Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stjórnarerindrekar vona að almenningur á N-frlandi komist að „réttri“ niðurstöðu á föstudag Paisley sakar fjölmiðla og stjórnvöld um hlutdrægni ✓ Ráðamenn á N-Irlandi segjast ekki vilja hugleiða möguleikann á því að friðarsam- komulaginu þar verði hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslu á morgun. Davíð Logi Sig- urðsson ræddi við fylgismenn og and- stæðinga samningsins í Belfast. PÓLITÍSKIR ráðamenn í Belfast vilja helst ekki leiða hugann að því hvað tekur við hafni almenningur á N-írlandi friðarsamkomulaginu sem kosið verður um í þjóðarat- kvæðagreiðslu á morgun. Allen McVeigh, deildarsérfræðingur í ráðuneyti Norður-írlandsmála í Stormont-kastala, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki einu sinni vilja hugleiða „þann hræðilega möguleika", „forsætisráðherrann Tony Blair gat ekki svarað því hvernig þá mætti leysa úr vandræð- um N-Irlands, hvað þá ég.“ Fylgismenn samkomulagsins hafa á síðustu dögum lagt allt kapp á að auka íylgi hans meðal sam- bandssinna því svartsýnustu menn telja jafnvel hættu á að meirihluti sambandssinna snúist gegn samn- ingnum. Hátt hlutfall óákveðinna gefur til kynna að einhverjir muni e.t.v. ekki gera upp hug sinn fyrr en á kjörstað og McVeigh kvaðst óttast mjög að kjósendur freistuðust til að merkja við óbreytt ástand og höfn- uðu samningnum. McVeigh benti á að Ian Paisley, sem fer fyrir andstæðingum samn- ingsins, væri ávallt upp á sitt besta í kosningum og að hann kynni sann- arlega að þrýsta á réttu hnappana til að fá tvístígandi sambandssinna á sitt band. Paisley höfðaði til þeirra sem ættu erfitt með að sætta sig við að fangar úr röðum írska lýðveldis- hersins (IRA) slyppu snemma úr fangelsi og að fulltrúar Sinn Féin fengju inni á þingi þótt IRA hefði engin vopn látið af hendi o.s.frv. Ekki er þverfótað fyrir blaða- mönnum hvaðanæva í Belfast en heimamaður, sem starfar á útvarps- stöð í Belfast, sagði í samtali við Morgunblaðið að jafnvel hann, sem sannarlega ætlaði að samþykkja þennan samning, ætti erfitt með að sætta sig við þá tilhugsun að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, yrði jafnvel áður en sumarið væri úti orðinn ráðherra í nýju ráðuneyti N- írlands. Þess vegna mætti ekki gera lítið úr andstöðu fólks eða hafna henni sem óskynsamlegri. „Það fyrsta sem utanaðkomandi aðili þarf að gera þegar hann hefur umfjöllun um N-írland er að hér ræður skynsemin ekki ríkjum.“ Paisley stýrir andstöðunni gegn samningnum Segja má að allir helstu aðilar séu fylgjandi samningnum, hvort sem þar er um að ræða stjómmálamenn eða fjölmiðlafólk. Það voru einnig tveir leigubílstjórar, annar kaþólsk- ur en hinn mótmælandi, sem blaðamaður ræddi við en þeir lögðu áherslu á vilja sinn til að búa böm- um sínum bjartari framtíð. Með samþykkt samningsins mætti vænta aukinnar velmegunar og al- mennrar farsældar en mest um vert væri auðvitað að binda enda á of- beldi síðustu áratuga. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var á ferðinni í gær til stuðnings samningnum, svo og William Hague, leiðtogi stjómar- andstöðunnar á breska þinginu. Leiðtogi þriðja aflsins í breskum stjómmálum var í Belfast í fyrra- dag og lagði einnig samningnum lið sitt. Ian Paisley gerði þessa breiðfylk- ingu breskra stjómmálamanna að umtalsefni á blaðamannafundi í gærdag sem hann hélt í heimkynn- um stjómmálaflokksins DUP, sem hann stofhaði fyrir margt löngu, í Austur-Belfast en beindi einnig spjótum sínum að fjölmiðlum sem allir hafa fylkt sér bak við samning- inn. Paisley, sem er stór og talsvert yfirþyrmandi í framkomu, hafði í Hlaupaskór, skokkskór, götuskór og hlaupafatnaður Nike Air Max. Loftpúði í sóla. Oömustærðir37 -41 Herrastærðir41 - 46. Nike AirTailwind Air Max loftpúði í hæl, loftp. í tábergi. Dömustærðir 36 - 40. Herrastærðir40 - 49. Nike Air Swift Triax Zoom loftpúði í sóla. Dömustærðir38-41. Herrastærðir 42 - 46. Adidas Falcon EVA millisóli, Torslon system Dömustærðir37 -41 Herrastærðir 41 - 46. Puma Cell Endura Cell system í sóla. Dömustærðir 36 - 40 Herrastærðir 40 - 46. Puma Cell Veliocity Cell system í hæl. EVA millisóli. Dömustærðir36-40 Herrastærðir40 - 46. Nike Air Perseus Loftpúði í hæl og Phylon millisóli. Dömustærðir 37 - 41 Herrastærðir 41 - 49. 5 7Qf1 - Götuskór 2.990,- Adidas Lockout. Stærðir 19 - 25. L.A. Gear Flamethrower Ljósaskór Stærðir 21 - 27. 3.990,- Nike Turf Shark Canvas Stærðir 31 -38,5. 2.990,- ÚTILÍF GLÆSIBÆ *S: 581 2922 Adidas Tunnel Ram Litir: Ljóst m. hvítu, grænt m. svörtu. Stærðir 36 - 47. Hugsaðu um heilsuna - Stundaðu útilíf. LEIÐTOGAR sambands- og lýðveldissinna, John Hume, t.v., og David Trimble, tóku í fyrrakvöld höndum saman við Bono, söngvara rokk- hijómsveitarinnar U2 á tónleikum t' Belfast. kringum sig hóp stuðningsmanna á fundinum og einnig bar nokkuð á luralegum kumpánum sem ekki gátu verið neitt annað en lífverðir stjómmálamannsins umdeilda. Paisley lét móðan mása og hund- skammaði t.d. viðstadda blaðamenn fyrir „hlutdræga umfjöllun fjöl- miðla.“ Hann átaldi David Trimble, leið- toga UUP fyrir að hafa stigið á svið Waterfront-hljómleikahallarinnar í fyrrakvöld og fyrir að hafa tekið þar höndum saman með manni (Bono, söngvara U2) sem hefði ýmislegt á samviskunni, m.a. að hafa eitt sinn kveikt í breska þjóðfánanum á tón- leikum. Reiði DUP-manna kom ber- lega fram á þessum fundi og töldu þeir tilraunir breskra stjómvalda og fjölmiðlamanna til að mála and- stæðinga samningsins neikvæðum litum gagnrýni verðar. „Hvemig voga menn sér að segja að þeir sem hafni samningnum séu um leið að lýsa því yfir að þeir séu andstæðing- ar íriðar?“ Paisley hélt því fram að fulltrúar í ráðuneyti N-Irlandsmála hefðu að undanförnu framkvæmt fjölda skoðanakannana en hefðu vísvit- andi haldið leyndum upplýsingum sem bentu til að fylgi „nei“-manna færi vaxandi. „Þessi ríkisstjóm leggst sífellt lægra, hvað heldur hún að hún sé? Heldur hún að hægt sé að pretta og blekkja kjósendur? Heldur hún að hægt sé að hræða fólk eða múta því til að samþykkja þetta ómögulega plagg? Þessar kosningar em svindl frá upphafi til enda.“ Lögð var áhersla á það að barátt- an gengi vel og að andstæðingar samningsins væm sannfærðir um að þeim tækist að fá meirihluta sambandssinna á sitt band. Peter Robinson, staðgengill Paisleys, skoraði á Tony Blair að mæta and- stæðingum samningsins opinber- lega. „En ég efast sterklega um að hann hafi hugrekki til þess.“ Fylgismenn enn á nálum Allen McVeigh viðurkenndi í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að fylgismenn samningsins væm talsvert uggandi um sinn hag. Ljóst væri að fylgi við samninginn hefði dalað á síðustu dögum, eink- um eftir fund Sinn Féin fyrir 10 dögum þar sem dæmdir morðingjar létu öllum illum látum og fældu margan sambandssinnann frá því að segjajá. McVeigh sagði bresku ríkis- stjómina vonast eftir því að samn- ingurinn yrði að minnsta kosti samþykktur með 65% fylgi, minna fylgi myndi gera framhaldið afar erfitt. Ef allt gengi upp myndi hins vegar verða boðað til kosninga til væntanlegs þings 25. júní og síðan myndi eins konar skuggaráðuneyti starfa fram að áramótum til reynslu. Allt benti til þess að David Trimble yrði þar forsætisráðherra og John Hume, leiðtogi hófsamra kaþólikka (SDLP), aðstoðarforsæt- isráðherra. Ekki væri ólíklegt að Gerry Adams tæki sæti við hlið þeirra á ráðherrastóli og ef þetta gengi eftir teldust það ekki svo lítil tíðindi. „Við lifum sannarlega sögu- lega tíma. Enginn átti von á því að við kæmumst þetta langt og það voru margar hindranir á leiðinni. En viti menn! Við erum hingað komin og höfum náð þessum árangri. Nú getum við einungis beðið og vonað að almenningur komist að réttri niðurstöðu á fostu- dag.“ Saka Bandarík- m um „sál- fræðilegt stríðu Jerúsalem. Reuters. ISRAELSKUR ráðherra sagði í gær, að Bandaríkjastjórn stæði í „sálfræðilegu stríði“ við ísraels- stjóm til að fá hana til að afhenda Palestínumönnum 13% lands á Vesturbakkanum. Með því var hann að svara þeirri yfirlýsingu tals- manns bandaríska utanríkisráðu- neytisins, að sá dagur væri „ekki langt undan“, að Bandaríkjastjórn gæfist upp við að miðla málum í Miðausturlöndum. Avigdor Kahalani, öryggismál- aráðherra í ísraelsstjórn, sagði augljóst, að Bandaríkjastjórn væri að reyna að taka ísraelsstjóm á taugum með það fyrir augum, að hún samþykkti að afhenda Palestín- umönnum 13% Vesturbakkans að þessu sinni. Annar ráðherra, Moshe Katzav ferðamálaráðherra, sakaði Bandaríkjastjórn um að standa með Palestínumönnum og sagði, að ef hún hætti því, myndi Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, taka því, sem honum væri boðið. James Rubin, talsmaður band- ariska utanríkisráðuneytisins, sagði í fyrradag, að Bandaríkjastjóm væri að meta stöðuna eftir árang- urslausa fundi Madeleine Albright utanríkisráðherra með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísra- els, í Washington í síðustu viku og með Arafat í London á mánudag. ísraelsk dagblöð segja, að Band- aríkjastjórn hafi hótað því mánuð- um saman að skýra opinberlega frá afstöðu sinni og gefa um leið í skyn, að það sé ísraelska ríkisstjórn, sem standi í vegi fyrir friði. Eins og lík- legt er hafa Palestínumenn hvatt Bandaríkjastjóm til gera einmitt það. I í i f ► \ i l l i I !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.