Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Vátryggingar munu ekki bæta tjón vegna „2000 vandamálsiiis“ Falla utan bótasviðs al- mennra tryggingaskilmála VÁTRYGGINGAR munu ekki bæta tjón sem fyrirtæki og aðrir rekstraraðilar kunna að verða fyrir vegna tölvubúnaðar þegar árið 2000 gengur í garð. Samband ís- lenskra tryggingafélaga (SIT) tel- ur að kröfur vegna slíkra tjóna falli yfirleitt ekki undir bótasvið al- mennra skilmála á sviði einstak- lings- og atvinnurekstrartrygg- inga. Tilgangur vátrygginga sé fyrst og fremst að veita vernd gegn óvæntum eða ófyrirséðum atburð- um er valdið geta fjárhagstjóni. Vandamál vegna ártalsins 2000 séu á hinn bóginn fyrirséð og því á ábyrgð fyrirtækja og einstaklinga að leysa þau á sama hátt og önnur upplýsingatæknileg vandamál. Á síðastliðnum árum hafa ýmsir tölvufræðingar varað við því að tölvunotendur gætu orðið fyrir tjóni um leið og árið 2000 gengur í garð sökum þess að tölvubúnaður, sem ætlað er að fást við 20. öldina og ártöl sem byrja á 19, gæti brugðist í einu vetfangi. SIT hefur nú gefíð út bækling til að skýra orsakir og eðli þessa vanda og benda á leiðir til að tak- marka tjón af völdum hans. Jafn- framt er þar gerð grein fyrir að- stöðu vátryggingastarfseminnar til að takast á við tjón af þessu tagi og túlkun erlendra sem innlendra vá- tryggjenda um bótaskyldu vegna slíkra tilvika. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri SÍT, segir að til- gangur útgáfunnar sé að vekja at- hygli fyrirtækja og einstaklinga á að þau gætu orðið fyrir tjóni, sem rakin verða til dagsetningarvanda- mála, en fást ekki bætt úr vátrygg- ingum. „Það er skilningur bæði ís- lenskra og erlendra vátryggingafé- laga að kröfur vegna tjóna, sem raktar verða til ártalsins 2000 falli yfirleitt ekki undir bótasvið al- mennra skilmála á sviði einstak- lings- og atvinnurekstrartrygg- inga. Tilgangur vátrygginga er fyrst og fremst að veita vátryggð- um vernd gegn óvæntum og ófyrir- séðum atburðum er valda fjár- hagstjóni. Við viljum því hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að hefjast handa við að leysa þessi verkefni." Mikilvægt að ganga skipulega til verks í bæklingnum er bent á nauðsyn þess að ganga skipulega til verks við lausn vandamálsins og taka m.a. á eftirfarandi liðum: • Að ganga úr skugga um að vandamálið sé tekið fyrir, rætt meðal æðstu stjórnenda fyrir- tækisins og fái forgang. • Að einhver úr hópi helstu stjórnenda fyrirtækisins hafi umsjón með viðfangsefninu. • Að efla vitund og umræðu um vanda þennan meðal starfs- manna íyrirtækisins. • Að fá nána samstarfsaðila, t.d. birgja og ýmsa þjónustuaðila fyrirtækisins, með í viðræður um málefnið þannig að ekki skorti hráefni, vörur eða þjón- ustu frá þessum aðilum. • Að útbúa gátlista yfir allan tölvubúnað fyrirtækisins, bæði hug- og vélbúnað. • Að búnaðurinn sé prófaður vegna vandamála er tengjast dagsetningum eða leita eftir staðfestingu framleiðanda þess efnis að búnaðurinn standist kröfur að þessu leyti. • Að ganga úr skugga um að til ráðstöfunar sé nægilegur mann- afli og fé til þess að gera nauð- synlegar breytingar og lagfær- ingar. • Að athuga einnig búnað, sem ekki telst vera tölvubúnaður, en gæti verið viðkvæmur að þessu leyti. Allur búnaður með inn- byggða tímastjómun gæti orðið fyrir truflunum. • Að leita til ráðgjafa og fá aðstoð við að meta þau áhrif sem ár- talið 2000 og skyld vandamál geta haft á rekstur fyrirtækis- ins. Sameining Spors og Skíf- unnar stenst samkeppnislög SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð sameining Skífunnar ehf. og Spors ehf. brjóti ekki í bága við sam- keppnislög. Fyrirtækin höfðu sent ráðinu erindi, þar sem óskað var eftir að það tæki afstöðu til hvort sameiningin færi í bága við lögin. I áliti samkeppnisráðs kemur fram, að árið 1993 hafi Jón Ólafs- son, aðaleigandi Skífunnar, og Steinar Berg Isleifsson stofnað fyrirtækið Spor. Hafi þeir hvor um sig eignast 50% hlut í fyrirtækinu. Með því hafi Jóni Ólafssyni orðið unnt að hafa ákvarðandi áhrif í Spori og fyrirtækin orðið að einni samkeppnislegri einingu. „Stofnun Spors og yfirtaka félagsins á rekstri Hljómplötuútgáfunnar Steina og Steina Músík og myndir fól því í sér slíka samþjöppun á viðkomandi markaði að samkeppn- isyfirvöld tóku hana til athugunar á grundvelli 18. gr. samkeppn- islaga. Vegna rekstrarlegrar og fjárhagslegrar stöðu yfirteknu fyr- irtækjanna, var ekki talið tilefni til íhlutunar," segir í áliti ráðsins. Niðurstöður álitsins eru svohljóðandi: „Með vísan til þess sem að framan hefur verið rakið er það álit samkeppnisráðs að fyrir- huguð sameining Skífunnar og Spors hafi ekki í för með sér frek- ari samþjöppun á markaðnum eða frekari áhrif á samkeppnislega gerð markaða sem fyrirtækin starfa á, en þegar varð í maí 1993. Fyrirhuguð sameining getur því ekki komið til athugunar á grund- velli 18. gr. samkeppnislaga.“ Morgunblaðið/Golli GENGIÐ frá samningum vegna kaupa Skýrr á Breytu. F.v: Sigurjón Pétursson, framkvæmdastjóri stjórnunardeildar Skýrr, Hreinn Jak- obsson forstjóri, Atli Guðmundsson, frkvstj. Breytu, og Hrafnkell Gíslason, frkvstj. þjónustudeildar Skýrr. Skýrr kaupir Breytu SKÝRR hf. hefur keypt hugbúnað- arfyrirtækið Breytu ehf. en það hef- ur aðallega sérhæft sig í aðferðum tengdum „Vöruhúsi gagna“ (Date Warehousing). Með kaupunum hyggst Skýrr leggja meiri áherslu á þessa tegund hugbúnaðarlausna og skapa sóknarfæri á nýjum mörkuð- um. Breyta hefur umboð frá tveimur erlendum hugbúnaðarfyi’irtækjum, Business Objects og Informatica en kerfi frá þeim eru uppistaðan í heild- arlausn fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir á þessu sviði hérlendis. Meðal viðskiptavina Breytu eru Eimskip, ÚA, Landssíminn, Ríkis- spítalar, _ Tryggingamiðstöðin og Europay ísland. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir að fyrirtækið hafi á und- anfornum árum unnið að ýmsum málum varðandi Vöruhús gagna en með kaupunum á Breytu er stefnt að því að leggja aukinn kraft í þennan málaflokk. „Við ákváðum að kaupa Breytu og sameina rekstur þess og Skýn- til að bjóða viðskiptavinum ár- angursríkar lausnir, skapa sóknar- færi á nýjum mörkuðum og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri tækni. Aðferðir Breytu og þau verkfæri sem fyrirtækið hefur haft umboð fyrir hafa leitt til mjög árangurs- ríkra lausna til að veita stjórnendum aðgang að ýmsum sérhæfðum upp- lýsingum sem nauðsynlegar eru við töku ákvarðana. Með þessum lausn- um er hægt að veita stjórnendum og starfsmönnum nýjan og mun betri aðgang að upplýsingum úr tölvukerf- um fyiirtækjanna. Þannig eru upp- lýsingar nýttar betur sem virkt stjórntæki í rekstri viðkomandi fyr- irtækja og margir telja að á næstu árum muni þetta svið fá aukið rými í uppbyggingu upplýsingakerfa fyrir- tækja og stofnana.“ Atli Guðmundsson framkvæmda- stjóri hefur verið eini starfsmaður Breytu en velta fyrh’tækisins nam um fimmtán milljónum króna á síð- asta ári. Starfsemi þess verður nú sameinuð ráðgjafahópi þjónustu- deildar Skýrr hf. og mun Átli hafa umsjón með þeim verkefnum hjá Skýrr sem falla undir Vöruhús gagna. Breyta er þriðja hugbúnaðarfyrir- tækið sem Skýrr fjárfestir í á þessu ári en áður hafði það keypt 62,5% hlut í Kuggi og 10% í Gagnalind hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.