Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 31. STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HUGARFARS- BREYTING KJARANEFND úrskurðaði í síðustu viku um kjör há- skólaprófessora. Grunnlaun þeirra breytast frá síðustu áramótum um 50%. Laun prófessora voru að meðaltali 145 þúsund árið 1996 en verða nú 212 þúsund í lægsta flokki og 270 þúsund í þeim efsta. Tvær kerfisbreytingar hafa verið gerðar: Annars vegar er yfirvinna frá síðustu áramótum færð inn í grunnlaunin og hins vegar mun hækkun milli flokka ráðast af árangri í starfi, afköstum við rannsóknir, kennslu og stjórnun. Breytingar þessar eru til mikilla bóta, ekki aðeins fyrir prófessorana sjálfa heldur einnig háskólann. Eins og Guð- mundur K. Magnússon prófessor segir í viðtali við Morgun- blaðið í gær hafa prófessorar hingað til notað aukakennslu og aðra yfirvinnu til að hækka laun sín og hefur það vænt- anlega komið niður á rannsóknarafköstum þeirra; nú geti þeir hins vegar snúið sér í auknum mæli að rannsóknum og eru raunar hvattir til þess sérstaklega. Að auki taldi Guð- mundur að þessi kerfisbreyting yrði til þess að hæfir menn myndu nú fást áfram til starfa og síður fara til útlanda. Seint verður lögð nægilega mikil áhersla á mikilvægi þess að Islendingar eigi sterkan háskóla. Háskóli Islands gegnir grundvallarhlutverki við menntun þjóðarinnar og hefur unnið þar geysilega gott starf. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir að sinna ekki gi’unnrannsóknum af nægilega miklum krafti sem eru grundvöllurinn undir framfarir og blómlegt atvinnulíf í landinu. Ástæðurnar hafa verið taldar tvær: Of lítið fé hefur runnið til þessara rann- sókna og kjör prófessora hafa verið bág. Vonandi er þessi leiðrétting á launum prófessora til merkis um að hugarfarsbreyting sé að verða hér á landi til háskólans og hlutverks hans. Það þarf að efla þessa stofnun og rétt er að nota uppsveifluna sem er nú í íslenska hag- kerfinu til þess. Það þarf raunar að verða almenn hugar- farsbreyting gagnvart þeim stéttum innan ríkisgeirans sem sinna grundvallarhlutverki í velferðarkerfinu en hafa aug- ljóslega setið eftir í launum, svo sem eins og heilbrigðis- stéttum og kennurum. Og í hugarfarsbreytingunni felst m.a. að ekki komi fram kröfur um að aðrar stéttir fylgi í kjölfarið og fái sömu launahækkanir, enda er hér um kjara- leiðréttingu að ræða. ÁFAN GASIGUR SOPHIU SOPHIA Hansen hitti dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu, í fyrradag í tyrknesku fjallaþorpi. Þær fengu að vera sam- an í einrúmi í hálfa fimmtu klukkustund og þær hittust aftur í gær. Síðast hitti Sophia dætur sínar 1. desember 1996, þeg- ar hún fékk að vera með þeim í eina klukkustund. Þá hafði hún ekki séð þær síðan 16. maí 1992, þegar frá eru taldir fundir í réttarsölum, þar sem hún fékk ekki að yrða á þær. Það er fyrir tilstuðlan utanríkisráðuneytisins að tókst að koma á fundum Sophiu og dætra hennar. Mikil vinna hefur farið fram innan ráðuneytisins og viðræður á öllum stigum allt upp í ráðherra. Eiga Halldór Ásgrímsson og starfs- menn ráðuneytisins mikið hrós skilið fyrir að þessi áfangi hefur þó náðst að móðir og dætur fái að hittast. Fundur Sophiu Hansen og dætra hennar er áfangasigur. Fullnaðarsigur vinnst ekki, fyrr en dæturnar eru frjálsar ferða sinna og geta valið sjálfar hvar þær vilja dveljast hverju sinni. ÓBLÍÐ NÁTTÚRA ENN einu sinni gerist það að ferðaskrifstofa fer með er- lenda ferðamenn upp á hálendið, þegar spáð er válynd- um veðrum. íslenzk náttúra getur sýnt á sér óblíðar hliðar á hvaða tíma árs sem er og mönnum ber að umgangast hana með gætni og ana ekki út í óvissuna. Allt annað er fífldirfska. Fyrir tæplega þremur árum lenti hópur erlendra ferða- manna í hrakningum á svipuðum slóðum, en þá voru þeir á leið frá Skálafellsjökli í Kverkfjöll. í báðum tilfellum sagði Veðurstofa íslands fyrir um veðrið. Trausti Jónsson veður- fræðingur sagði þá í samtali við Morgunblaðið, að ferða- skrifstofur, sem sendu fólk í ferðir á Vatnajökul ættu að fá sérstaka veðurspá fyrir svæðið „og borga fyrir það“. Þá er a.m.k. öryggismálum fullnægt. Hagfræðingar hvetja til aðhalds í efnahagsmálum Ottast afleiðingar þenslu og viðskiptahalla Hagfræðingar hafa verulegar áhyggjur af aukinni þenslu í efnahagslífí landsmanna og auknum viðskiptahalla. Þeir óttast að ef okk- ur tekst ekki að vinna skynsamlega úr þeirri efnahagslegu velgengni, sem við höfum átt að fagna að undanförnu, kunni verðbólga að fara vaxandi. Egill Olafsson skoðaði þær hættur sem eru framundan í efnahagsmálum og ræddi við Friðrik Má Baldursson, for- stöðumann Þjóðhagsstofnunar og Arnór Sig- hvatsson, hagfræðing Seðlabankans. AUPMÁTTUR eykst, verð á sjávarafurðum hækkar, fiskafli eykst, fjárfesting eykst, atvinnu- leysi minnkar, fjárlög eru hallalaus og verðbólga er lítil. Margir myndu álykta út frá þessari upptalningu að efnahagsmál landsmanna væru í mjög góðu lagi og engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af framtíðinni. Hagfræðingar eru engu að síður áhyggjufullir og hvetja stjórnvöld til aðgerða. Að þeirra mati er þenslan í hagkerfinu of mikil og hætta á að hún komi okkur í koll síðar. Hættumerkin í efnahagskerfinu eru nokkur. Viðskiptahallinn stefnir í að verða meiri en 24 milljarðar á þessu ári og þarf að fara til ársins 1984 til að finna jafnmikinn við- skiptahalla. Spamaður er lítill og skuldir heimila, fyrirtækja og opin- berra aðila aukast þrátt fyrir aukn- ar tekjur. Góð afkoma ríkissjóðs byggist fyrst og fremst á auknum tekjum og sölu eigna. Gengishækkun heldur aftur af verðbólgu Skýringin á því að verðbólga hef- ur ekki aukist eins og margir áttu von á er ekki síst sú að gengi ís- lensku krónunnar hefur hækkað. Gengishækkunin frá áramótum er 2%. Gengisbreytingin hefur þau áhrif að verð innfluttra vara lækkar eða stendur í stað. Friðrik Már Baldursson, forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar, sagði að verðbólga væri a.m.k. 2% meiri í dag ef gengi krónunnar hefði ekki hækkað. Auk- in samkeppni í vissum greinum, eins og t.d. í sölu heimilistækja ætti einnig þátt í að halda verðbólgu niðri. Þáttur gengishækkunarinnar í að halda niðri verðbólgu sést kannski best á því að innlendi þátt- urinn í vísitölu neysluverðs hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum um 3,8% á meðan almennt verðlag hef- ur hækkað um 2,3%. Gengishækkunin er til komin vegna mikillar eftirspurnar eftir ís- lenskum krónum. Þessi eftirspurn er mælikvarði á það traust sem bor- ið er til íslenska hagkerfisins. Fjár- festar, bæði íslenskir og erlendir, hafa einfaldlega trú á efnahagslífinu og við það hækkar verðgildi krón- unnar. Það er ekki síst háir vextir hér á landi sem veldur mikilli eftir- spurn eftir krónum. Erfitt er að spá fyrir um hvort gengi krónunnar heldur áfram að hækka á þessu ári. I fyrra varð sambærileg gengishækkun á fyrri hluta ársins, en hún gekk að stærstum hluta til baka þegar leið á árið. Gengisþróunin í fyrra end- urspeglar að einhverju leyti verð- bólguþróun á árinu. Verðbólgan minnkaði í upphafí árs samhliða gengishækkun, en hækkaði aftur þegar leið á árið um leið og gengið lækkaði. Friðrik sagði að samband milli gengisbreytinga og verðlags- breytinga væri ekki eins sterkt í dag eins og það hefði verið á árum áður og skýringin væri fyrst og fremst aukin samkeppni. Verð sjávarafurða hefur hækkað um 14,4% á einu ári Hækkun á gengi veldur því að þeir sem flytja út vörur fá færri krónur í kassann fyrir það sem þeir selja. Útflytjendur, ekki síst sjávar- útvegurinn, hafa því að jafnaði kveinkað sér undan gengishækkun- um. Lítið heyrist frá sjávarútvegin- um núna og er skýringin sú að verð á sjávarafurðum erlendis hefur hækkað. Verðhækkun á síðustu 12 mánuðum er 14,4%. Þorskkvótinn hefur einnig verið aukinn, þannig að hagur sjávarútvegsins hefur al- mennt vænkast. Hann virðist því þola þessa gengishækkun. Staða annarra útflytjenda hefur hins vegar versnað við gengishækk- unina. Verðmæti almenns vöruút- flutnings, annars en sjávarafurða og áls, er nánast óbreytt á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við sömu mánuði í fyrra, en Þjóðhags- stofnun spáði í mars að þessar gi-einar myndu vaxa um 8% milli ára. Liðurinn aðrar iðnaðarvönir dróst saman á fyrstu sex mánuðum ársins um 6,5%. Hækkun á gengi kemur einnig illa við ferðamannaþjónustuna sem á mjög erfitt með að vinna sér upp tekjutapið, sem gengishækkunin veldur, með hækkun á verði þjón- ustunnar. Viðskiptahallinn stefnir í 24 milljarða Eitt af því sem veldur hagfræð- ingum hvað mestum áhyggjum er sívaxandi viðskiptahalli. I fyrra var viðskiptahallinn 9,1 milljarður, en núna er því spáð að viðskiptahallinn verði 24,2 milljarðar. Innflutningur hefur vaxið mikið, en útflutningur dregist saman. Sérstakar aðstæður skýra þetta að hluta til. Miklar fjár- festingar eru í landinu sem kalla á verulegan innflutning. Ennfremur varð verkfall á fiskiskipaflotanum í byrjun ársins til þess að tekjur af sjávarafurðum á fyrri hluta ársins eru minni en annars hefði mátt gera ráð fyrir. Arnór Sighvatsson, hagfræðingur Seðlabankans, sagði að mikill við- skiptahalli væri sérstakt áhyggju- efni. Ef ekki drægi úr honum myndi viðskiptahallinn veikja gengi krón- unnar og þar með stuðla að verð- bólgu. Arnór sagði að veruleg hætta væri á að sú þensla sem verið hefur í hagkerfinu leiddi til verðbólgu þó það gerist kannski ekki á allra næstu mánuðum. ALMENNINGUR hefur ekki notað góðærið til að greiða niður skuldir heldur kaupir bfla, ísskápa og fatnað sem aldrei fyrr. Skuldir heimil- anna halda því áfram að aukast. 115' 110 105 100 95 90 85 80 RAUNGENGI KRÓNUNNAR M. v. verðlag 1980. Vísitala, 1980 = 100 A / \v V J — S v S V \ V 1980 1985 1990 1995 '98 VIÐSKIPTAJOFNUÐUR Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1980 1985 1990 1995 '98 + ,Að mati Seðlabankans þarf að grípa til aðgerða. Þá horfum við fyrst og fremst til ríkisfjármála vegna þess að við teljum að pen- ingamálastefnan sé nokkuð aðhalds- söm,“ sagði Arnór. Tekjur ekki notaðar til að borga niður skuldir Margh' hafa á undanförnum árum vakið athygli á mikilli skuldsetningu heimilanna og lýst áhyggjum yfir þróuninni. Sú spurning vaknar þeg- ar kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um 13% frá fyrsta ársfjórð- ungi 1997 til fyrsta ársfjórðungs 1998 hvort heimilin noti ekki tæki- færið til að minnka skuldir. Tölur um útlán benda ekki til þess. Þvert á móti virðist skuldsetning heimil- anna aukast enn. Lán til einstak- linga, önnur en íbúðalán, voru t.d. 17,3% meiri í apríl sl., en í sama mánuði í íýrra. Friðrik sagði að svo virtist sem fólk gerði ráð fyrir að kaupmáttar- aukningin héldi áfram með sama hætti og verið hefði. Það væri afar óskynsamlegt að gera ráð fyrir því. Hann sagði að þörf væri á að reyna að slá á væntingar fólks. Stjórnvöld mættu kannski koma því betur til skila með yfirlýsingum, að það yrði rekin hér aðhaldssöm peningamála- stefna. „Þessi kaupmáttaraukning og vöxtur útgjalda getur ekki verið varanlegur. Vöxturinn hlýtur að verða hægari í náinni framtíð. Við verðum að reyna að lenda þessari uppsveiflu þannig að við endum í því að sjá hagvöxt en ekki sam- drátt. Hættan á samdætti er fyrir hendi ef allt fer úr böndum,“ sagði Friðrik. Þrýst á um aðhald í ríkisfjármálum Allir hagfræðingar sem tjáð hafa sig um efnahagsmál leggja áherslu á að við þessar aðstæður verði ríkis- valdið að beita meh-a aðhaldi í ríkis- fjármálum. í leiðara nýjasta heftis Hagtalna mánaðarins er bent á að hagvöxtur sé núna 1-3,5% meiri en búast mætti við í meðalárferði. Við þessar aðstæður megi áætla að tekj- ur ríkissjóðs séu 2-5 milljörðum meiri en þær væru ef hér væri með- alárferði. Það væri því umtalsverður halli á ríkissjóði ef ekki hefði komið til þessi tekjuauki og tekjur af eignasölu. I leiðaranum segir að að- hald í ríkisfjármálum sé minna á þessu ári en því síðasta. „Menn mega ekki láta það villa sér sín hversu sterk rfldsfjármálin virðast vera núna. Góð staða ríkis- sjóðs stafar að mestu leyti að aukn- um tekjum vegna þess að þenslan hefur verið þetta mikil,“ sagði Arn- ór. Amór telur nauðsynlegt að strangara aðhaldi verði beitt í ríkis- fjármálum á næstunni og þar séu tvær leiðir færar. „Ríkisstjórnin getur annaðhvort farið þá leið að hækka skatta eða skera niður út- gjöld. í öllu falli ætti að hætta við fyrirhugaðar skattalækkanh-, sem eru til þess fallnar að auka eftir- spurnina." Vaxtahækkun ekki útilokuð Arnór sagði að ein leið til að draga úr eftirspurn væri að hækka vexti. Seðlabankinn hefði alls ekki útilokað að fara þá leið, sérstaklega ef ekki kæmu til frekari aðhaldsað- gerðir í ríkisfjármálum. Þörfin á að- hald í peningamálum yrði þá meiri. Ai-nór benti hins vegar á að Seðla- bankinn hefði haldið sínum vöxtum nokkuð háum að undanfornu. Ef lit- ið væri til helstu viðskiptalanda Is- lands væru seðlabankavextir hvergi hærri nema í Bretlandi. Friðrik hefur hins vegar tak- markaða trú á að við núverandi að- stæður sé hægt að slá á þenslu með hækkun vaxta. Hann bendir á að vextir séu hár í dag sem m.a. valdi því að fjármagn streymi inn í landið og stuðli þannig að gengishækkun. Reynsla síðustu mánaða bendi til að vaxtahækkun sé ekki líkleg til að slá á eftirspurn. Hann leggur eins og Amór áherslu á að beitt verði auknu aðhaldi í ríkisfjármálum. Morgunblaðið/Arnaldur ÞINGHÚSIÐ í Osló. GLÍMT YIÐ MUN- AÐARVANDAMÁL Á STÓRÞINGINU Forseti Stórþingsins norska, Kirsti Kolle Gr0ndahl, var hér á ferð í vikunni. Kristján Jónsson ræddi við hana um deilur við 7 Islendinga, Schengen og norsk stjórnmál. DEILURNAR við íslendinga um fiskveiðimál eru rauna- legar fyrir Norðmenn. „Okkur þykir mjög slæmt að eiga í þessum deilum, viljum gjarnan finna lausn. íslendingar standa okkur nær en nokkur önnur þjóð,“ segir Kirsti Kolle Grondahl, forseti norska Stórþingsins. Hún var hér á landi nú í vikunni og var heim- sóknin í boði Ólafs G. Einarssonai-, forseta Alþingis. Gröndahl er 54 ára gömul og hefur gegnt forsetaembættinu frá 1993. Þingmaður varð hún 1977. Hún var um hríð ráðherra kirkju- og mennta- mála og síðar þróunaraðstoðar i stjórn Gro Harlem Brundtlands á ní- unda áratugnum. Hún er spurð hverjar hún telji lík- urnar á að samkomulag náist um að- ild Noregs og íslands að Schengen- samningnum sem flest aðildarríki Evrópusambandsins, ESB, hafa gert sín í milli og kveður á um að borgarar ríkjanna séu undanþegnir vegabréfa- skoðun. Schengen-samningur verði milli ríkja „Við Norðmenn setjum það skilyrði að um milliríkjasamning verði að ræða en ekki hluta af yfirþjóðlegu samstarfi ESB-ríkjanna í samræmi við Amsterdam-sáttmálann. Staðan í þessu máli breytist frá degi til dags, ég treysti mér ekki til að segja mikið um væntingarnar. En núna er það markmið okkar að ná álíka góðum árangri í viðræðunum um Schengen og búið var að gera áð- ur en Amsterdam-fundurinn var haldinn." Völd þings ESB hafa verið aukin. Telurðu að þetta muni draga úr bein- um aðgangi sem fulltrúar ríkja Frí- verslunarbandalagsins, EFTA, hafa haft að framkvæmdastjórninni í Brussel? „Nei, það tel ég ekki. Auðvitað get- ur verið erfitt að fá að tala milliliða- laust við stjórnarmennina í Brussel, það er ekki heldur auðvelt fyrir full- trúa aðildarríkja ESB í öllum tilvik- um.“ Hún segir aðspurð að þing EFTA- ríkjanna ættu að auka samstarf við Evrópuþingið og nefnir að starfandi sé tvíhliða nefnd Stórþingsins og Evrópuþingsins sem haldi fund einu sinni eða tvisvar árlega, síðast í Stafangri fyrir tveim vikum. Ekki megi heldur gleyma nefndum sem stofnaðar voru vegna Evrópska efna- hagssvæðisins, þar sé einnig hægt að hitta fulltrúa á Evrópuþinginu. Grpndahl telur mestu skipta í norskum stjórnmálum að mynduð verði sem fyrst meirihlutastjórn. Áratugir séu síðan ríkisstjórn hafi haft meirihluta á Stórþinginu og það sé óviðunandi til lengdar. Norðmenn eru nú vellauðugir vegna olíuteknanna. Er ekki stundum erfitt að fínna sér eitthvað til að þrasa um á þingi? „Það er ljóst að þegar efnahagur- inn er jafngóður og í Noregi, afgang- ur á fjárlögunum, er ekki hægt að segja að vandamálin séu yfirleitt stór. Þetta eru munaðarvandamál, borið saman við viðfangsefni annarra þjóða. En jafnframt er ljóst að við getum ekki leyft okkur að taka áhættu, valda þenslu með of mikilli eyðslu. Stjórnarseta og agi Olían endist ekki nema eitthvað fram á næstu öld, gasið lengur en við verðum að búa okkur undir framtíð án þessara tekna. Við jafnaðarmenn erum stærsti flokkurinn og gerum ráð fyrir að KIRSTI Kolle Grondahl, forseti norska Stórþingsins. setjast aftur í stjórn. Það er alveg rétt að sú staðreynd hefur viss áhrif á okkur, agar okkur. Stundum er þó snúið að fá fólk til að skilja að nauð- synlegt sé að leggja hluta af tekjun- um í sjóð. Lengi er hægt að auka enn vel- ferðina en við jafnaðarmenn viljum ekki fullnægja öllum útgjaldaóskum"* strax. Við verðum að gæta okkar, megum ekki vekja væntingar sem við getum ekki staðið við, temja okkur siði sem erfitt er að venja sig af.“ Er mikið rætt á þingfundum og göngunum um fískveiðideilurnar við Islendinga? „Ekki beinlínis í fundarsal þingsins en það er rætt í utanríkismálanefnd og atvinnumálanefnd sem hefur sjáv- arútveg á sinni könnu. Líklega er meiri áhersla lögð á málið í utanríkismálanefndinni. Þess. vegna var mjög gott að hitta að máli formann utanríkismálanefndar Al- þingis, Tómas Inga Olrich, sem hefur í hyggju að fara í heimsókn til Noregs til að ræða við starfsbræður sína í Ósló, ef til vill fer öll nefndin. Sjálf tel ég að þetta gæti orðið afar gagnlegur fundur og býð nefndarmenn hjartan- lega velkomna.“ {
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.