir nokkrum árum. Ég
prédikaði í Landakirkju og Einar
lánaði kirkjunni hátalarakerfi úr
Betel. Hann vissi, að ég hafði misst
fyrri raddstyrk og sagði: „Ég vil, að
söfnuðurinn geti heyrt prédikun-
ina.“
Ég þakka Guði fyrir að hafa
kynnzt Einari og átt hann að vini og
bróður.
Jónas Gíslason.
Einn þeirra manna sem hafa sett
svip sinn á öldina er farinn heim til
að vera með Drottni.
Einar var yfirburðamaður þar
sem hann haslaði sér völl; fremstur
meðal jafningja. Hann skilur eftir
djúp spor í lífi fjölmargra. Hann var
virkur í verki Guðs frá unga aldri og
þar sem hann lagði lið munaði sann-
arlega um hann.
Ég kynntist Einari ekki fyrr en
hann var kominn á miðjan aldur, en
ljóst mátti vera að þar var á ferðinni
maður sem hafði miklu að miðla úr
gildum sjóðum reynslu og þekking-
ar. Hann hafði djúp og afgerandi
áhrif á líf mitt vegna trúarvissu
sinnar, hispursleysis, ákafa og trú-
arhita. Einar gat aldrei liðið logn-
mollu eða aðgerðarleysi. Hann var
stöðugt að vinna hugsjónum sínum
framgang og hann lagði hart að sér
við að víkka út tjaldhæla Guðsríkis-
ins á Islandi. Verkin sem hann vann
fylgja honum yfir móðuna miklu.
Einar var afburða predikari og
það var nánast sama um hvað
fjallað var, hann megnaði að mála
frásögn sína sterkum litum og ná
tökum á þeim sem á hlýddu. Hann
var sannarlega orðsins maður og
eldlegur þjónn sannleikans. Frelsið
í Jesú Kristi, Heilög ritning og Andi
Guðs voru hornsteinar lífs hans og
boðunar.
Einar var raungóður, bóngóður
og vinhollur.
Páll postuli segir: „Því að lífið er
mér Kristur og dauðinn ávinning-
ur.“
Ég tel að þessi orð eigi vel heima
við þessi ferðalok.
Það er með þökk og virðingu að
ég kveð í bili þennan mæta guðs-
mann sem var eins og kletturinn í
hafinu og ruddi braut fyrir þá sem á
eftir komu.
Gunnar Þorsteinsson.
Kveðjustund samferðamanns
leiðir oft hugann að fyrstu kynnum.
í barnæsku okkar krakkanna í
Vestmannaeyjum á þriðja og fjórða
áratug aldarinnar litum við upp til
Einars Gíslasonar. í leik og starfi
krakkanna komu fram leiðtogahæfi-
leikar hans og svo var hann nokkru
stærri og miklu sterkari en allir
jafnaldrar hans. Með þessa yfir-
burða eiginleika var Einar Gíslason
sjálfskipaður foringi allra krakk-
anna í sínu bæjarhverfi.
Fyrsta minning mín er ég
stofnaði til vináttu við Einar Gísla-
son er frá fyrsta degi mínum sem
nemanda í Barnaskóla Vestmanna-
eyja árið 1933. Það var á góðviðris-
degi sem skólabjallan glumdi í skól-
anum í tilefni þess að nú hæfust
mínar fyrstu frímínútur á skóla-
lóðinni. Það hefur lengi verið við-
tekin venja að nýliðum er ekki alltaf
vel tekið er þeir hefja skólavist. Ég
varð í upphafi skólavistar fyrir því
óláni að tveir eldri strákar réðust á
mig þegar út á skólalóðina var kom-
ið. Þeir lögðu mig að velli og lögðust
síðan báðir ofan á mig. Mig greip
mikil hræðsla og ég hélt líka að ég
væri að kafna. Eg átti ekki létt með
að anda með þessa stóru stráka of-
an á mér. Þarna fannst mér ég vera
næst því að deyja á mínum lífsferli.
En mér til bjargar kom Einar
Gíslason hinn stóri og sterki sem
var nær þrem árum eldri en ég.
Einar brá skjótt við. Hann tók kval-
ara mína upp, sinn með hvorri
hendi, sló þeim saman og sagði við
þá: „Ef ég sé ykkur gera slíkt oftar
þá er mér að mæta.“ Minning mín
frá mínu fyrsta ári í bamaskóla í
Eyjum eftir þennan atburð var sú
að ég fór síðan aldrei út á skóla-
lóðina í frímínútum fyrr en ég hafði
séð og fundið Einar til að geta verið
í skjóli hans ef á mig yrði aftur
ráðist.
Við bræðurnir áttum alla tíð því
láni að fagna að eiga Einar Gíslason
sem góðan vin. I gegnum tíðina, í
nær tvær aldir, hefur Ægir konung-
ur krafist fórna af fóðurætt okkar.
Ási Markús, bróðir minn, og Aðal-
heiður, kona hans, urðu fyrir þeirri
miklu sorg að missa tvo syni sína í
sjóinn 7. september 1983. Er ég
Éinari Gíslasyni mjög þakklátur
fyrir þann mikla styrk, velvild og
vinarhug, sem hann veitti fjölskyldu
bróður míns í þeirra sám sorg.
Almættinu vil ég þakka fyrir öll
hin farsælu ævistörf Einars Gísla-
sonar okkar á meðal.
Allt líf Einars helgaðist af því að
verða meðbræðram sínum að liði í
lífsins ólgusjó. Að loknu barna-
skólanámi hóf hann störf til sjós og
lands í Eyjum. Samhliða þeim störf-
um hóf Einar Gíslason ungur að ár-
um guðfræðinám hjá dr. Lewi
Pathrus í Stokkhólmi. Að námi
loknu komu fram afburða hæfileik-
ar Einars Gíslasonar sem predik-
ara, kennimanns, góðs penna og
hann virtist hafa lítið fyrir því að
læra mörg erlend tungumál. Hann
hóf ævistarf sitt sem predikari hjá
söfnuðum hvítasunnumanna hér á
landi. Hann ferðaðist og predikaði í
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Þýska-
landi, Englandi, Skotlandi og
Færeyjum. Hann varð síðan for-
stöðumaður í Betel í Vestmannaeyj-
um 1948-1970 og Fíladelfíu í
Reykjavík 1970-1990.
Ég held að á engan sé hallað þótt
fullyrt sé að Einar Gíslason hafi
verið einn mestur og bestur
ræðumaður í trúarlífi íslendinga á
þessari öld. Er Ási Markús, bróðir
minn, flutti mér andlátsfregn Ein-
ars Gíslasonar 14. maí sl. kom upp í
hugann hve við öll höfum lítið vald
yfir því hve lengi við dveljum meðal
ástvina og samferðamanna. Þótt við
mennimir vitum harla lítið fyrir-
fram hver örlög okkar verða á
langri eða skammri lífsleið, þá er
okkur öllum ljóst að dauðinn er í
raun og veru sá eini þáttur í tilveru
okkar sem er öruggur og viss. Þrátt
fyrir þá staðreynd kemur dauðinn
okkur oftast nístandi á óvart, ekki
síst þegar við heyram um andlát
vina og vandamanna.
Ég samhryggist nánustu ástvin-
um Einar J. Gíslasonai'. En ég
þakka minningu um góðan dreng og
samferðamann.
Eyþór Þórðarson.
Fyrir þrem öldum kom ungur
námsmaður, Jón Þorkelsson, í verið
til Eyja. Sá varð meistari Jón
Vídalín, sem átti eftir að verða einn
áhrifamesti boðberi trúarinnar með
samtíð sinni og áfram, ræðusnilld
hans kynngimögnuð, og Vídalíns-
postilla, sem varðveitti prédikanir
hans, var lesin á næstu öldum, með-
an heimilisguðræknin var í öndvegi
hjá íslenzkri þjóð.
Nú kveðjum við Einar J. Gísla-
son, sem í meira en fjóra áratugi
veitti söfnuði hvítasunnumanna í
Eyjum og Reykjavík forstöðu.
Éins og meistari Jón sótti Einar
sjóinn við Eyjar í upphafi starfsfer-
ils síns. En þeir áttu fleira sameig-
inlegt. Fljótlega vakti Einar þjóðar-
athygli fyrir áhrifaríkar prédikanir,
er hann flutti af einstökum eldmóði
og stíl sem ekki á hliðstæður.
Fyrir tæpum þrem áratugum
flutti Einar til Reykjavíkur, en
aldrei slitnaði taugin til æsku-
stöðvanna og m.a. náði hann því að
standa á sjómannadaginn í tæp 40
ár við minnisvarðann framan við
dyr Landakirkju og minnast þeirra,
sem farist höfðu í slysum. Þessar
stundir em okkur helgar í minning-
um.
Einar unni Landakirkju, það viss-
um við, sem áttum því láni að fagna
að eiga vináttu hans í áratugi, eins
og ég og mitt fólk.
Við bræðumir minnumst með
þakklæti hvemig Einar og Sigur-
lína reyndust foreldrum okkar árin
eftir jarðeldana, meðan þau vom
nágrannar þeirra í Reykjavík. Hann
var alltaf sérstakur aufúsugestur,
er hann kom á Hólinn, en er við
hittumst á dögunum á Droplaugar-
stöðum, var báðum ljóst, að ferðir
hans heim til Eyja yrðu varla fleiri.
Einhvern tíma sagði Einar mér,
hve vænt honum þótti um, er þeir
hittust í Reykjavík séra Sigurjón Þ.
Árnason, fyrrum Eyjaklerkur,
stuttu eftir að Einar fluttist þangað.
Séra Sigurjón sagði við Einar, að
hann væri alltaf að prédika. Einar
kvaðst vera að reyna sitt besta, og
svaraði séra Sigurjón þá: Haltu
áfram, Einar.
Að leiðarlokum eru Einari færðar
þakkir með þeim ósk og von, að
Orðið, sem honum var svo kært,
hljómi áfram og verði íslenskri þjóð
leiðsögn við aldaskil, sem framund-
an eru og ókomna tíð.
Ég bið alfoður að veita ástvinum
Einars, Sigurlínu, og börnum þeirra
og afkomendum huggun og styrk
trúarinnar, um leið og ég votta þeim
dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Einars J.
Gíslasonar.
Jóhann Friðfinnsson.
Við fráfalljoessa einstaka boðbera
Guðsorðs á Islandi er mér fyrst og
fremst þakklæti í huga fyrir það að
hafa fengið að vera samtíma honum
í yfir hálfa öld. Þekking Einars var
gmndvölluð á yfirmannlegu innsæi í
hið helga rit Biblíuna. Hér gilti einu
hvort um var að ræða gamla- eða
nýjatestamenti svo og almenna
kirkjusögu Islands.
Ekki kemur mér í hug til saman-
burðar nokkur annar maður sem
sprottinn er upp úr sjálfmenntuðum
grunni, hvorki hérlendis né annars
staðar þar sem ég þekki til, enda
veit ég að biskup okkar Sigurbjörn
Einarsson og hinn kærleiksríki trú-
boði Olafur heitinn Ólafsson höfðu
áþekkar skoðanir á prédikaranum
Einari J. Gíslasyni.
Einari var ekki tamt að hafa
miklar umbúðir um mál sitt en
styrkti hverja setningu tungu sinn-
ar með beinni tilvitnun í Bibliuna.
Einar var um leið gæddur feikna-
miklum krafti og sannfæringar-
mætti til boðunar fagnaðarerindis
Krists og var þar alveg sama hvort
hann var hér heima á Islandi eða
erlendis; hvergi brást þekking Ein-
ars á ritningunni né boðskap henn-
ar. Aldrei verður nægjanlega
þakkað fyrir hið ötula starf sem
hann með boðun sinni vann meðal
þeirra er á einhvem hátt áttu í erf-
iðleikum eða um sárt að binda.
Fórnarlund hans á tíma sinn og
fjármuni vom engin takmörk sett.
Það hef ég sjálfur reynt.
Minning Einars J. Gíslasonar
mun um ókomin ár lifa í hjörtum
þeirra sem enn njóta afraksturs af
starfi hans hver í sínu lífi. Það væri
okkur Vestmannaeyingum mikill
sómi að mega sameinast um að
reisa Einari minnisvarða við hæfi á
einhverjum þeim stöðum í Vest-
mannaeyjum þar sem hann talaði
oftast til samborgara sinna. Enginn
var sá sjómannadagur að Einar
snerti ekki viðkvæma strengi í sál-
arlífi áheyrenda. Ræður hans á
Stakkagerðistúni verða hluti þess
minnisvarða er við vinir hans bemm
í huga þegar til hans verður títt
hugsað þessa daga. Sterk réttlætis-
kennd Éinars og óbilandi staðfesta
við þá málaflokka er hann tók sér
fyrir hendur verða einnig til ævar-
andi minningar.
Þótt leiðarlok séu í þessum
fátæklegu orðum mínum verða
aldrei leiðarlok í minningu ofur-
mennisins Einars J. Gíslasonar. Ég
bið góðan Guð að blessa eftirlifandi
maka hans Sigurlínu, börn hans öll
og barnabörn. Til ættingjanna á ég
þá bæn sem okkur er gefin í
Jóhannesarguðspjalli, 14. kapítula,
þar sem segir m.a.: „Hvers sem þér
biðjið í mínu nafni, það mun ég fyrir
yður gjöra.“
Ég bið því góðan Guð að blessa
alla fjölskyldu Einars.
Ykkar vinur.
Sigfús J. Johnsen.
Heimferð hans er hafin. Styrkur
trúarinnar, kraftur bænarinnar,
boðskapur Biblíunnar, var ramminn
um lífsgleðina, sannfæringuna og
hispursleysið sem einkenndi Einar í
Betel. Allt er í heiminum hverfult,
en Einar í Betel var svo sannarlega
kristniboði af Guðs náð. Hann var
prédikari eins og þeir gerast bestir
á vorri Jörð, ekki hefðbundinn og í
fóstum skorðum, heldur síbreytileg-
ur eins og lífið sjálft sem kviknar
stund af stund í hendi Guðs, þó svo
fastur fyrir að þar var bjargið sem
bifaðist ei í öllum sjóum veraldar-
vafstursins. Einar í Betel hafði svo
breiða og sterka geislun að með ■
ólíkindum var, vélstjóramenntaður,
stórgáfaður og hefði getað lagt fyrir
sig hvaða grein mennta sem honum
hefði dottið í hug. En hann naut sín
til fulls í samfélaginu við Guð,
kristniboðinu, hjálparstarfinu, naut
sín í lítillætinu, auðmýktinni og
þakklætinu fyrir það að fá að vera
þjónn Guðs. En kjarni hans var
hversdagsleikinn, tengingin við
daglega lífið, óskir og þrár sam-
ferðamannanna, sorgir og kvíða.
Hann kunni að sefa sorgina og
syngja til gleði í sömu andrá vegna
þess að lífið er leið Guðs, við sand-
kornið á ströndinni.
Tveimur nóttum áður en Einar J.
SJÁ NÆSTU SÍÐU -
^£1
egsteinar
Lundi
v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
Sorgar og
samúðarmerki
Borið við minningarathafiiir
og jarðarfarir.
AUur ágóði rennur til
liknarmála.
Fæst á bensínstöðvum,
í Kirkjuhúsinu og í
blómaverslunum.
H KRABBAMEINSSIÚK BÖRN
<SlT HJÁLPARSTOFNUN
\Hy KIRKJUNNAR
^IXXTIXTII^
2 Erfidrykkjur S
H
H
H
H
H
y
Sími 562 0200