Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 47 I I i \ í I ! i I í j I /ORaií a io ei eru úrslitaleilár á HM sem enginn má missa af. Afjwí tilefni bjóðu m scetin á leikina og senniJega pau ódýrustu. Njótið spennunnar í JivíJÁarstólfrá Action Lane. ( VAJRIST ÐIÐRAÐIR ) Opið á lauqarAaqinn frá U. ll-14fyrir Unattspymuáhugamenn 'W'AmmaDOQ Lane Acteins ÓO sœtí laus Mörkinni 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www/marco.is Við styðjum við bakið á þér in að spila á fullu í 90 mín. og það er einmitt það, sem áhorfendur vilja sjá. En þau þurfa ekki að spila lengur, hægja á sér og búa sig und- ir framlengingu, sem jafnvel aldrei kemur, því hún er ekki til. Pað er þess vegna, sem liðin geta spilað á fullu. Ný tækni Það er ekki nóg að eiga góða knattspyrnumenn og láta þá keppa í drengilegum leik, heldur þarf að Breytingar á knattspyrnu Frá Jóni Brynjólfssyni: HM 98 í fullum gangi. Menn með áhuga horfa hálfan daginn á knatt- spyrnu, tvær veislur á dag. Allir bestu leikmenn og lið mættir á völlinn. Síðasta keppni einkenndist af leggjaspörkum, þegar reynt var að ná boltanum af mótherja með „leggjabrögðum", sem kallast „að tækla“. Reglum var breytt og nú er komin ný aðferð „peysutog". Ef mótherji er innan seilingar, er tog- að í peysuna svo dómari sjái ekki. Strangari reglur gegn þessum vá- gesti koma vonandi í næstu keppni. Breyting á reglum felur í sér, að knattspyrnan er í þróun. En það þarf að laga meira en leggjaspörk og peysutog. Það er ekki knatt- spyrna. Enn stendur eftir, að leik- maður getur hagnast á að brjóta. Það er ekki réttlátt. Hér er tillaga til úrbóta til umræðu fyrir þá inn- vígðu. Nýtt hugtak: „ markamínútur “ Hraður leikur er mjög skemmti- legur fyrir áhorfendur, en oft er leikurinn það ekki. Svo er það víta- spyrnukeppnin. Hana þarf að leggja af. Hún er ekki „knatt- spyrna", heldur neyðarráðstöfun til að útkljá leik, vegna þess að reglur eru lélegar. Vítaspyrnu- keppni getur komið mjög illa við menn og vegið að þeim, sem síst skyldi. Mörg dæmi um það. Hér er tillaga til að bæta úr því. Við búum til nýtt hugtak „markamínútur" (e. Goalminutes (gm)). Dæmi a: Lið A og B keppa. Leik- tími er 90 mín. A skorar eftir 5 mín. Fyrir þetta mark fær lið A 90- 5=85 „markamínútur" (gm). Lið B skorar eftir 35 mín. og fær 55 gm. Núverandi reglur segja: Jafntefli", en nýja hugmyndin er, að láta markamínútur ráða. Lið A hefur 85-55=30 gm umfram lið B og sigr- ar. Engin vítakeppni og engin leið- indi. Ef lið B skorar aftur eftir 85 mín., er staðan „lið A 1:2 lið B“ og lið B sigrar á fleiri mörkum eins og venjulega. Ekki reynir á markamínútur. í stað framlengingar og jafnvel vítakeppni ráða „markamínútur" úrslitum. Reglan er þessi: Það lið sigrar, sem skorar fleiri mörk. Ef mörk eru jafnmörg, sigrar það lið, sem hefur skorað á undan, hefur fleiri „markamínútur". Ef ekkert mark er skorað, er framlenging og síðan vítakeppni að venju. Það gerist einu sinni á 100 árum á HM og er nóg. Líka keppni við tímann Tökum sama dæmi a og áður. A skorar eftir 5 mín. og B eftir 35 mín. Á fýrsta markinu hefur A 30 gm yfir B. Nú skorar B annað markið eftir 40 mín. og fær fyrir það 50 gm og er í sigurstöðu, stað- an 1:2, en A skorar svo annað mark sitt eftir 50 mín. Þá er staðan 2:2, en markamínútur segja: „Það er ekki jafntefli 2:2.“ Lið Á hefur 85+40=125 gm, en lið B hefur 55+50=105 gm, og lið A sigrar á 20 gm. Úrslitin heita 2:2 125:105. Tökum dæmi b. Lið D skorar eft- ir 5 mín. (85 gm) og 45 mín. (45 gm), og hefur því 130 gm, en lið E skorar eftir 10 mín. (80 gm) og 15 mín. (75 gm) og hefur 155 gm og sigrar. Staðan er 2:2 og 130:55 fyrir E. Liðið, sem skoraði fyrsta mark- ið, er orðið undir á markamínútum, af því seinna markið kom svo seint. Dæmið hefur snúist við. „Markamínútur“ eru þannig mæli- kvarði á, í hve margar mínútur liðið hefur verið yfir í leiknum. Þetta felur í sér, að liðin eru ekki aðeins í keppni hvort við annað um fjölda marka, heldur líka í keppni við tímann um markamínútur. Þessi regla hvetur til að skora fyrsta markið og verðlaunar fyrir það. Eftir að lið A hefur skorað sitt 1. mark og lið B sitt 1. mark, er lið A í sigurstöðu. Lið B er með tapað- an leik og verður að berjast fyrir öðru marki. Skori lið B, og staðan orðin 1:2, er lið A með tapaðan leik og verður að berjast fyrir marki. Skori lið A og staðan orðin 2:2, eru markamínútur lagðar saman og það lið sigrar, sem hefur fleiri markamínútur. Um leið og mark hefur verið skorað og markatala orðin jöfn, liggja markamínútur fyrir, og þá er ljóst, hvort liðið er undir. Ekkert jafntefli til Eftir þessa breytingu er ekkert til, sem heitir „að jafna leikinn". Til að ,jafna leikinn", þarf bæði að jafna markatöluna og tímann (markamínúturnar) og það gerist næstum aldrei. Tíminn verður næstum alltaf annað hvort of eða van. Þessi regla útrýmir jafnteflum næstum alveg, og hún útrýmir líka framlengingum og vítaspyrnu- keppnum. Leikur byrjar á fullu og eftir fyrsta mark er aldrei jafn- teflisstaða. Það verður liðin tíð, að sætta sig við jafntefli, því jafntefli er ekki til lengur. Það er talað um, að 43. mínútan sé „markamínútan“. Ástæðan er sú, að þá geta keppendur lagt hart að sér, því það er sutt í hlé og hvfld. Með „markamínútum" verða lið- gefa þeim réttlátar reglur til að keppa eftir, þannig að góðir drengir séu ekki sárir eftir, fyrir hreina til- viljun. Þeir eiga það ekld skilið að þurfa að ganga hálfgrátandi af velli, eins og komið hefur íyrir. Með þessari breytingu væri æskilegt að hafa tímavörð og klukku, sem allir sjá, en ekki fela dómara tímavörslu. Dómari fær flautu, sem tengd er klukkunni og stoppar tímann sjálfkrafa. Tæknin er til, en hún liggur ennþá ónotuð. Því má breyta. Á tímatöflu eru skráð mörk og markamínútur. Markamínútum má einnig beita til refsingar brotum. 10 markamín- útur í sekt fyrir að snerta með sóla og síðan, hvað menn vilja. Ætli menn hætti ekki að brjóta, þegar þeir sjá tölurnar breytast á skján- um! I handbolta eru tveir dómarar, í knattspyrnu aðeins einn auk línu- varða, sem nú heita aðstoðardóm- arar. Tæknin býður upp á að end- urskoða gerðir dómara samkvæmt videómyndum jafnóðum og meta brot og beita sektum. Ef menn vilja útiloka brot, þá er þetta leiðin. Þannig geta „markamínútur“ tekið af þá agnúa, sem enn eru á knattspyrnu. JÓN BRYNJÓLFSSON, verkíræðingur, Bárugötu 20, Reykjavík. I Númerabirtar JHver er dð hringjd? Nú geturþú séð númerþess sem er að hringja, áður enþú lyftir upp tólinu. Tækið geymir síðustu so númersem hringdu og virkarþannig sem símboði á meðan þú ert ífríinu. Maxima IT 9310 y.+' Logger II Plus 781,- stgr.) Logger Mini SÍHINN Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 Afgreiðslustaðir islandspósts um land allt Bang&Olufsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.