Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 0 60 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR Verðþróun mjólkur hagstæð neytendum I BUVORUSAMN- INGUM sem gerðir voru í kjölfar þjóðar- sáttarsamninganna árið 1990 tóku bændur á sig kvaðir um hagræðingu og lækkun á verði af- urða. Þetta hafði m.a. í för með sér að verð á mjólk og mjólkurvörum lækkaði, þó ekki verði allar verðbreytingar raktar til samninganna sem slíkra. Öðru hvoru heyrast raddir um að verð landbúnaðarvara hafi hækkað umfram al- mennt verðlag. í flest- um tilvikum er þetta rangt. Mjólkurvörur hækkuðu minna en vísitalan Þegar bornar eru saman verðbreytingar ýmissa neysluvara er eðlilegast að miða við vísitölu neysluverðs. í apríl sl. hafði hún hækkað um 17,8% frá meðaltali árs- ins 1991. Sama tímabii hækkaði verð til neytenda á nýmjólk um 7,4%, verð á jógúrt um 11,9%, verð á brauðosti lækkaði um 1,9% og verð á smjöri lækkaði um tæp 43% samkvæmt upplýsingum Hagstofu Islands. Lauslega reiknað virðist Guðmundur Stefánsson hækkun mjólkurvara síðan 1991 vera að meðaltali 2-3%. Hagstæð þróun Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins sagði í fréttaviðtali á Stöð 2 í síðustu viku að á undanförnum tveim- ur árum hefðu verðlagshækkanir á mjólk og tengdum vör- um verið margfalt meiri en á almennu verðlagi og að þetta væri staða sem íslensk- ir neytendur gætu ekki sætt sig við. Ef tekið er undanfarið 1-lÁ ár er það rétt að mjólk og flestar mjólkurvörur hafa hækkað meira en almennt verðlag. En hver er hin eðlilega viðmiðun þegar rætt er um verðþróun? Þróun verður á ákveðnu tímabili en breyt- ing á ákveðnum tíma eða stundu. Því er hæpið að meta verðþróun á mjólkurvörum (eða öðrum vörum) út frá einstökum verðbreytingum á mjög stuttu tímabiii. Þess vegna má segja að undanfarin misseri hafl verð á mjólk og mjólkurvörum hækkað umfram almennt verðlag, en þó ekki meira en svo að verðlagsþróun þessara vara hefur Hver er hin eðlilega viðmiðun, spyr Guð- mundur Stefánsson, þegar rætt er um verðþróun? verið neytendum mjög hagstæð undanfarin ár. Neytendur hafa hagnast Hvað er það sem framkvæmda- stjóri Aiþýðusambandsins telur að íslenskir neytendur geti ekki sætt sig við? Ef verð á mjólk og mjólkur- vörum hefði síðan 1991 þróast á sama hátt og almennt verðlag kostaði mjólkurlítrinn ekki 72 krón- ur heldur tæpar 79 krónur. Einn lítri af jógúrt kostaði þá 316 krónur en ekki tæpar 300 krónur. Kíló af brauðosti myndi kosta rúmum 150 krónum meira en það gerir nú og kíló af smjöri rúmum 300 krónum meira. Þetta þýðir á ársgrundvelli, miðað við núverandi neyslu, um 1-1,5 milljarða minni útgjöld neyt- enda við kaup á mjólk og mjólkur- vörum. Það hlýtur að muna um minna fyrir íslenska neytendur! Höfundur er hagfræðingur Bænda- samtaka íslands. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1998 NÚ ER Sumarbrids 1998 hafinn og að venju er boðið upp á ýmislegt spennandi fyrir spilara. Lundúna- ferð í boði Samvinnuferða- Landsýnar verður dregin út í lok tímabilsins. Dregið verður úr nöfn- um þeirra sem hafa unnið eins kvölds tvímenning í Sumarbrids 1998. Þeir sem vinna oft eiga mestu möguleikana á að verða dregnir út. Hornafjarðarleikurinn sívinsæli verður í gangi í allt sumar. Reglur hans eru einfaldar: Þeir tveir spil- arar sem verða með bestu útkom- una úr fjórum samliggjandi spila- kvöldum fá í verðlaun flugfar, keppnisgjald og gistingu á Horna- fjarðarmótinu ‘98 sem haldið verð- ur í haust. Allir sigurvegarar fá svo frítt næst þegar þeir mæta, eins og venjulega. Fleiri verðlaun verða í boði, þau verða kynnt síðar. Fyrsta kvöldið í Sumarbrids 1998 var mánudagskvöldið 18. maí. 18 pör mættu og var spilaður Mitchell tvímenningur. Meðalskor var 216 og efstu pör urðu: NS Halldóra Magnúsd. - Vilhjálmur Sigurðss. 237 Friðrik Egilss. - Kristinn Karlss. 235 Dúa Ólafsd. - Óh'na Kjartansd. 234 AV Bjöm Dúason - Þorstainn Joensen 276 Jón St. Ingólfs. - Hermann Friðriks. 253 Jón Stefáns. - Þórir Leifs. 251 Spilað er í húsnæði Bridssam- bands Islands, Þönglabakka 1. Spilaformið í sumar verður þannig að alltaf verða eins kvölds tvímenn- ingskeppnir, það verður spilað öll kvöld nema laugardagskvöld og hefst spilamennskan alltaf kl. 19. Athugið breyttan spilatíma. Á föstudagskvöldum er svo spiluð útsláttarsveitakeppni að loknum tvímenningi og hefst hún um kl. 23. Ailir eru hvattir til að mæta, keppnisstjóri verður Matthías Þor- valdsson og mun hann aðstoða staka spilara við myndun para. Bridsfélag Akureyrar Firmakeppni BA er lokið. Keppnin er einmenningur og var spiluð á þrem kvöldum. BA þakkar öllum þátttakendum stuðninginn en úrslit urðu sér hér segir: Höldur ehf. (Haukur Harðarson) 163 Pizza 67 (Sverrir Þórisson) 161 Sparisjóður Svarfdæla (Haukur Harðarson) 160 Gullsm. Sigtryggur og Pétur (Pétur Guðjónss.) 159 Kjötiðnaðarstöð KEA (Stefán Vilhjálmsson) 156 Lokamót vetrarstarfsins var Topp-16 einmenningurinn sem leikinn var föstudaginn 15. maí. Þátttökurétt í mótinu eiga 16 stigahæstu spilai-arnir á starfsárinu. Keppni þessi var mjög jöfn og spennandi til loka en úrslit urðu eftirfarandi: Ragnheiður Haraldsdóttir 158 Bjöm Þorláksson 156 Grettir Frímannsson 155 Magnús Magnússon 150 Guðmundur Jónsson 150 Nú er vetrarstarfí BA lokið og sumarbrids tekið við. Spilað verður í Hamri, félagsheimili Þórs, öll þriðjudagskvöld í sumar og hefst spilamennska kl. 19.30. Þátttaka er öllum heimil og ástæða til að hvetja ferðamenn sem leið eiga um í sumar að koma og glíma við félagsmenn BA. > — r * r CFRÁBÆRT HELGARTILBOÐ^^ BIRKIDAGAR OPIÐ Á UPPSTIGNINGADAG BIRKI í BAKKA 40 STK. Áður kr. 1350- Nú aðeins kr. 990- BIRKI BEÐ PLÖNTUR 35-50 SM. Áður kr. 270- Nú aðeins kr. /90-. STJÚPUR, GARÐSKÁLABLÓM, RUNNAR, SKÓGARPLÖNTUR, GARÐ TRÉ, VERKFÆRI, O.M.FL. OSSVOflSStÖðílf PLÖNTUSALAN í FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neöan Borgarspítala) Opiö kl. 10 -19. helgar kl. 10 -18. Sfmi 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG SMAAUGLYSINGAR Dagsferðir: Fimmtudagur 21. maí. Grónar götur þriðji áfangi. Gengiö frá Vigdísarvöllum um Hettuveg að Krýsuvík. Áður fjölfarin leið sem nú er mjöcj sjaldan gengin. Brott- förfrá BSI kl. 10.30. Verð 1300/1500. Sunnudagur 24. maí Kóngsvegur 2. áfangi. Rauðavatn — Geitháls — Djúpi- dalur. Skoðaðar stríðsminjar, gamlir vegir og fleira. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1000/900. Hvítasunnuferðir: 29. mai—1. júni Öræfajökull. 29. maí—1. júní Skaftafell— Öræfi. 30. maí—1. júní Flatey á Breiðafirði. 30. maí—1. júní Básar. 30. maí—1. júní Fimm- vörðuháls. 30. maí—1. júní Snæfellsnes og Snæfellsjök- ull. Jeppadeild: 29. maí—1. júni Jeppaslóðir á Snæfellsnesi. Jeppa- og gönguferðir. Ferð fyrir alla fjölskylduna. Þriðjudaginn 26. maí. Fundur hjá Jeppadeild á Dubl- iners í Hafnarstraeti. Allir sem vilja kynnast starfi jeppadeildar velkomnir. Heimasíða: centrum.is/utivist FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SjMI 568-2533 Fimmtudagur 21. maí 09.00 Sólheimaheiði (Arnardalsleið) í Mýrdal. Ný gönguferð 4—5 klst. um mjög til- komumikið land upp frá Sól- heimum og austan Sólheimajök- uls. Verð 2.200 kr. Fararstjóri: Sigurður Hjálmarsson. Göngudagur Ferðafélagsins í náttúruperlunni Hraunum og nágrenni er á sunnudag- inn 24. maí með skemmtileg- um gönguferðum fyrir alla: Kl. 10.30 Straumsselstígur — Þorbjarnarstaðir Um 4—5 klst. ganga. Brottför frá rallí- krossbrautinni við Krísuvíkur- veg. Kl. 13.00 Straumur — Kúa- rétt. Um 1,5-2 kist. fjölskyldu- ganga. Brottför kl. 13.30 frá Listamiðstöðinni Straumi. Verð 500 kr., frítt f. börn. Rútuferð frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6, en frítt ef komið er á eigin vegum beint í Straum. Allir fá merki göngu- dagsins. Leiðsögn frá Umhverf- is- og útivistarfélagi Hafnarfjarð- ar. Hvítasunnuferðirnar, sjá í textavarpi bls. 619 eða texta- varp.is. Sumarleyfisferð um Vestfirði sem hægt er að mæla með: Vestfjarðastiklur 4.-8. júlí. sssfe Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Samkoma í umsjá RAnnvá Olsen og Sigurðar Ing- imarssonar. Allir hjartanlega vel- komnir. Skyggnilýsingafundur Sigurður Geir Ólafsson, miðill, verður á opnum skyggnilýsinga- fundi sem haldinn verður í sal Sjálfeflis, Nýbýlavegi 30, Kópa- vogi, í kvöld, fimmtudaginn 21. maí kl. 20.30. Aðgangseyrir kr. 1.000. Verið velkomin. fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúð- um, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Söfnuðurinn í Kirkju- lækjarkoti kemur f árlega heimsókn og annast sam- komuna með fjölbreyttum söng og vitnisburðum. Stjórnandi Gylfi Markússon. Allir velkomnir. Samhjálp. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.