Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ \J>OLQur, i>b LegpurofAart að , þ'er, M atUir qa slato. meiraa. —prt.,^-7 Ha//aou þerafiura. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 RÍKISENDURSKOÐUN Skúli|&tu 57,105 ReykjiTÍk IS-Icelind. Dipttnlnt TlWiun Þorsteinn Ingason, 9.júní 1998 B-727 Hátúni 6 LÖ/bb 105 REYKJAVÍK í bréfi til ríkisendurskoðanda, dags. 6. mal s.l., bcrið þér þær sakir á Stefán Pálsson, bankastjóra Ðúnaðarbanka íslands, að hann hafi beitt bankanum til þess að koma þér og fyrirtaskjum þínum, Stokkfíski hf., öxnalæk og Stokkfiski, Laugum, Reykjadal í þrot vegna persónulegrar óvildar i yöar garö. Jafhframt ásakiö þér bankastjórann fyrir aö hafa „þvingað hæstaréttar- lögmennina Baldvin Jónsson og Harald Blöndal til aö hafa samvinnu viö framlengingu máls í Hæstarétti og lcyna Hæstarétt íslands þcim gögnum og þar af leiðandi knúiö fram dóm scm vxri sér huganlegur" cins og orörétt segir i erindi yðar. Til svars erindi yðar er rétt að taka fram að ásakanir þessar eru þcss eðlis að rannsókn á réttmæti þeirra verður einungis sinnt af lögregluyfirvöidum. Er yður hér með bent á að snúa yður til þeirra með ofangreinda beiðni. BRÉF til Þorsteins frá Ríkisendurskoðun. Opið bréf til starfs- manna Búnaðar- banka Islands hf. Frá Þorsteini Ingasyni: HINN 6. maí sl. ritaði ég Ríkisend- urskoðun bréf þar sem ég fór fram á rannsókn á viðskiptum mínum og fyrirtækja minna við Búnaðarbanka Islands. Svarbréf Ríkisendurskoðunar var eftirfarandi (sjá mynd); Þar sem ég veit að Ríkisendur- skoðun skoðaði málið og tekur und- ir ásakanir mínar tel ég nauðsyn- legt að frekari rannsókn fari fram hjá réttum yfirvöldum. Mín trú er sú að hinn almenni starfsmaður Búnaðarbankans sé þeirrar skoðunar að ásakanir mínar séu þess eðlis að það sé full ástæða til að fram fari opinber rannsókn á þessu máli. Það er því beiðni mín með þessu opna bréfi til starfsfólks bankans, að það finni farveg til að rannsókn geti farið fram. Eg tel mig ekki geta leitað til ríkislögreglustjóra án þess að málinu verði hugsanlega vísað frá af tæknilegum ástæðum, t.d/ vegna aldurs. Með fullu trausti og virðingu. ÞORSTEINN INGASON, Hátúni 6, Reykjavík. Ferdinand Smáfólk I don't HAVE A D06 N0W, BUT I KNOU) l’LL HAVE ONE 50MEPAY... lífesa— I Ég á ekki hund núna, en ég veit að ég eignast hann ein- hvern daginn... I WAS WONDERINö IF YOU COULP 6IVE ME 50ME TIP5 ON HOW TO TRAIN A P06... ^ Ské 6-11 Ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhveijar ábendingar um hvernig á að venja hund... Gefurðu ekki ábendingar? Þjófottir stöðumælar Frá Guðmundi Jónssyni: FLESTA daga á ég erindi víða um borgina, og kemst þess vegna í „kunningsskap“ við stöðumæla. Yfirleitt staldra ég stutt við, svo það var fyrir tilviljun að ég fór að taka eftir því að sumir þeirra voru skratti „hraðskreiðir“. Langvitlaus- astir eru þeir sem mæla frá 100, og gert er ráð fyrir að læðist niður á núllið á 60 mínútum. En það er nú öðru nær. Ef ég man rétt var það á Frakkastígnum - milli Laugavegar og Hverfisgötu - að ég lagði bíln- um, greiddi gjaldið og skrapp frá. Þegar ég kom aftur eftir níu mínút- ur var mælirinn kominn niður í 55. A örfáum dögum komst ég að því að a.m.k. fímm mælar á þessum speli voru hringlandi vitlausir. Einn daginn þurfti konan mín að bregða sér í verslun við Laugaveginn. Eg beið í bílnum, greiddi stöðumæla- gjaldið og fylgdist með klukkunni. Eftir 30 mín. var mælirinn búinn að afgreiða klukkustund. Hraðskreiðasta dæmið er þó úr Þingholtsstræti. Þar átti ég erindi. Eftir 3 mínútur var mælirinn kom- inn frá 100 niður í 48! Ég leyfi mér að fullyrða að flestir mælar af þessari tegund eru borg- inni til skammar. Einstöku mælar af þessari tegund gleypa 50 krón- urnar, en haggast ekki - sitja fastir á sömu núllunum. Önnur mælategund - þessi sem skilar miðum sem maður leggur við framrúðu bílsins - er líka ósköp skrítin. Á tveimur stöðum hefi ég fengið 75 mín. fyrir 50 kr. en á öðr- um stöðum 45 mín.! Er þetta ekki rannsóknarverk- efni fyrir FÍB eða Neytendasam- tökin? Það er fleira athugavert við stöðumælana, en ég nenni ekki að skrifa meira að sinni. Eitt er þó ljóst: Það er með mæl- ana eins og svo margt annað í líf- inu, þeim gömlu er best treystandi. GUÐMUNDUR JÓNSSON söngvari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.