Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 13
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
SEX skólastofur í Austurbæjarskóla eru tölvutengdar og verið er að nettengja þær. Alján tölvur í viðbót
þarf til að uppfylla kosningaloforð R- og D-lista um tölvu í hveija skólastofu.
Fræðslumál Samanburður á rekstri allra grunnskóla Reykjavíkurborgar og þriggja annarra bæjarfélaga Úr ársreikni Rekstur (nettó) þús. kr. ngum 1997 Hlutfall af heildar rekstrarkostn.
Reykjavík 3.087.686 25,01%
Akureyri 567.802 33,76%
Kópavogur 724.389 33,42%
Reykjanesbær 381.759 28,59%
menn vilji að samningur verði gerð-
ur við skólastjómendur um fjárveit-
ingar til skólanna en sérstakar
stjórnir skólanna ráði síðan stefn-
unni innan þeirra marka sem lög og
reglugerðir ákvarða. Þannig geti
skólarnir nýtt sér sérstöðu sína og
lagt eigin áherslur í skólastarfínu.
„Það má nefna grunnskólann á
Kjalarnesi sem dæmi. Hann býður
kannski upp á allt aðra möguleika en
aðrir skólar í borginni vegna tengsla
sinna við landbúnaðinn og getur nýtt
sér þá reynslu sem til er í umhverf-
inu. Það á ekki að vera neitt sem
hindrar skólana í slíku, til dæmis það
að þurfa að sækja um sérstaka heim-
ild hjá Fræðslumiðstöðinni sem
kannski er eitt ár að hugsa sig um
áður en leyfi er gefið.“
Inga Jóna segir að R-listinn hafi í
verki sýnt algera andstöðu við þess-
ar hugmyndir. „Þeir hafa verið að
fella tillögur okkar og hafna skoðun-
unum en rétt mánuði fyrir kosningar
birtust þessar hugmyndir engu að
síður í stefnuskrá þeirra. I skólamál-
um, eins og í öðram málaflokkum,
eru þeir að reyna að elta uppi okkar
hugmyndir."
Samkvæmt lögum eru nú starf-
andi ráðgefandi foreldraráð í öllum
grunnskólum. D-listinn vill auka vald
foreldra enn meira með því að setja
á fót stjórn í hverjum skóla sem
skipuð verði fulltrúum foreldra,
starfsmanna og skólastjómenda.
Sigrún Magnúsdóttir, fulltrúi R-
listans í Fræðsluráði, segir að
skólamálastefna borgarinnar hafi
verið mótuð í samráði við skólana og
á 20 opnum „hugarflugsfundum"
með foreldrum. „Það hefur aldrei
gerst áður að borgarstjómin hafi
farið út til fólksins á þennan hátt og
beðið um álit þess,“ segir Sigrún.
Sigiaín segir að í engri nefnd borg-
arinnar hafi verið minni deilur en í
fræðsluráðinu. Sem dæmi um þá sátt
sem ríkt hafi um stefnuna nefnir hún
að í bæklingi sem ungir sjálfstæðis-
menn gáfu út um meint svikin loforð
R-listans hafi ekki verið minnst einu
orði á fræðslumál.
Sveigjanleiki aukinn
Varðandi aukið sjálfstæði skóla
bendir Sigrún á að á liðnu skólaári
og því næsta hafi bæst við 2.000 svo-
nefndar skiptistundir á viku, eða
sem samsvarar 75 stöðugildum
kennara, sem dreift er til skólanna
til frjálsrar ráðstöfunar til að auka
sveigjanleika í skólastarfi. „Skóla-
stjórnendur segja mér að þetta sé
það stórkostlegasta sem komið hafi
fram í skólamálum um langt skeið,“
segir Sigrún.
Skólunum verður í sjálfsvald sett
hvort þeir nýta skiptistundirnar til
að lengja skóladaginn, fækka í
bekkjum eða koma á öðrum kennslu-
bótum. Sigrún segir að R-listamenn
hafí viljað fara þessa leið fremur en
að setja fastar reglur um hámarks-
fjölda nemenda í hverjum bekk eða
lengd skóladagsins. Með þeirri leið
sem valin hafi verið gefist hverjum
skóla fyrir sig tækifæri til að laga sig
að aðstæðum.
R-listamenn stefna þó að því að
árið 2001 verði vinnudagurinn í öll-
um skólum Reykjavíkur orðinn að
minnsta kosti einni stund lengri en
það sem grunnskólalög tiltaka. „Til-
raunaverkefni í þessa veru hefur
þegar verið reynt í Engjaskóla og
við erum að fara að byrja á því víðar.
Við ætlum að hafa svonefnda næðis-
stund í hádeginu þai- sem verður
matartími, tími tU útiveru og ljúf
stund með kennara."
Sjálfstæðismenn vilja einnig leng-
ingu skóladagsins. „Við vUjum að
lenging skóladagsins verði sldpulögð
í samstarfi við ýmis samtök sem
sinna fræðslu og tómstundastarfi
fyrir börn, til dæmis skátana,
íþrótta- og bindindisfélög, kirkjuna
og í tengslum við þá starfsemi sem
borgin er með í íþrótta- og tóm-
stundamálum," segir Inga Jóna.
Sigrún lýsir ákveðnum efasemd-
um um víðtækt fjárhagslegt sjálf-
stæði skóla. „Hugmyndir um þetta
koma fram á mörgum fundum í skól-
um, en það er erfitt að fá fólk til að
útskýra hvað það raunverulega á við
með þessu sjálfstæði. Oftast kemur
fram í leiðinni að það vUl í raun
miðstýringu. Það verður að móta
þessar hugmyndir nánar áður en
þeim verður hrint í framkvæmd.“
Tíundi mánuðurinn
eða sumarskóli
Tíu mánaða skólaár er ný tillaga
sjálfstæðismanna. I auglýsingum
hafa þeir bent á að núverandi lengd
skólaársins sé arfur frá þeim tíma
þegar flest böra sinntu sveitastörf-
um á sumrin og þurftu þess vegna að
losna snemma úr skóla. „Við viljum
að tíundi mánuðurinn verði nýttur tU
dæmis til að auka þekkingu í raun-
greinum og listum og samstarf við
íþrótta- og æskulýðsfélög og við at-
vinnulífið,“ segir Inga Jóna.
Sigrún segist ekki skilja fullkom-
lega út á hvað hugmynd sjálfstæðis-
manna gangi en bendir á að svo-
nefndur sumarskóli hafi verið starf-
andi frá árinu 1995. Sigrún segir að
stefnt sé að því að þróa sumarskól-
ann meira og í skoðun sé að efla
hann og láta hann einnig ná til eldri
árganga.
Tölvuvæðing
á stefnuskrá beggja
Báðh’ listarnir leggja áherslu á
tölvu- og nettengingu skólanna á
næstu árum. I auglýsingum Sjálf-
stæðisflokks segir að nettengd tölva
eigi að vera komin í hverja skóla-
stofu á næstu tveimur árum. R-lista-
menn ætla sér þrjú ár til verksins.
Ákveðinn áherslumunur kemur þó
fram í málflutningi listanna, þar sem
sjálfstæðismenn leggja mesta
áherslu á að tölvur séu í skólastofun-
um, en R-listinn heldur opnum hug-
myndum um tölvumiðstöðvar í
tengslum við bókasöfn, sem eigi að
vera eins konar „hjarta“ hvers skóla.
Hæfileikar og
sköpunargáfa nýtt
H-listinn, listi húmanista, leggur
áherslu á að menntastefna taki mið
af grundvallarþörfum manna til að
nýta hæfileika sína og sköpunargáfu
en miði ekki fyrst og fremst að því
að nemendur verði hagkvæm fram-
leiðslueining fyrir viðskiptalífið. Á
stefnuskrá listans er að laun starfs-
fólks á sviði menntamála verði „líf-
vænleg“. Það er skoðun húmanista
að menntun á öllum stigum, allt frá
leikskóla, eigi að vera ókeypis.
Magnús Skarphéðinsson, efsti
maður á Launalistanum, Framboði
samtaka um jafnaðarstefnu, segir að
stefnumál hans séu að flestu leyti
þau sömu og hjá R-lista. Hann bend-
ir þó á að frumforsenda þess að
skólastarf geti verið árangursríkt sé
að laun kennara, starfsfólks skólanna
og barnafólks sé nógu há til að þeim,
og bömum þeirra, geti liðið vel.
Kœrar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig
á 90 ára afmæli mínu.
Drottinn Jesús blessi ykkur öll.
Kristín Jónína Þorsteinsdóttír,
Faxastíg 2b,
Vestmannaeyjum.
AÐALFUNDUR
ÞRÓUNARFÉLAGS REYKjAVÍKUR
verður haldinn að Hótel Borg
föstudaginn 5. )úní 1998 kl. 16:00
Dagskrá samlcvæmt samþykktum félagsins.
Tillögur um breytingar á samþykktum
féiagsins skulu berast stjórn þess eigi
síðar en viku fyrir aðalfund.
Þróunarfélag Reykjavíkur
Laugavegi 51
Miöa- og borðapantanir í síma
533 1100 fax 533 1110
Verð matur og sýning 4.900.
Sýning 1.950.
Dansleikur 950.
Skoðaðu vefinn okkar, allar stúíkurnar í Fegurðarsamkeppni íslands, ABBA ofl.: www.broadway.is
BRaAnwm
Runar Cuðjonsson Siggi Johnnie Sigurtfór Sigurdórsson Skafli Ólalsson Stefán Jónsson Þorsleinn Eggertsson Þor Nielsen
Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þórðarson. SýllinyÍn liefSt
Sviðssetning og leikstjórn: Egill Eðvarðsson. StUndVÍSleya 1(1. 21:45.
T. SK Hljómsweit Geirmundar
O Dansskóli Auðar Haralds ** leilíUf fyfir dailSI.
rækilega i ge pn!
.