Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 79 BRÉF TIL BLAÐSINS Undarlegur málflutnmgur skrifstofustjóra ASI Frá Stcinþóri Jónssyni: HALLDÓR Grönvold er skrifstofu- stjóri ASÍ og situr hann í stjórn Ábyrgðarsjóðs launa. Sá sjóður greiðir laun, lífeyrisframlag og orlof starfsmanna fyrirtækja sem verða gjaldþrota ef ekkert er til í þrotabúi þeirra. í útvarpsþættinum „I vikulokin“ á rás 1 síðastliðinn laugardag var Hall- dór ásamt öðrum gestum þáttarins að ræða um það fár sem orðið hefur í ki-ingum fjánnál tveggja af efstu mönnum á R-listanum. Par harmaði Halldór að svo gömul mál hefðu komið tO umræðu. Hann minnti á setu sína í stjórn Ábyrgðarsjóðs launa og kvaðst undrandi á því að þeir tveir menn sem riðu á vaðið með gagnrýnina skyldu ekki hafa leitað til þess sjóðs tO að fá þær launa- greiðslur sem þeir töldu sig eiga inni hjá Helga Hjörvai’ og Hrannari B. Amarssyni. Halldór fór ekki dult með andúð sína á upphafsmönnum gagnrýninnar og fann málatil- búnaðinum ýmislegt tfl foráttu. Ekki minntist Halldór hins vegar orði á það að skammt er síðan um- ræddur Ábyrgðarsjóður launa reiddi af hendi rúmlega 522 þús. kr til að bæta fyrir orlofs- og lífeyris- framlög sem dregin höfðu verið af starfsmönnum fyrirtækisins VSKM hf. Þar var Hrannar B. Arnarsson stjórnarformaður og prókúruhafi. Fyrirtækið varð gjaldþrota í mars 1995. Kröfur námu 5,4 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Til að skýra málið nánar fyrir hlustendum Rásar 1 hefði Halldór getað upplýst þá um að fyrirtæki Hrannars hélt orlofs- og lífeyris- framlögum eftir af iaunagreiðslum starfsmanna, líkt og skylt er. Þess- um greiðslum var hins vegar aldrei skilað til viðkomandi lífeyrissjóðs. Þær urðu innlyksa í gjaldþrotinu og Ábyrgðarsjóður sá sem Halldór Grönvold stýrir ásamt öðrum varð samkvæmt lögum að bæta starfs- fólkinu þetta tap. Þessar upplýsingar hefðu getað orðið verðmætt innlegg í um- ræðuna. En kannski hefði einhver hlustandinn þá undrast hvers vegna Halldór Grönvold lagði svona mikla áherslu á að verja þá félaga Helga Hjörvar og Hrannar B. Arnarsson. STEINÞÓR JÓNSSON, Hléskógum 18,109 Reykjavík. Vér einir vitum Yfirlýsing frá Hafn- arfjarðar- listanum Frá Páli V. Daníelssyni og Magnúsi Þórðarsyni: VEGNA yfirlýsingar frá Félagi óháðra borgara sem birtist í Morg- unblaðinu 16. þ.m. skal eftirfar- andi upplýst: Sótt var til yfirkjör- stjórnar um Bókstafinn H fyrir Hafnarfjarðarlistann í góðri trú um að það væri hvorki brot á lög- um né hefð enda langt um liðið síð- an bókstafurinn hafði verið notað- ur. Það var ekki ætlunin að óvirða nokkurn mann eða vera með yfir- gang. Yfirkjörstjórn úthlutaði Hafnarfjarðarlistanum bókstafn- um H eins og hún úthlutaði eftir beiðni bókstafnum F sem áður hafði verið notaður af framboði í Hafnarfirði. Við berum fullt traust til kjörstjórnarinnar um að hún hafi fylgt lögum í báðum þessum tilyikum. Ágætu félagsmenn í Félagi óháðra borgara. Á sínum tíma sýnduð þið mikinn kjark með því að bjóða fram óháðan lista og þið urðuð til þess að brjóta blað í pólitískri sögu Hafnarfjarðar. Stjórnmálaflokkarnir urðu að sætta sig við það að þeir voru ekki lengur alls ráðandi og 20 ára tíma- bil ykkar hafði þau áhrif að friður, festa og framfarir einkenndu stjórn bæjarmálanna. Fólkið sem skipar Hafnarfjarð- arlistann hefur upplifað illvígar deilur hinna pólitísku flokka. Það telur að þær standi bænum fyrir þrifum og skaði orðspor hans. Það er von þessa fólks að það fái braut- argengi til að brjóta blað til góðs í þeim efnum. Takist vel til getur sagan endurtekið sig. Hafnfirðing- ar þurfa á því að halda. F.h. Hafnarfjarðarlistans, PÁLL V. DANÍELSSON, MAGNÚS ÞÓRÐARSON. Frá Ólafi H. Hannessyni: 15. MAI reynir Sigurður Orri Jóns- son að gera lítið úr athugasemdum mínum vegna ellefu-frétta í Rflds- sjónvarpinu um skoðanakönnun sem birtist í Stúdentablaðinu um fylgi R- og D-listanna í Reykjavík, en honum ferst það óhönduglega og raunar standa allar mínar athugasemdir óhaggaðar eftir. Frétt þessi var aðal- fi-éttin og skreytt með rándýrum súlu- og kökuritum. 1. „Fréttin" var birt áður en Stúdentablaðið kom út. Hvemig komst fréttin inn í hið hlutlausa Rfldssjónvarp? 2. Háskóli íslands er skóli alh-a ís- lendinga og því furðulegt að eyða tugum þúsunda af almannafé til að kanna kosningafylgi aðeins í einu sveitarfélagi. 3. Eg gerði fyrirvara um lögheimfli og kjörstað þátttakenda, en ekki bú- setu. Vitað er að stór hluti Háskólastúdenta býr í Reykjavík, en kýs annars staðar. 4. Af hverju sækist Rfldssjónvai-pið ekki eftir skoðanakönnunum úr nem- endablöðum Samvinnuskólans eða Verslunarskólans, en aðeins úr nem- endablaði Háskólans? 5. Enginn annar fjölmiðfll sá ástæðu til að birta þessa „stórmerkflegu skoðanakönnun". 6. Hver borgaði þessa skoðanakönn- un? Er þetta dregið af skyldugjöld- um nemenda eða fékkst aukafjárveit> ing tfl verksins frá menntamál- aráðherra, en fræg var lúaleg árás vinstri manna úr stúdentaráði á ráðherra í Dagsljósi með dyggri að- stoð Kolfinnu Baldvinsdóttur og Hjálmars Árnasonar þingmanns, þegar ráðherra neitaði enn einni betliherferð Röskvumanna um aukið fé tfl áróðursmála. Þingmaðurinn baðst raunar afsökunar og sagðist hafa verið narraður tfl verksins. Vegir mínir og Háskólans hafa ekki legið saman, en samt get ég hugsað og dregið mínar ályktanir og læt mér í léttu rúmi liggja fúkjTðaflaum og aðdróttanir hinna sjálfskipuðu menningarvita. Heimsk- ingi verður áfram heimskingi þótt hann sæki um vist í háskóla. Ég þykist sjá hvers vegna þessi hráskinnaleikur er settur á svið rétt íyrir kosningar. Ég vona að fleiri en ég sjái í gegnum þetta sjónarspil og láti ekki blekkingar „hinna alvitru" rugla dómgreind sína. ÓLAFUR H. HANNESSON, Snælandi 4, Rvík. Lífsgleði njóttu! Prófaðu nýjfl ilminn fró Clinique fyrir konur clinique happy Angon nf ávöxtum og ótal blómum lífsgleðin sjálf! Clinique Happy 50 ml. Perfume Spray 3.600 kr. 100 ml. Perfume Spray 5.510 kr. CLINIQUE www.clinique.com co VELORKAHF. Grandagarði 3, Reykjavík, sími 562 1222 .» VORNÁMSKEIÐ GREININGAR OG RÁÐGJAFARSTÖÐVAR RÍKISINS HALDIÐ I HÁSKÓLABtÓI 4.og 5. júni 1998 EFNI: ÞJALFUN OG KENNSLA FATLAÐRA- FJÁRFESTING TIL FRAMTÍÐAR? Fimmtudagur 4. júni Fundarstjóri: Ásgeir Þorsteinsson, endurmenntunarstjóri. Kl. 8:00- 9:00 Kl. 9:00- 9:10 Skráning þátttakenda. Námskeiö sett. Kl. 9:10- 9:50 Fötluö böm verða fulloröin - faraldsfræði þroskafrávika. Stefán Hreiðarsson, barnalæknir. Kl. 9:50- 10:30 I Snemmgreining fötlunar - forsenda árangurs. Steingerður Slgurbjörnsdóttir, barnalæknir. Kl. 10:30-10:50 Kaffihlé. Kl. 10:50-11:30 Markviss þjálfun ungra barna - markmið og leiðir. Dr. Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur. Kl. 11:30-12:10 Hefur þjálfun áhrif á þroska miðtaugakerfis7 Pétur Lúðvigsson, barnalæknir. Matarhlé. Kl. 13:30- 14:10 Þjónusta við fatlaða ■ kostnaður samfélagsins. Þór Þórarinsson, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu Reykjaness. Kl. 14:10- 14:50 Þjónusta við fatlaða - ávinningur samfélagsins. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Kl. 14:50- 15:20 Kaffihlé. Kl. 15:20- 16:00 Þegar fjármagn takmarkar þjálfun og þjónustu. Andrés Ragnarsson, sálfræðingur. Föstudagur 5. jútii Langtímaárangur þjálfunar og meðferðar: Fundarstjóri: Anna Hermannsdóttir, fræöslustjóri Dagvistar barna i Reykjavík. Kl. 09:00 - 09:40 Meðferð við ofvirkni. Páll Magnússon, sálfræðlngur. Kl. 09:40 - 10:20 löjuþjálfun bama með misþroska. Þóra Leósdóttir, iöjuþjálfi. Kl. 10:20- 10:50 Kaffihlé. Kl. 10:50 - 11:30 Málörvun forskólabarna. Ingibjörg Símonardóttir, talmeinafræðingur. Kl. 11:30- 12:10 Sjúkraþjálfun við heilalömun. Björg Guðjónsdóttir, sjúkraþjálfari. Matarhlé. Kl. 13:10 - 13:45 Þjátfunaráætlanir - forsendur meðferðar. Jóna G. Ingólfsdóttir, þroskaþjálfi. Kl. 13:45 - 14:20 Sérkennsluáætlanir - gerö og notkun. Sigrún Hjartardóttir, sérkennari. Kl. 14:20- 14:55 Þáttur foreldra i þjálfun og kennslu. Ingibjörg Auðunsdóttir, Kl. 14:55-15:25 Kaffihlé. Kl. 15:25-16:05 Samskipti foreidra og fatlaðra barna - niðurstöður islenskrar rannsóknar. Dr. Tryggvi Sigurösson, sálfræðingur. Greir ráði Námskeiösgjald er kr. 8.000. Þátttaka tilkynnist á Greiningarstöð ( sima 564 1744 fyrir 27. mai n. k. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.