Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 2
 2 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úrskurður Samkeppnisráðs um Breiðbandið Verði opið öllum sjón- varp sfy rirtækj um SAMKEPPNISRAÐ hefur úr- skurðað að Landssíminn hf. skuli veita öllum sjónvarpsfyrirtækjum aðgang að dreifikerfi sínu á sam- bærilegum kjörum. Jafnframt mæl- ir ráðið fyrir um fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað sjón- varpsrekstrar Landssímans, Breið- bandsins, frá öðrum rekstri. Útsendingum Ríkisútvarpsins hefur hingað til verið dreift stofn- unni að kostnaðarlausu á breið- bandi. í desember síðastliðnum sendi Fjölmiðlun hf., eigandi ís- lenska útvarpsfélagsins, Samkeppn- isstofnun kvörtun vegna þessa og taldi sér mismunað. I rökstuðningi fyrir úrskurðinum segir að í áætlunum Landssímans sé gert ráð fyrir að Breiðbandið verði allsráðandi í flutningi fjar- skipta innan örfárra ára. Sam- keppnisráð telur að hugsanlega muni þá hluti neytenda leggja af loftnetstengingu og því ekki verða fær um að taka á móti útvarpsmerki Fjölmiðlunar. Ónákvæmni í kynningu Breiðbandsins Fjölmiðlun hf. hefur einnig gert athugasemdir við kynningu Lands- símans á Breiðbandinu og telur heiti þess villandi. Samkeppnisráð gerir ekki athugasemd við notkun orðsins breiðband en tekur undir að ónákvæmni hafi gætt í kynningu hinnar nýju tækni. Þeim fyrirmæl- um er því beint til Landssímans að gæta ýtrustu nákvæmni í þeim efn- um í framtíðinni. I úrskurði Sam- keppnisráðs kemur einnig fram að það telur að núverandi staða á fjar- skiptamarkaðnum stríði gegn því markmiði samkeppnis- og fjar- skiptalaga að komið verði á sam- keppni í fjarskiptum. Ráðið bendir á tvær leiðir til að bæta úr þessu. Önnur þeirra er að Landssímanum verði skipt upp í tvö fyrirtæki, ann- að þeirra reki grunnkerfi en hitt sinni almennri síma- og fjarskipta- þjónustu. Hin leiðin er að rekstur Breiðbandsins verði aðskilinn frá annarri starfsemi Breiðbandsins, helst með því að Landssímanum verði gert að selja Breiðbandið. Samkeppnisráð ákvað þó að grípa ekki til slíkra aðgerða að svo stöddu. 50 laxar á eina stöng á bremur dögum Morgunblaðið/Jón Svavarsaon STARFSMAÐUR Blaðadreifingar með fyrstu blöðin sem komu til landsins. Ágústhefti Playboy var leyst úr tolli í gærmorgun 3.000 eintök til landsins í stað 300 Metveiði í Norðurá MIKIL veiði hefur verið í Norð- urá í Borgarfirði síðustu daga. Á þremur dögum veiddust þar 202 laxar á 12 stangir. Þórarinn Sig- þórsson og Ingólfur Ásgeirsson settu nýtt veiðimet í ánni. Þeir feng^u 50 Iaxa á eina stöng á þess- um þremur dögum en gamla metið var 48 laxar. Þeir komu til Reykjavíkur í gær með veiðina og voru að von- um hinir ánægðustu, ekki síst í ljósi þess að óveiðandi var í ánni seinnipart þriðjudags vegna stór- rigningar, „áin var eins og kókó“. Þeir veiddu 34 laxa á flugu en 16 á maðk. „Það kom á óvart því yfirleitt er maðkurinn sterkari en nú kom flugan betur út,“ seg- ir Þórarinn. Hann segir aflann að megninu til þokkalega vænan smálax. Tveir stærstu laxarnir sem veiddust þessa daga voru 14 pund og fengu Þórarinn og Ingólfur annan þeirra. Þórarinn segir þá félaga byrja að veiða klukkan 7 á morgnana og ekki fari mínúta til spillis. „Enda er- um við þreyttir og sæíir eftir þessa ánægjulegu veiðiferð," segir Þórarinn. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Viðarssyni, veitinga- manni við Norðurá, glæddist veiðin þar mjög eftir að fór að rigna og auk þess séu göngur góðar. Veiðin hafi verið dræm fram eftir sumri en nú séu bestu skilyrði, stórstreymt og gott vatn. Hann segir síðasta hóp hafa veitt 133 fiska á þremur dögum og það hafí þótt mjög gott. Fyrir hádegi í fyrradag veiddust í Norðurá 47 laxar á 12 stangir og veiddu Þórarinn og Ingólfur þar af 16 laxa. ÞÓRARINN og Ingólfur með morgunveiði miðvikudagsins, 16 laxa. ÁGÚSTHEFTI bandaríska karla- tímaritsins Playboy var leyst úr tolli í gær í tífalt meira magni en venja er til. Kjartan Kjartansson hjá Pennanum segir að 3.000 hefti hafi verið flutt til landsins að þessu sinni en fjöldinn er að jafnaði 300. Upplag tímaritsins er miðað við pantanir að hans sögn og því erfitt að fá fleiri ein- tök bjóði kringumstæður upp á það. Segir Kjartan að tekist hafi með ráðum og dáð að útvega þennan aukna fjölda. Árangurinn þakkar hann góðum samböndum og segist telja að hægt hefði verið að selja á annan tug þúsunda ein- taka af ágústheftinu hérlendis. í Eymundsson í Austurstræti var búið að panta á íjórða tug blaða í gærmorgun og sagði Kol- brún Skaftadóttir að fólk væri „alltaf að hringja" og spyrja um blaðið. Einhverjir höfðu líka mætt í verslunina strax við opn- un í gærmorgun til þess að kanna hvort Playboy væri komið. Sagði Kolbrún að spurt hefði verið eftir tímaritinu síðan í vor, karlar jafnt sem konur. Láta taka frá eintök f Máli og menningu höfðu margir látið taka frá eintak af blaðinu í gær og sagði Gunnhild- ur Kristjánsdóttir að verslunin fengi um 80 stykki af Playboy að þessu sinni í stað 10-20. „Það hefur verið liringt og spurt eftir blaðinu, eða fólk komið við í versluninni, á hverjum degi í að minnsta kosti tvær vikur,“ sagði hún. Voru hinir áhugasömu af báðum kynjum, ungar konur og karlar á öllum aldri. Rosknar konur höfðu ekki sýnt tímaritinu mikinn áhuga að hennar sögn. * Osk Halldórs Guðbjarnason- ar um rannsókn hafnað BANKARÁÐ Landsbanka íslands samþykkti í gær á fundi að hafna óskum Halldórs Guðbjamasonar, fyrrverandi bankastjóra, um að ráð- ið láti fara fram frekari rannsókn á því hvemig svarbréf bankans við fyrirspurn á AJþingi um laxveiði- ferðir urðu til. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að lögmaður ráðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefði mætt á fundinn og lagt fram svar sitt við greinargerð Halldórs Guð- bjarnasonar og lögmanna hans en sú greinargerð og svar Jóns Stein- ars hefur áður birst í Morgunblað- inu. Helgi sagði að bankaróðið hefði ákveðið að líta svo á að Halldór hefði með bréfi sínu verið að biðja um rannsókn á tilurð svarbréfanna þrátt fyrir óljóst orðalag þar um í greinargerð hans. Vitum það sem við getum vitað „Niðurstaða bankaráðsins er sú að við teljum ekki ástæðu til að gera frekari athugun á því,“ sagði Helgi. Hann sagði að bankaráðið hefði sent Halldóri Guðbjarnasyni bókun sem gerð var á fundinum. Hann vís- aði því til Halldórs að gera efni bók- unarinnar opinbert en sagði að þar kæmi meðal annars fram að hvorki bankaráðið né lögmaður þess hefðu vefengt það sem Halldór hefur haldið fram í málinu hvað hann sjálfan varðar. „Þannig að við sjáum ekki af hverju hann er að biðja um þessa athugun. Hann hefur útskýrt hvemig hann kom að málinu. M.a. að bankaráðið fékk hann sem bankastjóra til þess að fara ásamt tveimur öðmm ofan í þetta mál og taka saman svar til viðskiptaráðu- neytisins um það með hvaða hætti þetta gerðist. Við teljum enga ástæðu til að fara lengra í málinu. Það hafí komið fram sem við teljum að við getum vitað,“ sagði Helgi S. Guðmundsson. Morgunblaðið náði ekki tali af Halldóri Guðbjarnasyni í gær- kvöldi. Ákært í máli Galler- ís Borgar EMBÆTTI ríkislögreglustjóra gaf 1. júlí út ákæru á hendur Pétri Þ. Gunnarssyni, forstöðumanni Gall- erís Borgar. Verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 16. júlí nk._ Ákæran er gefin út í framhaldi af rannsókn ríkislögreglustjóra á meintum málverkafölsunum og er hér um að ræða hluta af því máli, að sögn Þóris Oddssonar vararíkislög- reglustjóra. Þórir vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um ákæruatriði. Jón H. Snorrason, saksóknari í efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra, hefur stjórnað rannsókn málsins og mun hann annast mál- sóknina. I 8 SÍDUR Á FÖSTUDÖGUM Bakarí fyrir Einkennis- sælkera á m w 11 klædd með flótta höfuðið hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.