Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ - Kvennafundur Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Golli SJÁLFSTÆÐISKONUR fjölmenntu á kvennakvöld kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Skipholti í fyrrakvöld. Efnahagserfiðleikar bitna verst á konum AFSTAÐA Sjálfstæðisflokksins til jafnréttismála, málefna barna og aldraðra ætti að höfða sérstaklega til kvenna. Þetta kom fram á konu- kvöldi kosningaskrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Skipholti í fyrra- kvöld. Á konukvöldinu leituðust fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við að svara spurning- unni: „Af hverju ættu konur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?" Árni Sigfússon, oddviti framboðslista sjálfstæðismanna, sagðist telja kosningamál flokksins snúast jafnt um konur og karla. „Kosningamál okkar snúast um einstaklinga og um borgina okkar,“ sagði hann. „Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að í þjóðfélagi okkar mæða ákveðin mál oftar á konum en körlum og trúi því að þau mál sem við leggjum fram í þessari kosningabaráttu séu jafnréttismál. Ég vil minna á þá stefnu okkar að gera góða leikskóla enn betri og á fjölskyldugreiðslumar sem koma til með að skapa foreldrum nýja mögu- leika. Fjölskyldugreiðslumar era bylting í hugsun og engu síður spennandi kostur fyrir karla en konur.“ Ámi sagðist einnig telja geysi- lega mikilvægt að vel yrði staðið að málefnum aldraðra og benti á að Sjálfstæðisflokkurinn vilji byggja upp 130 hjúkrunarrými á næsta kjörtímabili en til samanburðar hefði R-listinn einungis skilað tæp- um 70 rýmum á síðasta kjörtímabili. Þá sagði hann Sjálfstæðisflokkinn hafa við lýst því yfir að hann myndi leggja niður 25% hækkun fasteigna- gjalda og kæmi það sérstaklega til með að nýtast eidri borguram. Útrýma landasölu á skólalóðum Inga Jóna Þórðardóttir sagði ekki erfitt fyrir sig sem sjálfstæðis- mann að svara því hvers vegna kon- ur ættu að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. „Það er fyrst og fremst vegna sjálfstæðishugsjónarinnar," sagði hún. „Sjálfstæðisflokkurinn byggir alla sína stefnu á einstaklingum og einstaklingsfrelsi og jafnréttis- barátta karla og kvenna hlýtur að grandvallast á því að einstakling- arnir séu sterkir og sjálfstæðir og hvorki gjaldi né njóti kynferðis síns. Sjálfstæðisflokkurinn hugsar auk þess til framtíðar, sem er meira en Reykjavíkurlistinn gerir,“ sagði hún. „Það ætti, út af fyrir sig, að nægja til þess að konur styddu Sjálfstæðisflokkinn enda er alveg ljóst að verðum við fyrir efnahags- legum áföllum á næstu árum muni það fyrst og fremst bitna á konurn." Jóna Gróa Sigurðardóttir sagðist vilja benda á fyrirhugaða hverfa- byltingu Sjálfstæðisflokksins sem m.a. fælist í því að tekin yrði upp samvinna við foreldrafélög í skólum og við lögreglu um hverfavaktir. „Við viljum styðja foreldra sem vilja taka upp foreldravaktir og nýta samkennd íbúa í hverfum til góðs fyrir börnin okkar og fullorðna fólkið sem er hætt að fara út á kvöldin,“ sagði hún. „Þá ætlum við okkur að ná þvi marki að útrýma landasölu og sölu fíkniefna á skóla- lóðum.“ Kosningar í út- varpi og sjónvarpi Á NÆSTU dögum mun mikið fara fyrir umfjöllun um sveitarstjórnar- kosningarnar í útvarpi og sjónvarpi þrátt fyrir að lítið verði um sérstaka kosningaþætti. Ef frá era taldar kosningavökur á laugardag, kosn- ingafundir Ríldsútvarpsins og Rás- ar 1 á Akureyri og í Reykjavík og þátturinn Kosningaskjálfti á Rás 2 mun umfjöllun, fram að kosningum, fara fram innan fréttatíma og fastra þátta. Stöð 2 og Bylgjan Á Bylgjunni munu flestir þættir á föstudag- og laugardag litast af kosningaumræðunni en þó sérstak- lega Morgunþátturinn og Þjóð- brautin. Á laugardag klukkan 20:00 hefst sameiginleg kosningavaka Stöðvar 2 og Bylgjunnar og stendur hún þar til úrslit liggja fyrir. Á hádegi á sunnudag senda síðan stöð 2 og Bylgjan út sérstakan fréttaþátt um úrslit kosninganna. Ríkismiðlarnir í dag klukkan 13.00 mun Ævar Om Jónsson ræða við fulltrúa flokkanna um kosningarnar í þætt- inum Kosningaskjálfti á Rás 2. Ríkissjónvarpið og Rás 1 standa fyrir beinni útsendingu frá kosn- ingafundi á Akureyri í dag klukkan 14.00 og frá Reykjavík á föstudag kl. 20.45. Á laugardag hefst kosningavaka Ríkissjónvarpsins og Rásar 1 kl. 21:30 og á Rás 2 hefst kosningavakt með léttara móti kl. 21:30. Á sunnudag verður síðan farið yf- ir úrslit kosninganna á Rás 1 kl. 16:08 og á Rás 2 kl. 10.00-12.00 (end- urtekið klukkan 22.10). Einnig verð- ur fjallað um úrslit kosninganna í svæðisútvarpi Austur- og Norður- lands kl 13.00-14.00 á sunnudag. Skólamál framar í forgangsröð R- og D-listi vilja báðir auka hlutfallslega framlög til skólamála. Þeir eru sammála um að aukið sjálfstæði skóla sé æskilegt og að tölvu- og netvæðingar sé þörf. Helgi Þorsteinsson sér þó mun á því hversu hratt listarnir tveir vilja fara í breytingar, hversu langt eigi að ganga ______og frambjóðendurnir deila um hver eigi hvaða hugmyndir. SIGRÚN Magnúsdóttir, fulltrúi R-listans í Fræðsluráði Reykjavíkur, segir að samstaða hafi ríkt um flest fræðslumálefni á yfirstandandi kjörtímabili. Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, seg- ir að grundvallarmunur sé á stefnu flokkanna í reynd, en að rétt fyrir kosningar hafi R-listinn tekið upp mörg stefnumál D-listans. I auglýsingum og málflutningi Sjálfstæðisflokksins um menntamál í kosningabaráttunni hefur einkum borið á því stefnumáli að lengja skólaái-ið í tíu mánuði. Inga Jóna leggur einnig ríka áherslu á grund- vallarmun á afstöðu framboðslist- anna til sjálfstæðis skólanna sem hafi komið fram á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn hafi ítrekað lagt fram tillögur sem miði að auknu sjálfstæði en þeim hafi verið hafnað af R-listamönnum. Það sem einkum virðist skilja listana að í þessum málum ef marka má stefnuskrár og auglýsingar er að sjálfstæðismenn vilja ganga hraðar í átt til sjálfstæðis skólanna og lengra hvað varðar rekstrarlegt sjálfstæði og áhrif foreldra. Fulltrúar beggja lista segja að þeir vilji auka hlutfallslega fjáifram- lög til skólamála. Þegar spurt er hvar eigi að draga saman í staðinn forðast þeii- að veita skýr svör. Inga Jóna bendir þó á að sjálfstæðismenn hyggist auka tekjur borgarinnar með því að fá fleiri fyrirtæki og skattgreiðendur til að flytja til borg- arinnar. Með aukinni atvinnustarf- semi muni einnig draga úr atvinnu- leysi og þannig sparist útgjöld sem geti gengið til skólamála. Sigrún segir að þar sem á síðasta kjörtímabili hafi verið lögð mikil áhersla á leikskóla megi draga nokkuð úr uppbyggingu þeirra nú og þar með skapist svigrúm til meiri áherslu á grunnskóla. Inga Jóna segir að Sjálfstæðis- „Litlu“ framboðin í Reykjavík Segja þeim mis- munað í kosn- ingabaráttunni MAGNUS Skarphéðinsson, efsti maður á L-lista í Reykjavík, segir umhugsunarvert hveraig fjárhagur framboðslista ráði aðgengi þeirra að fjöldanum. Metúsalem Þórisson, efsti maður á lista húmanista í Reykjavík, tekur undir gagnrýni hans og segir fjölmiðla hafa mis- munað framboðslistum í Reykjavík. Magnús Skarphéðinsson sagði, í samtali við Morgunblaðið í gær, að sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag legðust vel í sig enda hlytu góð mál að sigra að lokum. R- listinn hefði ekki tekist að losa fólk úr fátæktargildranni og því hefði skapast augljós þörf fyrir L-list- ann, sem hefði enn frekari félags- legar og vinstri áherslur. „Það hefur í-íkt mikill áhugi og stemmning í okkar herbúðum þrátt fyrir að niðurstöður skoðanakann- ana mættu vera okkur hliðhollari," sagði hann. „Enda er erfitt að koma skoðunum á framfæri í nútímaþjóðfélagi og það kostar mikla peninga. Við höfum ekki yfir tugum milljóna að ráða eins og kosningavélar R- og D-listanna og tel ég það umhugsunarvert fyrir lýðræðisunnandi fólk í landinu hversu erfitt er, fyrir þá sem ekki eiga peninga, að koma skoðunum sínum á framfæri við fjöldann." Magnús sagði aðstandendur L- listans hins vegar hvergi bangna. Þeir hefðu ekki haft opna kosn- ingaskrifstofu en einbeitt sér að því að koma málstað sínum á fram- færi á vinnustöðum og götum úti. Barist fyrir þátttöku í sjónvarpsþætti Metúsalem Þórisson sagði kosn- ingarnar leggjast vel í sig, ei' Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Hann hefði reyndar fundið fyrir því að „litlu“ framboðin í Reykjavík ættu ekki jafn mikið upp á pallborðið hjá fjölmiðlum og þau stóru. Þetta væri bagalegt enda veitti þeim sem væru að koma fram með nýjar stefnur ekki af því að fá að kynna stefnumál sín. „Það sem er viðurkennt fær mun meira pláss en það sem er óhefðbundið,“ sagði hann. „Og það hlýtur alltaf að vera dragbítur á framfarir." Metúsalem sagði húmanista t.d. hafa þurft að berjast fyrir því, með hjálp lögfræðinga, að fá að taka þátt í sjónvarpsþætti Ríkissjón- varpsins á föstudag. Húmanistar verða í Kolaportinu frá klukkan 12.00-16.00 í dag. Þeir mundu spjalla við fólk auk þess sem Júlíus Valdimarsson, sjötti maður á lista þeirra, flytur tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.