Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 42
^2 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR HÖRÐUR BJARNASON + Hörður Bjarna- son fæddist í Höfðahúsum á Fá- skrúðsfirði 18. júní 1924. Hann andað- ist á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 17. júní siðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Antoní- usson, f. 17.8. 1888, d. 27.5. 1975, og María Bjarnadóttir, f. 7.6. 1896, d. 11.3. 1976. Hörður átti 7 þijú systkini, sem eru, Flosi, f. 20.9. 1917, Auður f. 25.6. 1926, og Nanna f. 13.4. 1940. Árið 1965 hóf Hörð- ur sambúð með Mar- gréti Hjálmarsdótt- ur, f. 30.8. 1918 á Blönduósi. Bjuggu þau öll sín búskapar- ár í Reykjavík, síðast í Furugerði 1, en hann var síðustu tvö árin á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Hörður stundaði sjó frá Austfjöröum frá því fyrir fermingu og fram um 1960. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og stundaði ýmis verslunar- störf, en starfaði síðast í Búnað- arbanka Islands í Austurstræti. Útför Harðar fór fram frá Kristkirkju í Landakoti 26. júní. Margar minningar vöknuðu þeg- ar við systurnar fréttum lát Harð- ar, sem reyndist okkur sem besti afí frá íyrstu kynnum. Hörður hafði sterka skapgerð og ákveðnar skoðanir á lífinu og tilver- unni. Hann var alltaf sá sem hægt var að treysta á, kletturinn sem ávallt stóð óbifanlegur. Fátt var skemmtilegra en að vera á ferð með Herði og ömmu Grétu. Hann var mjög fróður um landið og sögu þess. Sterkur þáttur í lífi þeirra beggja var kveðskapur, og þótti okkur alltaf jafn þægilegt að hlusta á þau söngla og kveða. Okkur systrunum er það mjög minnisstætt að það var alveg sama hversu snemma við fórum á fætur á morgnana, alltaf var Hörður vakn- aður, búinn að hita kaffí, taka til morgunmat og jafnvel búinn að fara út og þvo bflinn. Ef Hörður var spurður hvort hann væri ekki þreyttur svaraði hann jafnan, að það væri nógur tími til að hvfla sig þegar hann væri kominn í holuna sína. Með því átti hann við að hvfld- ina fengi hann þegar hann færi á vit feðranna. Það var alveg sama hversu mikið var að gera hjá honum, alltaf gat hann bætt á sig meira, ef hann var beðinn. Erfitt var að horfa á þennan sterka mann verða fanga í eigin líkama af völdum sjúkdómsins sem herjaði á hann síðustu æviár- in. Við erum sannfærðar um að þar sem hann er núna, þar líður honum vel. Með Herði er genginn maður sem við teljum okkur ríkari að hafa kynnst og biðjum við Guð að blessa minningu hans. Margrét, Kristín og Anna Halldóra Sigtryggsdætur. ATVINIMU- AUGLÝSINGAR Viðskiptasambönd óskast til að kynna fjölmargar vörutegundir 4frá Kanada og Bandaríkjunum. Vinsamlega hafið samband við Lorne Urqu- hart, netfang: cxna@netcom.ca eða skrifið á heimilisfang 12 Dawn Drive, Dartmouth, Nova Scotia, Canada B3B 1H9. 2. stýrimann vantar á línufrystiskipið Tjald. Skipið fer til veiða á mánudag. **^)pplýsingar í síma 897 0949. TILK YNNINGAR IHAFNARFJARÐARBÆR Skipuiagsstjóri Hafnarfjörður ^Hvaleyrarholt — Iðnaðarsvæði Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015 IMýtt deiliskipulag í samræmi við 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýstir til kynningar uppdrættir bæjarskipulags dag- settir 19. maí 1998 að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995—2015 og uppdráttur bæjar- skipulags s.d að nýju deiliskipulagi fyrir iðnað og þjónustu á svæði milli Suðurbrautar og Hvaleyrarbrautar í Hafnarfirði. Breyting á aðal- skipulagi fellst í að landnotkun á lóðunum Melabraut 27 og 29 breytist úr iðnaði í verslun og þjónustu. Ennig breytist almenn lóðarnýt- *^ing úr 0,4 í 0,5 og verður allt að 0,6 á Mela- braut 21 og 0,7 á Melabraut 17. Á þessu nánast fullbyggða svæði hefur upp- bygging einnar og tveggja hæða iðnaðarhúsa miðast við skipulag, lóðaskiptingu og notkun, sem hefur þó ekki fengið fullnaðarmeðferð í samræmi við gildandi skipulagslöggjöf. Liggur nú fyrir ofangreind tillaga að deiliskipu- lagi. Tillögur þessar voru samþykktar af bæjar- stjórn Hafnarfjarðar 30. júní 1998 og liggja þær frammi í afgreiðslu framkvæmda- og tækni- sviðs á Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 10. júlí «~£il 7. ágúst 1998. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 21. ágúst 1998 Þeir, sem ekki gera athugasemd við tiilöguna, teljast samþykkir henni. 2. júlí 1998. |t Bæjarskipulag Hafnarfjarðar. Garðbæingar Umhverfismálanefnd Gardabæjar hyggst veita viðurkenningarfyrir snyrtilegan frágang lóða íbúðarhúsnæðis, fyrirtækis og einnig fyrir opið svæði eða götu fyrir árið 1998. Óskar nefndin eftir ábendingum bæjarbúa þar að lútandi, og þurfa þær að berast fyrir 14. júlí til garðyrkjustjóra Garðabæjar, Lyngási 18, í síma 565 8532 og 525 8588. Umhverfismálanefnd Garðabæjar. ATVINMUHÚSNÆÐI Veitingasala Sundakaffi í Sundahöfn ertil sölu eða leigu. Áhugasamir leggi inn nafn og heimilisfang á afgreiðslu Morgunblaðsinsfyrir 16. júlí nk., merkt: „E — 5296." NAUOUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Laufhagi 15, Selfossi, þingl. eig. María Carmen Ólafsson, gerðarbeið- endur db. Þórarins Guðnasonar, c/o Lögm. v/Austurv. og húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, fimmtudaginn 16. júlí 1998 kl. 10.00. Þóristún 11, Selfossi, þingl. eig. Óskar Jónsson, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Sel- fosskaupstaður, sýslumaðurinn í Kópavogi og sýslumaðurinn í Stykk- ishólmi, fimmtudaginn 16. júli 1998 kl. 10.30. SUMARHÚS/LÓOIR Sumarbústaður ásamt stórri eignarlóð í nágrenni Rvíkurtil sölu. Heitt vatn og hitapottur, blómaskáli o.fl Lóðin er umvafin trjágróðri og því skjólsæl. Áhugasamir sendi upplýsingartil afgreiðslu Mbl., merktar: „Friðsæll staður — 5306". Sýslumaðurinn á Selfossi, 8. júlí 1998. TIL SOLU Handverksmarkaður Handverksmarkaðurverðurá Garðatorgi laug- ardaginn 11. júlí frá kl. 10.00—18.00. Milli 40 og 50 aðilar sýna og selja muni sína. Kvennfélagskonur sjá um kaffisölu. S M Á A U G) (0 '>■ J N G A FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Nú er hver að verða síðastur að fá miða í spennandi sum- arleyfisferðir innanlands. Ath.: Þeir, sem eiga pantað, eiga að greiða farmiða strax, eila er hætta á að far verði selt öðrum! Hér eru nokkrar ferðir: 1. 19.-21. júlí Austast á Aust- fjörðum (Gerpissvæðið). Spennandi ferð með Ferðafélagi Fjarðamanna í Hellisfjörð, Við- fjörð, Barðsnes og viðar. Gist í húsum. Upplýsingablað á skrif- stofu F.l. 2. 24.-30. júlí Norðurlands- ferð. Farið á ýmsa góða staði, t.d. í Drangey. 3. 4.-9. ágúst Borgarf jörður eystrí — Víkur — Loðmund- arfjörður — Seyðisfjörður. Aukaferð. 4. 15.-21. ágúst Inndalir og eyðibýli á Mið-Austurlandi. M.a. farið um Fljótsdal, Hafra- hvamma og viðar. Minnum á sumardvöl í Þórs- mörk. Margir möguleikar. Kynnið ykkur úrval göngu- ferða um „Laugaveginn" og Kjalveg hinn forna. 17.-19. júlí Leitin að Stranda- vfðinum. Upplýsingablað. Brottför föstudag kl. 14.00. Nánari upplýsingar og far- miðar á skrifst., Mörkinni 6. Ej5 ^ Wi if.V/ Ej Hallveigarstig 1 • simi 561 4330 Kvöldganga föstud. 10. júlf: Leggjarbrjótur. Gengið frá Botnsdal að Svartagili í Þing- vallasveit. Komið til baka kl. 4.00 um nóttina. Góð byrjun á góðri helgi. Brottför frá BSI kl. 20.00. Verð 1.600/1.800. Fararstjóri: Steinar Frímannsson. Dagsferðir sunnudaginn 12. júlí: Frá BSI kl. 10.30 Kóngsvegur- inn 5. áfangi. Gengið frá Þing- völlum að Laugarvatnsvöllum. Komið við í Skógarkoti, Vellan- kötlu, Stelpu(steins)helli, Tintron og Laugarvatnshelli. Frá Select Vesturlandsvegi kl. 9: Hjólaferð, Vigdísarvellir, Djúpa- vatn til Grindavíkur. Farið í Bláa lónið og tekin rúta til Grindavík- ur. Hálendishringurinn. 25. júlí—2. ágúst. Skemmtileg ferð um hálendið. Ekin Gæsa- vatnaleið, farið í Herðubreiða- lindir o.fl. Fararstjóri Ágúst Birg- isson. Spennandi sumarleyfisferðir með jeppadeild Útivistar. 18.—25. júlí. Lónsöræfi. Ekið í Lónsöræfi. Dvalið á öræfunum nokkra daga og skoðaðir áhuga- verðir staðir. Fararstjóri Erla Guðmundsdóttir. 1.—8. ágúst. Gæsavötn. Ekið í Nýjadal, Gæsavatnaleið, farið í Kverkfjöll og að Snæfelli. Farar- stjóri Haukur Parelíus Finnsson. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 11/7 Dagsferð á Árbókarslóðir kl. 08.00: Hagavatn — Mosaskarð. Ökuferð og um 7 km skemmtileg ganga frá Hagavatni að Mosa- skarði við Línuveginn. Verð 2.800 kr. Sunnudagur 12/7 kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð eða til lengri dvalar. Minnum einnig á miðvikudagsferðirnar. Kl. 10.30 Esja: Kistufell að austan — Gunnlaugsskarð. Kl. 13.00 Esjuhlíðar: Kögun- arhóll — Mógilsá, fjölskyldu- ganga. Brottför frá BSÍ, austanmeg- in og Mörkinni 6. Helgarferðir: Þórsmörk 10.— 12/7 og Fimmvörðuháls 11.-12/7 Góð gistiaðstaða í Langadal, í Skagf jörðsskála eða tjöldum. Pantið og takið farmiða strax TILKYNNINGAR Dagskrá helgarinnar 11.-12. júlí 1998 Laugardagur Kl. 11.00 Leikur er barna yndi Barnastund fyrir alla krakka í Hvannagjá. Sögur, leikir og helgi- hald. Hefst við þjónustumiðstöð og tekur 1 — Vh klst. Munið að vera vel búin. Kl. 14.00 Lögbergsganga Gengið um hinn forna þingstað í fylgd sr. Heimis Steinssonar. Lagt verður upp frá hringsjá á Haki, gengið um Almannagjá á Lögberg og endað í Þingvalla- kirkju. Gangan tekur um 1 klst. Kl. 15.00 Skógarkot — Ijóð og sögur frá Þingvöllum Gengið verður inn í Skógarkot og farið með sögur og Ijóð frá Þing- völlum, auk þess sem spjallað verður um það sem fyrir augu og eyru ber. Þetta er létt ganga en þó er gott að vera vel skóaður og að taka með sér nestisbita. Gang- an hefst við Flosagjá (Peninga- gjá) og tekur u.þ.b. 3 klst. Sunnudagur Kl. 14 00 Guðsþjónusta f Þingvallakirkju Prestur sr. Heimir Steinsson, sóknarprestur, organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. Kl. 14.30 Um gjárað Öxarárfossi Gengið verður frá þjónustu- miðstöð um Tæpastíg í Snóku, að Öxarárfossi og til baka um Fögrubrekku. Á leiðinni verður fjallað um náttúrufar og aðkom- uleiðir til þingstaðarins forna. Nauðsynlegt er að vera vel skógaður og gjarnan má hafa með sér nesti. Gangan tekur 2VÍ-3 klst. Kl. 15.00 Litast um af lýðveldisreit Sr. Heimir Steinsson tekur á móti gestum þjóðgarðsins á grafreit að baki kirkju og fjallar um náttúru og sögu Þingvalla. Allar nánari upplýsingar veita landverðir f þjónustu- miðstöð þjóðgarðsins, sem er opinn frá kl. 8.30—20.00, sfmi 482 2660.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.