Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ Frönsk hafnar- stemmning við Gömlu höfnina „UM ÞESSA helgi lýkur sýning- unni Á slóð saltsins sem hefur ver- ið á Miðbakkanum í sex vikur. Þessi sýning kemur frá heiráðinu Charente-Maritime í Frakklandi og lýsir því hvernig salt er unnið og notað. Fyrr á öldum var salt oft kallað „hvíta gullið“ vegna þess hve mikilvægt það var og verðmætt. Sýningin gefur okkur einnig skemmtilega mynd af menningu Frakka eins og hún tengist neyslu sjávarfangs og lífinu í kringum saltvinnslu," segir í fréttatilkynn- ingu frá Reykjavíkurhöfn. „Sýningin var sett upp í sam- vinnu við Franska sendiráðið á Is- landi og héraðsstjórn Char- ente-Martime og er sýningin m.a. sett upp nú til þess að minnast þess að árið 1998 er ár hafsins. Laugardaginn 11. júlí verður svo enn frekar minnt á hafið, með því að á Miðbakkanum verður sýning á helstu nytjafiskum sem veiðast við Islandsstrendur. Sigurður Hall mun einnig kynna og gefa gestum og gangandi að smakka á saltfiski matreiddum á franskan máta. Ómissandi með saltfiskinum eru frönsk brauð, en La Bagette verslunin mun selja brauð á staðn- um. Fyrir þá sem kjósa ferskan fisk mun fisksali sjá um fisksölu á Mið- bakkanum og verður framboð af fiski fjölbreytt. Þar verður meðal annars hægt að kaupa lifandi hum- ar, sem fiuttur er inn frá Boston í Ameríku. Ef veður leyfir verður vinnsluað- ferð við þurrkun saltfisks sérstak- lega kynnt og einnig saltfiskafurð- ir,“ segir ennfremur. Heyrnarlausir geta nú tekið þátt í AA-fundum „TÚLKUN íyrir heymarlausa verður tekin upp 12. júlí í til- raunaskyni í AA-deildinni, sem hittist í Seljakirkju á sunnudags- kvöldum kl. 21. Sú deild er opin öllum sem áhuga hafa á áfengis- vandamálinu. Þar með fá heyrnarlausir langþráðan aðgang að þeirri að- ferð, sem víða um heim hefur reynst virkust til að halda alkó- hólistum frá áfengi árum saman og ævilangt. Þessi aðferð er langmest notuð hér á landi," seg- ir í fréttatilkynningu frá AA- samtökunum. „Ein erfiðasta fötlun fólks er heyrnarleysi, af því að það veld- ur félagslegii einangrun þeirra, sem þjást af henni. Gengi AA-að- ferðarinnar við að hjálpa alkó- hólistum byggist einmitt á fé- lagslegu sambandi fólks, sem á við sama vanda að stríða. Með túlkun fyrir heyrnarlausa á AA- fundunum er rofið skarð í ein- angrun þeirra á þessu sviði. Gífurleg útþensla hefur orðið á starfsemi AA-samtakanna á síð- asta áratug. Nú eru starfandi 277 AA-deildir í landinu, 129 á Reykjavíkursvæðinu og 148 utan þess. Reikna má með að samtals mæti 5-6.000 manns vikulega á fundi í þessum deildum. Innan skamms hefjast íslensk- ir AA-fundir á Netinu. Þeir munu einkum henta alkóhólist- um í strjálbýli, sem annars þyrftu um langan veg að sækja venjulega fundi,“ segir ennfrem- ur. veiðikeppni Daiwa GÆÐAMERKI V EIÐIM A N N SI N S daiwa dasurinn O á morgun laugardag við Reynisvatn Daiwa Frábœr dagur mm. fyrír alla fjölskylduna Reynisvatn 1 og Veiðitími: kl. 09 - 18 Veiðikeppni: Ýmis vegleg verðlaun! Nýbúið að sleppa 100 löxum, 4-6 punda, ásamt ógrynni af silungi. í vatninu eru risalaxar, 20-60 punda, sem allir hafa möguleika á að veiða! Gjald: 5 fiska eignarkvóti er kr. 2.850. Dæmi: Hjón með bðm ýen lóára greiða samt. kr. 2.850. ,,f áaxx» ‘-'•Úu/., . SEGLAGERÐIN Eyjaslófi 7 Reykjavík sími 511 2200 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 43 * iíÆJ&k, ÓLYMPÍULIÐ íslands í stærðfræði: Aftari röð f.v.: Eygló Guðmundsdóttir fararstjóri, Stefán Ingi Valdimars- son, MR, Marteinn Þór Harðarson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, Björn Bennewitz, MR, Geir Agnars- son dómnefndarfulltrúi. Fremri röð f.v.: Pawel Bartoszek, MR, Sveinn B. Sigurðsson, MR, Pétur Runólfsson, . Fjölbrautaskóla Suðurlands. Olympíuleikar í stærðfræði 1998 ÓLYMPÍULEIKARNIR í stærðfræði árið 1998 verða haldnir í Tæpei á Tævan dagana 13.-21. júlí næstkom- andi. Island sendir þangað lið sex keppenda. Lið Islands er valið á grundvelli frammistöðu í Stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema, en alls tóku 779 framhaldsskólai'-nemar þátt í henni, einnig voru höfð til hlið- sjónar úrslit í Norrænu stærðfræði- keppmnni. Landslið íslands skipa þeir Bjöm Beimewitz, Pawel Bar- toszek, Sveinn B. Sigurðsson og Stef- án Ingi Valdimarsson, allir úr Menntaskólanum í Iíeykjavi'k, Mar- teinn Þór Harðarson, Flensborgar- skólanum í Hafnarfírði, og Pétur Runólfsson, Fjölbrautaskóla Suður- Iands. í dómnefnd keppniimar er fyr- ir íslands hönd Geir Agnai-sson, Raunvísindastofnun Háskólans, og fararstjóri er Eygló Guðmundsdóttir, keimari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Búist er við að yfir 80 þjóðir sendi lið til keppiúnnar og í hveiju liði ei-u allt að sex keppendur. Keppendur eru framhaldsskólanemar og skilyrði er að þeir hafi ekki hafið háskólanám og séu ekki orðnir tvítugir. Keppnis- dagamir em tveir: hvom daginn em lögð fyrir keppendur þijú dæmi sem þeir fá fjóra og hálfan tíma til að leysa. Síðasta mánuðinn hefur liðið verið í þjálfun við Háskóla íslands og hafa nokkrir stærðfræðingar við Há- skóla Islands og framhaldsskóla- kennarar lagt fram viimu sína við þjálfunina. Keppnin er fyrst og fremst ein- staklingskeppni, og í fyrra komst ís- lenskur þátttakandi, Kári Ragnars- son, í hóp þeirra er hlutu silfurviður- kenningu, og er það besti árangur Is- lendings síðan við hófum þátttöku ár- ið 1985. Einnig er árangur liða bor- inn saman Islenska stærðfræðafé- lagið og Félag raungreinakennai-a í framhaldsskólum standa að Stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema og þátttöku Islands í fjölþjóðleguin stærðfræðikeppnum. Þetta starf nýt- ur stuðnings fjölmargra aðila: Menntamálaráðuneytið greiðir stærstan hluta ferðakostnaðar liðs- ins, skólar keppenda og sveitarfélög þeirra hafa veitt styrki, Seðlabanki Islands styrkir Olympi'uliðið, og Há- skóli Islands og Raunvísindastofnun Háskólans leggja fram margvíslega aðstöðu. Kaupþing hf. kostar Stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema og gefur verðlaun. HAGKAUP Alltaf betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.