Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Viðræður um myndun nýs meirihluta á Akureyri Morgunblaðið/Kristján ÁSGEIR Magnússon og Oktavía Jóhannesdóttir af Akureyrarlista og Kristján Þór Júlíusson og Sigurður J. Sigurðsson Sjálfstæðisflokki könn- uðu smurbrauðstertubirgðirnar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins þar sem viðræðurnar fóru fram í gær, en fundurinn var langur og þó nokkuð verk eftir og því eins gott að hafa eitt- hvað til að næra sig á. Sjálfstæðisflokkur og Akureyrarlisti ræða málin VIÐRÆÐUR stóðu í allan gærdag milli fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyr- ar. Fulltrúamir hittust fyrst á sunnudag og ræddu saman og langur fundur var í gær. Krislján Þór Júlíusson og Sigurður J. Sig- urðsson eru fúlltrúar Sjálfstæðis- flokks í viðræðunum og þau Ás- geir Magnússon og Oktavía Jóhannsdóttir em fulltrúar Akur- eyrarlistans. „Það er góður gangur í viðræðunum og við höfum ekki strandað á neinu enn,“ sagði Krislján Þór, en fulltrúarnir kváðust ætla að gefa sér góðan tíma til að fara yfir málin. „Við ætlum að vanda okkur við þetta, en ég geri ráð fyrir að við ljúkum við gerð málefnasamnings þegar líður á vikuna," sagði Kristján Þór. Er nokkur hagur að blóta? SÉRA Friðrik Friðriksson gaf árið 1902 út smárit, sem hann kallaði „Er nokkur hagur að blóta?“ Texti þess fer hér á eftir. „Eigi saurgar það manninn, sem inn fer í munninn, heldur það, sem út fer af munninum, það saurgar manninn." Matt. 15.11. Þegar ég heyri einhvern blóta og ragna eins og hann ætli öllu að sökkva, dettur mér oft í hug: „Hvaða hag skyldi hann sjá sér í þessu?“ Ég hefi velt þessu spursmáli fyrir mér á ýmsar hlið- ar, en ekki getað séð eða skilið, að menn hefðu nokkurt gagn af blótsyrðum sínum. Ég hefi reynt að skoða það frá ýmsum hliðum, þar á meðal þessum: Er nokkur hagur í því a) í Guðs augum? Nei. í Guðs augum er það synd og and- styggð. Hann hefir sagt: „Fyrir hvert illyrði, sem mennirnir mæla, skulu þeir á dómsdegi reikningsskap lúka!“ b) En í augum trúaðra manna? Nei, í þeirra augum er þetta svívirðilegt hneyksli. c) En þá í augum siðaðra manna? Nei. Þótt þeir séu van- trúaðir, álíta þeir blót argasta dónaskap og merki upp á sið- leysi. d) Fegrar það málið? Nei, fjarri fer því. e) Gjörir það málið kröftugra? Nei, því að það eru meiningar- lausir hortittir. Það er haft án til- lits til efnis og innihalds útí bláinn. Margir brúka það, hvern- ig sem á stendur við ljótt eða fal- legt, illt og gott. Ef þeir í leik missa marks, bölva þeir, ef þeir eru svo heppnir að ná marki, bölva þeir líka. Ef þeir tapa slag í spilum, bölva þeir og eins ef þeir vinna. Ef þeir draga fisk úr sjó, bölva þeir af gleði; ef þeir ekkert fá, hafa þeir sömu orðin í bræði. - Það er því aðeins þvaður út í bláinn. - Eftir beztu umhugsun hefi ég þannig komizt að raun um hvað blót er: Synd og viðurstyggð fyrir Guði, hneyksli trúuðum mönnum, siðleysi í augum siðaðra manna, lýti og hortittir í málinu og mein- ingarlaust þvaður og sjálfsmótsögn eftir innihaldinu. Hvað er svo unnið við það? Ef einhverjir af þeim, sem hafa fengið mikla æfingu og þar af leiðandi reynslu í þessari fögru (!!) list, vilja gjöra svo vel að sannfæra mig með gildum rökum í hveiju tilliti hagur sé að blóta, mun ég vera þeim mjög þakklát- ur fyrir, því að ég get ekki séð hvar hann er fólginn. Fr. Fr. Framkvæmdir við Borgarbraut Samið við Arnarfell VEGAGERÐIN og Akureyrar- bær skrifuðu í gær undir samn- ing við fyrirtækið Arnarfell ehf. á Akureyri um framkvæmdir við Hlíðarfjallsveg um Borgar- braut. Arnarfell átti lægsta til- boð í verkið og hljóðaði upp á rúmar 125 milljónir króna en kostnaðaráætlun verkkaupa var upp á rúmar 165 milljónir króna. Alls bárust fimm tilboð í verkið, sem er það stærsta sem boðið verður út á Norðurlandi á árinu. Stefnt er að því að fram- kvæmdir hefjist í byrjun næsta mánaðar og verði lokið 1. ágúst á næsta ári. I verkinu fellst m.a. lagning 1,5 km vegarkafla milli Gler- árgötu og Hlíðarbrautar, ásamt undirgöngum undir Borgar- braut, brúm á Glerá og rof- vömum. Rúður brotnar í biðskýlum RUÐUR voru brotnar í þremur biðskýlum Strætisvagna Akur- eyrar um helgina, einu við Skarðshlíð við Hvítasunnu- kirkjuna og tveimur við Þing- vallastræti. Talsvert þarf til að brjóta rúðumar og við það myndast mikill hvellur. Rúð- umar em mjög dýrar og biður lögregla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið að láta sig vita. AKSJON Þriðjudagur 26. maí 21.00Þ Annáll MA Kvik- myndagerðarmenn Mennta- skólans á Akureyri hafa tekið saman syrpu frá félagsstarfmu í vetur. Verkmenntaskólinn á Akureyri brautskráði 141 nemanda á laugardag Fyrstu fjarnáms- nemarnir luku stúdentsprófí TVEIR nemendur luku stúdentsprófi frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri með fjamámi og eru þetta fyrstu stúdentarnir sem brautskrást frá skólanum með þeim hætti. Alls vora brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþróttahöll- inni síðastliðinn laugardag 141 nemandi, 94 stúdentar og 47 iðnnemar. Flestir stúdentanna voru af heil- brigðissviði, 27, 15 af hússtjórnar- sviði, 20 af uppeldissviði, 14 af við- skiptasviði, 5 af tæknibraut, 11 úr öldungadeild og 2 úr fjarnámi, annar frá Bolungarvík og hinn úr Reykjavík. Þá voru útskrifaðir trésmiðir, vélsmiðir, fjórða stigs vélstjórar, fólk með meistararéttindi í ýmsum iðngreinum, stálskipasmiður, stál- virkjasmiður, rennismiður, vél- virki, sjúkraliði og úr sérdeild. Um 1.100 nemendur voru skráð- ir í dagskóla á Akureyiá og Dalvík á liðnu skólaári sem er nánast sami fjöldi og var árið áður, en í öldungadeild voru í upphafi skólaárs skráðir 143 nemendur og fækkaði þeim reyndar nokkuð um annaskipti. Dreift bakland Nemendum í fjarnámi hefur fjölgað mikið en þeir vora 254 á síðustu haustönn. Fram kom í máli Bernharðs Haraldssonar skóla- meistara að fjárhagur leyfði ekki sama fjölda á vorönn, þeir voru um 200 og þurfti að synja um 100 manns um skólavist. „Þetta era dapurleg tíðindi og kannski örlag- aríkari en okkur granar. Fjarnámsnemendur eru dreifðir um heiminn, langflestir hér á landi en þeir eru í Rússlandi, Norður- löndunum, Vesturheimi og allt suður í Namibíu og austur á Tælandi. Þetta er hópur fólks sem með aðstoð nýjustu tækni vinnur bug á landafræði- og félagslegum forsendum, fólk, sem kannski á ekki heimangengt vegna fjarlægð- ar eða vinnu, bændur komast ekki frá búi, sjómenn verða að róa. Verkmenntaskólinn á Akureyri er, það best ég veit, eini framhalds- skólinn sem hefur svo dreift bak- land, ef orða má það svo,“ sagði Bernharð. Fyrstu hjónin útskrifuð Fyrstu hjónin voru útskrifuð frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, Jóhanna Hansen af félagsfræði- braut og Kristján Hálfdánsson af hagfræðibraut. „Þetta var mjög góður tími og hefur gefið manni mikið,“ sagði Kristján og bætti við að framhaldið væri óljóst hjá þeim báðum, en þessi áfangi myndi verða þeim báðum mikil hvatning. Kristján stundaði nám við öld- ungadeild skólans, en Jóhanna var af og til í fjarnámi og síðustu önn- ina stundaði hún námið eingöngu í fjarkennslu. Morgunblaðið/Kristján ALLS voru um 140 neinendur brautskráðir frá VMA um helgina, 94 með stúdentspróf og 47 iðnnemar í ýmsum greinum. Hér má sjá fríðan flokk nýstúdenta. HJÓNIN Jóhanna Hansen og Kristján Hálfdánsson ánægð með áfangann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.