Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli MÁLVERKIÐ Hluti af Almannagjá er 146x105 cm að stærð. Kjarvalsmálverk rata heim eftir 25 ár frá Eyjagosi KJARVALSMYNDIRNAR sem fundust. Málverkið frá Dyrfjöllum til vinstri og Hluti af Almannagjá til hægri. Þóra Kristjándóttir og Guðný Gunnarsdóttir skiluðu Jóhanni Friðfinnssyni, safnstjóra í Eyjum, mál- verkunum í Þjóðminjasafni í gær. Tvö stór Kjarvalsmál- verk, sem forðað var í land í gosinu í Eyjum, fundust í ómerktum pakka í Þjóðminjasafn- inu nýlega. Eru þar komin tvö af 34 Kjar- valsverkum úr lista- verkagjöf Sigfúsar M. Johnsens bæjarfógeta. Elín Pálmadóttir fylgd- ist með þegar málverk- in fóru heim á ný. KJARVALSMÁLVERKIN, sem fundin eru og komust heim eftir 25 ára útlegð, eru gríðarstór, annað 146x105 cm og hitt 123x82 cm, bæði árituð af Jóhannesi Kjarval og í vönduðum römmum. Á árinu 1967 gáfu Sigfús M. Johnsen og frú Jarðþrúður Johnsen Vestmannaeyjakaupstað þau. Gjöf- in var 34 myndir og málverk eftir Jóhannes Kjarval og í gjafabréfmu listi yfir allar myndirnar 34. Vest- mannaeyjagosið var 1973 og voru þá allir munir safnsins snarlega fluttir í land og til geymslu í Þjóð- minjasafni, en komu tií baka eftir að gosi lauk. Þegar nýtt safnhús hafði verið reist og Byggðasafn Vest- mannaeyja opnað 1978 og safnstjór- inn Þorsteinn Víglundsson skráði Kjarvalsmyndimar, reyndust þær ekki nema 32 talsins. Jóhann Frið- finnsson, eftirmaður hans, tók eftir því þegar hann kom að safninu. Þegar Þóra Kristjánsdóttir, list- fræðingur í Þjóðminjasafni, hringdi til Jóhanns og spurði hann hvort verið gæti að Vestmannaeyjar sökn- uðu tveggja Kjarvalsmynda, var hann fljótur til að játa því. Pakkinn með þessum stóru mál- verkum tveimur var ómerktur og var vandlega geymdur á efstu hillu í geymslu Þjóðminjasafnsins, sem farið er að tæma vegna fyrirhugaðra viðgerða á húsinu. En hvemig datt þeim í hug að þessi málverk væm komin frá Vestmannaeyjum? Allar Sophia Hansen hittir dætur sínar Snæddu saman morgunverð og skoð- uðu myndaalbúm SOPHIA Hansen hitti dætur sín- ar Dagbjörtu og Rúnu aftur í gær, annan daginn í röð, í fjalla- þorpinu Divrigi í Tyrklandi en samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í Ankara frá því í fyrra á Sophia umgengnisrétt við dætur sínar í júlí og ágúst á hverju ári. Að sögn Sigurðar Péturs Harðarsonar, stuðningsmanns Sophiu, hittust mæðgurnar klukkan 8.30 í gærmorgun að tyrkneskum tíma og snæddu saman morgunverð og dvöldu siðan saman það sem eftir lifði dags. Skoðuðu þær saman myndaalbúm með myndum af ís- lenskum ættingjum meðal ann- ars og fór afar vel á með þeim, að sögn Sigurðar Péturs. Ströng gæsla Síðdegis í dag mun Sophia hitta dætur sínar á ný, eða eftir að þær hafa lokið bænagjörð í bænahúsi staðarins. Sophia er undir strangri gæslu herlögregluþjóna í Divrigi enda bærinn eitt höfuðvígi strangtrúaðra músh'ma í landinu, og segir Sigurður að gæslan hafi aldrei verið jafn mikil og nú. Sigurður sagði að sér virtist sem Halim A1 væri nú loks að skilja alvöru málsins og væri því að reyna að mýkja andrúmsloft- ið, eins og hann orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Halim hefur eins og kunnugt er, ítrekað brotið umgengnisrétt Sophiu við dætur sínar og eitt málanna sem Sophia og lögmað- ur hennar Hasip Kaplan hefur höfðað gegn Halim vegna um- gengnisbrota hans verður tekið fyrir í undirrétti í Tyrklandi hinn 15. þessa mánaðar. Verði Halim dæmdur sekur þar er lík- legt að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar þar sem það bætist í hóp fjögurra annarra mála, sem Sophia hefur höfðað gegn hon- um, sem þar eru fyrir. „Halim er gjörbreyttur og líklegt er að lög- fræðingur hans, sem er á staðn- um, hafi lagt hart að honum að koma vel fram í málinu nú,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Langur aðdragandi Stefán Haukur Jóhannesson, skrifstofustjóri í utanríkisráðu- neytinu, sem miðlaði málum úti í Tyrklandi og átti stóran þátt í því að fundurinn nú varð að veruleika, kom frá Tyrklandi sfðastliðinn sunnudag. Hann segir að málið sé búið að eiga sér langan aðdraganda. „Marg- ir samverkandi þættir hafa gert það að verkum að þessi niður- staða er fengin. Það má ekki gleyma því að búið er að vinna lengi í þessu máli og ráðuneytið hefur notað hvert tækifæri sem gefist hefur til að beita þrýst- ingi. Ég býst við að tyrkneskum stjórnvöldum hafi þótt komið nóg og það er ekki síst fyrir eigur Þjóðminjasafnins eru skráðar i og þar sem engar Kjarvalssýningar i hafa verið í Bogasal var ekki líklegt að gleymst hefði að skila slíkum myndum. Fetaði safnafólkið sig að þessari tilgátu, að málverkin væru úr Eyjum. Jóhann kom nú í land með báða listana, úr gjafabréfinu og þann sem gerður var 1978, og sett- ust þau yfir að bera þá saman, sem er erfitt því sá seinni er ónákvæmur og gjabréfið telur verkin einungis I með nöfnum og númerum. Falleg stór olíumálverk I Niðurstaðan varð sú að þarna væri komið olíumálverkið Hluti af Almannagjá, enda bar það sama númer 7 á merkimiða og í gjafabréf- inu og þar má sjá Öxarárfoss og hluta af gjánni. Lítur það út fyrir að vera málað á stríðsárunum. Hitt málverkið, sem ber númerið 15 á merkimiða og í gjafbréfinu, heitir þar Frá Dyrfjöllum (stórt málverk), virðist málað um 1930. Þarna er | ekki dæmi gerð Dyrfjallamynd, og er þá máluð frá öðru sjónarhorni ef hún er þaðan. Hún er í veglegum gylltum ramma. Jóhann þakkaði þessu trausta og skilvirka fólki á Þjóðminjasafni, sem við þessar aðstæður hafði upp á eig- anda þessara óskráðu og ómerktu málverka, sem flestir höfðu talið töpuð. En þau hafa einhvern veginn orðið eftir þegar safngripirnir fóru út í Eyjar 1974 eftir gosið, sem ekki j kom í ljós fyrr en seinna. En eins og Guðný orðaði það: Þær voru vel geymdar og á vísum stað í 25 ár. Það er mikill fengur fyrir Byggð- ar- og listasafnið í Eyjum að eiga þessa veglegu listaverkagjöf af Kjarvalsmyndum, sem sumar hanga þar uppi. Sigfús M. Johnsen og frú Jarðþrúður voru miklir vinir Jóhannesar Kjarvals. í bók sinni Yfir fold og flæði kveðst Sigfús hafa kynnst Jóhannesi Sveinssyni Kjar- j val á stúdentsárum sínum í Höfn, er hann stundaði nám við Listaskólann þar og hófst þá vinátta þeirra sem entist æ síðar. í Reykjavík bjuggu Kjarval og Tove á Fjólugötu í næsta nágrenni við Jarðþrúði og Sigfús á Laufásveginum og var mikil vinátta milli eiginkvennanna og samgangur milli heimilanna. Á þeim árum var erfitt hjá listmálaranum og hefur vinur hans eflaust þá keypt af hon- um myndir. Hann segir líka að þau hjónin hafi á langri ævi lagt sig fram um söfnun fágætra og verð- mætra muna, sem séu kjömir safn- gripir. Tíu þeirra séu komnir í Þjóð- minjasafn. Segir hann að í mál- verkasafni þeirra séu um 80 mynd- ir, þar af um 40 eftir Kjarval, en þær séu nú eign Vestmannaeyja- kaupstaðar. Og nú em tvær vegleg- ustu myndirnar aftur komnar út í Vestmannaeyjar eftir 25 ára útlegð. þeirra góða stuðning að málið komst í gegn. Ég vann í þessu af bestu getu og reyndi að halda mönnum við efnið,“ sagði Stefán aðspurður hverju megi þakka að fundur Sophiu og dætra hennar varð að veruleika nú. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa fylgst vel með málinu og meðal annars var eitt stærsta dagblað landsins, Sabah, með frétt um fund mæðgnanna og sjónvarps- stöðin NTV, sjónvarpaði frá Di- vrigi og sýndi viðtöl við bæði Halim og Sophiu, hvort í sínu lagi. Dætur þeirra, Dagbjört og Rúna, sáust hins vegar ekki í mynd og sagði Halim við sjón- varpsmenn að honum þætti ekki ráðlegt að sýna andlit þeirra í sjónvarpinu því þær byija brátt aftur í skóla og hann vill ekki að þær verði fyrir óþægindum vegna málsins. I sjónvarpsviðtalinu segist Sophia vera ánægð með að hafa hitt dætur sínar og móttökurn- ar í þorpinu hafi verið hlýjar eftir allt sem á undan var geng- ið. Halim A1 sagði í viðtalinu að Sophia gæti komið til Divrigi hvenær sem hún vildi til að hitta dætur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.