Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 56
*56 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hreppaskipting hálendis og jökla í lagafrumvarpi fél- agsmálaráðherra um sveitarstjórnarmál er gert ráð fyrir að land- ið allt falli innan hreppamarka, jöklar þar með taldir. Sam- kvæmt lögum fer hvert sveitarfélag með skipulag innan sinna vébanda. 'Stjórnvöld áforma nú að ákvörðunarvald um leyfi til bygginga og mannvirkja hvar- vetná á hálendinu verði hjá aðliggjandi sveitarfélagi. Því grundvallar sj ónar- miði að skipulag nái til hálendisins og jöklanna eru flest- ir sammála. En það er ekki sama hvemig þetta grundvallarsjónarmið er útfært og án heildarsýnar er vandséð að markmið um vemdun og skynsamlega nýtingu náist. Á meginlandi Evrópu er ekkert svæði til sem líkist hálendi íslands. ,Flestir sem þangað hafa komið fínna fyrir töfram hálendisins. Út- lendir ferðamenn sem hingað koma skynja þá og skilja gildi auðnanna. Auðlind hálendisins þurfum við að nýta af skynsemi og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Bændur á íslandi hafa um langan aldur nýtt hálendið til sauðfjárbeit- ar og haft veiðinytjar í vötnum og ám. Reyndar voru hlutar hálendis- ins ónumdir að kalla þar til eftir miðja 19. öld að þekking jókst með _.ferðum vísindamanna eins og Þor- valds Thoroddsen. Jöklarnir hafa aldrei tilheyrt afréttum og af þeim hafa bændur aldrei haft nytjar. Könnun Vatnajökuls fór fram á Míkíá úrval af faliegum rúmfatnaái Skólavörðustlg 21 Simi 551 4050 Reykjavik þessari öld, í leiðöngrum vísinda- manna sem framan af voru flestir erlendir. Jöklarannsóknafélag ís- lands var stofnað 1950 og hefur síð- an byggt upp aðstöðu fyrir rannsóknaleiðangra og ferðamenn. Til að tryggja samræmi og heildarhagsmuni þyrfti hálendið með jöklunum að vera ein heild, segja Magnús Tumi Guðmundsson og Tryggvi Arnason, þar sem til þess skipað eða kjörið yfirvald færi með skipulagsmál. Nú á félagið skála á fjórum stöðum á Vatnajökli. Næsta óljóst hefur verið til hvaða byggðahreppa þessir skálar skulu teljast. En meðal jökla- manna hefur ætíð legið ljóst fyrir að allir standa þeir í Grímsvatna- hreppi, sem er hið óformlega nafn jöklamanna á Vatnajökli. Nú stend- ur til að skipta honum milli 10 sveit- arfélaga, þrátt fyrir að hann sé ein landfræðileg heild. Erfitt er að sjá rökin fyrir þessari skiptingu. Reitaskipting hálendisins gæti leitt til þess að einhver sveitarfélög fari að líta á sinn skika sem út- hlutaðan kvóta og leiti síðan leiða til að ná sem mestum arði til sveit- arfélagsins og íbúa þess af skikan- um. Sveitir landsins hafa gengið í gegnum miklar þrengingar á liðn- um árum og eðlilegt að fólk reyni að nýta þau sóknarfæri í atvinnumál- um sem sýnileg eru. Sú hætta að skipulagsvald sé notað til að skapa aðliggjandi sveitarfélögum aðstöðu á annarra kostnað er raunveruleg. Á Hveravöllum sldpulagði Svína- vatnshreppur hús Ferðafélags Is- lands burtu af staðnum. í staðinn ætlar hreppurinn sjálfur að byggja þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn! Vonandi heldur ferðaþjónusta áfram að dafna og heppileg leið til að efla sveitirnar væri að styrkja nýsköpun í ferðaþjónustu, m.a. á hálendinu, í byggðarlögum þar sem atvinnuástand er erfítt. En fyrir- komulag stjórnsýslu ætti ekki að vera hægt að nota í þessum tilgangi. Það má vera að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og t.d. Jökla- ferðir, sem stunda starfsemi sína að mestu innan eins sveitarfélags, gætu haft einhvern hag af því skipulagi sem ráð er fyrir gert. En starfssvæði Jöklaferða nær yfir all- an Vatnajökul og gæti samkvæmt áformuðu skipulagi þurft að leita til allt að 10 sveitarfélaga vegna starf- semi sinnar! Hálendisskipulag þarf að sam- ræma sjónarmið náttúruskoðunar, útiveru og orkuöflunar annarsveg- ar og náttúruvemdar hinsvegar. Útivist og náttúruvernd fara ágæt- lega saman og útivistin eflir vilja fólks til að varðveita náttúru lands- ins. Til að tryggja samræmi og heildarhagsmuni þyrfti hálendið með jöklunum að vera ein heild þar sem til þess skipað eða kjörið yfir- vald færi með skipulagsmál. Hefðbundin nytjarétt bænda þarf að virða, sem og þann siðferðilega rétt sem frumkvöðlar í nýtingu há- lendisins hafa skapað sér. Nái reitaskiptingin fram að ganga þarf sú nefnd sem fjalla skal um svæðis- skipulag miðhálendisins samkvæmt framkomnu frumvarpi umhverfis- ráðherra, að fá mun meiri völd en ráð fyrir gert. Einnig þyrfti hún að vera skipuð breiðari hópi fólks en áætlað er í frumvarpinu. Talsmönnum reitaskiptingarinn- ar verður tíðrætt um að mótmælin gegn henni stafi af misskilningi. Ef um tóman misskilning er að ræða hljóta ráðamenn að geta frestað af- greiðslu sveitarstjórnarfrumvarps- ins og sannfært þjóðina á næstu mánuðum. Síðan næði málið fram að ganga í góðri sátt í haust. Reyn- ist hins vegar rök þeirra sem andæfa réttari, hljóta ráðamenn að breyta um stefnu, landi og þjóð til hagsældar. Magnús Tmni er dósent við Háskóla íslands og formaður Jökla- rannsóknafélagsins. Tryggvi er framkvæmdastjóri Jöklaferða í Homafirði og fyrrver- andi sveitarstjóri. * Við hvetjum sem flesta til að leggja baráttunni lið! Sérstök þörf er á bílum og bílstjórum til aksturs á kjörstaði, því mikið verður um að vera! > Kosningamiðstöðin Hafnarstræti • Sími: 561 9498 Kosningaskrifstofa í Grafarvogi • Sími: 567 6140 Kosningaskrifstofa í Breiðholti • Sími: 587 6164 4*v». Taktu af þér „heddfóninn“ eða ég hendi þér út“ UNGLINGUR situr fyrir framan kennara sinn og glápir tómur í andlitinu ofan í stærðfræðibækumar. Hann nær engu sam- bandi við allar þær töl- ur og tákn sem þar era, og einangrar sig frá umheiminum með heymartólum. En hvað er það sem hann er að hlusta á? Væntanlega TÓN- LIST. Tónlistin er fjársjóð- ur. I henni felst fjöl- breytileg tilfinningaleg upplifun. Það sem ein- um þykir gaman að hlusta á þykir öðram ef til vill leiðinlegt. Sá sem nýtur tónlistar og myndar sér skoðanir á henni hefur alltaf rétt fyrir sér vegna þess að það er tilfinningaleg upplif- un hvers og eins sem ræður ferðinni. Hann velur það sem hann vill hlusta á og höfðar til tilfinninga hans. Þess vegna er það líklegt að sá sem treður heymartólum á eyr- un á sér sem í heyrist tónlist þegar honum líður illa geri það til að láta sér líða betur! Þegar farið er að huga að því að byggja upp einstaklinga, segir Soffía Yagnsdóttir, þá er gripið til listsköpunarinnar. Umræða um skólamál hefur ver- ið nokkuð hávær hér á landi síðustu misserin. Einkum hefur saman- burður á stærðfræðikunnáttu okk- ar Islendinga við aðrar þjóðir faiið nokkuð fyrir brjóstið á mörgum. Sú umræða er ef til vill dæmi um þá akademísku hugsun sem hefur ráðið ríkjum í íslensku skólakerfi. Það hefur nefnilega ekki virst skipta óskaplega miklu máli hvort barninu líður vel eða illa í skólan- um. Aðalatriðið er að tryggja að stærðfræði-, íslensku- eða önnur bókleg kunnátta sé til staðar. Sam- kvæmt opinberam viðmiðunum og stöðlum era það þessar greinar sem mæla vitsmuni okkar, og með þær á færi okkar eram við líklegri til að eiga farsælt líf. Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr mikil- vægi hinna bóklegu greina. Síður en svo. Staðreyndin er hins vegar sú að list- og verkgreinar hafa lengst af verið nokkurs konar auka- greinar innan grannskólans. Þeim hafa ekki verið sköpuð þau skilyrði sem nauðsynleg era til þess að þær megi blómstra sem heildstæður hluti af öðra almennu námi. Til era niðurstöður rannsókna sem sýna skýr tengsl milli tónlistarnáms og almennrar velgengni í námi. Mikið er kvartað undan agaleysi og neikvæðum samskiptum barna. Erfiðlega gengur að „troða“ öllum þeim þekkingaratriðum sem nauð- synleg þykja í þessa litlu agalausu kolla, sem virðast þurfa miklu meira að hreyfa sig og tjá en að sitja eins og tölvumóttakarar og greypa allt í minnið. Allar mann- eskjur era í eðli sínu skapandi, og það er öllum eðlilegt að þurfa að tjá sig. Það fer aftur á móti eftir kring- umstæðum og hvatningu hvernig hver og einn fær að njóta sín í sköpun sinni og tjáningu. Barn sem fær hvatningu og tækifæri til að skapa, tjá og upplifa er mun lík- legra til að spjara sig en hitt sem lokar allt inni og fær engin tækifæri til að vinna úr hugmyndum sínum og tilfinningum. Eg hef á undanförn- um áram átt þess kost að vinna með ungling- um sem af einhverjum ástæðum hafa villst af leið í hinu hefðbundna skólakerfi. Sömuleiðis unglingum sem leiðst hafa út í eiturlyfja- neyslu. Öll hefur þessi vinna byggst á upp- byggingu tengdri list- sköpun af ýmsu tagi. Gripið er til þess ráðs að þjálfa þá í að tjá sig, reyna að vinna úr tilfinningalegri vanlíðan, upplifa gleðina, hláturinn og eiginleikann til að skapa og njóta að nýju. Smátt og smátt fær lífið á sig nýja mynd. Upplifun á sjálfum sér og umhverf- inu birtist í öðra og jákvæðara ljósi. Eg vil sjá íslenska skóla iðandi af lífi og gleði. Eg vil sjá börnin okkar full áhuga á því sem þau era að nema og taka þátt i. Ég vil byggja upp einstaklinga sem eru í senn hamingjusamir, hugsandi og skap- andi og líklegir til að geta látið gott af sér leiða í framtíðinni. Einstak- lingur sem fær tækifæri til að skapa og tjá sig í gegnum tónlist, leiklist, myndlist eða með öðram hætti er mun líklegri til að geta skilið flóknar stærðfræðilausnir eða fundið flöt á erfíðum málum sem upp kunna að koma í lífi hans. Skapandi hugsun er grannur að öllum framfóram, og til þess að hugurinn fái að vera skapandi þarf að búa einstaklingnum það um- hverfi sem til þarf til að þjálfa hann. Þetta á við bæði inni á heimiL unum, og ekki síst í skólakerfinu. I þessu sambandi er ábyrgð foreldra og forráðamanna mikil. Þeir þurfa að gera kröfur um að börn þeirra fái þá kennslu sem þeim ber í skól- anum, og fylgja því eftir með stöðugri eftirgrennslan. Nú stendur yfir undirbúningur og vinna við hönnun nýrrar aðalnámskrár fyrir grann- og fram- haldsskólann. Menntamálaráðherra hefur sent frá sér bækling um enn betri skóla inn á hvert heimili í landinu. Hann hefur einnig fylgt út- komu bæklingsins eftir með fund- um víða um land til þess að fá um- ræðu og ábendingar um hvað megi betur fara. Ég hvet foreldra og alla þá sem áhuga hafa á enn betri skóla fyrir börnin okkar að kynna sér vel það sem í bæklingnum stendur, og láta í sér heyra. Listgreinar fá þar ekki mikið rými. í lengdum skólatíma er ekki gert ráð fyrir auknum tímafjölda fyrir listsköpun. Stuðst er við óbreytta viðmiðunar- stundaskrá í myndmennt, tón- mennt og handmennt. Þó gleðst ég yfir því að hvatt er til almenns kór- starfs í grannskólum og í fyrsta sinn er minnst á leikræna tjáningu sem hluta af námi. Ég bið yfirvöld menntamála að minnast orða heimspekingsins Platóns þegar lokavinna við aðalnámskrá íslenskra grunn- og framhaldsskóla hefst. Samkvæmt hugmyndum hans auðgar tónlistin anda og ímyndunarafl og er því mikilvægur þáttur í uppeldi. Sé hún falleg er hún heillandi og hreinsar allt illt úr sálinni. Þannig tileinkar manneskjan sér hrein- leika tónlistarinnar og fegurð, bætir við þroska sinn og verður að betri einstaklingi. Gefið listinni lausan tauminn í nýrri námskrá og sannið þið til, árangurinn mun ekki láta á sér standa! Höfundur er tónlistarkennari. Soffía Vagnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.