Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Samkeppnisráð um opinberan fjárstuðning bæjarins við Slippstöðina Rekstur flot- kvíar verði Samnor hefur gjörbreytt Hafnarstræti 100 f miðbæ Akureyrar boðinn út SAMKEPPNISRÁÐ álítur að bjóða hefði átt út rekstur flotkvíar á Akureyri, en upptökumannvirkin voru styrkt með framlögum úr rík- issjóði. Beinir Samkeppnisráð því til Akureyrarbæjar að flotkvíin verði boðin til leigu með formleg- um hætti í útboði þegar núgildandi leigusamningur við Slippstöðina hf. rennur út. Samkeppnisráð birti í gær álit sitt á kvörtun um opinberan stuðn- ing Akureyrarbæjar til Slippstöðv- arinnar, en síðasta haust barst Samkeppnisstofnun erindi frá Stálsmiðjunni, sem taldi að leigu- kjör þau sem Slippstöðin nyti hjá bænum vera opinberan fjárstuðn- ing við fyrirtæki sem starfaði á samkeppnismarkaði. Samkvæmt lauslegum samanburði á leigukjör- um Stálsmiðjunnar hjá Reykjavík- urborg og Slippstöðvarinnar hjá Akureyrarbæ væri verulegur mun- ur á. I lágri leigu felist opinber fjár- stuðningur, en öðrum fyrirtækjum hafí ekki verið gefinn kostur á að leigja þessi ríkisstyrktu mannvirki bæjarins. Leigan raski samkeppn- isstöðu og sé í andstöðu við mark- mið samkeppnislaga. Þannig hafi stöðinni verið veitt forréttindi og vegna þess geti hún tekið að sér stærri verkefni en önnur fyrirtæki í skipasmíðaiðnaði ráði við. Ekki leigð á kjörum undir markaðsverði Akureyrarbær fellst ekki á að upptökumannvirkin séu leigð Slippstöðinni á kjörum undir markaðsverði né heldur að um op- inbera ívilnun til samkeppnisaðila sé að ræða. Aðstoð sú sem um ræð- ir byggist á framlagi rikissjóðs og sé veitt á grundvelli hafnalaga og sé það heimilt samkvæmt niður- stöðu Eftirlitsstofnunar EFTA á grundvelli samnings um Evrópska efnahagssvæðið. Utboðsleiðin hafi ekki verið farin þar sem forsendur hafi ekki verið til þess. Þá hafi eng- Morgunblaðið/Bjöm Gíslason GERT við skrúfu Brettings í flotkví Akureyrarbæjar í gærdag. ar fyi-irspurnir né áskoranir borist frá öðrum en Slippstöðinni um að leigja flotkvína. I áliti samkeppnisráðs kemur fram að bjóða hefði átt út rekstur upptökumannvirkjanna. „Það að ganga til samninga við einn aðila á samkeppnismarkaði í tilviki sem þessu, án þess að hafa áður gefið öðrum á sama markaði kost á að leggja fram tilboð hvetur ekki til samkeppni. Wert á móti má gera ráð fyrir að slík ráðstöfun skerði samkeppni á markaðnum þar sem hún rýrir með ósanngjörnum hætti samkeppnisstöðu annarra á mark- aðnum og tryggir ekki jöfn sam- keppnisskilyrði þeirra,“ segir í áliti ráðsins. Það að nú sé starfrækt önnur flotkví í landinu sem ekki nýtur sams konar styrkja og kvíin á Akureyri styðji það álit ráðsins að bjóða hefði átt út reksturinn. Beinir samkeppnisráð því til Akureyrarbæjar með vísan til markmiðs samkeppnislaga að þeg- ar núgildandi samningur við Slipp- stöðina rennur út verði upptöku- mannvirkin boðin til leigu með formlegum hætti í útboði. Tólf nýj ar íbúðir í hjarta bæjarins MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á húsinu númer 100 við Hafnarstræti við göngugötuna í miðbæ Akureyrar, en þar hafa nú verið gerðar tólf íbúðir. Húsið hefur tekið algerum stakkastipt- um frá því þar var rekinn skemmtistaðurinn H-100. Það er fyrirtækið Samnor sem staðið hefur að framkvæmdum, eigandi þess er Reynald Jónsson. „Ég keypti húsið í september á síðasta ári og frá þeim tíma hafa staðið yfir miklar framkvæmdir. Það var nánast ekkert eftir af húsinu nema útveggir og ein- hverjir milliveggir héldu sér einnig, alltannað er nýtt. „Þakið á húsinu reyndist ónýtt þegar til átti að taka, þannig að við rifum það af og byggðum eina hæð of- an á, sem nú er fimm hæðir,“ segir Reynald. Opið hús á morgun Fjöldi iðnaðarmanna hefur unn- ið við breytingar á húsinu frá því framkvæmdir hófust og var nú í vikunni verið að leggja lokahönd á verkið. Akureyringum og gest- um gefst kostur á að skoða íbúð- imar á morgun, laugardag, frá kl. 13 til 18, en þá verður opið hús. Sem fyrr segir eru í húsinu tólf íbúðir og eru fjórar þeirra seldar. Starfsmannafélag Lands- bankans sem á eina þeirra hefur þegar tekið sína íbúð í notkun. Fjórar íbúðir eru á hverri hæð, tíu íbúðanna eru tveggja her- bergja og um fímmtíu fer- metrar að stærð, en á efstu hæðinni eru tvær stærri íbúðir, um 130 fermetrar, fjögurra til fimm herbergja og á tveimur hæðum. Hann sagðist vel kunnugur fyrir norðan, er fæddur og upp- alinn á Dalvík, „þannig að ég þekki vel til hér á svæðinu“, sagði hann. Forsaga þess að hann fór út í þetta ævintýri er sú að fyrirtæki hans, Alno, hafði gert tilboð í innréttingar vegna íbúða sem annað fyrirtæki hugð- ist gera í húsinu. Það gafst hins vegar upp og afréð Reynald að taka við verkinu. „Þetta er auð- vitað afskaplega mikil áhætta, en spennandi verkefni og það hefur verið gaman að standa í þessu, en ég hef haft einstaklega lag- henta og góða menn með mér héðan að norðan. Ég hef kapp- kostað að vanda til verks,“ sagði Reynald. HÚSIÐ hefur tekið algjörum stakkaskiptum og er að því mikil prýði. Fjórar myndlistar- sýningar á Listasumri FJÓRAR myndlistarsýningar verða opnaðar á Akureyri í tengsl- um við Listasumar, í dag, föstudag og á morgun, laugardag. Þá var ein sýning opnuð í gær. Hestar Baltasar opnar sýningu í Ketil- húsinu kl. 18 í dag, en þar gefur að líta 15 ný verk sem öll tengjast hestum. Þema sýningarinnar eru hestar í uppiifun listamannsins á ferðalögum. Sýningin stendur til 26. júlí næstkomandi og er opin frá 14 til 18, en um helgina verður einnig opið frá kl. 19 til 22. Hausar Hausar er yfirskrift samsýning- ar 27 myndlistamanna á portrett- myndum í víðasta skilningi hug- taksins. Aðalsteinn Svanur Sigfús- son á Akureyri er frumkvöðull sýn- ingarinnar. Sýningin verður opnuð í Deiglunni kl. 16 á laugardag, 11. júlí en við það tækifæri mun hin góðkunna hljómsveit Helgi og hljóðfæraleikararnir gleðja eyru gesta. Sýningin stendur til 26. júlí og er opin daglega frá kl. 14 til 18. Naflaskoðun David Hebb opnar sýningu í Ljósmyndakompunni kl. 14 á laug- ardag, en hún ber yfirskriftina „Naflaskoðun“. David dvaldi í gestavinnustofu Gilfélagsins í vet- ur og hefur verið að vinna að úti- listaverki í Hrísey. Hann er Banda- ríkjamaður og lærði kvikmynda- gerð, en lauk námi í málara- og skúlptúrdeild háskólans í Montana í fyrra. Ljósmyndakompan er opin þriðjudaga til laugardaga frá kl. 14 til 17. Finna hlut Joris Jóhannes Rademaker sýn- ir ný verk í Gallerí-t- við Brekku- götu 35, þrjár helgar í röð nú í júlí. Sýningin er óvenjuleg að því leyti að hún er þrískipt, en yfirskriftin er „Finna hlut“. Fyrsta sýningin er kölluð „Safnai-inn“ og verður hún dagana 11. til 12. júlí, sú næsta er „Ópið“ og síðasta sýningin heitir „Leit að vatni“ en hún stendur 25. og 26. júlí. Galleríið er opið frá kl. 14 til 18 laugardaga og sunnudaga. Morgunblaðið/Björn Gíslason REYNALD Jónsson í einni af íbúðunum sem gerðar hafa verið í húsinu í Hafnarstræti 100, við göngugötuna í miðbæ Akureyrar. Smygl fannst í Dettifossi TOLLGÆSLAN á Akureyi-i upplýsti á miðvikudag smygl á 253 flöskum af áfengi, 73 kartonum af sígarettum og 5 kössum af bjór. Tollgæslan var við venju- bundin eftirlitsstörf um borð í Dettifossi, skipi Eimskipafé- lagsins, á miðvikudagskvöld þegar smyglvamingurinn fannst þar. Að sögn tollgæsl- unnar á Akureyi'i liggur játn- ing nokkurra manna fyrir og telst málið að fullu upplýst. Amí sýnir á veitingahúsinu Yið Pollinn ANNA María Guðmann, Amí, opnar sýningur á verkum sín- um á veitingahúsinu Við Poll- inn á laugardagskvöld, 11. júlí, kl. 21. Þetta er fjórða einkasýning Amíar. I sumar mun hún efna til þriggja sýninga og er þetta hin fyrsta í röðinni. Sýningin stendur í fjórar vikur og er op- ið frá kl. 20. Rangt nafn ÞAU leiðu mistök voru gerð í frétt af andláti Guðmundar Sigurbjörnssonar hafnar- stjóra á Akureyri sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að nafn eftirlifandi eiginkonu hans misritaðist. Hún heitir Bjarn- ey S. Sigvaldadóttir. Beðist er afsökunar á þessum mistök- um. Messur Möðruvallaprestakall: Guðsþjónusta verður í Glæsi- bæjarkirkju næstkomandi sunnudag, 12. júlí kl. 14 og í Skjaldarvík kl. 15.30. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Birgir Helgason. Skírt verður í guðsþjónustunni í Glæsibæ. AKSJON Föstudagur 10. júlí 21.00^-Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.