Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 23 ERLENT Jeltsín segir að gengi rúblunnar verði varið Vaxandi áhyggjur af efnahags- legu hruni í Rússlandi BORIS Jeltsín segist ekki ætla að fella gengi rúblunnar BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær, að gengi rússnesku rúblunnar yrði ekki fellt þrátt fyrir fjármálakreppuna í landinu og minnkandi gjaideyrisforða. Horfur eru á, að Rússar fái á næstunni stór- lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hefur það orðið til að hækka nokkuð gengi rússneskra hlutabréfa. „Við getum og ætlum að koma í veg fyrir gengisfellingu,“ sagði Jeltsín á fundi með fréttamönnum í gær og virtist hann við hestaheilsu en orðrómur hefur verið um, að hann væri veikur. Jeltsín nefndi þó ekki hvernig ríkisstjórnin ætlaði að halda genginu stöðugu en hagfræðingar segja, að gengisfelling gæti alið af sér verðbólgu og mikinn óróa í land- inu. Rússneski seðlabankinn tilkynnti í gær, að gull- og gjaldeyrisbirgðir hans hefðu minnkað frá 26 júní til 3. júlí, farið úr 1.152 milljörðum ísl. kr. í 1.087 milljarða, og bendir það til, að ríkisstjórnin sé farin að ganga á sjóðinn til að geta staðið í skilum á næstu mánuðum. Kolanámamenn hafa nú um nokk- urt skeið komið í veg fyrir flutninga með Síberíulestinni og krefjast þess að fá launin sín greidd en í gær tókst þó að fá ein samtök kolanámamanna til að hætta aðgerðum. Beðið eftir IMF-láni Rússneska ríkisstjórnin bindur vonir sínar við þær neyðarráðstafan- ir, sem hún hefur gripið til, en þó fyrst og fremst á aðstoð IMF, Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Anatolí Tsjúbaís, sem staðið hefur í samning- um við sjóðinn, sagði í gær, að John Odling-Smee, háttsettur fulltrúi IMF, kæmi til Moskvu í dag til við- ræðna um nærri 1.100 milljarða ísl. kr. lán og bjóst hann við niðurstöðu um það fljótlega eftir helgi. Urðu þessi ummæli til, að gengi rúss- neskra hlutabréfa hækkaði nokkuð. Auk alls þessa eru miklar vanga- veltm’ um það hvort Jeltsín muni bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2000. Igor Shabdúrasúlov, einn aðstoðarmanna Jeltsíns, sagði í við- tali við dagblaðið Rússkí Telegraf, að í Rreml væru skoðanir mjög skiptar um þetta mál en sjálfur teldi hann, að Jeltsín ætti að draga sig í hlé. Astandið í rússneskum efnahags- og fjármálum er ekki aðeins áhyggjuefni fyrir hinn almenna borgara, heldur óttast einnig hin nýja stétt, fjármálamennirnir, sem margir hafa auðgast mikið á hluta- bréfaviðskiptum, mjög um sinn hag. Yfírleitt eiga þeir í útistöðum hver við annan en nú hafa þeir snúið bök- um saman og myndað „samstarfs- ráð“, sem er Sergei Kíi’íjenko for- sætisráðherra til ráðuneytis. Jeltsín hefur þó ekki lagt blessun sína yfir þetta „skuggaráðuneyti". Almenningur óttast hið versta Enn sem komið trúir rússneskur almenningur bönkunum fyrir sparifé sínu en ástæða er til að óttast hið versta. Gengi hlutabréfa hefur fallið um 63% frá því í janúar; opinberar skuldir vegna útgáfu ríkisskulda- bréfa eru orðnar geigvænlegar; al- mennir vextir eru um 80% og þriðj- ungur fjárlagaupphæðarinnar fer í skuldagreiðslur. Nú í þessum mán- uði gjaldfalla lán, sem nema meira en helmingi gjaldeyrisforðans. Ríkið er að komast í þrot með fjárútvegun og hefur hætt við ráðgert skulda- bréfaútboð. Flestir líta nú á bréfin sem verðlausan pappír. Tapast Rússland? Míkhaíl Zadornov, fjármálaráð- herra Rússlands, sagði fyrir skömmu, að gengisfelling væri óhjá- kvæmileg ef ekki tækist að auka skattheimtuna í landinu um þriðj- ung á næstu mánuðum. Engum kemur til hugar, að það takist og óttinn við yfirvofandi hrun gegnsýr- ir samfélagið. Fulltrúar sumra er- lendra fjármálastofnana hafa þó kannski hæst þegar þeir tala um „bjánana í Washington“, sem ein- blíni á erfiðleikana í Asíu en hafi gleymt Rússlandi. Segja þeir, að fari allt á verra veg í Rússlandi muni þar komast til valda önnur og óvinveitt- ari stjórn. Haft er eftir háttsettum manni hjá IMF, að besta tryggingin fyrir Vest- urlönd sé að leysa Rússa úr skulda- kreppunni en það yrði óskaplega dýrt. Gjaldþrot rússneska ríkisins yrði líka dýrt og myndi hafa alvar- legar afleiðingar í för með sér. Utistandandi skuldh- þess eru um 5.200 milljarðar ísl. kr. og þar af að- eins í þýskum bönkum um 2.200 milljarðar. # (Heimild: Reuters, Time) Nv stiórn í Tékk- landi Prag. Reuters. LEIÐTOGAR jafnaðarmanna í Tékklandi og helsta keppinauts þeirra, Borgaralega lýðræðis- flokksins, skrifuðu í gær undir samkomulag, sem gerir þeim íyrr- nefndu kleift að mynda stjóm, þremur vikum eftir kosningar í landinu. I samkomulaginu segh’, að jafn- aðarmenn, sem unnu mestan sigur í kosningunum án þess þó að fá meirihluta á þingi, geti myndað ríkisstjórn og leiðtogar Borgara- lega lýðræðisflokksins heita að leggja ekki fram tillögu um van- traust á stjórnina út kjörtímabilið, næstu fjögur ár. Undir samninginn skrifuðu Milos Zeman, leiðtogi jafnaðar- manna, og Vaclav Klaus, lyrrver- andi forsætisráðherra og leiðtogi Borgaralega lýðræðisflokksins, en ekki verður um að ræða neitt sam- starf með flokkunum. Borgaralegi lýðræðisflokkurinn fær hins vegar í sinn hlut forseta þingsins, efri og neðri deildar og einnig formennsku í fjárlaganefnd neðri deildarinnar. Ekki tjaldað til einnar nætur Zeman sagði á fréttamannafundi í gær, að með samkomulaginu væri hugsanlega ekki verið að tjalda til einnar nætur, eins kjörtímabils, heldur gæti það gilt áfram þótt flokkarnir hefðu sætaskipti að loknum kosningum árið 2002. Zem- an ætlaði að leggja ráðherralista sinn fyrir Vaclav Havel forseta síð- ar í gær. Clarke kyndir undir EMU- ágreiningfnum Segir stefnu Williams Hagues hættulega Ihalds- flokknum London. Reuters. KENNETH Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur vakið upp ágreininginn innan íhaldsflokksins um EMU, Evr- ópska myntbandalagið, með útgáfu bæklings þvert á flokkslínuna. I bæklingnum, „EMU: Það, sem máli skiptir fyrir Breta“, er fyrir- lestur, sem Clar- ke flutti flokks- bræðrum sínum í mars sl. en þá sagði hann, að íhaldsflokkurinn myndi ekki komast aftur til valda í landinu fyrr en hann sameinaðist um raunsæja stefnu í EMU-mál- um. Fer hann hörðum orðum um stefnu Williams Hagues, leiðtoga fiokksins, og gagnrýnir þá fyrir- ætlan að bera hana undir allar stofnanir flokksins og flokksfélög. Segir hann, að það muni aðeins verða til að auka á ágreininginn innan hans. Clarke segist ekki vera að ýfa upp gömul sár með útgáfu bæk- lingsins, aðeins að koma af stað umræðu um málið. Að útgáfunni standa samtök íhaldsmanna, sem hlynntir eru Evrópusamstarfinu, en í þeim eru meðal annarra Mich- ael Heseltine, fyrrverandi aðstoð- arforsætisráðherra, og John Gummer, fyrrverandi umhverfis- ráðherra. Skynsamlegt að vera „ávallt viðbúinn" Stefna Hagues er sú, að hugsan- leg EMU-aðild verði ekki tekin til athugunar fyrr en að loknu næsta kjörtímabili, eftir næstum níu ár, og ætlar hann að bera hana undir flokksfélögin fyrst. Clarke segir hins vegar, að yfirlýsing af þessu tagi sé ekki aðeins hlægileg, heldur beinlínis hættuleg flokknum. I næstu kosningum yrði hann bund- inn af henni hver sem þróun- in hefði orðið. Stefna Clar- kes er sú, að Bretar eigi að vera tilbúnir til að geta gerst að- ilar að EMU til að þeir geti brugð- ist rétt við ef þörf krefur. „Ein- kunnarorð skátanna, „Ávallt viðbú- inn“, eru skynsamleg pólitík," segir Clarke. Ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins gagnvart EMU er jákvæðari og segist hún vera hlynnt aðild í grundvallaratriðum en þó ekki á þessu kjörtímabili og ekki nema efnahagslegur ávinningur Breta sé ótvíræður. www.mbl.is SPORTVORUR WESSSB FERÐAVÖRUR Tjald 2 manna í felulitum tilboð kr. 2.990 Tjald 2 manna kúlu verð kr. 3.900 Tjald 4 manna kúlu tvöfalt kr. 16.900 Tjald 5 manna ris tvöfalt kr. 16.900 Göngutjald eða hjólatjaid Vandað 2 manna tvöfait aðeins 2 kg. Verð aðeins kr. 8.900, stgr. 8.455 SALOMON SALOMON GÖNGUSKÓR ” Mjög vandtiðir gönguskór. Verð frá kr. 6.900, stgr. 6.555. Gore-Tex skór, tilboð frá kr. 9.900, stgr. 9.405 ÚTIVISTARFATNAÐUR Vandaður útivistarfatnaður frá SCANDA, VANDER, OZON og fleimm. Fleece peys- ur, nærföt, sokkar, hanskar, legghlífar o. fl. Reiðhjól í miklu úrvali SCOTT-GIANT-DIAMOND BRONCO-EUROSTAR-VIVI 18 gíra verð frá kr. 17.800, stgr 16.910 Sportfatnaður - íþróttaskór Sundfatnaður - Boltar - o.fl. ADIDAS, NIKE, PUMA, FILA ift Utileiktæki og buslulaugar Róla einföld, verð kr. 6.900, stgr. 6.555 Róla, sjá mynd, kr. 16.900, stgr. 16.055 Buslulaug, 120 x 1280, kr. 4.500 Buslulaug, 120 x 240, mynd, kr. 7.800 Svefnpokar margar gerðir Verð frá kr. 3.900, stgr. 3.705 -10°C verð kr. 6.900;:stgr.' 6.555 -20°C verð kr. 9.200,;stgr. 8.740 Bakpokar, stórir og smáir EURO 65 1. kr. 6.700, stgr. 6.365 EURO 75 1. kr. 7.500, stgr. 7.125 NEVIS 55 1. kr. 7.500, stgr. 7.125 ROCK 60 1. kr. 9.200, stgr. 8.740 Cover á bakpoka, kr. 1.200 Dýna svamp, verð frá kr. 990. stgr. 940 Vindsæng verð kr. 2.400, stgr. 2.280 Dýna, sjálfuppblásin, verð frá kr. 8.600, stgr. 8.170. Pumpur verð frá kr. 560 Dagpokar og mittistöskur Bakpoki TRAIL 18 1. kr. 1.990 Bakpoki EURO 25 1. kr. 2.260 Bakpoki EURO 35 1. kr. 2.950 Bakpoki ACTION 30 1. kr. 4.200 Mittistöskur verð frá kr. 590 Ein stærsta sportvöruverslun landsins Golfvörur - Golffatnaður Frábært verð á golfvörum HIPPO - HOWSON Golfsett 1/2 kr. 12.900, stgr. 12.255 Golfsett með poka og kerru kr. 29.900, stgr. 28.405 Árniúla 40 Símar: 553 5320, 568 8860 Iferslunin 7M4RKID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.