Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ ^66 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998______________________ MINNINGAR SVEINN GUÐMUNDSSON + Sveinn Guð- mundsson fædd- ist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafírði 28. aprfl 1912. Hann lést 12. maí síðast- iiðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. For- eldrar hans voru Guðmundur Stefánsson, bóndi og trésmiður þar og ^ síðar á Lýtingsstöð- um, og Þórunn Baldvinsdóttir. Systkini Sveins voru: Stefana Sigurlaug, f. 1906, Hervin Hans, f. 1907, Unnur, f. 1917, og sammæðra Jónas Jóhannsson, f. 1896. Þau eru öli látin. Kona Sveins var Elín Hali- grímsdóttir, f. 31.12. 1920, d. 11.8. 1996. Börn þeirra eru Guðmundur Hilmar, f. 18.9. 1944, Hallgrímur Tómas, f. 2.8. 1947, Gunnar Þór, f. 23.4. 1951, Ólafur Stefán, f. 26.8. 1957, og Ingunn Elín, f. 9.12. 1958. Sveinn stundaði almenn ^ sveitastörf á heimili foreldra sinna til 18 ára aldurs. Sveinn varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1932 og iauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1939. Hann dvaldi við nám hjá sænska Samvinnusamband- inu 1945-1946. Próf i sfldarmati tók hann árið 1937 og var verkstjóri og sfldarmatsmaður á Siglufirði árin 1935 til 1941. Þá tók við kaupféiagsstjóra- starf hjá Kf. Hall- geirseyjar (Kf. Rangæinga) á Hvolsvelli þar sem hann var til 1946 er hann tók við Kf. Skagfirðinga á Sauðárkróki 1. júní það ár og var ósiitið kaupfélagsstjóri þess félags í rúman aldaríjórðung eða til ársloka 1972. Þá tók við fjármáiastarf þar sem hann vann á vegum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga við uppbyggingu Holtagarða í Reykjavík. Sveinn gegndi ótal trúnaðar- og nefndarstörfum og var formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju. Árið 1974 var hann kjörinn heiðursfélagi Kf. Skagfírðinga. Utför Sveins verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. maí og hefst athöfnin klukkan 10.30. Við systkinin horfum nú á eftir þér þegar svo stutt er síðan við saman fylgdum til grafar þeirri manneskju sem þú áttir samfylgd með í meira en hálfa öld og við öll höfum saknað eftir snöggt og óvænt fráfall. Nú þegar þú ert sjálfur farinn og við kveðjum jarðneskar leifar þínar skrifa ég þessi kveðjuorð þó ég viti að síðastur allra vilt þú láta fjalla um þig með stásslegum hætti eða upprifjun á þeim stóru verkum sem skipuðu þér í fremstu röð at- hafnamanna. Hvenær er góður tími til að deyja og dauðinn blessun en ekki böl? Þú varst nú einn eftir í systkinahóp þínum, sem var ein- staklega náinn og samstæður í öll- um verkum, og lífsfórunautur þinn var einnig kominn í þann faðm sem á endanum tekur okkur öll. 3lómcit>ú3ir\ öarðsKom v/ PossvogskipUjtAgapð Sími: 554 0500 Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathafhir ogjarðarfarir. Allur ágóði rennur til líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. f| KRABBAMEINSSJÚK BÖRN <St" HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Sjóndepran var þér erfið og skort- ur á líkamlegu þreki einnig. Ást- vinir og félagar famir og dagamir langir. Þess vegna veit ég að tím- inn til að kveðja var góður, dauðinn blessun og léttir og það vissir þú alltaf í trúfestu og vissu um það sem bíður okkar. Þitt stundaglas er tæmt og ég veit að þú ert nú glaður og laus meina þinna allra í góðum félagsskap þeirra sem þú hefur saknað. A stundum sem þessari varst þú mörgum, fleirum en flestir vita, mikil og traust huggun sem og ætíð þegar þú lagðir fólki lið sem átti erfiðar stundir í lífi sinu. Á sama hátt og næmi þitt og tilfinn- ing í fjárhagslegum efnum var fágæt þá veit ég að ekki síður bjóstu yfir persónugerð sem átti greiða leið að hjarta og huga þeirra sem áttu þung spor að stíga og leit- uðu eftir skilningi, trú og trausti. „Stendur um stóra menn storm- ur úr hverri átt.“ Það gustar um þá sem standa í stórum verkum alla sína starfsævi og það reyndir þú sannarlega. Þá sést hverjir eru menn og hvert upplag þeirra er. Yfirvegun í hverju máli, rósemi og jafnaðargeð voru kostir sem þú hafðir í ríkum mæli. Eg hygg að þess finnist fá dæmi ef nokkur að skapfestu þinni hafi verið brugðið og síst þegar á þig var sótt í nýbyrjuðu uppbygg- ingarstarfi hjá Kf. Skagfirðinga, af óvildarmönnum sem helst höfðu þau ráð að ráðast á heiðarleika þinn og trúmennsku varðandi það óskabarn sem Kf. Skagfirðinga var þér þá þegar orðið. Þá áttir þú stuðning þeirra visan sem h'tið máttu sín einn og einn en voru sterkir saman og þó aldrei hafir þú talið pólitísk afskipti samræmast því að vinna fyrir félag í eigu allra Skagfirðinga þá áttu þín sjónarmið samleið með þeim sem höfðu á LEGSTEINAR t Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 brattann að sækja í lífsbaráttunni. Trúmennska þín, nægjusemi og htil eftirsókn eftir upphefð ein- kenndu allt þitt líf og starf í Skagafirði. Þegar þér stóðu til boða störf á öðrum vettvangi sem hefðu fært þér fjárhagslega marg- falt það sem þú naust þá var það ekki eitthvað sem þú þurftir að hugsa um. Þinn vettvangur var í Skagafirði og þar skyldir þú skila þínu lífsverki, ekki þrautalaust, ekki átakalaust, ekki án fórna en með árangri sem þér fannst það fólk sem þú vannst fyrir eiga skilið. Rekstrarstjóm þín á Kf. Skag- firðinga í nálega 27 ár var með þeim hætti að fáir hefðu gert jafn vel og enginn betur. Hæfni þín í öllu fjárhagslegu verki, framsýni og áræði skiptu miklu í rekstri kaupfélagsins en ekki síður á félagslega sviðinu voru það hóg- værð og nærgætni gagnvart öllu fólki sem skapaði þann trausta grundvöll sem félagið byggðist upp á. Þar sem þú fórst um með hattinn eftirminnilega sem þú aldrei slepptir þá var ljóst að höfðingi var á ferð sem gustaði um og sannar- lega barstu með þér mikla reisn og traust sem alls staðar var eftir tekið. Hve þú varst bjargtraustur, undirhyggjulaus, heiðlyndur, hreinskihnn og einarður ávann þér virðingu og traust í viðskiptum sem þér fannst alltaf að væri það dýmætasta og besta sem hver maður getur eignast. Það er oft að skynja má margt án þess að það sé sagt og það er of- arlega í huga á þessari stundu. Það var ekki þinn háttur að ræða mikið um hlutina þegar eitthvað lá við eða leysa þurfti úr málum, þaðan af síður að ræða um slíkt eftir að þú hafðir leyst úr hverjum vanda sem borinn hafði verið fyrir þig. Þú varst til staðar á þinn sterka hátt og sú vissa hefur sannarlega haft meiri áhrif í lífi mínu og systkina minna en við stundum gerum okk- ur grein íyrir. Sú gæfa og upplifun eftir að fullorðinsárum var náð að hafa alltaf og alls staðar getað not- ið þess góða orðstírs og óskoraðs trausts sem þú ávannst þér í störf- um þínum og allir þekktu munum við systkinin aldrei geta þakkað sem vert er. Ég trúi því að þér líði nú vel á nýjum stað og veit að þú munt vaka yfir velferð okkar og lífi eins og alltaf, nú bara frá öðrum og betri stað. Ég veit líka um eigin- konu og móður sem nú aftur eftir stuttan aðskilnað mun eiga með þér þá samveru sem þið bæði mun- ið njóta vel um alla eilífð. Þegar við nú fylgjum jarðneskum leifum þín- um til grafar þá horfir þú til okkar og við munum þá stillingu og vissu sem þú alltaf hafðir á slíkum stundum. Það er gott veganesti. Ólafur Stefán. Sumir menn eru fæddir foringj- ar. Um fáa menn trúi ég að sú staðhæfing eigi betur við en Svein Guðmundsson, fv. kaupfélags- stjóra, sem verður kvaddur hinstu kveðju í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Sú kynslóð, sem af harðfylgi og stefnufestu byggði upp það þjóðfélag, sem við njótum nú að byggja í dag, er óðum að kveðja þetta líf og halda til annarra starfa „Guðs um geim“. Þetta fólk, sem hafði lifað það að sjá þjóðfélagið breytast úr miðaldasamfélagi fátæktar, fábreytni og heilsuspill- andi húsakynna í tæknivætt þjóðfélag velmegunar, menntunar og heilsugæslu fyrir atbeina handa sinna og hugvits, hefur nú flest lokið lífsstarfi sínu. Því miður hef- ur okkur, sem tókum við af þeim, ekki auðnast að þakka þeim sem skyldi með því að veita þeim þann aðbúnað, sem þau eiga skilið á ævikvöldinu. Sveinn Guðmundsson var óve- fengjanlega einn af þeim, sem settu með verkum sínum og at- höfnum einna mestan svip á at- hafnalíf Skagafjarðar á fimmta, sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar, þann tíma, sem uppbygging- in var sem mest og örust og fram- farimar hvað áhrifaríkastar. Sam- tíðin er oft og tíðum ósanngjörn og dómhörð í garð þeirra, sem eru í fararbroddi á hverjum tíma, og án efa hefur Sveinn orðið fyrir því um sína daga. En hin síðustu ár þykist maður hafa skynjað það, að menn hér séu að byrja að meta að verð- leikum þá forsjálni og þann trausta grunn, sem hann lagði þann tíma, sem hann stýrði langstærsta at- vinnufyrirtæki héraðsins og einu af stærri fyrirtækjum landsins, ef það er skoðað í því samhengi. Þegar Sveinn kom á æskuslóðir sínar í Skagafirði um mitt ár 1946 til að stjóma Kaupfélagi Skag- firðinga, hafði flest verið lítið breytt í rekstri fyrirtækisins um árabil. Öll starfsemi þess fór fram í gömlum húsakynnum og hafði ver- ið svo allt frá því byggt var yfir Mjólkursamlagið við stofnun þess árið 1935. Það varð því hlutskipti Sveins að hefja markvissa upp- byggingu. Að engu var þó flanað og endirinn skoðaður strax við upp- hafið. Ekki skorti hinn félagslega bakgmnn, því mannval var jafnan í stjóm fyrirtækisins og að öðmm ólöstuðum var þar fremstur meðal jafningja Tobías Sigurjónsson í Geldingaholti, sem var formaður stjórnar mestallan þann tíma, sem Sveinn var kaupfélagsstjóri KS, og óhætt að segja að vinátta og gagn- kvæmt traust hafi einkennt öll þeirra samskipti. Sveinn var ekki ókunnugur stjóm kaupfélaga, því hann hafði um það bil tveimur ár- um eftir að hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum tekið við stjóm Kaupfélags Hallgeirseyjar, sem síðar varð Kaupfélag Rangæinga, og öðlast við það svo gott orðspor, að þegar Sigurður Þórðarson hætti störfum sem kaupfélagsstjóri KS var leitað til Sveins að taka við. Fyrsta verkefnið var bygging á nýju húsi fyrir mjólkursamlagið, sem samsvaraði svo vel kröfum tímans að það er í fullu gildi enn þann dag í dag og þjónar sínu hlut- verki með prýði. Ékki var slegið slöku við og fljótlega var hafin bygging slátur- og frystihúss á Eyrinni, norðan við bæinn á Sauðárkróki, sem þá var að mestu auð og óbyggð en þar em nú helstu framleiðslufyrirtæki bæjarins. Þessi hús vora þá og lengi síðar einhver hin fullkomnustu sinnar tegundar og þóttu til fyrirmyndar um allan búnað og fyrirkomulag. Sveinn hafði verið lengi á sínum yngri árum viðloðandi útgerð og fiskvinnslu á Siglufirði og víðar, og var m.a. síldarmatsmaður í mörg sumur. Hann hafði því mikinn og brennandi áhuga á útgerð og fisk- vinnslu, sem þá var öll heldur framstæð á Sauðárkróki. Undir forystu Sveins var byggt fisk- vinnsluhús við frystihúsið, sem tengdist sláturhúsinu, enda þótti Sveini og fleiram öll rök hníga í þá átt, að með því móti mætti nýta betur þá miklu fjárfestingu, sem fólst í frystihúsinu, og auka og efla atvinnulíf bæjarins, sem var þá heldur fábreytt. I fyrstu var sam- starf við Sauðárkrókskaupstað um þennan rekstur en það samstarf tók enda og 1958 varð KS eini eig- andi Fiskiðju Sauðárkróks hf. Var Sveinn stjórnarformaður Fiskiðj- unnar allan þann tíma, sem hann gegndi starfi kaupfélagsstjóra. Um þessar mundir voru framfar- ir í verslunarrekstri miklar á land- inu og eins og fyrr er sagt, var mestallur rekstur KS á því sviði í gömlum húsakynnum. Um þetta leyti eru sjálfsafgreiðsluverslanir, kjörbúðir, að ryðja sér til rúms og á áranum 1958-1960 reisti KS fyrsta verslunarhús landsins, sem var sérhannað til þess að vera kjör- búð, en að auki vora í húsinu kjöt- vinnsla, fiskbúð og mjólkurbúð að þeirrar tíðar hætti. Þegar Sauðár- króksbær stækkaði ört til suðurs komu fljótt fram óskir íbúa þar um aukna verslunarþjónustu og um miðjan sjöunda áratuginn var byggt verslunarútibú við Smára- grand 2 og 1968 var svo tekið í notkun glæsilegt þjónustuútibú í Varmahlíð, sem einmitt nú um síð- ustu helgi fagnaði þrjátíu ára starfsafmæli. Á þessum árum komust kaupfélögin við utanverðan Skagafjörð, á Hofsósi og Haganes- vík í rekstrarvanda og varð niður- staðan að þau sameinuðust Kaup- félagi Skagfirðinga og hefur upp frá því verið einungis eitt kaup- félag í Skagafirði. Ollum þessum málum veitti Sveinn farsæla for- ystu og er þó margt ótalið. í dag búa Skagfirðingar enn að framsýni Sveins og fyrirhyggju í fram- kvæmdum og fjármálum, þvi varla hefði tekist að halda sjó í áföllum og kreppu níunda og tíunda ára- tugarins ef ekki hefði notið við hins fjárhagslega styrks, sem Kaup- félag Skagfirðinga hefur haft. Sveinn Guðmundsson var for- ingi, það skal hér enn og aftur end- urtekið. Þegar hann talaði, þá hlustuðu menn. Menn leituðu líka forsjár hans með ólíklega sem lík- lega hluti og ætluðust til að hann leysti úr hverjum vanda, sem hon- um tókst líka ótrúlega oft. Það tek- ur þó á, að bera annarra byrðar, og síðustu árin, sem Sveinn stjórnaði KS, var líkamleg heilsa farin að gefa sig, þótt kraftur og kjarkur væri óbilaður. Hann dvaldi um tíma á heilsustaðnum Skodsborg í Danmörku og náði að styrkja sig mikið. Hann var þó löngu búinn að ákveða að hætta störfum áður en kraftar væra þrotnir að fullu og þegar hann hafði staðið við stjóm- völinn í 26 ár, um mitt ár 1972, af- henti hann Helga Rafni Trausta- syni, fulltrúa sínum, stýrið. Þá var raunar hafin endurbygging slátur- hússins, sem má kallast síðasta stórvirkið, sem Sveinn kom að á vegum KS. Ekki hafði hann þó al- veg skilið við Sauðárkrók, því áður en hann fór þaðan alfarinn byggði hann á eigin vegum tvö fjögurra íbúða hús þar í bænum. Eftir að til Reykjavíkur kom, annaðist hann m.a. fjármálalega umsjón stór- byggingar Sambandsins við Holta- bakka, en þá sögu þekkir sá sem þetta skrifar ekki. Sveinn starfaði ekki mikið að félagsmálum, öðram en þeim er leiddu beint af starfi hans, sem vora reyndar ærin. Ekki veit ég til þess að hann hafi tekið þátt í pólitík. Hins vegar kom hann tals- vert að kirkjulegu starfi, var kirkju- og trúrækinn og var lengi formaður sóknamefndar Sauðár- krókskirkju og vann kappsamlega að málefnum hennar. Sveinn Guðmundsson var ekki bara fæddur foringi, hann var líka höfðingi í sjón og raun. Hann var með hærri mönnum sinnar samtíð- ar, fríður sýnum og skarpleitur nokkuð. Það þótti mörgum hvöss á honum brúnin, einkum ef honum mislíkaði, en hann átti líka til aðra drætti í andliti, sem vinir hans og fjölskylda þekktu. Ekki er hægt að minnast Sveins án þess að minnast um leið eigin- konu hans, Elínar Valgerðar Hall- grímsdóttur, sem látin er fyrir nokkram áram. Elín stóð alla tíð við hlið og að baki manns síns og veitti honum það trygga skjól, sem gott heimili eitt getur veitt þeim, sem standa í stafni í stormum sam- tíðarinnar. Við hjónin áttum því láni að fagna, að hefja búskap okkar í skjóli þeirra heiðurshjóna, Sveins og Elínar. Við stofnuðum bú okkar í húsi þeirra og áttum þau að vin- um. Sú uppgerðarlausa góðvild og hlýja, sem þau sýndu okkur og bömum okkar, verður aldrei fullþökkuð með orðum. Sveinn Guðmundsson er allur. Okkur, sem störfuðum undir hans stjóm hjá Kaupfélagi Skag- firðinga, þykir sem merkum kafla sé lokið. Verka Sveins mun lengi sjá stað á Sauðárkróki og í Skagafirði og sagan mun áreiðan- lega telja hann meðal merkustu forystumanna atvinnulífsins á þessari öld. Við Droplaug viljum fyrir okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.