Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ * Lömbin þegja UM HVERJA helgi heyrast fréttir sem hljóða eitthvað á þessa leið: Veittust að manni - spörkuðu í hann liggjandi - gróf og til- efnislaus árás - ... í miðbæ Reykjavíkur -. Aldrei heyrist neitt í fórnarlambinu, fómar- lömbin þegja. Það er eins og það sé skömm að því að verða fyrir árás, það er eins og viðkomandi sé einn af sakamönnunum og hefði bara ekki átt að espa þá upp eða ekki vera þar sem hann var. Ég hugsaði kannski svona, þá sjaldan ég hugsaði eitthvað um þetta. Ég hugsa ekki lengur svona. Nú nýlega varð ég fyrir grófri og tilefnislausri árás skammt frá heimili mínu, sem er alls ekki í hin- um illræmda miðbæ Reykjavíkur, heldur í Hlíðahverfínu, nánar til- tekið í Barmahlíðinni. Klukkan 5 á sunnudagsmorgun stóð ég frammi fyrir því að hafa læst mig úti úr eigin íbúð. Auka- lyklamir vom ekki langt undan, hjá systur minni rétt neðar í sömu götu. Þegar ég hafði nálgast lykiana og gekk út úr húsi viku sér að mér tveir mjög ungir lágvaxnir broddaklipptir menn sem spurðu mig á ensku með sterkum band- arískum hreim hvort ég þekkti stúiku sem héti „B ...“. Eg kvaðst ekki vita hver þessi stúlka væri og því miður ekki geta hjálpað þeim. Ég hélt áfram íor minni heimleiðis, en þeir fylgdu á eftir og vildu eitt- hvað ræða það virðingarleysi mitt að leyna þá kvenmanninum. Eftir á að hyggja vom þeir að leita að til- efni til að ráðast á mig. Engu hefði skipt hverju ég svaraði, þeir hefðu fundið sér móðgunarefni, hvað sem ég hefði sagt eða ekki sagt. Eftir um 50 metra leið á homi Löngu- hlíðar og Barmahlíðar réðust þeir að mér. Mér fannst óráðlegt að reyna að verja mig, sá þriðji var í grenndinni og sá fjórði sat undir stýri skammt frá. Eftir að hafa fengið högg í andlitið lagðist ég í jörðina. Það hefur löngum þótt h'tilmann- legt að berja mann sem liggur í götunni og berst ekki á móti. Það er víst ekki lengur það sem tíðkast. Spörkin og höggin dundu á mér. I stöðunni fannst mér skynsamlegast að emja eins og stunginn grís en það virtist ekkert trafla árásarmennina. Sennilega hefði farið mun verr ef hugrakkur og hjálpsamur nági-anni minn hefði ekki hlaupið út og komið mér til hjálpar. Brynjar Arásannennirnir hurfu Karlsson inn í rauðan bíl. Við höfðum ekki rænu á að taka niður númerið á bílnum, á svona stundum er það kannski ekki það sem kemur fyrst upp í hugann. Ef einhver hefur séð hvað gerðist, tekið niður bílnúmerið eða veit hvaða tegund af bíl var um að ræða þá bið ég viðkomandi að láta mig eða lögregluna vita. Lögreglubíll átti leið framhjá örfáum mínútum eftir að þetta gerðist. Af tali mínu við lögreglu- mennina mátti ráða að þeir álitu þetta smámál og ómerkilegt. Ef þú veist ekki hverjir þetta em þá get- Eg slapp með glóðar- auga, mar um skrokk- inn, gat á höfðinu og skrámur. Brynjar Karlsson lýsir líkams- árás sem hann varð fyrir og gagnrýnir áhugaleysi lögreglu á að upplýsa málið. um við ekkert gert, sögðu þeir. Einhver hefði haldið að þeir myndu taka skýrslu á vettvangi eða bjóða alblóðugum manni far á slysavarð- stofuna en svo var ekki. Þeir hurfu fljótlega út í sólamppkomuna. Sömu svör var að fá á símavaktinni og mér var bent á að koma á skrif- stofutíma, sem ég gerði. Rannsóknarlögreglan hefur nú málið með höndum. Eflaust væri Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks I fasteignaleit www .mbl.is/fast eig n i r hægt að finna þessa menn ef ég hefði slasast mikið eða látist. Tals- vert er til af vísbendingum. Ég get lýst mönnunum og bílnum nákvæmlega og mennirnir era án efa erlendir ríkisborgarar af gefnu þjóðerni. Ég slapp hinsvegar með glóðar- auga, mar um skrokkinn, gat á höfðinu og skrámur. Það mun allt saman gróa og enginn er skaðinn skeður. Eða hvað? Jú, ef þeir nást ekki munu árásarmennirnir hafa fengið þau skilaboð að þetta sé leyfilegt og eðlilegt. Þeir geta svo haldið áfram að dunda við að lemja mann og annan fyrir uppfundnar móðganir án þess að nokkur af- skipti séu höfð af því. Þeir geta svo stundað nám sitt á ofbeldisglæpa- brautinni ótmflaðir og lært réttu vinnubrögðin smám saman. Einn daginn útskrifast þeir svo, þeir skaða einhvern illa eða slysast til að drepa einhvem. Þeir eru þá orðnir fullvaxta glæpamenn, góðkunningjar lögreglunnar sem þá getur ekki annað en veitt tíma og nennu til þess að eltast við þá. Lögreglan er auðvitað í fjársvelti og býr við viðvarandi manneklu. Hún neyðist til að velja og hafna. Er baráttan við „smá“-glæpi eitt- hvað sem þjóðfélagið getur sparað sér? Er þetta ónauðsynlegt atriði sem má sleppa? Ef svo er finnst mér að eins megi sleppa bólusetn- ingum við lömunarveiki eða stíf- krampa. Stundum heyrast líka fréttir af stórvirkum síbrotamönnum sem em að fá sinn tíunda eða tuttug- asta dóm. Hvemig hafa þeir náð að koma svona miklu í verk? Auðvitað á að gefa mönnum færi á að bæta ráð sitt með því að beita vægum refsingum, tiltali, meðferð og skilorði. Eftir að brot viðkom- andi fara að teljast með tveimur tölustöfum er ólíklegt að menn bæti ráð sitt. Mikill meirihluti þeima heldur áfram að brjóta af sér og búa til ný fórnarlömb um leið og þeim er sleppt. Refsing og betran virðast vera megintilgang- ur með fangelsisdómum. Það virðist hinsvegar eins og að vemd- un borgaranna sé ekki hluti af til- ganginum með þeim. Ef lengd fangelsisdóma ykist þó ekki væri nema um 10% við hvert framið brot, mundi jafnvel ekki dugmestu síbrotamönnum endast aldur til að fremja 20 brot, og búa til a.m.k. 20 fórnarlömb. Þetta virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá löggjafarvaldi og dómskerfmu. Þó hefur verið sett punktakerfi á umferðarlagabrot, til að hægt sé að koma í veg fyrir að síbrotamenn umferðarinnar stefni samborgurum sínum í hættu. Fórnarlömbin þegja svo þunnu hljóði. Þau sem koma að leiðum ástvina sinna í molum í gamla kirkjugarðinum, þau sem koma að bflum sínum skemmdum, þau sem ráðist er á, þau sem er nauðgað ... Ég jarma hér með. Höfundur er eðlisfræðingur og st-arfar við vísindurnnnsóknir á Landspftaianum og stundakennslu við Háskóla Islands. t Kolaportið Lítið við í hina einu sönnu Kolaports- stemmningu er eins og lítill bær með götustemmningu eins og hún gerist best. Kaupmenn kalla á viðskiptavini, ættarmótin spjalla í KafFi Porti, tónlistarmenn taka lagið, stjómmálahreyfíngar dreifa bæklingum, bömin selja gömlu leikfongin sín og fjöldi af fólki er að selja kompudótið sitt úr geymslunni. Morgunblaðið - blað allra landsmanna? ÞAÐ ER fátt í stjórnmálum sam- tímans hér á landi sem ógnar veldi Sjálfstæðis- flokksins eins mikið og hugsanleg samfýlking núverandi flokka í stjómarandstöðu. Þetta hefur komið glöggt fram í pirringi formanns Sjálfstæðis- flokksins, Davíðs Odds- sonar, út í þessar hug- myndir, sem hefur komið fram í viðtölum við hann. Þennan sama ótta má sjá í ákalli Friðriks Sophussonar til kjósenda í Reykja- vík, sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. maí s.l. Enn eitt vitnið um þetta er svo Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins, sunnudaginn 17. maí s.l. Þar er fjallað um kosningabarátt- una í Reykjavík og hafi einhver trúað því að Morgunblaðið væri blað allra landsmanna, þá afsannast það svo sannarlega við lestur um- rædds Reykjavíkurbréfs. Rónni raskað Ró sjálfstæðismanna virðist raskað með þessu ódrepandi tali um samfylkingu A-flokkanna og ann- arra stjórnarandstöðuafla, sem get- ur ekki endað nema á einn veg. Þeir sem fylgst hafa með þessari um- ræðu skynja flestir þá undiröldu sem þar býr undir og sjá að það er ekki spurning um hvort það verður Reykjavíkurbréfíð af- sannar, segir Bryndis Hlöðversddttir, að Bryndís Hlöðversdóttir áttað sig á því að það hljómar ekki sem skammaryrði í eyi’um fólks að hafa vinstri skoðanir. Virðist þvert á móti að fólki hugnist það nokkuð vel. Morgunblaðinu beitt I Reykjavíkurbréfi þann 17. maí s.l. gengur svo Morgunblaðið til liðs við áróðursöfl Sjálf- stæðisflokksins og í þetta sinn algerlega grímulaust. Bent er réttilega á það að end- urnýjað samstarf fyrir þessar kosningar undir Reykjavíkurlistans og merkjum sambærilegir listar annars staðar, gefi sterka vísbendingu um að þar sé á ferðinni þróun til nánara sam- starfs vinstri flokkanna. Gamla grýlan um ljótu vinstri mennina er notuð hér líka eins og hjá Friðrik Sophussyni. í Reykjavíkurbréfinu er þvi haldið fram að verði vinstra bandalag að vemleika á landsvísu muni Sjálfstæðisflokkurinn fá tölu- vert af kjósendum sem hingað til hafa farið á milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks og eflaust má leiða að því líkur. En hitt er jafn- ljóst þótt höfundur Reykjavíkur- bréfsins hafi ekki séð ástæðu til að nefna það, að verði vinstrabanda- lagið að veruleika þá mun það ömgglega fá til sín einhverja af núverandi kjósendum Sjálfstæðis- flokksins. Þetta óttast forystumenn þar á bæ og óttinn er ekki ástæðu- laus. Eru flokksblöðin liðin undir lok? Morgunblaðið sé blað allra landsmanna. boðið fram sameiginlega á vinstri vængnum, heldur hvenær. Krafan er svo sterk að það mun engum takast að koma í veg fyrir þá þróun. Þeir sem á móti henni era geta aðeins tafið hana um einhver ár. Þessi staðreynd er óþægileg fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem getur nú þurft að sjá fram á aðra og nýja tíma með stórt stjómmálaafl sem keppinaut í stað margra smærri. Orlög Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík em kannski bara byrjunin á því sem koma skal, þótt vissulega sé sérstaða Reykjavíkurlistans augljós vegna þátttöku Framsóknarflokks- ins í því framboði. Ljónið grætur Reykjavík Það er skiljanlega sárt fyrir sjálf- stæðismenn að sjá á eftir höfuð- borginni í hendur Reykjavíkurlist- ans, annað kjörtímabilið í röð, en það virðist allt stefna í að Reykvík- ingar kunni að meta störf núverandi meirihluta að verðleikum og hyggist kjósa hann til áframhaldandi starfa. Þetta virðist ætla að verða raunin þrátt fyrir að hin fræga áróð- ursmaskína Sjálfstæðisflokksins sé sett af stað til höfuðs Reykjavíkur- listanum. Alið er á því að Reykja- víkurlistinn sé sundurlaus hópur úr mörgum flokkum, kaldastríðsáróðri er haldið á lofti og vinstri grýlan er óspart notuð. Hulduframbjóðendur R-listans eru fulltrúar vinstri flokk- anna, sem hafa vinstri skoðanir, segir Friðrik Sophusson í áður- nefndri grein sinni og ætlar þessum orðum að fæla hugsanlega kjósend- ur frá því að setja x við Reykjavík- urlistann. Allt er þetta án árangurs því verkin á kjörtímabilinu hafa talað og Reykvíkingar hafa séð að við stjómvölinn er samhentur hóp- ur með markvissa stefnu. Þá hafa sjálfstæðismenn einfaldlega ekki Morgunblaðið, sem hefur í seinni tíð reynt að selja þá hugmynd að það sé blað allra landsmanna, sýnir það svo ekki verður um villst í þessu Reykjavikurbréfi, að svo er ekki. I stað þess að beina orðum sínum beint til kjósenda, notar höfundur bréfsins sérstaka aðferð, sem felst í því að leggja frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins orð í munn á þenn- an hátt: Ekki er ólíklegt að fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík muni beina orðum sínum sérstaklega til þessara kjósenda (þ.e. þeirra sem hafa farið á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hingað til, innsk. höf.) á síðustu dög- um fyrir kjördag og segi sem svo: Með því að kjósa Reykjavíkurlist- ann nú eruð þið að stuðla að því að vinstra bandalag verði til í næstu þingkosningum. Hafið þið raun- vemlega áhuga á að hefja forystu- menn Alþýðubandalagsins frá gam- alli tíð og jafnvel Kvennalistans til vegs í íslenskri pólitík? Með því að kjósa Reykjavílöiriistann nú gerið þið það. Eigið þið í raun og vera ekki meiri samleið með Sjálfstæðis- flokknum en Alþýðuflokknum, þeg- ar hinn síðarnefndi á þar að auki tæpast fulltrúa á Reykjavíkurlistan- um, allavega ekki í sæti sem máli skiptir. Þótt höfundur Reykjavíkurbréfs- ins reyni að þvo þann áróður af sér sem í þessari setningu birtist, með því að leggja hann í munn fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins, þá tekst það einfaldlega ekki. Morgun- blaðið tekur hér þátt í þeirri grát- broslegu aðferðafræði sjálfstæðis- manna að reyna að hræða fólk frá því að kjósa Reykjavíkurlistann, vegna þess að þar séu vinstri menn við völd, sem em eins og kunnugt er hinir mestu ribbaldar. En svona grínlaust, em flokksblöðin ekki liðin undir lok? Höfundur er ulþingismaður fyrir Alþýðubandalagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.