Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR 35 manna hópur lenti í hrakningum á Vatnajökli þegar veður versnaði skyndilega bandi við þau í tæpar sjö klukku- stundir. „Við í snjóbílnum vorum aldrei hrædd um að komast ekki heil á húfi ofan af jöklinum. Við treystum fslendingunum iyllilega, þeir eru hugrakkir. Við vorum hins vegar töluvert áhyggjufull vegna hinna, sem voru á snjósleðunum, sérstak- lega af því að við höfðum heyrt að einn þeirra væri týndur,“ sagði Signe Borge. Þau sáu ekkert út og höfðu lítið pláss í bílnum. Hann keyrði um og leitaði að hinum en varð ekki var við neitt, það fennti strax í öll spor. „Stóð ekki á sama“ HOPURINN heill á húfi við Jökulsárlón. Kuldi og rok hrjáði hópinn Hópur norskra ferðamanna komst heill á húfí úr hrakningum sem hann lenti í á Vatnajökll SlodGglS ci mÍuVlkudRg 11*8,111 á ÞÓRARNA Jónasdóttir, leiðsögumaður hopsins á ferð hans um ísland. nótt. Svo virtist sem Norðmennirnir hefðu náð sér að fullu eftir ævintýrið þegar Ragna Sara Jónsdóttir og Ragnar Axels- son ljósmyndari náðu tali af þeim í blíð- skaparveðri við Jökulsárlón í gær. Morgunblaðið/Málfrid Grimstvedt NORÐMENNIRNIR þökkuðu því hvað þeir voru vel búnir að þeim varð einungis kalt í andliti, á fingrum og tám. ÞRJÁTÍU og fimm manna hópur Norðmanna og íslendinga sem var á leið frá Kverkfjöllum að Skála- fellsjökli á vegum Jöklaferða varð fyrir því að hópurinn tvístraðist í slæmu skyggni og vonskuveðri. Helmingur hópsins, sem var á vélsleðum, missti sjónar af hinum helmingnum sem var í snjóbíl. í hópnum var 31 Norðmaður, einn ís- lenskur leiðsögumaður þeirra og þrír starfsmenn Jöklaferða. Hópurinn lagði af stað frá Kverkfjöllum um klukkan 18 á miðvikudag. Eftir u.þ.b. eins og hálfs tíma akstur á jöklinum áttaði hópurinn í snjóbflnum sig á því að hann hefði orðið viðskila við vélsleðahópinn. Veðrið var þá orðið mjög slæmt, sjö til átta vindstig, of- ankoma og mjög lítið skyggni. Snjó- bíllinn staðnæmdist og reyndi að ná fjarskiptasambandi en ekkert gekk. Hinn helmingur hópsins, sem hafði verið á vélsleðum, hafði stað- næmst þar sem ekki sást á milli sleða. Starfsmaður Jöklaferða sem fór fremstur í flokki áttaði sig á því að hópurinn fylgdi honum ekki. Hann sneri til baka en fann ekki hópinn, heldur kom að snjóbflnum og lét vita þar að hann hefði orðið viðskila við hina. Hann gerði síðan aðra tilraun til að finna hina vélsleð- ana en allt kom fyrir ekki. Hann kom því aftur að snjóbflnum og beiðni um aðstoð var send út. Skyggnið hræðilegt Anne Kallák, hópstjóri Norð- mannanna og ein þeirra sem var á vélsleðum, sagði að kuldi í andliti, á fingrum og tám hefði helst hrjáð þau. „Við stoppuðum ítrekað frá því við fórum úr Kverkfjöllum til að halda hópinn vegna þess hve skyggnið var hræðilega slæmt. Eft- ir um eins og hálfs tíma keyrslu var ákveðið að ekkert vit væri í að halda áfram og við snerum við,“ sagði Anne Kallák. Hópurinn hélt því áleiðis til baka í átt að Kverkfjöllum og rétt fyrir hálfníu var hann kominn í skála Jöklarannsóknafélagsins í Hvera- dölum í Kverkfjöllum. Skálinn var lítill, matar- og vatnslaus og óupp- hitaður. Hópurinn kom sér fyrir í skálanum, reyndi að halda á sér hita og bíða. 011 komust þau í skálann fyrir utan annan starfsmann Jökla- ferða, sem þá reyndist hafa fundið hinn helming hópsins sem hélt til í snjóbílnum. Signe Borge var í snjóbflnum og sagði að veran þar hefði verið nokkuð löng. Hún sagði að þau hefðu verið í bflnum í þrettán tíma og ekki hætt sér út vegna veðursins. Hún sagði að þau hefðu verið töluvert hrædd um hina sextán því þau náðu ekld sam- Klukkan átta náðist samband úr snjóbílnum niður af jökli og beðið var um aðstoð. Um níuleytið voru björgunarsveitarmenn lagðir af stað , frá Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum * og Vopnafirði. Sveitir á Húsavík og 1 í Reykjavík voru í viðbragðsstöðu | og talið er að hátt í hundrað manns hafi tekið þátt og verið í viðbragðs- stöðu vegna útkallsins. Rétt fyrir miðnætti komu jeppar björgunar- sveitai-mannanna að snjóbílnum. Þar var fólk vel haldið, einna helst hrjáð af plássleysi. Þeir héldu áfram yfir jökulinn í skálann Kverkfjalla- megin til að leita vélsleðahópsins en , snjóbfllinn hélt til á sama stað. Um | hálfeitt voru björgunarsveitarmenn I komnir í skálann í Kverkfjöllum þar | sem þeir fundu hinn helming hóps- ins heilan á húfi. Stuttu síðar fékk hópurinn í snjóbílnum staðfestar fregnir um að allir hinir væru heilir á húfi í Kverkfjallaskálanum. „Mér stóð ekki á sama á tímabili, sérstaklega vegna þess að í upphafi héldum við að einn sleði væri einn á báti. En hann hafði fundið hópinn og , þá, sem voru á honum, sakaði ekki, ' en það vissum við ekki fyrr en klukk- 1 an rúmlega eitt,“ sagði Þórama Jón- \ asdótth-, leiðsögumaður norska hógs- ins á fimm daga ferð þeirra um ís- land. Hún var í snjóbflnum þegar þau urðu viðskila við hluta hópsins. „Mér leið náttúrulega ekki vel á meðan við biðum, vegna þess að þetta var hópur upp á þijátíu og einn, sem sagt í stærra lagi. Þegar við uppgötvuðum að við höfðum týnt helmingi hópsins , náðum við hvorki talstöðvarsam- bandi við hópinn á vélsleðunum né 1 niður í skálann í Jöklaseli. Við ákváð- | um að bíða og stuttu síðar kom annar leiðsögumannanna og sagðist hafa orðið viðskila við hópinn. Hann fór svo aftur að leita að þeim, en fann þau ekki. Þá hafa þau að öllum lík- indum verið farin aftur í Kverkfjalla- skálann. Skafrenningurinn og ofan- koman var svo mikil að við sáum hreinlega ekki neitt.“ Treystum íslendingunum J Fólkið var flutt úr skálanum í bfl- ) um björgunarsveitarmanna yfir í Jöklasel á Skálafellsjökli og þangað kom það milli klukkan hálfsex og hálfátta í gærmorgun. Að sögn Kallák og Borge var veðrið ennþá mjög slæmt þegar far- ið var til baka, en björgunarsveitar- mennimir óku vélsleðunum yfir í Jöklasel. Nokkrir Norðmenn tóku 1 þátt í þeim flutningum og sagði Jon Olav Grimstvedt, einn þeirra, að 1 hann væri stoltur yfir því að hafa 1 tekið þátt í störfum íslenskra björg- unarmanna. Þeir væru fræknir og létu íslenskt veður ekki aftra sér. Þeir hefðu til dæmis lánað honum hanska þegar honum varð kalt á höndunum og tekið hans í staðinn. Þær Borge og Kallák töldu hóp- inn hafa verið einstaklega heppinn í þessu óvænta ævintýri og voru j sannfærðar um að þeir sem stjóm- uðu för hefðu tekið hárréttar ákvarðanir. Þórarna var einnig sannfærð um að atburðarásin hefði farið betur en á horfðist í upphafi þar sem allir fóra eftir reglunum sem settar voru í upphafi ferðarinnar. Reglurnar fólust í því að að stoppa ef maður missti sjónar af sleðanum fyrir framan sig. „Það brugðust allir hár- rétt við miðað við aðstæður og , starfsmenn Jöklaferða stóðu sig með stakri prýði, þeir tóku hárrétt- ar ákvarðanir miðað við aðstæður. Þetta leit illa út, en endaði vel.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.