Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nýja lífíð
hennar Irinu
Sænski leikhópurinn Unga Klara kemur
á Listahátíð með leikritið Nýja lífíð hennar
Irinu.Oddný Eir Ævarsdóttir kynnti
sér verkið og talaði við leikstjórann
og höfundinn.
„IRINAS nya liv“ í leikgerð Nils
Gredeby hefur verið sýnt fyrir fullu
húsi hjá Borgarleikhúsinu í Stokk-
hólmi í tvö leikár. Leikritið er byggt
á skáldsögu Irinu von Martins, sem
er 34 ára og með Down-heilkenni, og
fjallar um sögupersónur Astridar
Lindgren í heimi skáldkonunnar;
heimi þeirra sem eru „öðruvísi“.
Leikritið vai' upphaflega sýnt eftir
hlé á sýningu með „Syréner 1914“
eftir Evu Ström, verki, sem fjallaði
um hæli íyrr á öldinni þar sem allh-
sem voru „afbrigðilegir" voru
geymdir. Leiktjöldin voru grá og nið-
urdrepandi svo það var ekki laust við
að áhorfendum létti þegar þeir
gengu inn í sólgult herbergi eftir hlé,
inn á sambýli fyrir fatlaða í samtím-
anum.
Sýningin hefst raunar baksviðs
þar sem leikaramir taka á sig gervin;
setja á sig aukakíló úr púðum og
skakkar tennur. Aðalpersónan Irina
gengur á milli og býður nammi úr
skál. Þegar þau fara inn á svið er það
svo hún, sem er leikstjórinn í leikrit-
inu, sem þau eru að setja upp á sam-
býlinu. Leikritið er um Ronju ræn-
ingjadóttur, Birki kærasta hennar,
mömmu hennar og pabba. Þau eru
öll fötluð að leika „eðlilegt líf‘.
Þungamiðjan er Ronja, sem er að
reyna að verða fullorðin. Hana lang-
ar til að eignast bam með Birki, en
er bæði hrædd við að þurfa þá að yf-
irgefa móður sína, sem hún elskar
svo heitt, og að fæða bam, sem hún
ekki þekkir. Birkir stingur þá upp á
að hún eignist aðra Ronju. Svo Ronja
fæðist aftur, verður aftur lítil og í
þetta sinn alvarlega fótluð. Þroska
hennar seinkar og hún getur verið
áfram hjá mömmu sinni. Og Birkir
fær að fylgjast með, þegar skipt er á
kæmstimni hans! Móðirin, Lena,
segir Birki að þau geti þvi miður ekki
gifst því þau séu svo alvarlega fótluð.
Hann heldur samt áfram að bíða eftir
henni. Ronja gengur nú í gegnum
erfiðleika við að komast frá foreldr-
um sínum, henni er illa við fóður sinn
og myrðir hann með hjálp mömmu
sinnar. En hann kemur aftur, drepur
Lenu og þykist svo vera hún. Ronja
skilur ekkert í hvers vegna hún er
orðin afhuga móður sinni, heldur að
gleraugun sín séu skítug. Hún fer að
spila á trompet í leiðindum sínum en
þegar hún fær svo ástarbréf fra
mömmu sinni tekur hún gleði sína á
ný og endurfæðist. Giftist svo loks
Birki og þau fara í brúðkaupsferð til
New York.
Persónumai- em ýmist þær sjálfar
að leika sér eða að leika leikritið og
Irina er bæði hún sjálf að leikstýra
og þátttakandi i atburðarásinni sem
hún sjálf eða Lína Langsokkur.
Omögulegt er að átta sig á hvar
leiknum sleppir, hvað er raunvem-
leiki og hvað leikur. Og þar sem
áhorfendur sitja inni á sviðinu og em
hluti af leiknum eiga þeir ei’fiðara
með að dæma um það. Þeim er ekki
stillt upp sem „eðlilegum" and-
stæðingum, heldur era þeir teknir
með í leikinn sem leikfélagar. Þeir
fara út af sviðinu eftir sýninguna með
tárin í augunum eftir óvenjulega
fyndinn og skemmtilegan, en um leið
erfiðan leik.
Ljósmynd:Lesley Leslie-Spinks
LEIKENDUR í Nýja lífinu hennar Irinu; Lennart Jahkel, Ann Petrén,
Simon Norrthon, Sylvia Rauan og Cilla Thorell.
EFTIR að hafa séð leikritið lék
mér forvitni á að vita eitthvað
um það leikhús, sem býr til svo
stórkostlega magnaða sýningu
að maður bæði grætur og
hlær. Eg hitti leikstjórann og
listrænan Ieiðbeinanda Unga
Klara, Suzanne Osten í leik-
húsinu, þar sem hún var að
borða hádegismatinn, nýkomin
af æfingu og rétt ófarin í
Háskólann, þar sem hún er
prófessor. Hún sagði mér frá
tilurð „Ungu Klöru“ og stöðu
leikhópsins og samstarfsfólk,
hennar, sem sat um hana, lagði
líka orð í belg.
Osten, sem er meðal þekkt-
ustu leikhúsmanna álfunnar,
stofnaði „Ungu KIöru“, leikhús
fyrir börn, árið 1975. Hópurinn
starfar sjálfstætt innan Borg-
arleikhússins í Stokkhólmi og
hefur til umráða tvö svið. „Mig
langaði til að segja eitthvað
satt og frá sjónarhorni þeirra
sem eru illa settir, fá ný sjón-
armið inn í Ieikhúsið,“ segir
hún. „Ég hafði áður gert leik-
rit um konur en sá síðan að
börn voru enn verr settur hóp-
ur, útundan og einmana í sam-
félagi okkar.
- Var þá ekkert slflct leikhús
í Svíþjóð?
„Nei, ekki þá. En í Hollandi
er sterk hefð fyrir bamaleik-
húsi og ég lærði mikið af því.“
Orðin hundleið
„elítunni“!“
- Hvernig voru viðbrögðin
við þessu nýja leikhúsi?
„Þegar við settum upp
„Medeu“, sem fjallaðí um
skilnaðarbörn, var fólk mjög
reitt og taldi óhæft að sýna
börnum slíkan hrylling. Full-
orðnir fóru grátandi út af sýn-
ingunni með nagandi sam-
viskubit, en krakkarnir vom
bara fegnir að það væri ekki
verið að ljúga að þeim - þarna
var veruleikinn sýndur frá
þeirra sjónarhomi“, segir hún
áköf, „og það er einmitt þetta
Draumurinn er eitt
gott leikhús fyrir alla
sjónarhorn, sem við höf-
um haldið okkur við,
hvort svo sem leikritið
fjallar um börn eða eitt-
hvað annað.“
- Em það þá helst
börn sem koma á sýning-
ar?
„Nei, það hefur orðið
til fastur áhorfendahóp-
ur í gegnum árin og það
em mest fullorðnir. Það
er auðvitað æðislegt að
vita af slíkum hópi, sem
kemur á allar okkar sýn-
ingar, en ég er bara Suzanne Osten,
orðin hundleið á þessari leikstjóri
„elítu“ og vildi óska þess
að einhveijir fleiri létu
sjá sig.“
Algjört Irinu-æði
Lotta Fristarp, sem sér um
samskipti leikhópsins við
fjölmiðla, segir að þau hafi lagt
sig í líma við að ná til annars
áhorfendahóps með því að
setja auglýsingaspjöld á
óvenjulega staði og ítreka í
fjölmiðlum að leikhúsið þurfi
ekki að vera þungmelt spek-
ingahjal. „Það heppnaðist núna
síðast,“ segir hún, „það varð
algjört Irinu-æði og fólk, sem
hafði aldrei farið í Ieikhús,
upplifði eitthvað alveg nýtt,“
segir Lotta.
„Leikhúsið á að vera vett-
vangur þar sem hið óvænta og
skemmtilega getur gerst; bæði
tilraunastofa og skemmtistað-
ur,“ segir Osten æst og bætir
við að þau þurfí að fá þá, sem
vilja taka þátt í rannsókn á
möguleikum bamsins og leik-
Nils Gredeby,
höfundur
leikgerðarinnar
hússins, til liðs við sig. Anders
Frennberg, sem sér um
markaðssetningu, segir, að
mjög snemma á æfingatíman-
um fái þau bæði böm og sér-
fræðinga til að gagnrýna starf-
ið og vinni síðan með þeim allan
tíman. Þegar þau vom að æfa
„Irinu“ unnu þau með starfs-
fólki á sambýlum fyrir fatlaða,
fötluðum börnum og sál-
fræðingum. En er ekki hætta á
að slík gagnrýni tmfli verkið
þegar það er enn í geijun?
Hvað er það
að vera eðlilegur?
„Við höfum alltaf eitthvert
leiðarhnoð, sem við leikum
okkur með í langan tíma, allir
vita um hvað málið snýst svo
við vinnum markvisst saman
að sýningunni, leikmyndahönn-
uðurinn og ljósamaðurinn t.d.
em inni á öllum æfingum,“
segir Osten „og nærvera gagn-
rýnenda gerir okkur bara
meðvitaðri um að koma
hugmyndinni sem best til
skila“.
- Hver var hugmyndin
á bak við Nýja lífið henn-
ar Irinu?
„Við erum búin að
vera að pæla í þessu af-
brigðilega og hvað það
eiginlega er að vera eðli-
Iegur,“ segir hún bros-
andi. „Irina íjallaði um
fötluð börn sem þrá að
vera „eðlileg"; stunda
kynlíf, keyra bíl og eign-
ast börn. Ronja og Birkir,
sem em kærustupar í
verkinu, vilja eignast
barn saman, og það er
auðvitað mjög sorglegt að þau
skuli ekki geta það,“ segi hún
alvarleg. „En textinn er fullur
af fyndnum orðaleikjum og
kímni og ég vildi leggja
áherslu á þennan trúðagang í
uppfærslunni,“ segir hún með
fullan munninn af brauði.
„Krökkunum fannst eðlilegt
að Ronja væri alvarlega fötluð
og Birkir í hjólastól! og fyrir
vikið verður sýningin algjör __
farsi,“ segir hún hlæjandi. „Ég
var hrædd um að það kæmi út
eins og við værum að gera
grín að fötluðum, en það tók
því enginn svoleiðis. Sumir
sögðust hafa skammast sín
fyrir að hlæja en skynjað svo
hlýjuna í trúðaleiknum og
slakað á - og þeir fötluðu
hlógu mest!“ Anders bætir við
að í atriði þar sem er sungið
og dansað hafi nokkrir fatlað-
ir farið upp á svið og tekið
undir. „Þegar maður horfði
svo á þá sem sátu vandræða-
legir eftir úti í sal spurði mað-
ur sig hver væri „eðlilegur“
hér!“
- Hvernig fannst Irinu sýn-
ingin?
„Henni fannst hún mjög
flott, kom oft á æfingarnar og
fannst ekkert atugavert við að
sjá sinn einkaheim kominn upp
á svið,“ segir Nils Gredeby,
sem skrifaði leikrit eftir bók-
inni. „Hún breytti bara nöfnun-
um á persónunum eftir nöfnum
leikaranna, því nú var sá veru-
leiki raunverulegri fyrir
henni.“ „Já og talandi um
raunveruleika,“ segir Osten,
„krökkunum fannst eðlilegt að
Ronja væri alvarlega fötluð og
Birkir í hjólastól, þótt þau ættu
allt öðru að venjast úr sagna-
heimi Astridar Lindgren!"
- Og nú farið þið með heim
Irinu til íslands?
„Já, við hlökkum rosalega
mikið til að fara þangað, okkur
finnst eins og það passi mjög
vel að fara með þetta skrýtna
gula herbergi til þessa skrýtna
litla lands!“ segir Peter fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar
og bætir við að hann voni bara
að þau fái fullan sal, „því ann-
ars er ekkert gaman“.
Ég fullyrði að sýningin eigi
fullt erindi vid íslendinga og
að þeir hljóti að láta sjá sig.
- En hversu lengi á slíkt
leikhús erindi við okkur, spyr
ég Osten að lokum, hversu
lengi verður þetta nýja sjónar-
horn í leikhúsinu nýtt?
„Ég vona að starf mitt og
okkar sem vinnum með þeim
illa settu verði óþarft einn góð-
an veðurdag. Að við þurfum
ekki Iengur á leikhúsi með sér-
sjónarmiðum að halda heldur
verði bara til eitt gott leikhús
fyrir alla. En það er því miður
iangt þangað til, við eigum enn
mikið verk fyrir höndum,“ segir
Suzanne Osten og stekkur á
fætur, grípur svörtu kápuna og
flýgur af stað.