Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kj arnavopnatilraunir Indverja Hvattir til að skrifa undir alþjóðasamninga Peking, Islamabad. Reuters. KINVERJAR hvöttu Indverja í gær til þess að hætta framleiðslu kjarnavopna og skrifa undir fyrir- liggjandi alþjóðasamninga um stjómun þeirra. Þetta kom fram í svari Tang Guoqiang, talsmanns utanríkisráðuneytisins kínverska, er hann var spurður um fregnir þess efnis að Indverjar hefðu boð- ist til að semja við Kínverja um að hvorugur þessara aðila yrði fyrri til að nota kjarnavopn. I gær áttu að hittast fulltrúar Bandaríkjanna og Indlands í Frankfurt til að ræða kjarnorkutil- raunir Indverja en Indverjar höfðu fyrir fundinn ekki gefið miklar von- ir um að þeir myndu skrifa undir alþjóðasamninga varðandi kjama- vopn. Atal Bihari Vajpayee, for- sætisráðherra Indlands, hvatti Pakistana hins vegar á þriðjudag til að samþykkja tillögur sínar um að löndin skuldbyndu sig til að verða ekki fyrri til að nota kjarn- orkuvopn. Hafði fréttastofan As- sociated Press eftir Vajpayee að hann hygðist ræða málið frekar við Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, þegar þeir hittast seinna í mánuðinum. „Ef Pakistan samþykkir þessar tillögur mun það verða eitt skref enn í átt til þess að byggja upp traust milli þjóðanna tveggja," sagði Vajpayee en mikil spenna hefur ríkt milli landanna vegna kjarnorkuvopnatilrauna þeirra í maí. Tilraunimar í maí kölluðu á for- dæmingu erlendra ríkja og efna- hagsrefsingar og sagði Sartaj Aziz, fjármálaráðherra Pakistans, í vikunni að Pakistanar yrðu senn að hugleiða greiðslustöðvun á erlend- um skuldum sínum vegna efna- hagsrefsinganna sem taldar eru kosta Pakistana um 1,5 milljarða ísl. kr. á ári. „Ef refsingamar vara lengur en þrjá mánuði verðum við að hugleiða greiðslustöðvun,“ sagði Aziz. Tíu farast í land- skjálfta á Azoreyjum Lissabon. Reuters. TÍU manns biðu bana og um 90 slösuðust þegar öflugur land- skjálfti reið yfir Azoreyjar, portúgalskan eyjaklasa í Mið- Atlantshafi, í fyrrinótt. Antonio Guterres, forsætis- ráðherra Portúgals, hélt til eyj- anna til að kynna sér ástandið eftir skjálftann, sem mældist 5,8 stig á Richterskvarða. Stjóm hans sendi hóp lækna og hjúkr- unarfræðinga til eyjanna, og björgunarsveitimar fengu leitar- hunda sem eiga að aðstoða við leit að fólki í húsarústunum. Herflugvél var send með tjöld fyrir um 1.000 manns sem misstu heimili sín, eða um 10% íbúanna. Herþyrla var send á staðinn til að meta tjón en það var mest á eyjunum Faial og Pico þótt skjálftans yrði einnig vart á eyj- unum Terceira, Corvo og Sao Jorge. Jarðskjálftar em algengir á Azoreyjum og 43 biðu bana og hundmð slösuðust í skjálfta sem reið yfir stærstu eyjuna, Sao Miguel, árið 1980. Ekkert tjón varð á Sao Miguel í gær. V ^nrNioRl Bleiur, allar stæi Verð áður 1.298 kr. Tilboðið gildir til 16. júlí HAGKAUP Alltaf betri kaup Reuters Píslarvottum fjölgar MUNKAR tveir standa framan við Westminster Abbey í London í gær og dást að tíu styttum sem bætt hefur verið við í útveggi kirkjunnar. Tákna stytturnar nýju kristna píslarvotta úr öllum heimshlutum sem Iátist hafa á tuttugustu öld og fylla þeir svæði í veggjum kirkjunnar sem hafa verið auð síðan á miðöldum. Auknar kröfur um lýðræðis- þróun í Nígeríu Lagos, Abuja, Washington. BOLAJI Akinyemi, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Nígeríu, sem nú stýrir hópi stjómarandstæðinga sem búsettir em í London, sagðist í gær afar ánægður með ræðu Abdusalams Abubakars, leiðtoga herforingjastjómarinnar í Nígeríu, í sjónvarpi á miðvikudag. Sagði hann tón ræðunnar hafa verið rétt- an en hann kvaðst ekki búast við tillögum í lýðræðisátt alveg strax. íbúar Nígeríu biðu í gær átekta eftir niðurstöðu úr kmfningu á líki Moshoods Abiolas, stjómarand- stæðingsins sem andaðist á þriðju- dag en óeirðir geisuðu þó enn á nokkrum stöðum. Herforingjaráðið í Nígeríu sat í gær á fundum annan daginn í röð og ræddi áætlun um að endurvekja borgaralega stjóm í landinu og um lausn pólitískra fanga. í sjónvarps- ávarpi sínu á miðvikudag vék Abu- bakar hershöfðingi aðeins lauslega að þessum atriðum, sem olli vest- rænum stjómarerindrekum nokkr- um vonbrigðum, en hafði fyrr um daginn leyst upp stjórn sína sem séð hefur um daglegan rekstur landsins. Hvatti Abubakar einnig til still- ingar í landinu en fjöldi manns hef- ur fallið í óeirðum sem bmtust út eftir að fréttist um dauða Abiolas. Atök bmtust samt sem áður út í Lagos í gær og vöraðu fjölmiðlar almenning við því að heimsækja nokkur svæði borgarinnar. Hermdu fregnir í gær að allt að 45 manns hefðu látist á síðustu dögum í átökum í suðvesturhluta Nígeríu, þar sem stuðningur við Abiola var mestur. Abubakar þarf að sanna sig Bandarískir stjómarerindrekar, sem m.a. vom viðstaddir þegar Abiola tók að kenna sér þess meins sem að lokum dró hann til dauða, Borð- dúkar Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. hafa sagt að engin ástæða hafi ver- ið til að gmna að brögð væm í tafli en hitt er ljóst að orðrómur um að Abiola hafi verið byrlað eitur hefur dregið úr því trausti sem Abubakar hershöfðingi hefur áunnið sér á þeim mánuði sem hann hefur setið á valdastóli. Bíða menn þess því nú spenntir að hann útlisti nákvæmlega hvem- ig hann hyggist efna loforð sitt um endurreisn borgaralegrar stjórnar. Þykir það lykillinn að stöðugleika í landinu en flestir landsmenn em orðnir harla þreyttir á herforingja- stjórninni sem stýrt hefur landinu með harðri hendi undanfarin ár. Ottast margir að ef ekki náist ár- angur á þessu sviði geti stjómar- kreppan sem nú ríkir breyst í blóð- ugar ættflokkadeilur. Slíkar deilur eiga sér langa sögu, eins og stend- ur halda norðanmenn úr Hausa- og Fulani-ættflokkunum um stjórnar- taumana en Yoraba-menn, sem búa í suðvesturhluta Nígeríu, hafa stutt Abiola og lýðræðishreyfingu hans. Emeka Anyaoku, fi'amkvæmda- stjóri breska samveldisins, sem hitti bæði Abubakar og Abiola í síðustu viku, sagði að Abubakar gæti tryggt stöðu sína á nýjan leik með trúverðugri lýðræðisáætlun. „Hins vegar munum við eiga við vandamál að stríða ef slíkri áætlun er skotið á frest eða ef hún reynist ótrúverðug.“ Abubakar þarf hins vegar að feta einstigi milli eigin vilja til að koma á lýðræði í landinu og skoðana harðlínumanna innan herforingjastjómarinnar sem vilja fylgja óvæginni stefnu Sanis Abachas, fyrrverandi einræðis- herra. Erlend ríki fylgjast með þessum atburðum af áhuga enda telja mörg þeirra sig hafa hagsmuna að gæta í Nígeríu, ekki síst Bandaríkjamenn, og snýst málið um meira en bara lýðræði og mannréttindi því um tíu prósent allrar olíu, sem Banda- ríkjamenn flytja inn, koma frá Ní- geríu. Þeir sjá sér því hag í stöðugri stjóm í Nígeríu, sem er fjölmennasta ríki Afríku. Vilja þeir stuðla að því að lýðræðisstjóm í Ní- geríu taki framkvæði meðal Afríku- ríkja og aðstoði við að koma á stöð- ugleika í álfunni. Spáðu frétta- skýrendur því í gær að Bandaríkja- menn myndu hins vegar bíða niður- staðna úr krafningu Abiolas áður en þeir beittu sér frekar í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.