Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 60
 Sparaðu tíma, sparaöu peninga 'BÚNAÐARBANKINN ip' traustur banki MeWiiM -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Engum varð meint af þegar 35 manna hópur lenti í hrakningum á Vatnajökli Morgunblaðið/Málfrid Grimstvedt SKYGGNI á Vatnajökli var mjög slæmt og þar var mikil ofankoma og rok, þegar norski ferðahópurinn lenti í hrakningum á miðvikudagskvöld. SOPHIA Hansen og Halim A1 í Divrigi í gær eftir að Sophia hafði eytt dagstund með Á milli þeirra stendur ungur sonur Halims. Fauk útaf veg*i og mjaðmar- brotnaði FRANSKUR hjólreiðamaður fauk út af þjóðveginum við Hofsá í Álftafirði í roki um há- degi í gær og slasaðist talsvert. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn til Djúpavogs og flutti til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar á Djúpavogi var bálhvasst á Aust- fjörðum í gær, allt að 8 til 9 vindstig. Nýlögð klæðning var á vegarkaflanum þar sem maður- inn fauk út af veginum og lausa- möl og vindur stóð honum á hlið. Þyi’lan lenti í Reykjavík um fímmleytið í gær og var maður- inn fluttur á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Fór hann í aðgerð þar í gærkvöld vegna mjaðmarbrots. Sophia hittir dætrn* sínar aftur í dag SOPHIA Hansen hitti dætur sín- ar Dagbjörtu og Rúnu í gær, annan daginn í röð, í fjallaþorp- inu Divrigi í Tyrklandi en sam- kvæmt úrskurði Hæstaréttar í Ankara frá því í fyrra á Sophia umgengnisrétt við dætur sínar í júlí og ágúst á hverju ári. Vel fór á með mæðgunum og notuðu þær timann meðal ann- ars til að skoða myndaalbúm með myndum af íslenskum ætt- ingjum, að sögn Sigurðar Pét- urs Harðarsonar, stuðnings- manns Sophiu. Sigurður segir að sér virðist sem Halim sé nú farinn að skilja alvöru málsins og sé nú við- mótsþýðari en oft áður. Eins og kunnugt er hefur Halim brotið umgengnisrétt Sophiu við dætur sínar ítrekað undanfarin ár og á yfír höfði sér margar kænir vegna þeirra brota. Halim sagði í sjónvarpsviðtali í Tyrklandi í gær að Sophia mætti koma hvenær sem hún vildi til Divrigi til að eiga fund með dætrum sínum. Fjölmiðlar ytra sýna málinu mikinn áhuga Fjölmiðlar sýna málinu mik- inn áhuga og í sjónvarpsviðtali í gær sagðist Sophia vera ánægð með að hafa hitt dætur sínar og kvaðst einnig ánægð með mót- tökurnar sem hún fékk í þorp- inu. Sophia hittir dætur sínar aft- ur síðdegis í dag, eða eftir að þær hafa beðist fyrir í mosku staðarins. Leit illa út - aði ENGUM varð meint af þegar 35 manna hópur Norðmanna og ís- lendinga lentu í hrakningum á Vatnajökli á miðvikudagskvöld. Beiðni um aðstoð var send út klukk- an átta að kvöldi miðvikudags, og voru björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði komnir á staðinn um miðnætti. Allir voru heilir á húfi, en helmingur hópsins kvartaði und- an kulda í andliti, á höndum og fót- um. Hópurinn var á leið frá Kverk- fjöllum í norðanverðum jöklinum að Skálafellsjökli sem er í honum sunnanverðum. Helmingur hópsins, sem var á vélsleðum, varð viðskila end- vel við snjóbfl sem var með í för eftir rúmlega klukkustundar akstur á jöklinum. Vélsleðafólkið náði engu fjarskiptasambandi, en var komið heilt á húfí í skála í Kverkfjöllum skömmu eftir að hjálparbeiðni var send úr snjóbílnum. Hátt í 100 manns voru í við- bragðsstöðu vegna útkalisins, en björgunarsveitarmenn frá Höfn komu á fimm jeppum að fólkinu þar sem það var annars vegar í snjóbfl á jöklinum og hins vegar í skála Jöklarannsóknafélags Islands í Hveradölum í Kverkfjöllum. Hrakningar/6/12 Kj arvalsmál verk fínnast eftir 25 ár TVÆR Kjarvalsmyndir hafa nú verið fluttar aftur til Vestmanna- eyja eftir 25 ára útlegð uppi á landi. Árið 1967 gáfu Sigfús M. John- sen og Jarðþrúður Johnsen Vest- mannaeyjakaupstað 34 myndir og málverk eftir Jóhannes Kjarval og eru umræddar myndii' hluti af þein-i gjöf. í Vestmannaeyjagos- inu 1973 voru öll málverkin flutt í Þjóðminjasafnið til geymslu. Þeg- ar þau fóra svo aftur tfl Vest- mannaeyja hafa þessi tvö orðið eft- ir og fundust nú nýlega í ómerkt- um pakka í Þjóðminjasafninu. Á Þjóðminjasafninu fundu starfsmenn út hvaðan málverkin gætu verið komin og höfðu sam- band við Jóhann Friðfínnsson, safnstjóra Byggðasafns Vest- mannaeyja. Jóhann kom í land og eftir að hafa borið saman gjafa- bréfið sem fylgdi myndunum á sínum tíma og skráningu sem gerð var á Kjarvalsmyndunum fékkst sú niðurstaða að málverkin ættu heima í Vestmannaeyjum með verkunum 32 sem þar eru. ■ KjarvalsmáIverk/4 ■ Snæddu saman/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.