Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MOEGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Æ, ég er dauðfegin að hann tók gömlu búslóðina með sér, við getum þá byrjað saman með allt nýtt, Sighvatur minn... Markaðs- og atvinnu- skrifstofa í Skagafírði ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráða at- vinnufulltrúa og setja á stofn markaðs- og atvinnuskrifstofu í Skagafirði. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Skagafjarðar, nýja sveitarfélagsins sem til varð með sameiningu ellefu sveitarfélaga, leggur áherslu á at- vinnumálin í málefnasamningi sín- um. Að sögn sr. Gísla Gunnarsson- ar í Glaumbæ, forseta bæjarstjóm- ar, verður ráðinn atvinnufulltrúi og sett á fót markaðs- og atvinnuskrif- stofa sveitarfélagsins. Þar verður vinnuaðstaða fyrir ferðamálafull- trúa héraðsins og nýja atvinnufull- trúann. Þá segir Gísli að leitað verði eftir samvinnu við Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra sem hefur að- Leitað samvinmi við Iðnþróunarfé- lag Norðurlands vestra setur á Blönduósi, meðal annars um að maður frá félaginu verði með vinnuaðstöðu á markaðs- og atvinnuskrifstofunni ákveðinn tíma í hverri viku. Að sögn Gísla er einnig stefnt að því að setja á fót atvinnuþróunarsjóð til að styðja við bakið á þessari starfsemi. Hann bindur einnig vonir við jákvæð áhrif af starfsemi þróunarsviðs Byggðastofnunar sem hefur verið flutt til Sauðárkróks. Óvissa hjá Loðskinni Gísli segir að á meðan viðvar- andi atvinnuleysi sé í sveitarfélag- inu sé þörf á atvinnuþróunarstarfí. Nauðsynlegt sé að reyna að skapa atvinnutækifæri. Til viðbótar fyrri vanda kemur óvissa um starfsemi sútunarverksmiðjunnar Loð- skinns hf. sem átt hefur í rekstr- arerfiðleikum undanfarna mánuði. Þar vinna enn 50-60 starfsmenn, töluvert færri en fyrir nokkrum mánuðum og óvissa er með áfram- hald rekstrarins. Unnið hefur ver- ið að söfnun hlutafjár og öðrum aðgerðum til að endurreisa fyrir- tækið. Gísli segir að ástandið sé alvarlegt en enn sé verið að skoða möguleikana á áframhaldandi rekstri. Jacob's Party Píta Toro Sveppasósa Lakkrísreimar Gautaborgs Remi og Condis www.mbl.is Saga Hótels Búða á Snæfellsnesi skráð Fólk kom langar leiðir til þess að borða á hótelinu Andrés Erlingsson SAGA Hótels Búða á Snæfellsnesi er til skráningar um þessar mundir. Um verkið sér Andrés Erlingsson sagn- fræðingur og járnsmiður, sem skrifað hefur BA-ritgerð um húsasögu Reykjavíkur. Biður hann alla þá sem kunna skemmtilegar eða mergjaðar sögur af lífínu á Búðum og í grennd að koma þeim á framfæri við sig. - Hvernig kom til að þú varst fenginn til þess að skrá sögu Búða? „Upphafíð má rekja til þess að ég skrifaði BA-rit- gerð haustið 1996 um stein- bæi og lítil hlaðin steinhús í Reykjavík frá 1850 til 1912. Ég fór í gegnum gömul byggingarskjöl frá Borgar- skjalasafni og gerði ítarlega úttekt á þessum húsum; hversu mörg voru byggð, hverjir byggðu þau og svo framvegis. Við útskrift fékk ég síðan verkefni í húsarann- sóknum á Árbæjarsafni. Viktor Sveinsson hótelhaldari á Búðum í dag hefur mjög mikinn áhuga á sögu Búða og hefur safn- að miklum heimildum um staðinn. Viktor var að leita að manni til þess að skrá þessa sögu og hafði samband við skólafélaga minn. Skólafélaginn vissi að ég hefði skrifað ritgerð um hús og þegar Viktor nefndi hótel fannst honum að um húsasögu yrði að ræða og benfí því á mig. Hótelið átti 50 ára afmæli í fyrra og því var áhugi á að láta verða af því að skrá sögu hótelsins sem slíks, þar sem þegar er búið að skrá sögu Búða.“ - Hvernig hefur þú safnað heimildum? „Ég hitti fjölmargt fólk sem tengist sögu staðarins á 50 ára af- mæli hótelsins í fyrra. Búið er að safna ýmsum gögnum um Búðir og ýmislegt sem tengist hótelinu og síðan hef ég talað við þetta fólk. Hótelsagan skiptist í raun í tvo stóra kafla og þrjá litla. Upphafíð má rekja til Félags Snæfellinga og Hnappdæla, sem stofnaði hótelið fyrir tilstilli Ásgeirs Ásgeirssonar frá Fróðá á sínum tíma. Hann lagði til að Búðir yrðu gerðar að höfuðstað félagsins, sem í voru brottfluttir Snæfellingar og Hnappdælar, og vildi gera staðinn að héraðsgarði fyrir félagsmenn og heimamenn. Félagið kaupir síð- an gamla íbúðarhúsið á Búðum ár- ið 1945 og opnar gistiheimili á staðnum árið 1947. Búðamótin sem haldin voru um hverja versl- unarmannahelgi frá 47-55 voru frægar fyllerríissamkomur." - Hverjir sáu þá um reksturinn? „Fyrstu árin höfðu ýmsir aðilar reksturinn með höndum en árið 1955 kom til skjalanna kona, Lóa Kristjánsdóttir að nafni. Þá var stofnað hlutafélag um reksturinn og rak hún hótelið al- veg fram til ársins 1971. Lóa er enn á lífi, á níræðisaldri, og ég hef tekið nokkuð ítarleg viðtöl við hana. Þáttur hennar er fyrri kafl- inn í hótelrekstrinum en Búðir voru mjög vinsæll staður á þessum tíma. Ymsir góðborgarar og kunnir gestir úr Reykjavík komu til Búða, til dæmis Kjarval, sem málaði mikið í grenndinni og fékk að borða eða leitaði ásjár ef veður var vont. Halldór Laxness kom á Búð- ir sumar efír sumar og skrifaði. Árni Óla var líka mikill vinur Lóu, dvaldi hjá henni á sumrin og skrif- aði greinar sem síðar voru gefnar ► Andrés Erlingsson fæddist í Reykjavík árið 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Sund árið 1988 og stund- aði um tíma nám í fjiilmiðlafræði og félagsfræði við Háskóla Is- lands. Arið 1991 hóf hann nám í sagnfræði og lauk BA-prófi árið 1997. Andrés hefur unnið við járnsmíðar frá 16 ára aldri í Vél- smiðjunni Járnverki og starfaði í eitt og hálft ár í munadeild Ár- bæjarsafns. í fyrra fékk hann þriggja mánaða verkefni hjá húsadeild safnsins við að skrá í tölvu byggingarár húsa í Reykjavík. Andrés starfar sem járnsmiður í augnablikinu en hefur störf hinn 1. september næstkomandi á Borgarskjala- safni. Sambýliskona Andrésar er Gyða Sigurlaugsdóttir starfs- maður á leikskóla og eiga þau dótturina Þorgerði Erlu sem er að verða þriggja ára. út í bók um Snæfellsnes. Einnig kom Ásgeir Ásgeirsson forseti á hótelið og margt fleira fólk. Eftir að Lóa hætti árið 1971 tóku ýmsir við rekstrinum, þar til næstu kaflaskil verða. Rúnar Mar- vinsson kemur til sögunnar árið 1979. Með honum er hópur ungs fólks sem leigir Búðir og hefur hótelrekstur að nýju en staðurinn hafði þá verið lokaður frá 1977, þau Sigríður Gísladóttir, Jakob Fenger, Örn Karlsson og Sigríður Auðunsdóttir. Hópurinn varð þekktur fyrir reksturinn, meðal annars vegna frægrar fíkniefna- leitar eitt sinn, en ekki síst fyrir ferska fiskrétti sem kryddaðir voru með jurtum úr nágrenninu. Fræg umsögn Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra DV um matargerð á Búðum jók gestafjöldann jafnt og þétt. Lóa Kristjánsdótt- ir var hins vegar þekkt fyrir köldu borðin sín og hlaðborðin, sem voru nýlunda á þeim tíma. I bókinni verður sér- kafli um matargerð á Búðum og jafnvel birtar uppskriftir með, enda lagði fólk á sig ferðalag vest- ur til þess að smakka matinn og prófa á sínum tíma.“ - Hvernig fara járnsmíðar og sagnfræðirannsóknir saman ? „Ég hef einbeitt mér að húsa- sögu Reykjavíkur og lagt fyrir mig húsarannsóknir. Þær tengjast járnsmíðinni á skemmtilegan hátt því síðustu tíu ár hef ég unnið við að smíða handrið og stiga í ný- byggð hús og lagfæra þau eldri. Ég verð því komin með góða yfír- sýn yfir húsbyggingar i Reykjavík þegar yfir lýkur, enda er ég alltaf að sjá eitthvað nýtt.“ Búðamótin voru frægar samkomur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.