Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR EINS og margir höfðu spáð er Galsi frá Sauðárkróki efst- ur eftir forkeppnina en ekkert er tryggt og vísast þurfa þeir félagar Galsi og Baldvin Ari að hafa fyrir hlutunum þegar í fullnaðardóminn kemur. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson PRINS frá Hörgshóli og Sigurður Sigurðarson hafa verið að hnika sér hægft og bítandi upp á toppinn og nú er spurningin hvort þeir nái upp í sfðasta þrepið. HJÖRVAR frá Ketilsstöðum virkaði ekki eins sannfær- andi og búast mátti við en náði góðri hylli dómara og vermir þriðja sætið ásamt eiganda sínum og knapa, Bergi Jónssyni og tveimur öðrum stórgæðingum. A-flokkur gæðinga Galsi hafði vitininginii í forkeppninni Brúnin hefur lyfst á forráðamönnum landsmótsins sem og mótsgestum þegar veðrið breyttist heldur til hins betra á Mel- gerðismelum í gær. Hátt í fímm þúsund manns voru komin á mótssvæðið í gær- kvöldi og fylgdist fjöldi manns með for- ----------------jp---- keppni í tölti í fögru kvöldveðri. Asdís Har- aldsdóttir og Valdimar Kristinsson fylgd- ust með keppninni ásamt Asdísi Asgeirs- dóttur ljósmyndara. GALSI FRÁ Sauðárkróki sem Bald- vin Ari Guðlaugsson sýndi hafði bet- ur í upphafsrimmu A-floks gæðing- anna á landsmótinu í gær. Þeir höfðu örlítið forskot á þann sem næstur kemur, sem er Prins frá Hörgshóli sem Sigurður Sigurðarson sat. Galsi hlaut 8,809 en Prins er með 8,758. Galsi sýndi afbragðs brokk og skeið og fékk gott fyrir vilja en Prins er hinsvegar sterkastur í tölti og fegurð í reið. Keppnin var æsispennandi og ljóst að hart verður barist á laugar- dag þegar 20 efstu hestamir mætast í fullnaðardóm þar sem bætist inn í fet og stökk. Þótt muni nokkru í næstu hesta þykir víst að þessir tveir efstu verða ekki einir um hituna í fullnaðardómi. Þrír næstu hestar eru hnífjafnir með 8,647, en þeir eru Hjörvar frá Ketils- stöðum og Bergur Jónsson, Ormur frá Dallandi og Atli Guðmundsson og Geysir frá Dalsmynni og Sigurður V. Matthíasson og gætu allir þessir hestar blandað sér í baráttuna um sigursætið eftirsótta. Þá er Sjóli írá Þverá og Ragnar Hinriksson ekki langt undan og eftir fylgja stór- kanónur á borð við Skafl frá Norður- hvammi, Baldur frá Bakka, Kolbein frá Vallanesi, Kolfinn frá Kvíarhóli, Prins frá Hvítárbakka, Reyk frá Hoftúni, Gamm frá Hreiðurborg, Ás frá Háholti, Elra frá Heiði, Stjörnu- blæ frá Hofsstöðum, Vála frá Nýja- bæ, Nasa frá Bjamarhöfn, Hlekk frá Hofi og Guma frá Þóroddsstöðum. Ógerlegt er að spá hvaða hróker- ingar muni eiga sér stað í fullnaðar- dómi. Gera má þó ráð fyrir að fimm til sex efstu hestamir tryggi í sér sæti úrslitum. Athygli vekur að helmingur þessara tuttugu hesta em stóðhestar og verður að teljast eðli- legt að þeir hestar sem valdir em til að bæta kynið séu aðsópsmiklir í keppni sem þessari. GEYSIR frá Dalsmynni hefur aldrei verið sterkari en nú og eru hann og knapinn Sigurður V. Matthíasson í þriðja til fimmta sæti. KOLFINNUR frá Kjarnholtum og Þorvaldur Þorvaldsson em númer tíu og nú er að sjá hvoru megin hryggjar þeir lenda á laugardag. PRINS frá Hvítárbakka er í 11. sæti og til að ná settu marki þarf Við- ar Halldórsson að hifa sig og hest sinn upp eitt sæti í fullnaðardómi. KÁTUR lét sig ekki vanta á landsmótið og flaðraði upp um börnin. Ingunn Birna efst unglinga INGUNN Bima Ingólfsdóttir, Andvara, varð hlutskörpust í forkeppni unglinga í gær á Sprengju frá Kálfholti með 8,58. Karen L. Marteinsdóttir, Dreyra, á Manna frá Leirár- görðum varð önnur með 8,54 og Þórdís Erla Gunnarsdóttir, Fáki, á Stirni frá Kvíarhóli varð þriðja með 8,52. Hinrik Þ. Sigurðsson, Sörla, varð fjórði á Val frá Litla-Bergi með 8,52 og í fimmta sæti varð Guð- björg Anna Bergsdóttir, Frey- faxa, á Hugari frá Ketilsstöð- um með 8,47. Næst komu Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Maí- stjörnu frá Svignaskarði, 8,46, Sigurður S. Pálsson, Herði, á Rimmu frá Ytri-Bægisá, 8,45, Daníel I. Smárason, Sörla, á Seiði frá Sigmundarstöðum, 8,45, Viðar Ingólfsson, Fáki, á Grímu, 8,44 og Sylvía Sigur- bjömsdóttir, Fáki, á Djákna frá Litla-Dunhaga, 8,42. Þessi tíu ásamt tíu næstu mæta í fullnaðardóm í dag. > I ► > > > > > > > I > > I > Otímabært að máta bikarana í hillurnar segir Kristinn Hugason, formaður dómnefndar kynbótahrossa DÓMUM kynbótahrossa var lokið í gær og urðu litlar breytingar á ein- kunnum frá héraðssýningum í vor, að sögn Kristins Hugasonar hrossa- ræktarráðunautar. Dómar á hryss- um hófust á fimmtudag og sagði Kristinn að hrossin hefðu komið heldur lakar fyrir þá en í gær þegar lokið var dómum á hryssum og stóð- hestar voru dæmdir. Á þriðjudag rigndi mikið og var brautin ekki orð- in vel þurr á miðvikudeginum auk þess sem veður var mun óhagstæð- ara en í gær. í flokki stóðhesta sex vetra og eldri stendur efstur Hamur frá Þór- oddsstöðum, knapi Þórður Þorgeirs- son, með 8,50, Skorri frá Gunnars- holti sem Þórður sýndi einnig varð annar með 8,36 og Eiður frá Oddhóli sem Sigurbjörn Bárðarson sýndi þriðji með 8,33. Af fimm vetra hestum eru efstir Númi frá Þóroddsstöðum, sem Þórð- ur Þorgeirsson sýndi, með 8,30, Frami frá Svanavatni annar með 8,22, Þórður einnig knapi. Markús frá Langholtsparti varð þriðji, einnig með 8,22. Snerrir frá Bæ er efstur fjögurra vetra hesta með 8,05 en Sigurður Marínusson sýndi hann, Hrafn frá Garðabæ er annar með 8,04, knapi á honum var Atli Guðmundsson og í þriðja sæti er Óskar frá Litladal sem Sigurbjöm sýndi með 8,03. Af sex vetra hryssum og eldri stendur efst með 8,31 Vigdís frá Feti sem Erlingur Erlingsson sýndi. Lokkadís frá Feti sem Erlingur Erl- ingsson sýndi og Hylling frá Korp- úlfsstöðum sem Guðmundur Einars- son sýndi urðu jafnar í öðru til þriðja sæti með 8,29. Af fimm vetra hryssum standa efstar Ljónslöpp frá Ketilsstöðum, sem Jakob Sigurðsson sýndi, með 8,08. Jafnar í öðru sæti eru Nótt frá Grímsstöðum sem Hallgrímur Birk- isson sýndi og Þoka frá Hólum, sem Egill Þórarinsson sýndi, með 8,06. Allar hækka þær frá forskoðun um nokkrar kommur. Bella frá Kirkjubæ sem Leó G. Arnarsson sýndi stendur efst af fjög- urra vetra hryssum með 7,99 en Drottning frá Efri Rauðalæk sem Baldvin A. Guðlaugsson sýndi kemur fast á hæla hennar með 7,98 og Von frá Bakkakoti sem Hafliði Halldórs- son sýndi er þriðja með 7,92. Kristinn kvaðst bjartsýnn á að hrossin myndu bæta sig á yfirlits- ) sýningu sem fram fer í dag. Taldi hann að ekki væru öll kurl komin til ' grafar hvað varðar getu hrossanna | og alveg eins líklegt að breytingar verði á röð efstu hrossa frá því sem nú er. „Það er síður en svo að þeir sem eru með efstu hrossin i dag geti farið að máta bikarana í hillurnar," sagði Kristinn og kímdi. Varðandi þá skoðun manna sem komið hefur fram ítrekað í vor um að dómarar væru óvenju harðir í ár sagði Kristinn það ekki rétt því þeir væru á mjög svipuðu róli og verið hefði und- i anfarin ár, það sýndu útreikningar á ) meðltölum sýninganna í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.