Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR INGIMUNDUR Sigfússon, sendiherra íslands í Þýskalandi, ávarpar fund á vegum Konrad Adenauer-stofnun- arinnar. Við borðið sitja (f.v.) Rolf Kirchfeld, bankastjóri Vereins- und Westbank AG, Dr. Manfred Dahlke frá Konrad Adenauer-stofnuninni og Oswald Dreier-Eimbcke, ræðismaður íslands í Hamborg. Sendiherra fslands í Þýskalandi fjailar um fsland og ESB Stöðugleiki gerir Island að kosti í fjárfestingum Bonn. Morgunbladið. Kunnátta 15 ára nemenda rannsökuð INGIMUNDUR Sigfússon, sendi- herra íslands í Bonn, hélt nýlega er- indi á vegum Konrad Adenauer- stofnunarinnar í Hamborg um tengsl íslands við Evrópusambandið. Ingi- mundur útskýrði stöðu Islands á alþjóðavettvangi og svaraði spurn- ingum viðstaddra. Erindið hélt Ingimundur í húsa- kynnum Vereins- und Westbank en bankinn hefur ræktað sérstaklega viðskiptatengsl við Island. Aðiium úr viðskiptalífínu, stjórn- málum, menningarmálum og vísind- um var boðið að hlýða á erindið. Líflegar umræður fóru fram að loknu erindinu þar sem gestum lék forvitni á að fræðast um menningu þjóðarinnar en einnig var talsvert spurt um afstöðu almennings gagn- vart evrópumálunum og stöðu lítillar þjóðar meðal fjölmennra þjóða Evr- ópu. Ingimundur sagðist álíta að menn- ingin væri besta verkfæri íslensku þjóðarinnar til að bæta ímynd sína á erlendum vetvangi. „Ég held að hún sé jafnvel eini möguleiki okkar varðandi landkynningu, að óg- leymdri náttúrunni,“ bætti Ingi- mundur við í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins. Ingimundur talaði einnig um að stutt væri síðan íslendingar réðu niðurlögum verðbólgunnar þannig að ekki hefur verið raunhæft að tala um fjárfestingar á Islandi við erlenda aðila fyrr en a allra síðustu árum. „Nú er íslenskt efnahagslíf mjög stöðugt og því, raunverulega í fyrsta sinn, hægt að kynna það sem mögu- leika í fjárfestingum. Þarna þarf að vinna markvisst að málum og utan- ríkisráðuneytið hefui- sett á stofn viðskiptaþjónustu sem er vísir að því að fá erlent fjármagn inn í iandið. Mikilvægast er að skapa fyrirtækj- um þannig aðstæður heima fyrir að þeim fínnist Island áhugaverður möguleiki til fjárfestinga. Mikilvægt skilyrði er nú uppfyllt en það er stöðugleiki í efnahagslífínu. Þessi þróun á eftir að taka langan tíma, sérstaklega vegna þess að á löngu tímabili voru Islendingar andvígir erlendu fé.“ Seinna sama dag hélt Ingimundur sams konar erindi á sameiginlegri samkomu Konrad Adenauer-stofn- unarinnar og Félags Islandsvina. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gert samning við Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála til fjögurra ára um framkvæmd rannsóknar hérlendis á kunnáttu 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Rannsóknin er gerð á vegum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og nær til 28 landa. Er rannsóknin liður í áætlun OECD- landa að birta með fjögurra ára millibili samanburð á kunnáttu nemenda á fyrrgreindum þremur sviðum. Niðurstöður árið 2001 Yfirstjórn verkefnisins er í hönd- um rannsóknar- og háskólastofn- ana í Ástralíu, Hollandi og Band- aríkjunum. Undirbúningur rannsóknarinnar hófst á miðju síðasta ári og fer gagnasöfnun fram á vormisseri árið 2000. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála sér um öflun gagna hérlendis samkvæmt fyrirsögn verkefnisins. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður úr rannsókninni verði birtar um mitt árið 2001. Samanburðarhæfar upplýsingar Þátttaka íslands í rannsókninni er liður í þeirri stefnu menntamál- aráðuneytisins að hafa tiltækar samanburðarhæfar upplýsingar um stöðu menntakerfisins hér á landi miðað við önnur lönd. Slíkt verður æ mikilvægara til að mæta þeim ki’öfum sem fylgja aukinni alþjóðavæðingu á öllum sviðum. Jafnframt geta slíkar upplýsingar verið hvati að nýjungum í þróunar- starfi innan menntakerfisins. Lítið unnið á veg- um Melmis í sumar ENGAR ákvarðanir hafa verið teknar um frekari gullleit á veg- um Melmis í sumar. Að sögn Hall- gríms Jónassonar, forstjóra Iðntæknistofnunar, liggur þó fyr- ir að lítið verði unnið í sumar. Það er kanadískt félag, sem sér um fjármögnun leitarinnar og mun endanleg ákvörðun um fram- kvæmdir sumarsins verða teknar á aðalfundi félagsins í lok júní. Sagði Hallgrímur að ef ákvörðun yrði tekin um einhverjar fram- kvæmdir þá yrðu þær í lágmarki. „Við erum komnir með niðurstöð- ur frá síðasta sumri og þær eru ágætar en það vantar fjármagn og markaðurinn er ekld hagstæð- ur núna til að sækja það,“ sagði hann. Þrír forstöðumenn Landmælinga fslands senda frá sér sameiginlega yfírlýsingu Akveða að starfa áfram eftir flutning ✓ Tólf starfsmenn Landmælinga Islands segjast í bréfí til umhverf- isráðherra áskilja sér rétt til að leita til dómstóla verði ekki hætt við að flytja Landmælingar til Akraness. Þrír forstöðumenn stofnunarinnar lýstu hins vegar yfir því í gær að þeir hygðust starfa áfram hjá stofnuninni og vinna að uppbyggingu hennar á nýjum stað. Karl Blöndal kynnti sér málið. FORSTOÐUMENN Landmælinga Islands, Kristján Guðjónsson, Magnús Guðmundsson og Þorvald- ur Bragason, gáfu í gær út yfirlýs- ingu um að þeir hefðu ákveðið að starfa áfram hjá stofnuninni eftir að hún verður flutt frá Reykjavík til Akraness, en gagnrýna um leið flutninginn. Andstaða hefur verið við flutninginn innan stofnunarinn- ar og sagði Guðjón Olafur Jónsson, aðstoðarmaður Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra, í gær að þessi yfirlýsing markaði þáttaskil í þessu máli. Tólf starfs- menn Landmælinga hafa ritað um- hverfisráðherra bréf þar sem því er haldið fram að ákvörðun hans um að flytja stofnunina sé ólögmæt og áskilja þeir sér rétt til að láta reyna á gildi hennar fyrir dómi verði ekki horfið frá fyrirætlunum um flutning. í yfirlýsingu forstöðumannanna segir að frá því að umhverfis- ráðherra tók ákvörðun um að flytja stofnunina hafi verið miklir erfið- leikar í starfsemi hennar: „Flutn- ingurinn mun að okkar mati óhjákvæmilega hafa í för með sér aukinn kostnað og óhagræði bæði fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Það hefur hins vegar ítrekað komið fram hjá ráðherra að hann muni ekld draga ákvörðun sína til baka.“ í yfirlýsingunni er bent á að núverandi húsnæði stofnunarinnar í Reykjavík hafi verið selt í lok síðasta árs og þar sem það þurfi að vera laust innan nokkurra mánaða verði stofnunin að flytjast í annað húsnæði. Þeir Kristján, Magnús og Þorvaldur hafi á undanfómum vik- um unnið með stjóm Landmælinga íslands að því að móta stefnu stofn- unarinnar til framtíðar. „Lögð hefur verið megináhersla á að finna nýjar leiðir til að efla hana faglega og fjárhagslega þannig að möguleikar verði á að hún geti bet- ur sinnt skyldum sínum en hingað til,“ skrifa þeir. „í tengslum við þessa vinnu og í trausti þess að verkefnin nái fram að ganga höfum við tekið ákvörðun um að starfa áfram hjá Landmælingum Islands og vinna að uppbyggingu stofnunar- innar á nýjum stað.“ Ákveðin þáttaskil Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, kvaðst í gær fagna yfirlýsingunni. „Það er í sjálfu sér lítið annað um málið að segja en það að þetta em ákveðin þáttaskil,“ sagði Guðjón Ólafur, sem einnig er varaformaður stjómar Landmælinga. „Og það er mikið fagnaðarefni að þeir skuli hafa tekið þá ákvörðun að vilja vinna með okkur að því að gera Landmælingar að betri stofnun á nýjum stað.“ Að sögn hans hefur verið unnið að stefnumótun fyrir stofnunina undanfama mánuði og forstöðu- mennimir þrír hefðu tekið þátt í því. Stafrænn kortagrunnur meðal nýrra verkefna „Þar em ýmis verkefni, sem við viljum beita okkur fyrir á næstu ár- um,“ sagði hann. „Þar má meðal annars nefna stafrænan korta- gmnn, sem við vonumst til að hafist verði handa við og umhverfis- ráðherra hefur tekið upp í ríkis- stjórn við góðar undirtektir. Þar yrði um að ræða stafrænan grunn á mælikvarðanum 1:50.000, sem myndi kosta um 240 milljónir og yrði lokið á fjórum til fimm ámm.“ Vatn á myllu ráðherrans Einn af starfsmönnum stofnunar- innar sagði í samtali við Morgun- blaðið að yfirlýsing forstöðumann- anna þriggja væri óljós. „En hún er náttúmlega vatn á myllu ráðherr- ans,“ bætti hann við. Hann sagði að starfsmenn hefðu ekki gefið afdráttarlaus svör um það hvort þeir hygðust starfa áfram hjá stofnuninni eftir að hún verður flutt til Akraness: „Menn hafa sagt að þeir séu tilbúnir að vinna hjá Landmælingum fslands eftir að stofnunin flytur upp á Akranes, en við erum alveg tilbúnir að vinna í Reykjavík." Starfsmenn senda ráðherra bréf Starfsmenn stofnunarinnar era 24 um þessar mundir. Tólf starfs- menn skrifuðu umhverfisráðherra bréf, sem afhent var á mánudag, þar sem færð em rök að því að ákvörðunin um að flytja Landmæl- ingar standist ekki lög. Þetta er annað bréfið, sem umhverfis- ráðherra fær vegna flutningsins á skömmum tíma. Fyrra bréfið skrifuðu trúnaðarmenn í apríl og kvaðst ráðherra þá ætla að svara innan 15 daga. Því hefur enn ekki verið svarað. í bréfinu, sem sent var á mánu- dag, er áhersla lögð á lagahliðina og er það í átta liðum. Þar er vísað til álits Gunnlaugs Claessens, þáver- andi ríkislögmanns, og Guðrúnar Margrétar Arnadóttur hæstaréttar- lögmanns frá 8. mars 1994 þess efn- is að ráðherra geti ekki flutt ríkis- stofnun jafnvel þótt hann hafi til þess fulltingi ríkisstjómar, heldur þurfi að leita til Alþingis. Því til stuðnings er bent á að sett hafi *ær- ið lög þegar Skógrækt ríkisins var flutt til Egilsstaða. í bréfinu er sagt að hvergi hafi komið fram hjá um- hverfisráðherra að álit ríkislög- manns sé til. Öllum bréfum svarað Guðjón Ólafur sagði að bréfinu yrði svarað eins og öðrum bréfum, sem bæmst ráðherra. „Það liggur fyrir álit Eiríks Tómassonar lagapró- fessors um það að ráðherra sé þetta heimilt,“ sagði hann. „Menn hafa haldið fram að ákvörðun ráðherra nægði ekki, en við teljum okkur hafa haft heimild til að gera þetta með þeim hætti, sem ráðherra gerði. Hann telur að hann hafi staðið bæði rétt og löglega að þeirri ákvörðun. Ella hefði hún ekki verið tekin.“ Hann bætti við um þá yfirlýsingu starfsmannanna að þeir áskildu sér rétt til að leita til dómstóla að það væri réttur manna teldu þeir að á sér hefði verið brotið. „Ef þeir vilja fara þá leið verður það að hafa sinn gang,“ sagði hann. „En við vonumst til þess að sem flestir núverandi starfsmenn verði áfram hjá stofnun- inni á nýjum stað.“ Hann sagði að hinu bréfinu, sem væri frá tveimur trúnaðarmönnum á vinnustaðnum, yrði svarað. Forstjóra Landmælinga, Ágústi Guðmundssyni, var veitt lausn frá embætti um stundarsakir í apríl í kjölfar þess að Ríldsendurskoðun gerði athugasemdir við fjárhagsleg samskipti hans við stofnunina. Skipuð hefur verið nefnd, sem starfar samkvæmt nýjum starfs- mannalögum, og hefrn’ hún málið til meðferðar. Henni er ætlað að segja til um það hvort Ágústi verður veitt embættið að nýju eða hann leystur frá störfum varanlega. Guðjón Ólaf- ur kvaðst ekki vita hvenær niður- staða myndi liggja fyrir hjá nefnd- inni, en hún myndi sennilega koma saman íyrsta sinni innan tíðar. A meðan málið er til meðferðar er Ágúst á hálfum launum. í fjarveru Ágústs gegna Kristján, Magnús og Þorvaldur stöðu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.