Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 ----------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, BALDUR BJARNASON bóndi, Vigur, andaðist miðvikudaginn 8. júlí. Sigrtður Salvarsdóttir, Björg Baldursdóttir, Jónas Eyjólfsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Óskar Óskarsson, Bjarni Baldursson, Salvar Baldursson, Hugrún Magnúsdóttir, Björn Baldursson, Ingunn Sturludóttir, Hafsteinn Hafliðason, Iðunn Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar ástkæra móðir, amma og langamma, ÁSTA STRANDBERG, Fannborg 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 8. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Jónsson, Ásta Óla Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móöir og amma, MAGGÝ ELÍSA JÓNSDÓTTIR, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, lést á Vífilsstaðaspítala að kvöldi þriðjudags- ' ins 7. júlí. Gunnar Loftsson, Anna Lísa Gunnarsdóttir, Kristján Sigurbjörnsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jónas Ágústsson og barnabörn. + Móðir okkar, SÓLEY SESSELÍA MAGNÚSDÓTTIR, Hvolsvegi 26, Hvolsvelli, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. júlí. Sjöfn H. Jónsdóttir, Einar Jónsson, Guðrún Jónsdóttir. + Við þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför HALLGRÍMS ELÍASAR MÁRUSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Hermfna Sigurbjörnsdóttir og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÞORVARÐARSONAR, Nökkvavogi 15. Guðmundur Jónsson, Ólína Melsted, Rósa Bachmann Jónsdóttir, Jóhann Jónsson, Friðgeir Jónsson, Árný Valgerður Steingrímsdóttir, Sigríður Helga Jónsdóttir, Bjarni Helgason, Bryndís Ingibjörg Jónsdóttir, Árni Björnsson, Helgi Jónsson, Sigurlaug Gréta Skaptadóttir, Hallfríður Jóna Jónsdóttir, Ingvar Árni Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRKELL G. BJÖRGVINSSON + Þórkell Gunnar Björgvinsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1932. Hann lést á heimili sínu 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björgvin Þor- steinsson, f. 15. september 1901, d. 29 mars 1968, og Sigríður Þórðar- dóttir, f. 30 júní 1907. Þau bjuggu öll sín hjúskaparár í Hamri á Selfossi. Bróðir Þórkels er Sigurður Björgvin Björgvins- son, f. 5. maí 1939. Eftirlifandi eiginkona Þór- kels er Friðsemd Eiríksdóttir frá Vorsabæ á Skeiðum, f. 22. apríl 1932. Þau bjuggu öll sín hjúskaparár á Eyravegi 5, Sel- fossi. Börn þeirra eru: 1) Þórð- ur, læknir, f. 3. nóvember 1954. Eiginkona hans er Lilja Hjart- ardóttir. Börn þeirra eru Edda Björk, f. 18. júní 1980, Þórkell, f. 27. maí 1984 og Þórður Björgvin, f. 16. september 1995. 2) Sigurvin, f. 2. september 1956. Sonur hans er Davíð Freyr, f. 3. deseinber 1980. 3) Sveinbjörn, kennari, f. 27. des- ember 1959. Eiginkona hans er Halla Torlacius. Börn þeirra eru Hrafnkell, f. 7. desember 1982, og Anna, f. 10. apríl 1987. 4) Eiríkur, líffræðingur og bú- fræðingur, f. 11. mars 1963. Eiginkona hans er Unnur Lísa Schram. Börn þeirra eru Jakob Þór, f. 21. júlí 1993, og Baldvin Ari, f. 28. júní 1996. 5) Kristrún, hjúkrun- arfræðingur, f. 27. ágúst 1971. Unnusti hennar er Anton Orn Schmidhauser. Dóttir þeirra er Emma Rún, f. 14. júlí 1994. 6) Helga, nemi í Kennarahá- skóla Islands, f. 5 nóvember 1973. Unnusti hennar er Arnar Halldórsson. Þórkell ólst upp á Selfossi. Foreldrar hans hófu búskap þar árið 1932, en faðir hans fluttist þangað þremur árum áður. Ár- ið 1949 hóf Þórkell nám í hús- gagnasmíði í Reykjavík og lauk því námi nokkrum árum síðar. Á námsárunum tók hann virkan þátt í félagsmálum og var um tíma formaður Iðnnemasam- bands íslands. Að námi loknu vann hann um tíma við húsa- og húsgagnasmíðar, en varð að hverfa frá þeim störfum sökum heilsubrests. Árið 1954 stofnaði hann verslunina Olfusá á Sel- fossi og starfaði hann upp frá því við ýmiss konar verslunar- rekstur. Síðustu árin rak hann reiðhjólaverslun og viðgerðir ásamt Sigurði bróður sínum. Þórkell verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þórkell G. Björgvinsson, tengda- faðir minn, var að mörgu leyti þversagnakenndur maður, oftast úthugsaði hann og skeggræddi hvert mál, velti fyrir sér og greindi hverja stöðu en um leið átti hann það til að taka skyndiákvarðanir og þá var ekki verið að hika við neitt. Hann var einn sá hjartahlýjasti og gjafmildasti maður sem ég hef kynnst. Ef einhver átti undir högg að sækja var hugur hans hjá lítil- magnanum. Hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur rétti óboðinn fram hjálparhönd og sá sem að- stoðina fékk vissi jafnvel ekki að Þórkell hefði komið þar nærri. Þar sem hann var aldrei með neitt hálf- kák í þessum efnum frekar en öðr- um gat hann stundum gengið full- nærri sjálfum sér þegar hann var að liðsinna fólki, en í hans huga var slíkt algjört aukaatriði. Hann átti Fríðu sína, Sigurð bróður sinn og 6 börn. Meira var ekki hægt að biðja um. Á árum áður horfði hann á og tók þátt í baráttu verkalýðsins og því var eðlilegt að hann íylgdist vel með baráttu hinna vinnandi stétta alla sína tíð. Alltaf tók hann málstað þeirra sem börðust fyrir réttindum sínum, þótt honum fyndist á stund- um að menn gerðu sér ekki grein fyrir því að til þess að ná fram sann- gjömum kröfum þarf oft að fóma einhverju um stundarsakir. Hann var þess fullviss að líf væri að þessu loknu og sú sannfæring mótaði mjög lífsviðhorf hans og gerði hann um leið að fyrirtaks huggara fyrir okkur sem hugsum eins og efasemdarmaðurinn Tómas forðum. Þórkell var afskaplega hrein- skiptinn, átti auðvelt með að sjá kjama málsins, tjá skoðanir sínar á hnitmiðaðan hátt og var ákaflega næmur á líðan og tilfinningar ann- ama. Ef eitthvað bjátaði á var hann r Blómabúáin > öa^ðskom . v/ FossvogskrrUjwgarð , V Sími: 554 0500 vakinn og sofinn í umhyggju sinni. Hann hikaði ekki við að sýna til- finningar sínar og trúlega er það ástæðan fyrir því hve létt og sjálf- sagt var að deila með honum sorg og gleði, áhyggjum og ánægju. það hef ég persónulega upplifað mörg- um sinnum í þau rúm 16 ár sem ég þekkti hann. Eg kveð tengdaföður minn með virðingu og djúpu þakklæti fyrir samfylgdina sem því miður var alltof stutt. Halla Thorlacius. Á slíkri kveðjustund sækja minningarnar á hugann sem aldrei fyrr og því fegurri sem minningin er, þeim mun sárari er söknuður- inn. Margs er að minnast þegar lit- ið er til baka og rifjaðar eru upp samverustundir með jafn ástríkum föður og þú varst. Það eru viss forréttindi að fá að fylgjast með fóður sínum í starfi og amstri hins daglega lífs. Minnist ég mín fyrst sem strákhnokka sem elti þig á röndum og vildi fá að fylgjast með því sem þú hafðir fyr- ir stafni og hjálpa eftir því sem mér væri treystandi til. Fékk ég fljótt verkefni við hæfi, því nóg var að gera og ábyrgðin óx með vax- andi getu og þroska. Sú ábyrgð og starfsreynsla sem ég öðlaðist sem unglingur í samstarfi við þig hefur verið mér mikils virði á lífsleiðinni. Þér var mjög annt um að við systkinin gengjum menntaveginn og lagðir allt sem þér var unnt af mörkum til þess að svo gæti orðið. Eg minnist þess hve vel þú fylgdist með því hvernig okkur miðaði og hvernig okkur gekk með einstaka áfanga námsins. Hvatning þín var okkur mikils virði. Af þér lærði ég að meta góðar bókmenntir. Þú varst snemma bók- hneigður og ég minnist þess er móðir mín rifjaði upp að fyrst eftir að þið kynntust eyddir þú öllu þínu sparifé í bækur. Þó svo að dregið hafi úr bókakaupum er hjúskapar- ár ykkar gengu í garð stóðstu sjaldnast freistinguna ef áhuga- verðar bækur voru annars vegar. Geymir heimili ykkar ófáar perlur bókmenntanna. Þú hafðir mjög gott vald á ís- lenskri tungu og vandaðir málfar þitt í hvívetna. Lést þú okkur systkinin strax heyra það ef þér fannst málfar okkar ábótavant. Unun var á að hlýða er þú last upp ljóð eða góða sögu. Þú varst einnig einstakur bróðir og sonur. Engum sem kynntist ykkur Sigga duldist hve samrýndir þið bræðurnir voruð og hve gott samstarf ykkar vai'. Með hjálp móður minnar hlúðuð þið að aldr- aðri móður ykkar eins vel og ykkur var unnt. I þínum huga kom aldrei annað til greina en að hún fengi að eyða síðustu æviárunum á sínu upprunalega heimili. Kalhð er komið og þú ert horfinn sjónum okkar, en eftir lifir minn- ingin um besta föður sem nokkur getur hugsað sér. Þórður. Elsku afi. Nú ert þú hjá guði. þú getur hlaupið um og hvorki gigt, hjartveiki eða neitt annað getur stöðvað þig. Þú horfir á mig ofan úr skýjunum og sérð hvað ég sakna þín mikið. Þú varst hress og kátur og vildir alltaf vera að gleðja mig. Eg vildi að þú værir ekki dáinn en kannski var best að fara svona fyrst þú varst kominn með svona veikt hjarta. En afi, þó þú sért dá- inn verður minningin um þig alltaf í hjarta mínu. Vertu sæll afi minn. Þín Anna. í sólhvítu ljósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn. Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn. Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn. (Steinn Steinarr.) Drengur góður er failinn frá. Hans verður sárt saknað um ókomna tíð. Ómæld elska hans og umhyggja fyrir okkur öllum er kært þökkuð. Hvíl í friði. Lilja Hjartardóttir. Elsku afi minn. það er erfitt að þakka þér í fáum orðum fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og sýna það hve þakklátt ég er fyrir að hafa átt þig. Ég man vel hve við þórkell, Hrafnkell og Anna hlökkuðum til að koma í heimsókn til ykkar ömmu og fá að gista á Selfossi. AJltaf vai' nóg að gera og mér leið hvergi betur en hjá ykkur. það var svo spennandi að leika sér í hjólabúðinni hjá ykkur Sigga og fylgjast með ykkur við vinnuna. Ég minnist þess einnig hve mikið fjör það var hjá okkur þegar við fórum í bfltúr með þér seint á kvöldin í Fossnesti að kaupa ís. þú hafðir heillandi persónutöfra og hafðir óendanlega margt að fræða okkur frændsystkinin um. Þær eni óteljandi sögurnar sem þú sagðir mér. Ég man sérstaklega vel hve mér fannst álfasögurnar spenn- andi. Margar af bestu æskuminn- ingum mínum em frá Selfossi. Síðan kom að mér að sýna þér og segja frá í Cincinnati þegar þið amma heimsóttuð okkur þangað. Sögusafnið átti hug þinn og þangað ætlaðir þú að koma aftur. En mest af öllu var það mannlífið í sínum mörgu og misfógra myndum sem heihaði þig og þú veltir högum fólksins mikið fyrir þér. Það var yndislegt fyrir okkur Þórkel að hafa ykkur ömmu með á fótbolta- leikina og á ýmsar samkomur í skólanum. það verður erfitt að koma í heim- sókn á Selfoss án þess að hitta þig. En minningarnar sem við varðveit- um um þig hjálpa okkur gegnum þetta erfiða tímabil og það er huggun að vita til þess að núna ertu meðal engla Guðs. Edda Björk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.