Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 153. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Holbrooke telur friðarumleitanir í Kosovo erfíðari en í Bosniu Segir mikla hættu á allsherjarstríði Kíev, Tirana. Reuters. h. Reuters Sprenging í Istanbúl RICHARD Holbrooke, sendiherra Bandaríkjanna, sem almennt er tal- inn eiga heiðurinn af friðarsamn- ingnum í Bosníu, sagði í gær að deil- an um Kosovo væri erfíðari úrlausn- ar en stríðið í Bosníu á sínum tíma. Holbrooke, sem Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sendiheiTa Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði eftir þriggja daga viðræður á Balkanskaga að mikil hætta væri á því að átökin í Kosovo að undanförnu breyttust í allsherjarstríð. „Heimurinn viðurkennir Bosníu sem sjálfstætt ríki en lítur á Kosovo sem hluta Júgóslavíu," sagði Hol- brooke. „Þótt umkvörtunarefni alb- önsku múslimanna séu réttmæt... þá styðja þjóðir heims ekki sjálfstæðis- kröfur Albana í Kosovo, því ef þær gerðu það myndi skapast hætta á að stríð blossaði upp víðar.“ Stjórnin og stjómarandstaðan í Herferð gegn eitur- lyfjum Washington. Reuters. BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, hleypti í gær af stokk- unum mikilli auglýsingaherferð til að vara ungmenni við hætt- unni sem stafar af neyslu eitur- lyfja. Herferðin, sem fara mun fram jafnt í útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum sem á alnetinu, kostar alls tvo milljarða dollara, eða um 140 milljarða króna. Að sögn embættismanna er ætlunin að vekja ungmenni og foreldra þeirra til umhugsunar um afleiðingar eiturlyfjaneyslu með hjálp nýjustu tækni á sviði sjónvarpsauglýsinga og kvik- myndagerðar. Brýtur og bramlar Auglýsingarnar eru hannað- ar með það fyrir augum að kalla fram mjög sterk viðbrögð. Ein þeirra sýnir t.a.m. unga stúlku í óðaönn við að brjóta og bramla innanstokksmuni með steikarpönnu, á meðan hún fræðir áhorfendur um að svona fari eiturlyf með líf neytenda. „Auglýsingarnar fanga athygl- ina,“ var haft eftir einum tals- manna Hvíta hússins. Ekki eru þó allir á einu máli um ágæti herferðarinnar. Ýmsir hafa bent á að undan- farinn áratug hafí gríðarlegum áróðri gegn fíkniefnum verið beint til ungmenna, en neysla þeirra virðist þó stöðugt færast í aukana. Þeir telja skynsamlegra að veita þessa fjárinuni til verkefna sem reynslan hafí sýnt að skili raun- verulegum árangri. Serbíu fógnuðu í gær drögum að friðarsamkomulagi sem tengslahóp- urinn svokallaði kom sér saman um í fyrradag. Stjórn Albaníu tók drög- unum einnig vel. Taki við stjórn eigin mála Heimildarmenn í breska utanrík- isráðuneytinu sögðu að samkvæmt drögunum fengi Kosovo víðtæk sjálf- stjómarréttindi en yrði áfram hluti af Júgóslavíu. Albanar í Kosovo þyrftu að falla frá kröfunni um sjálf- stæði en tækju við stjórn eigin mála, sæju t.a.m. um löggæslu. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði að Ibrahim Rugova, leiðtogi Lýðræðisbandalags Kosovo, ætti að gegna mikilvægu hlutverki í samn- ingaviðræðum um lausn deilunnar. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti til þess að deilan um Kosovo yrði leyst með friðsam- legum hætti en bætti við að Atlants- hafsbandalagið væri tilbúið til hern- aðaríhlutunar ef þörf krefði. Hundruð manna hafa fallið í átök- um milli albanskra uppreisnarmanna í Prelsisher Kosovo og serbneskra öryggissveita. Hydajet Hyseni, vara- formaður Lýðræðisbandalags Kosovo, stærsta flokks albanska meirihlutans í héraðinu, sagði í gær að uppreisnarmennirnir myndu leggja niður vopn ef til hemaðar- íhlutunar kæmi af hálfu NATO. Plestir þeirra væra bændur sem vildu aðeins verja bú sín. Talsmaður rússneska utaniTkis- ráðuneytisins sagði í gær að Rússar hefðu sömu markmið og hin ríkin fimm, sem hafa beitt sér fyrir friði í Kosovo, og það væri að finna lausn á deilunni um héraðið án þess að breyta landamærum Serbíu. SJÖ menn létu lífíð og hartnær hundrað slösuðust þegar spreng- ing varð á þekktu verslunar- torgi í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Talið var að gasleki hefði valdið sprengingunni, sem varð í Egpyska basarnum, en hann er frá 17. öld og hefur einnig verið kallaður Kryddmarkað- urinn. Murat Basesgioglu, innanríkis- ráðherra Tyrklands, sagði að ekkert benti til þess að sprengja hefði sprungið á torginu eins og Lagos. Reuters. HFJÖLSKYLDA Moshoods Abiola, pólitíska fangans sem lést á sjúkra- húsi í Nígeríu á þriðjudag, hvatti landsmenn til að sýna stillingu eftir að átök blossuðu upp á ný I Lagos, stærstu borg landsins. Sjónvarpsfréttamenn sögðust hafa séð óeirðaseggi stinga mann til bana á götu í Lagos og stela peningum hans. „Það er mikil spenna hérna, fólkið kastai- spýtum og flöskum, rænir og ruplar,“ sagði nígerískm- blaðamaður. „Það besta sem við getum gert til að heiðra [Abiola] í dauðanum er að fara með friði. Aðeins þannig hefur hann ekki dáið til einskis," sagði elsti sonur Abiola í yfirlýsingu fyrir hönd fjölskyldunnar. Herforingjastjórn Nígeríu frestaði því í gærkvöldi að taka lokaákvörðun um hvenær og hvernig lýðræði yrði komið á en sagði að búast mætti við tilkynningu um það á næstu dögum. Herforingjastjórnin mildaði einnig dóm yfir sex mönnum, sem voru dæmdir til dauða fyrir samsæri um talið var í fyrstu. Sprengjusér- fræðingar lögreglunnar sögðust ekki hafa fundið neinar vísbend- ingar um sprengju og sagði lík- legt að sprengingin hefði orðið vegna Ieka í gashylki í matsölu- bás á torginu. Tvö börn voru á meðal þeirra sem létu lífíð. Torgið er vinsæll ferðamannastaður og nokkrir út- lendingar slösuðust í sprenging- unni, þrír Frakkar, þrír Þjóðverj- ar, tveir Norðmenn, fraki og Irani. að myrða Sani Abacha, fyrrverandi einræðisheraa, í desember 1997. Dauðadómnum var breytt í 20-25 ára fangelsisdóm. Mennirnir eru allir frá suðvesturhluta landsins eins og Abiola og herforingjastjórnin kvaðst vona að ákvörðunin myndi stuðla að sáttum í landinu. Lík Abiola krufið Ibúar Nígeríu bíða nú niðurstöðu úr krufningu á líki Abiola. Orðrómur hafði verið á kreiki um að hjartaáfall væri ekki raunveruleg orsök andláts hans og höfðu jafnvel verið uppi get- gátur um að stjórnvöld í landinu hefðu eitrað fyrir honum. Abdulsalam Abubakar. leiðtogi herforingjastjórnarinnar, varð hins vegar í fyrrakvöld við kröfu fjöl- skyldu Abiola um að óháðir læknar frá öðrum löndum myndu kryfja lík- ið. Niðurstaða krufningarinnar gæti ráðið miklu um framhald óvissuá- standsins í stjórnmálum landsins. ■ Auknar kröfur/22 Reuters Óeirðir blossa upp að nýju í Lagos Fjölskylda Abiola hvetur til friðar Ráðstafanir gerðar til að bæta stærðfræðikennsluna i Bretlandi London. The Daily Telegraph. BRETAR hafa ekki minni áhyggj- ur en aðrir af lítilli stærðfræði- kunnáttu skólanemenda og ungs fólks og nú hafa þeir ákveðið að venda sínu kvæði í kross. Nú í haust verður horfið aftur til kennsl- unnar eins og hún var hjá afa og ömmu og hinum „framsæknu" kennsluháttum síðustu ára og ára- tuga kastað út í hafsauga. Sagt er, að þeir hafi ekki skaðað neina grein jafn mikið og stærðfræðina. David Reynolds prófessor, sem Gamlar aðferðir teknar upp aftur stýrt hefur þessari áætlun stjórn- valda, segir, að kennarar og yfir- völd skólamála beri ábyrgð á því að hafa snúið baki við góðum og ár- angursríkum aðferðum við kennsl- una, til dæmis bekkjarkennslunni, að kenna margföldunartöfluna utan að og hugan’eikningi, þrátt fyrir að einkunnunum hafi hrakað ár frá ári. Segir hann, að á síðustu tíu ár- um hafi aðeins fjórðungur stærð- fræðitímanna farið í eiginlega stærðfræðikennslu. Pyrirmælin til stærðfræðikenn- ai-ans eru nú þau, að börnin eigi að horfast í augu við hann en ekki vera í hópvinnu og kennarinn á að tala til alls bekkjarins, kenna krökkunum margföldunartöfluna utan að og þjálfa þá í hugaraeikningi. Reikni- tölvur verða bannaðai- hjá krökkum undir átta ára aldri og almennt á að nota þær lítið í grunnskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.