Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 19 SAS ræður 1.000 manns til starfa SAS, skandinavíska flugfélagið, mun 'ráða yfir eitt þúsund flugmenn og flugfreyjur auk -þjóna á næstu þremur árum samkvæmt frétt frá félaginu. Fyrir þremur árum var 3.000 starfsmönnum flugfélagsins sagt upp störfum. Skortur er á flugmönnum hjá SAS eins og öðrum stórum flugfé- lögum í heiminum. Umsvif SAS hafa aukizt og það sem af er þessu ári hefur félagið ráðið 200 flugmenn til starfa. AIls eru flugmenn félags- insum 2.300. A næsta ári er talið að þörf verði á 200-250 flugmönnum og 200 til viðbótar ári síðar að sögn talsmanns SAS. Þar sem erfitt hefur verið að ráða flugmenn hefur félagið giúpið til þess ráðs að standa undir helmingi kostnaðar við þjálfun SAS-flug- manna. Alls kostar 700.000 sænskar ki-ónur að mennta SAS-flugmann. Byrjunarlaun flugmanna hjá SAS eru 12-25.000 sænskar krónur á mánuði og hæst komast launin í um 70.000 s.kr. Þörf á flugfreyjum og -þjónum hefur einnig aukizt. Síðan í fyrra- haust hefur verið ráðið í 500 slíkar stöður hjá SAS og á næsta ári þarf að ráða í um 300 stöður. VIÐSKIPTI Umdeildur ritstjóri New Yorker segir af sér New York. Reuters. TINA BROWN, umdeildur ritstjóri tímaritsins New Yorker, hefur óvænt sagt af sér til að koma á fót sam- starfsfyrirtæki ásamt Miramax Films. Brown, sem hefur verið ritstjóri síðan 1992, verður í samstarfi með Ron Galotti, sem lét af starfi útgef- anda Vogue. Galotti var útgefandi Vanity Fair þegar Brown var rit- stjóri þess blaðs. Öll tímaritin þrjú eru í eigu Advance Publications Inc. Hið nýja samstarfsfyrirtæki í New York verður í eigu Browns, Galottis og Miramax. Það mun gefa út bækur og fréttatímarit og framleiða kvik- myndir og sjónvarpsefni. Búizt er við að fjárfesting Miramax, hinnar listrænu kvik- myndadeildar Walt Disney Co., verði veruleg. Brown verður stjórnarfor- maður og Galotti forstjóri. Skilaði ekki hagnaði Brown reyndi að aug- lýsa blaðið í slúðurdálk- um og reyndi að koma greinahöfundum þess á framfæri í spjallþætti í sjónvarpi. Advance Publications er í eigu Newhouse-ijöl- skyldunnar, sem á dag- blöð, stundar rekstur kapalsjónvarpsrása og gefur út 16 tímarit undir Conde Nast-merkinu, þar á meðal Conde Nast Traveller og Vanity Fa- ir, og þar til nú fyrir skömmu Random House Inc., stærsta bókaút- gáfufyrirtæki Bandaríkjanna. Advance seldi nýlega Random House, stærsta fjölmiðlafyrirtæki Evrópu, Bertelsmann AG og var samningurinn talinn um 1,3 milljarða dollara virði. Brezkur eiginmaður Brown, Harry Evans, lét af starfi forstjóra og útgefanda Random House í nóvember til að starfa fyrir fasteigna- og útgáfuforstjórann Mort Zuckerman. Síðan hefur Evans haft um- sjón með blöðum og tímaritum, sem Zuckerman á, þar á meðal U.S. News & World Report og New York Daily News. Tina, sem er 44 ára og fædd í Bretlandi, var ritstjóri brezka tíma- ritsins Tatler áður en hún fluttist vestur um haf 1984 og þrefaldaði út- breiðslu þess á fjórum árum. Evans var áður ritstjóri Sunday Times í Bretlandi og samstarfsmaður Ruperts Murdochs. Tina Brown AT&T ber sögusagnir til baka Washington. Reuters. New Yorker skilaði ekki hagnaði undir stjórn Browns þótt ritstjómin hefði úr 35 milljónum dollara að spila samkvæmt fjái-hagsáætlun. Á rit- stjórnarferli Bi’owns hefur birzt auk- ið efni um fjölmiðlafólk, skemmti- krafta og kaupsýslumenn og sérstök tölublöð hafa verið tileinkuð skáld- sögum, blökkumönnum í Bandaríkj- unum, stjórnmálum, Evrópu, teikni- myndum, Kaliforníu og konum. Möi’gum reyndum starfsmönnum og kunnum höfundum hins gamal- gróna New Yorker var sagt upp. C. MICHAEL Armstrong, stjórnar- formaður AT&T, hefur sagt einni nefnd öldungadeildarinnar að ekkert sé hæft í sögusögnum um að nýjar samningaviðræður fari fram um fyr- irhugaðan samruna fyrirtækisins og Tele-Communications Inc. vegna lækkandi gengis hlutabréfa í símarisanum. Armstrong sagði að samningar hefðu náðst og aðeins væri eftir að fá samþykki hluthafa. Armstrong kvaðst telja að gengi hlutabréfanna mundi hækka á ný og rakti lækkun þeirra að undanförnu til stofnanafjárfesta, sem hefðu fjár- fest í AT&T í hagnaðarskyni. Hluta- bréf í AT&T seldust á 56,19 dollara og lækkaði verð þeirra úr 68,50 doll- urum, hinu hæsta í 52 vikur. Fáanlegt í hvítu, svörtu, kopar, stál og grænu Dagana 9-11 júli Blöndunartæki sem hjálpa þér að hafa eldhúsið þitt aðeins öðruvísi - Gæðatæki - Fáguð hönnun veröur hjá okkur val á eldhústækjum Gessi blöndunartæki sem og Airone eldhúsháfa Fáanlegt í hvítu, svörtu, kopar og stál Wð erum í n*sta -ANNO 1929- Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Staxrsta heimills-og raft®k|averelunarke6ja í Evrópu VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR Blöndunartæki Eldhúsháfar Traust 1 W 'Æki. INARDI Ofnar og helluborð NARDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.