Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 2 7 gott dæmi um hræringar samtím- ans, að því undanskiidu að minna sést af hreinni grafík upp á gamla mátann og kannski einnig hreinni framúrstefnu, en æskilegt væri. Arangurinn helgast ekki af tækn- inni heldur ímyndunaraflinu, frjóu hugarflugi og sköpunargleði, öllu síður af að vinna úti í horni á ein- hverju mjög afmörkuðu sviði sem menn hafa tamið sér og endurtaka í sífellu en loka um leið að sér djrrun- um. Sterkur persónuleiki leitar fanga í allar áttir, jafnvei þótt hann noti sama myndefnið allt sitt líf, mai’kast af því að hver ein mynd er ný og fersk lifun í hámarki. það er þetta með ferskleikann sem vekur sterkustu viðbrögðin hjá þeim sem hafa hjarta fyrir myndlist, ganga ekki fyrir fjarstýrðum skoðunum. Skiptir þá myndefnið engu máli né í hvaða tækni og efnivið unnið er, ný- tækni er góð og gild en hún kemur ekki í staðinn fyrir sjálfa lifunina og ei heldur nein tegund hugmynda- fræði. Það kemur að því hjá hverjum sönnum listamanni, að augu hans opnast fyrir því að veigurinn er efniviðurinn handa á milli hverju sinni. Minnumst þess að það voru ekki impressjónistamir, málarar áhrifastefnunnar, sem komu fram með eitthvað alveg nýtt heldur salonmálararnir! Menn hafa skil- gi’eint það þannig, að hið viðurk- endna salonmálverk var alveg nýtt í listasögunni með yfirborði sínu og dökkum smurningi, dimmumálverk- inu, sem var á skjön við endurreisn- ina og barrokkið. Hins vegar unnu impressjónistai-nir í grunni sínum í anda endurreisnarinnar, sem var endurfæðing hinnar fornu hefðar frá dögum Grikkja og Rómverja og á eftir áhrifastefnunni fylgdi módernisminn. Salonmálararnir sem höfðu breytt listhugtakinu og búið til eins konar, anti list tímanna, börðust af mikilli heift gegn litunum og ljósinu í dúkum áhrifastefnu- manna sem væru þeir antikristur endurborinn. Hafði tekist að hafa endaskipti á listhugtakinu og slá í þeim mæli ryki í augu fólks að það var orðið ónæmt fyrir kjarna listar- innar, sem er ljósið, birtingarki-aft- urinn og lífíð sjálft. Vonandi eru salonmálararnir ekki að ná völdum aftur í nafni nýj- unganna og, anti listar, um leið og þeir vilja ómerkja og ryðja öllu öðru út af sviðinu. Nei, uppruna- lega tæknin deyr ekki þrátt fyrir allar nýjungar og þó þetta sé falleg sýning skortir hér eitthvað á renn- andi blóð og svipmikil átök. Helst fínnur maður tilfínningu íyrir þessu hreir.a og tæra í grafíkinni í verk- um Drafnar Friðfinnsdóttur, segi þó ekki að það sé hið athyglisverð- asta á sýningunni, margt er listi- lega vel gert. Hins vegar er þetta að öllu sam- anlögðu meira en fullgild sýning, mjög inni í samræðunni og að því leyti listafólkinu og Listaskálanum til sóma. Bragi Ásgeirsson Hrói höttur í Húsdýra- garðinum NÓTT og dagur frumsýnir Hróa hött í þýðingu og leikgerð Gísla Arnar Garðarssonar í sirkustjaldi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag, föstu- dag, klukkan 14.30. Leikstjóri er Þór Tulinius. Lög og söngtextar eru eftir Björg- vin Franz Gíslason, Gísla Örn Garðarsson og Lindu Ásgeirs- dóttur, Ieikmynd gerðu Jó- hannes Níels Sigurðsson og Stefán Boulter og búninga Ragnheiður Gylfadóttir. Leik- arar eru: Agnar Jón Egilsson, Gottskálk Dagur Sigurðarson, Gunnar Gunnsteinsson, Gunn- ar Hansson, Hrefna Hall- grímsdóttir, Linda Asgeirs- dóttir, Marta Nordal, Richard Kolnby og Sverrir Þór Sveins- son. LISTIR Leikur í fyrsta sinn á Islandi Ungir hljóðfæraleikarar Norrænu hljóm- sveitarinnar, Orkester Norden, komu til landsins í gærkvöld, en tónleikar hljóm- sveitarinnar í Háskólabíói í kvöld marka lok tónleikaferðar um Norðurlönd sem hófst 4. júlí. ETTA eru fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar hérlend- is, en hún hefur verið starfandi síðastliðin sex sumur. Norræna hljómsveitin er sam- starfsverkefni sem sett var af stað í þeim tilgangi að efla samskipti Norðurlandanna á sviði tónlistar og hafa ungmennin, sem eru yfir eitt hundrað talsins á aldrinum 15-25 ára, verið á hljómsveitar- námskeiði í Arvika í Svíþjóð í sum- ar og æft efnisskrána sem sveitin hefur leikið á tónleikaferðalaginu. Á efnisskránni eru Sinfónía nr. 1 eftir Carl Nielsen, Millispil úr kan- tötunni „Sángen" eftir Wilhelm Steinhammar og Vorblót eftir Stravinski. Sá hefur verið vaninn að fá norræn tónskáld til að semja nýtt verk sérstaklega ætlað til flutnings á tónleikum hljómsveitar- innar hvert sumar og hlotnaðist Þorkatli Sigurbjörnssyni sá heiður fyrsta starfssumar hljómsveitar- innar árið 1993. í ár stóð til að flytja verk eftir fínnska tónskáldið Kaipanen, en ekki tókst að ljúka verkinu í tæka tíð. Góð vinátta „Það verður leitt að enda þessa miklu vinnuskorpu skyndilega þeg- ar tónleikarnir í Háskólabíói verða afstaðnir," segir Ilmari Hopkins, 21 árs sellóleikari í hljómsveitinni, og skírskotar til þeirrar góðu vin- áttu sem tekst með tónlistar- nemunum hvert sumar þegar Nor- ræna hljómsveitin tekur til starfa. Umari leikur með hljómsveitinni nú í fjórða skipti, en ár hvert er valið úr mörgum umsækjendum og þeir hæfustu valdir úr til að leika með sveitinni. „Hljómsveitin verð- ur sífellt betri með hverju árinu sem líður og það er sérstaklega ánægjulegt að starfa með fólki frá nágrannalöndunum og komast að því hvaða straumar eru helst ríkj- andi utan eigin heimalands,“ segir hann. Stefan Kindgren, básúnu- leikari frá Svíþjóð, tekur undir orð félaga síns og bætir því við að hlut- verk Norrænu hljómsveitarinnar sé ekki síst fólgið í því að sýna fram á skapandi menningarlíf ungs fólks, sem mótvægi við brenglaða mynd sem gjarnan er dregin upp af þessum aldurshópi. „Þessi vinna gæti verið ein leiðin til að láta ungt fólk njóta sannmælis í dag,“ segir hann. Henrik Skotte Larsen er 21 árs óbóleikari frá Danmörku og leikur með hljómsveitinni í fyrsta skipti nú í sumar. Hann segir að nýjum meðlimum sé afar vel tekið og jafn- ingjareglan sé í hávegum höfð. „Gæðastaðallinn í hljómsveitinni er ótrúlega hár og jafnvel hærri en í tónlistarskólanum mínum í Kaup- mannahöfn," segir Henrik. „Tón- verkin eru krefjandi og við höldum okkur við stranga dagskrá meðan á tónleikaferðinni stendur. Því er ekki tími til æfínga í tónleikaferð- I NORRÆNU hljomsveitmm eru yfir eitt hundrað hljóð- færaleikarar um tvítugt, sem eru í tónlistarnámi á Norðurlöndunum. „ÉG held að að Norræna hljómsveitin gæti vel þróast út í viðameiri menningarstofnun, sem uppfóstraði kynslóð góðra listamanna frá Norðurlöndunum," segir Paavo Járvi, stjórn- andi Norrænu hljómsveitarinnar. inni, en aftur á móti var heldur bet- ur tekið á því meðan við dvöldum í æfingabúðunum í Arvika áður en ferðin hófst og þetta gefur góða innsýn inn í hvernig unnið er í al- vöruhljómsveitum. Það reynir mjög mikið á stjórnandann að halda utan um yfír hundrað hljóð- færaleikara og vegna stærðar hljómsveitarinnar og fjarlægðar milli hljóðfæraleikaranna er eins gott að fara eftir honum, því ætli maður að fara að treysta eyranu er maður kominn aftur úr fyrr en var- ir,“ segir Henrik. Ósvikinn æskuþróttur Stjórnandi Norrænu hljómsveit- ai’innar er eistneski hljómsveitar- stjórinn Paavo Járvi. Þetta er þriðja árið sem hann stjórnar hljómsveitinni, en hann er aðalstjórn- andi Sinfóníhljóm- sveitarinnar í Malmö og fyrsti gestastjórn- andi hjá Konunglegu Fflharmóníusveitinni í Stokkhólmi og Sinfón- íuhljómsveitinni í Birmingham. „Það er því líkast að ganga í endurnýjun lífdaga að vinna með unga fólk- inu í Norrænu hljóm- sveitinni því ýmis vandamál sem óhjá- kvæmilega fylgja at- vinnuhljómsveitum eni ekki til staðar hér,“ segir Paavo. „Þegar tónlistarnem- ar eru búnir í námi og komast í atvinnu- mennsku læra þeir viss vinnubrögð sem gera þeim kleift að stytta sér leið að markmiðunum og listin get- ur orðið að vana. í Norrænu hljóm- sveitinni er engu slíku til að dreifa því allir hafa nær ótakmarkaða orku og spila á hljóðfæri sín af miklum æskuþrótti. Þetta er ekki síst sterkasta aðdráttaraflið fyi-ir mig því ég kemst í samband við þann tíma er ég var sjálfur nem- andi í hljómsveit í Bandaríkjunum ásamt félögum mínum og þá voru engir fjárhagslegir hagsmunir eða aðrar hliðarverkanir sem skyggðu á aðalatriðið, sem var að spila frá morgni til kvölds." Til marks um það hversu ofarlega það er í huga Paavo að hljóðfæraleikararnir ungu fái notið sín til fullnustu hafa ekki verið leiknir einleikskonsertar síð- an hann tók við stjórninni. „Hug- mynd mín var sú að nýta alla hljómsveitina sem mest og reyna á hæfni hljóðfæraleikaranna í stórum og krefjandi hljómsveitarverkum. Þótt það seljist betur inn á tónleika þar sem einleikari er í aðalhlut- verki, og það að vera í samstarfi við þekktan einleikara sé eins og fjöður í hatt hljómsveitarinnar, breytir það því ekki að hljóðfæraleikararn- ir þurfa að sitja af sér langar þagn- ir á meðan einleikari tekur sínar rispur. Kannski hljómar það skringilega, en því ekki að setja tvö stór hljómsveitarverk á efnisskrána og láta sérhvem hljóðfæraleikara mæta hámarksáskorun? Þetta er sjaldan gert í atvinnuhljómsveitum en hefur virkað mjög vel hjá okk- ur.“ Paavo lýsir því sem skoðun sinni að mikilvægt sé að halda áfram stuðningi við Norrænu hljómsveit- ina í framtíðinni og hvetja hana í því þýðingarmikla starfi sem hún vinnur, því í öðrum heimshlutum séu starfræktar góðar ungliða- hljómsveitir og svar úr Norðrinu sé því nauðsynlegt til að taka þátt á þessu sviði heimsmenningarinn- ar. „Ég held að Norræna hljóm- sveitin gæti vel þróast út í viða- meiri menningarstofnun, sem upp- fóstraði kynslóð góðra listamanna frá Norðurlöndunum,“ segir Paavo. Tónleikar Norrænu hljómsveit- arinnar hefjast kl. 19 í kvöld í Há- skólabíói. Viðskiptavinir athugið! Næsti vöruvagn verður til afgreiðslu 23. júlí. Síðasti móttökudagur pantana er 10. júlí. freeMOMz Sími 565 3900 Fax 565 2015 Sumartónleikar í Skálholtskirkju 1998 Önnur tónleikahelgi Laugardagur 11. júlí, kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla Laugardagur 11. júlí kl. 15:00 Laugardagur ll.júlíkl. 17:00 Sunnudagur 12. júlíkl. 15:00 Sunnudagur 12. júlí messa kl. 17:00 Tónlistarflutningur hefst kl. 16:40 Erindi - Sr. Guðmundur Óli Ólafsson - Skip Guðs og fiskivötn Tónverk eftir Hafliða Hallgrímsson og Sófi'u Gubaidulinu Flytjendur: Khali-kvartettinn Hafliði Hallgrímsson, selló Guðrún Óskarsdóttir, semball Dean Ferrell, kontrabassi Aðgangur ókeypis - allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.