Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þrjátíu ár frá stofnun Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð Tónleikar í hátíðar- sal skólans í kvöld ÞRJÁTÍU ár eru liðin frá stofn- un Kórs Menntaskólans við Hamrahh'ð. Afmælisins hefur verið minnst á ýmsan hátt, m.a. með tónleikum í febrúar síðast- liðnum þar sem kórarnir við Hamrahlíð tóku þátt í að flytja verk eistneska tónskáldsins Arvo Párt. Nú efna kóramir til af- mælistónleika í dag, uppstign- ingardag, kl. 20 í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kór Menntaskólans við Hamrahlið og Hamrahlíðarkór- inn munu flylja íslenska og er- lenda tónlist. Mörg íslensku verkanna hafa verið samin sér- staklega fyrir kórana. Fyrrver- andi kórfélagar syngja með í nokkrum lögum. Syngjandi sendiherrar Stofnandi og sljómandi kóranna frá upphafi er Þorgerð- ur Ingólfsdóttir. Kórinn hefur ÞORGERÐUR Ingólfsdóttir talar máli tónlistarinnar við kórfélaga. vakið mikla athygli bæði heima fyrir og erlendis. í greininni Syngjandi sendiherrar eftir Heimi Pálsson sem birtist í 30 ára afmælisriti skólans segir m.a. að ekki sé víst „að menn hugsi oft til þess hve ótrúleg áhrif Hamrahlíðarkórarnir hafa haft og hve mikilvægan kafla þeir og stjórnandi þeirra frá upphafi, Þorgerður Ingólfsdótt- ir, hafa skrifað í íslenska tónlist- ar- og skólasögu. Oft hefur líka gleymst að meta og virða það menningarstarf sem nemendur hafa unnið í kórnum og þakka það orðspor sem kórarnir hafa getið skóla sínum“. Enn fremur segir að „hinir syngjandi sendi- herrar Menntaskólans við Hamrahh'ð" hafi átt drjúgan þátt í að skapa skólanum það góða orð sem hann hefur á sér. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 20 í skólanum. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. ... harðast harma minna TðNLIST III jómdiskur HAUKUR TÓMASSON/FJÓRÐI SÖNGUR GUÐRÚNAR Caput Ensemble, stjórnandi Christian Eggen. Berit Mæland, sópran (Guðrún), Merete Sveistrup, sópran (Kostbera, norn), Ulla Kudsk Jensen, mezzó (Glaumvör, norn), Isabel Pig- aniol, mezzó (Brynhildur), Rudi Sisseck, bass-bariton (Atli), Sverrir Guðjónsson, kontra-tenór (Knéfröð- ur, norn), Þórunn A. Kristjánsdóttir, sópran (Erpur), Herdís A. Jónsdóttir, alt (Eitill), Karlakórinn Fóstbræður (menn Atla). Hljóðritað íDigranes- kirkju í ágúst 1997. Tónmeistari: Marion Schwebel. Framleiðandi: Hans Kipfer. Tími: 59’58. 1998, Grammofon AB BIS, Djursholm. BIS- CD-908. Dreifing Japis. ÓPERAN Fjórði söngur Guðrúnar var frumflutt við mikinn orðstír í Kaupmannahöfn 1996 í tilefni af þess að borgin var menningarhöfuðborg Evrópu. Óperan var sviðsett í gam- alli skipakví, undir beru lofti og und- ir sjávarmáli. Einhver gagnrýnand- inn sagði verkið marka tímamót í danskri óperusögu. Undrar engan, en hvað um það hefði undirritaður viljað gefa mikið fyrir að verða vitni að þessum viðburði. Óperan var hljóðrituð á íslandi á síðastliðnu sumri með Caput og sömu söngvur- um undir stjórn norska hljómsveit- arstjórans Christians Eggen. Fjórði söngur Guðrúnar er sterkt verk og grípandi fagurt - þrátt fyrir hryllilegt efni, sem sótt er í hetju- kvæði Eddu. Guðrún Gjúkadóttir er hér að sjálfsögðu í aðalhlutverki, enda snýst verkið um grimmileg ör- lög hennar og þeirra sem henni tengdust. Harmsaga hennar er ljót, nístandi og ægileg, hrein forneskja - og samt er þetta hrífandi fagur skáldskapur! I lokin syngur hún: Það er mér harðast / harma minna / um þann inn hvíta / hadd Svanhildar / auri troddu / und jóa fótum. / En sá sárastur, / er þeir Sigurð minn, / sigri ræntan, /í sæng vógu, /en sá grimmastur, /er þeir Gunnari fránir ormar/ til fjörs skriðu, /en sá hvassastur, /er til hjarta / konung óblauðan / kvikan skáru. Söguþráðurinn, sem ekki gefst rúm til að lýsa, greinist í tólf atriði: Prólóg, För Sigurðar, Brynhildur, Brúðkaupsnóttin, Fyrra tregróf, Sendiboðinn, Draumar, Gildran, Dauði Högna, Dauði Gunnars, Veisl- an, Síðara tregróf (Exodus). Öll er tónlistin samfelld og lýsir hverju at- riði á áhrifaríkan hátt. Sérlega eftir- minnileg eru þriðja atriðið (Bryn- hildur), fjórða (Brúðkaupsnóttin) og fimmta (Fyrra tregrof, þar sem fyrsta hlutanum af hrikalegu lífs- hlaupi Guðrúnar lýkur og hún hverf- ur á braut). Einnig 8. og 9. (dauði Högna og Gunnars), og lokatregrófið - þar sem Guðrún telur upp harms- efni lífs síns og syrgir hlutskipti sitt. Söngurinn er aðdáanlegur, ekki síst Beritar Mæland í hlutverki Guðrúnar og Isabelu Piganiol í hlut- verki Brynhildar. Svo er „auðvitað" um hljómsveitina (í Caput eru ein- tómir einleikarar, allt þekktir snill- ingar), og skáldlega og hárnákvæma stjórn Christians Eggen. Fyrsta flokks hljóðritun er líka hluti af vel heppnuðum hljómdiski, sem seint verður oflofaður. Oddur Björnsson Hvar sem þú ert og hvern sem þú kýst...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.