Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 11 FRÉTTIR ÞRÖSTUR EUiðason og Aðalsteinn Pétursson með fallega veiði neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal fyrir skömmu. Laxarnir voru 5 til 15 pund. „Allir sælir“ við Straum- fjarðará ÞAÐ er „ágætis kropp fyrir vest- an“ eins og Ástþór Jóhannsson, einn leigutaka Strauinfjarðarár, lýsti veiðiskap í ánni að undan- fórnu í samtali við Morgunblaðið. „Veiðin er talsvert betri en í fyrra og nú er rigningin komin og þá ætti ástandið að batna enn frekar. Hver stöng tekur á bilinu einn til þrjá laxa á dag og allir eru sælir. Eg frétti af mönnum sem voru í holli sem tók hátt í 200 laxa í Norðurá en voru sjálfir bara með fjóra laxa, þannig að magnið og sælan eru afstæð á stundum," sagði Ástþór. Fyrstu laxarnir eru komnir á land úr Reykjadalsá í Borgar- firði, sem er gott, því hún er al- ræmd síðsumarsá. Lax hefur raunar víða sést, en tekið illa í bjartviðrinu og vatnsleysinu. Það gæti breyst nú um stundir þar sem flóðgáttir himins eru brostn- ar. Sjóbleikjuveiði glæðist Þá eru fyrstu laxarnir komnir úr Hrolleifsdalsá á Skaga. Nokk- ur stykki, þar af einn sextán punda. Annars er Hrollan fyrst og fremst sjóbleikjuá og er sá veiðiskapur að taka við sér þessa dagana. Rúmlega sjötíu laxar hafa veiðst í Straumunum í Borgar- firði það sem af er sumri. Það er svipuð tala og veiddist á svæðinu allt síðasta sumar. Laxinn hefur legið mikið á þessum slóðum vegna vatnsleysis og birtu, m.a. hefur verið döpur veiði í Gljúfurá sem ásamt Norðurá myndar Straumana þar sem þær renna sameiginlega til Hvítár. Vætutíð- in gæti kippt Gljúfurá í lag. Doktor í við- skiptafræði •PÁLL M. Ri'kharðsson varði dokt- orsritgerð sína Mat á umhverfisár- angri fyi-irtækja: Kerfi og stefnur, hinn 20. maí sl. við Viðskiptaháskól- ann í Árósum. Andmælendur voru Tage Rasmus- sen dósent við Við- skiptaháskólann í Árósum, Richard Welford, prófessor við Háskólann í Huddersfield í Englandi og Lars Finsen, umhverfis- stjóri Danfoss í Danmörku. Doktors- verkefnið er unnið fyrir ráðgjafarfyr- irtækið Price Waterhouse þar sem Páll hefur starfað síðan 1994. Doktors- nám Páls var svonefnt iðntengt dokt- orsnám sem hlaut styrk frá Akademi- et for de Tekniske Videnskaber. Leið- beinandi Páls var John Ulhoi, lektor við Viðskiptaháskólann í Ái’ósum. Ritgerðin fjallar um möguleika fyr- irtækja á að vega og meta umhverfis- áhrif á skipulagðan hátt og notkunar umhverfislykiltalna og upplýsinga- tækni í þeim tiigangi. Aðferðir 20 danskra og 4 enskra stórfyrirtækja við mat á umhverfisárangri og birting umhverfisupplýsinga í umhverfis- skýrslum fyrirtækjanna voru rann- sakaðar. Ennfremur hannaði Páli um- hverfisupplýsingakerfi fyrir tvö dönsk stórfyrirtæki og kannaði hvernig það gæti samlagast þeim uppiýsingakerfum sem fyrii- voru í fyrirtækjunum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru tvær. I fyrsta lagi að skipulegt mat á umhverfisárangri getur leitt til töluverðs sparnaðai' fyrir fyrirtæki og samtímis komið umhverfinu til góða vegna minni mengunar og umhverfis- spjalla. í framhaldi af því gagnrýnir ritgerðin meðal annars hinn væntan- lega ISO 14031 staðal um mat á um- hverfisárangri fyrirtækja og sýnir fram á hvernig bæta má þá aðferða- fræði sem notuð er í staðlinum. í öðru lagi sýnir ritgerðin hvemig nota má upplýsingatæknina til söfnunar og vinnslu umhverfisgagna og dreifingu þeirra til stjórnenda og hagsmunaað- ila fyrirtækisins. Til dæmis geta fyr- irtæki nýtt sér þá tækni sem liggur að baki Internetinu, valið að breyta t.d. bókhaldskerfum eða framleiðslu- stjórnunarkerfum í uphverfisupplýs- ingakerfi eða keypt staðlað umhverf- isupplýsingakerfi. Þróun og sala slíkra kerfa er ört vaxandi iðnaður og bjóða mörg þekkt kerfi eins og t.d. Concorde, Oracle og SAP uppá stöðl- uð umhverfisupplýsingakerfi. Síðastliðin ár hefur Páll skrifað margar greinar um umhverfisstjórn- un og umhverfisreikningsskil í dönsk og ensk vísindarit svo sem Business Strategy and the Environment, Eco- Management and Auditing, Greener Management International og Virksomhedens Miljohándbog. Einnig hefur Páll skrifað kafla í kennslubækur um umhverfisstjórnun og umhverfisreikningsskil og skrifað greinar í dagblöð og fagtímarit í Dan- mörku, Englandi og Bandaríkjunum. Páll ritstýrði á síðasta ári, ásamt öðr- um, bók um umhverfisreikningsskil sem kallaðist „Virksomhedens Miljoregnskab" og var gefin út af Borsens Forlag í Danmörku. Páll lauk námi í viðskiptafræði við Háskóla íslands árið 1991 og cand merc. námi frá Viðskiptaháskólanum í Árósum árið 1993. Hann er fæddur árið 1966 í Reykjavík og er sonur Rík- harðs Jónssonar fv. skipstjóra (d. 15. maí 1997) og Huldu Guðmundsdöttur leiðbeinanda. Stjúpfaðir Páls er Örn Guðmundsson húsasmíðameistari í Reykjavík. Páll er kvæntur Lone Rebsdorf, sálfræðingi og eiga þau tvær dætur. Hann starfar sem um- hverfisstjómunarráðgjafi hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Price Waterhouse í Danmörku og kennir jafnframt um- hverfisreikningshald við Viðskiptahá- skólann í Árósum. 3 manna Svefnpokar f. bom Box- vindsængur og fullorðna 1.500,- Verð fra aðeins Tvíbreió 120x200x8 sm: tmangrunar■ dýna Draco Embreió 74x198x8 sm: bakpokar 185x50 sm 36 lítra 4 manna: • Lofí" ; einangrunar- I dýna ^ 180x50 sm. Jk • SMÁRATORG11, 200 KÓP. REYKJAVlKURVEGI 72 • ■I Q 510 7000 220 HAFNARFJÖRÐUR • 0 HOLTAGÖRÐUM, 104 RVÍK S 565 5560 0 S 588 7499 SKEIFUNN113,108 RVÍK B 568 7499 NORÐURTANGA 3,600 AK. Q 462 6662
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.