Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 SIGRÍÐUR ÞÓRDÍS BERGSDÓTTIR + Sigríður Þórdís Bergsdóttir fæddist í Reykjavík 19. desember 1924. Hún andaðist á St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði 3. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Bergur Jónsson, alþingis- maður og sýslumað- ur í Barðastrandar- sýslu, f. 24. septem- ber 1898, d. 18. októ- ber 1953, og fyrri kona hans, Guðbjörg Lilja Jónsdóttir, hús- freyja í Reykjavík og á Patreks- firði, f. 10. júlí 1903, d. 18. mars 1932. Bræður Sigríðar: Jón, f. 16. nóvember 1927, og Þórir, f. 2. júlí 1929, d. 7. mars 1987. Seinni kona Bergs og sljúpmóð- ir Sigríðar var Ólafía Valde- marsdóttir, f. 8. febrúar 1906, d. 26. febrúar 1981. Eiginmaður Sigríðar var Oli- ver Steinn Jóhannesson, bóka- útgefandi og bóksali og bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, f. 23. maí 1920, d. 15. apríl 1985. Foreidr- ar hans voru Jóhannes Magnús- son, sjómaður í Ólafsvík, síðar í Hafnarfirði, f. 10. apríl 1887, d. 9. ágúst 1936, og kona hans Guðbjörg Olivers- dóttir, húsfreyja í Ólafsvík, síðar í Hafnarfirði, f. 24. mars 1890, d. 8. apr- íl 1962. Börn þeirra eru: Guðbjörg Lilja, f. 2. apríl 1948 í Reykjavík, var gift Sævari Stefánssyni; Jóhannes Örn, f. 8. júh' 1950 í Reykja- vík; Bergur Sigurð- ur, f. 26. spetember 1951 í Reykjavík, maki Sigríður Inga Brandsdóttir. Barnabörnin eru átta. Sigríður ólst upp í Reykjavik, á Patreksfirði og í Hafnarfírði. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði, og síðar var hún húsfreyja, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfírði. Sigríður starfaði mikið með Kvenfélagi Hafnar- fjarðarkirkju og hún var í mörg ár formaður Barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsensfélagsins, en því félagi helgaði hún krafta sína allt frá árinu 1963. Sigríður Þórdís verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hinn 3. júlí síðastliðinn lést ást- kær amma mín eftir skamma en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Við fjölskyldan bjuggum á Arn- arhrauninu í mörg ár áður en við fluttum í Kópvoginn og það var því stutt að hlaupa niður brekkuna í heimsókn til ömmu Siddý. Ekki voru það bara við systkinin sem fórum til hennar, því ég man greini- lega að þau voru ófá skiptin sem ég bauð vinkonum mínum með í heim- sókn til ömmu. Þá ríkti mikil og góð stemmning á Arnarhrauni 44, því amma átti gamlar upptökur af Evr- óvisjón-söngvakeppninni og skemmtum við vinkonurnar okkur mjög vel við að horfa á þær meðan amma hlóð í okkur kexi og kókó- mjólk. Amma var einstaklega hjartahlý manneskja og ekki var hægt að segja að gjafmildina vantaði hjá henni. Alltaf var hún tilbúin að að- stoða mann ef þess þurfti með og sjálf veit ég að það var einna helst henni að þakka að ég komst í út- skriftarferðina mína í sumar. Eg er alnafna ömmu og er ég mjög stolt af þvi að bera þetta fal- lega nafn. Oft hefur þó komið upp smámisskilningur varðandi nöfnin, en þá var bara farið að kalla okkur Siddý eldri og Siddý yngri. Elsku amma mín, þín er sárt saknað, en ég er fegin að hafa náð að kveðja þig áður en þú yfirgafst þennan heim. Eg veit að þér líður vel núna og þú hefur öðlast hinn eiginlega frið. Hugsunin um það að þú ert komin til afa eftir öll þessi ár er einnig viss huggun. Elsku amma, megir þú hvíla í friði og ég veit að minningin um yndislega ömmu mun lifa í hjarta mínu um alla ævi. Þín Sigríður Þórdís. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu. Okkar kæra og góða Sigríður Bergsdóttir hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Hún var ein af þessum traustu konum, tilbúin að gefa tíma sinn og vinnu svo emhverjum sem átti erfitt liði betur. I félagsskap er fengur að slíku fólki og naut Thor- valdsensfélagið krafta hennar í 36 ár. Hún sagði stundum að hún væri eiginlega alin upp í félaginu því hún var mikið hjá ömmu sinni Sig- ríði Hjaltadóttur Jensson, en hún var mikil Thorvaldsenskona og ein af stofnendum og fyrsti formaður Barnauppeldissjóðsins. Hún minntist ömmu sinnar oft og hlý- lega, og gaf félaginu borðfána með merki félagsins til minningar um hana. Siðar fetaði hún í hennar spor, var kosin í stjórn sjóðsins og síðar formaður hans í tæp 20 ár. Jólamerkjaútgáfan er eitt af verk- efnum Barnauppeldissjóðsins og þar var Sigríður öllum hnútum kunnug og dæmalaust minnug á allt sem þeim viðkom. Hún átti í bréfaskriftum við frímerkjasafnara og -kaupmenn víða um heim og kom á viðskiptum sem standa enn í dag. Þá kom hún því í kring að fé- lagið fékk útgáfurétt, á Islandi, á bókinni vinsælu Karíus og Baktus. Og svo átti hún sína vinnudaga á Bazarnum eins og allar aðrar fé- lagskonur. Thorvaldsensfélagið á henni svo sannarlega mikið að þakka sem og félagskonur. Á 120 ára afmæli fé- lagsins var Sigríður heiðruð með gullmerki félagsins. Ég varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að kynn- ast henni bæði í félagsstarfinu og þar fyrir utan. Hún leiddi mig mín fyrstu spor í Barnauppeldissjóðn- um, og henni á ég allt gott að þakka. Hún var svo ráðagóð og hvetjandi. Við félagskonur sjáum nú á eftir góðum og traustum fé- laga sem við söknum sárt úr hópn- um. Við minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Innilegar samúðarkveðjur til barna og annarra ástvina. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir. Kveðja frá Inner Wheel-konum Hafnarfirði. „Lífið er sjóferð þar sem við er- um öll á sama skipi.“ (Tagore.) Nú hefur einn af félögum okkar Siginð- ur Þórdís Bergsdóttir yfírgefið skip lífsins og flutt sig á skip sem siglir á öðru tilverustigi. Þegar Inner Wheel-klúbbur Hafnarfjarðar var stofnaður 4. nóv- ember 1976 var Sigríður ein af stofnfélögum. Hún var strax kosin í fyrstu stjórn félagsins og átti sinn þátt í að móta félagsstarfið og leggja grunn að því starfi sem unn- ið hefur verið síðan. Ávallt bar hún hag félagsins fyrir brjósti og vann því af heilum hug. Þegar hún flutti erindi eða fékk fyrirlesara á fundi var efnið ávallt áhugavert og upp- byggjandi. Allur málflutingur hennar og framkoma einkenndist af einlægni og hógværð. Við kveðjum Sigríði Þórdísi Bergsdóttur með söknuði og þökk- um henni samfylgdina á lífsins sjó- ferð. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Alexía M. Gísladóttir, forseti Inner Wheel, Hafnarfirði. Kveðja Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Eg lofa góðan Guð. sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Mvakir, faðirvor, og vemdar bömin þín, svo víð sem veröld er ogvonarstjamaskín, ein stjama hljóð á himni skín. Lát daga nú í nótt af nýrri von og trú í myrkri hels og harms og hvar sem gleymist þú á jörð, sem átt og elskar þú. Kom nótt með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og leggðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. (Sigurbjöm Einarsson) Elsku amma, við biðjum góðan guð að geyma þig og gefa þér frið um leið og við þökkum þér alla þína umhyggju. „Trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“ Tinna og Signý. Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Á þessi sannindi erum við minnt nú þegar amma Siddý hefur verið burt kvödd eftir erfið veikindi. Á slíkri kveðjustund er margs að minnast, margt er að þakka og um leið er margs að sakna. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- astþér. (Ingibj. Sig.) Við biðjum góðan guð að varð- veita hana og biðjum henni bless- unar á þeirri vegferð sem nú er haf- in með innilegu þakklæti fyrir alla þá umhyggju og hlýju er hún sýndi okkur alla tíð. Far þú í friði friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín barnabörn, Edda og Oliver Steinn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma. Það er sárara en orð fá lýst að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér á meðal okkar. Þetta gerðist allt svo snöggt - ekki nema vika frá því að okkur var tjáð að vágesturinn, sem engum hlífir, væri til staðar. Ég þakka fyrir að hafa fengið að sitja hjá þér og halda í hönd þína síðastliðna viku. Á þess- ari stundu hrannast upp minningar. Þær eru ótalmargar. Efstar eru þó sumarbústaðaferðirnar í bústaðinn á Þingvöllum, þar sem þér leið vel. Það var yndislegur tími þar sem við sváfum saman í herbergi og ýmis- legt var brallað. Þú barst alla tíð hag annarra fyrir brjósti og vildir allt íyrir aðra gera. Dyr þínar stóðu ávallt opnar - það fann ég sérstak- lega í janúar síðastliðnum, þegar erfiðleikar stóðu yfir hjá mér. Þá sagðir þú við mig: „Lóa mín, þú veist að þú getur alltaf komið hing- að.“ Það var mér mikils virði. Og þegar þú lást veik á spítalanum var þér efst í huga að okkur liði vel, þó þú sjálf værir sárlasin. Oft í gegnum tíðina kom ég til þín og við sátum fram eftir kvöldi og töluðum saman og oftar en ekki hlógum við okkur máttlausar, það var svo gaman hjá okkur. Síðastlið- ið haust, þegar ég missti fóður- ömmu mína, bjóst ég ekki við að áð- ur en ár væri liðið værir þú farin frá mér líka. Síðastliðin ár hafa ver- ið erfið og erfiðleikar dunið yfir, en í vor virtist allt stefna í bjartari átt, en þá kemur þetta reiðarslag. I vet- ur sýndir þú það mjög vel hversu vel þú hugsaðir um aðra. Þegar mamma var veik vildir þú allt gera til að létta henni veikindin, þó að þá þegar hafir þú sjálfsagt verið orðin veik af þeim sjúkdómi sem að lok- um tók völdin. Þar sýndir þú hvað þú varst yndisleg manneskja og hugsaðir fyrst og fremst um hag annarra. Við fengum að finna það alla tíð. Alltaf var gott að koma heim á Amarhraunið, alltaf hlýjar móttökur. Það fann ég sterkt fyrir síðastliðið ár þegar ég og Sigurjón komum til þín. Betri ömmu hefði ég ekki getað hugsað mér. Ég efast ekki um að vel hefur verið tekið á móti þér af foreldrum þínum og afa Oliver, sem þú saknaðir mjög mikið þó þú talaðir ekki um það. Elsku amma mín, ég kveð þig með trega en með vissu um að við munum hittast aftur. Elsku mamma, Nanni, Bergur, Inga og frændsystkin og aðrir ást- vinir, megi guð styðja okkur og hjálpa á þessum erfíðu tímum. Guð blessi minningu ömmu. Ólafía L. Sævarsdóttir (Lóa). Elsku amma. Það er alltaf jafn sárt að missa svona góða mann- eskju eins og þig. Ég sat í stofunni heima þegar mamma kom heim og færði mér fréttimar. Það voru erf- iðir tímar framundan og nóg hefur nú verið af þeim síðastliðin 2-3 ár. Ég vil þakka þér fyrir það, elsku amma, hvað þú varst alltaf góð við okkur og vildir allt fyrir okkur gera og sérstaklega þegar mamma var veik, þá gerðir þú allt sem þú gast fyrir hana. Mér finnst ég hafa kynnst þér betur meðan ég og mamma bjugg- um hjá þér og við stöndum í mikilli þakkarskuld fyrir það að fá að búa hjá þér í rúmt ár og hvað þú gerðir fyrir okkur þá. Ég man þegar þú kenndir mér, þá var ég aðeins 6-7 ára, að draga frá í reikningi, þá var ég svo stolt af mér í skólanum þeg- ar það var svo kennt þar. Þú fylgd- ist alltaf með hvernig okkur gengi í skólanum og hvort nokkur væri veikur. Þær eru ógleymanlegar sumar- bústaðaferðirnar með þér, því mér þótti alltaf svo gaman að hafa þig með, við spiluðum þá og fórum í fót- bolta á pallinum en það er nú frek- ar langt síðan og ekki verður gert meira af því. Ég man líka eftir því þegar ég var lítil og fékk að gista hjá þér, þá þótti mér svo gaman, þá var spilað fram á nótt eða gert eitt- hvað annað. Og á jólunum þegar þú og Nanni komuð í mat. Mikið var nú gaman að sjá hvað þú og Bubba skemmtuð ykkur vel þegar þið fóruð í hennar bústað eða í þinn og þegar þú fórst í þína síð- ustu utanlandsferð, þá fórstu með Nanna til Danmerkur og ég held að þú hafir skemmt þér vel. Þegar amma Lilja dó, hélt ég eg myndi eiga þig að í að minnsta kosti í nokkur ár í viðbót en það varð nú ekki einu sinni eitt ár. Aldrei bjóst ég við að þú færir ekki aftur heim til þín þegar þú fórst í allar þessar rannsóknir. En svo eft- ir að þú vissir hvaða sjúkdóm þú hefðir tók það nú bara viku hjá þér. Ég mun alltaf muna eftir síðasta brosinu sem ég sá hjá þér en það var þegar þú brostir til mömmu þegar ég kom með henni tveimur dögum áður en þú fórst, en ég held að þú hafir ekki þekkt mig þá, alla- vega ekki strax. Þvi bæði varstS'" svo veik og á miklum lyfjum. Ég er fegin því að hafa komið til þín dag- inn áður en þú fórst en það voru líka erfið skref út af spítalanum og heim. Þegar ég kom til þín á spítalann þegar þú varst dáin, ríkti mikil ró yfir þér og loksins varstu komin til afa Ölivers sem þér þótti svo vænt um. Það eru mjög margir sem eiga góðar minningar um þig. Og að lok- um vil ég þakka þér fyrir að ég fékk að kynnast þér og eiga þig sem ömmu. Því ekki eiga allir svona góða ömmu eins og þig. Elsku mamma, Nanni, Bergur og aðrii’j aðstandendur, megi Guð vera með okkur öllum í sorginni. Hinlangaþrauterliðin nú loksins hlaustu friðinn, ogallterorðiðrótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, Fyrst sorgar þraut er gengin, Hvaðgeturgrættossþá? Oss þykir þungt að skilja, En það er Guðs að vilja, Og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Steinunn Þórdís. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Við lát ástvina er oft mikil tog- streita innra með okkur. Þar takast á tilfinningar sorgar og þakklætis. Sorgar vegna þess missis sem við höfum orðið fyrir og þakklætisx— vegna þess sem við áttum. Þannig er mér farið nú er ég kveð hinstu kveðju ömmu mína, Sigríði Þórdísi Bergsdóttur. Amma var einn af þessum föstu punktum í lífinu, hlý, umhyggjusöm og kímin. Þó ég hafi dvalið erlendis um lengri eða skemmri tíma þá var hún alltaf til staðar á sínum stað þegar heim var komið. En nú er hún farin og ekki get ég séð í dag að hægt verði að fylla í það skarð sem myndast við brottfor hennar. Amma trúði staðfastlega á að líf væri að loknu þessu, rétt eins og afi Oliver. Það er því ekki ólíklegt að þau séu nú saman á ný, glöð yfir endurfundunum eftir langan að-** skilnað. Ég vona að svo sé. Elsku amma Siddý, ég sakna þín mikið, sakna þess að heyra röddina þína, sakna umhyggju þinnar. Ég veit að þar sem þú ert núna, þar líð- ur þér vel. Vertu sæl, amma mín, og hafðu þökk fyrir allt. Þín Katrín Guðbjörg. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.