Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 NAROK Glæsilegur vefur þar sem þú getur tekió þátt í leik, skoöað niyndskeið, myndir og kynnt þér allt um stórmyndina Armageddon sem verður frumsýnd í dag. Ein spurning á dag birtist í Morgunblaðinu í fimm daga en einnig verða spurningamar lesnar upp á FM 957. Þú tekur þátt í leiknum með |iví að beimsækja vefinn Ragnarök á www.mbl.is og svara léttum spurningum. Vinningai: ♦ Tag Hetiei úr fiá Leonartl í Kringlunni. ♦ 2 Motorola SlimLite GSM-simar ásamt Tal-símakorti frá BT ♦ 5 Armagedflon-jakkar. ♦ 14 Armageildon-liakpokar. ♦ 8 Arinagetldon-pennar. ♦ Miðar á myndina. Þii getm skoðað myndir af vinninguiuim um leið og |iii svarar LISTIR Ljósmynd/Bragi Asgeirsson SVEINBJÖRG Hallgrímsdóttir, „Fuglar“. Tólf í grafík MYIVPLIST Listaskálinn Hveragerði MIÐSUMARSÝNING 12 GRAFÍKLISTAMENN Opið alla daga frá kl. 13-18. Til 12. júlí. Aðgangur 300 krónur. ALLAJAFNA er áhugavert að fylgjast með athöfnum íslenzkra grafíklistamanna, sem eru orðnir allfjölmenn stétt, sem bætist í ár- lega, þótt svo maður sé ekki með öllu samþykkur þróuninni síðustu árin. Þróun sem ekki hefur orðið til hér frekar en margt annað sem of- arlega er á baugi, sem segir okkur að hefðin á afar erfitt uppdráttar í listum eins og raunar í öðrum at- höfnum landsmanna. Eru höfuðein- kenni þjóðfélags sem ekki hefur náð áttum, enn í hraðri en brotkenndri mótun. Sýning tólfmenninganna er fjöl- þætt og um margt áhugaverð, en vekur helst upp ýmsar vangaveltur um stöðuna í dag. Svo viðkomandi, og grafík listamenn almennt skilji þetta, en hlaupi ekki upp til handa og fóta, er rétt að víkja aðeins að upphafmu. Löngum var listgrafík settur mjög þröngur og fastskorðaður rammi, en innan ákaflega marg- þætts og víðfeðms tæknisviðs, sem átti meira og minna við hvern ein- stakan geira hennar. Menn voru hér afar strangir og höfnuðu alfarið hvers konar viðbót til hliðar við sjálft þrykkið og í ljósi langrar sögu er lygilega stutt síðan menn fóru í einhverjum mæli að handlita grafík- blöð, það þótti vera að vinna sér hlutina létt, svíkja lit og af mörgum rakið svindl. Svo strangir voru menn að jafnvel einþrykkið var ekki viðurkennt á alþjóðlegum sýningum vegna hinna miklu möguleika á til- viljunum, tæknilegum blekkingum og hundakúnstum, menn efuðust jafnvel mjög um sáldþrykkið vegna hins ákveðna iðnaðarbragðs sem þótti vera af því. Margur grafíklistamaðurinn gerði það sér þó til dundurs að handlita blöð, einkum ef þau komu gölluð úr þrykkpressunni og senni- lega hefur enginn gert meira af því en Edvard Munch. Hann gerði þó um leið enhverja glæsilegustu graf- ík í hreinni tækni sem sést hafði lengi og endurreisti tréristuna þar sem hann viðhafði á stundum afar einföld og þó margslungin vinnu- brögð. Lítið sást þó til þessara mynda sem hann hafði krukkað í eins og það var lengstum nefnt í niðrandi merkingu, og þær vel varð- veittar í kjallarasölum Munch- safnsins. En í ljósi breyttra viðhorfa og viðurkenningar einþrykksins sem fullgilds miðils voru þessar myndir teknar fram og sett upp sér- sýning á þeim í sölum safnsins að mig minnir 1978, einmitt á þeim tíma er ég bjó í gestaíbúð þess. Skemmst frá að segja var þetta ein áhrifamesta sýning sem ég hefi aug- um litið á list Munchs og það sem einkenndi vinnubrögðin var hve hrein og opin þau voru, hér þurfti enga vankunnáttu að fela, enda stórmeistari að baki þeirra. Munch var að þessu leyti langt á undan samtíð sinni um útvíkkun tæknis- viðsins, en þetta var ekki gert til að vera, in, í sínum tíma heldur útrás upprunalegrar og mótaðrar sköpun- arþarfar. Það eru þannig ekki meira en tuttugu ár síðan menn þurftu ekki lengur að fara í felur með slík vinnubrögð, viðhafa þau bak við byrgða glugga eins og réttast væri að orða það. Þetta opnaði fyrir allar flóðgáttir vinnubragða til hliðar við sígildu tæknina og þar fyrir utan höfðu framúrstefnulistamenn lengi verið með hvers konar uppstokkan- ir á listhugtakinu. Postmódernism- inn í hröðum uppgangi með and- listar hugtök sín, fullkomið frelsi en um leið úrkynjun og tilvistar- kreppu. Eins og pop-listin losaði póstmódernisminn um hugmyndir sem aldrei fyrr og báðar stefnunar opnuðu hugmyndafræði og listheim- speki allar gáttir. Þetta er sem sagt staðan í dag, og sýningin í Listaskálanum er nokkuð Sumar á Héraði GERÐUR Guð- mundsdóttir segir sögur af fuglum í textflverkum, sem sýnd verða á Hótel Héraði, Egilsstöðum, dagana 11. júlí til 12. desember. Fuglamir hafa ekki sést fyrr og þeir koma og fara eins og aðrir gestir hótelsins. Verkin eru öll unn- in á þessu ári með blandaðri tækni á bómull, einkum silki- þrykki. Gerður nam í Myndlistaskólanum í Reykjavík 1983-84 og útskrifaðist úr textíl- deild Myndlista- og handfðaskóla íslands 1991. m\í GERÐUR Guðmundsdóttir segir sögur af fuglum f textflverkum sem sýnd verða á Hótel Héraði, dagana 11. júlítil 12. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.