Morgunblaðið - 10.07.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.07.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 11 FRÉTTIR ÞRÖSTUR EUiðason og Aðalsteinn Pétursson með fallega veiði neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal fyrir skömmu. Laxarnir voru 5 til 15 pund. „Allir sælir“ við Straum- fjarðará ÞAÐ er „ágætis kropp fyrir vest- an“ eins og Ástþór Jóhannsson, einn leigutaka Strauinfjarðarár, lýsti veiðiskap í ánni að undan- fórnu í samtali við Morgunblaðið. „Veiðin er talsvert betri en í fyrra og nú er rigningin komin og þá ætti ástandið að batna enn frekar. Hver stöng tekur á bilinu einn til þrjá laxa á dag og allir eru sælir. Eg frétti af mönnum sem voru í holli sem tók hátt í 200 laxa í Norðurá en voru sjálfir bara með fjóra laxa, þannig að magnið og sælan eru afstæð á stundum," sagði Ástþór. Fyrstu laxarnir eru komnir á land úr Reykjadalsá í Borgar- firði, sem er gott, því hún er al- ræmd síðsumarsá. Lax hefur raunar víða sést, en tekið illa í bjartviðrinu og vatnsleysinu. Það gæti breyst nú um stundir þar sem flóðgáttir himins eru brostn- ar. Sjóbleikjuveiði glæðist Þá eru fyrstu laxarnir komnir úr Hrolleifsdalsá á Skaga. Nokk- ur stykki, þar af einn sextán punda. Annars er Hrollan fyrst og fremst sjóbleikjuá og er sá veiðiskapur að taka við sér þessa dagana. Rúmlega sjötíu laxar hafa veiðst í Straumunum í Borgar- firði það sem af er sumri. Það er svipuð tala og veiddist á svæðinu allt síðasta sumar. Laxinn hefur legið mikið á þessum slóðum vegna vatnsleysis og birtu, m.a. hefur verið döpur veiði í Gljúfurá sem ásamt Norðurá myndar Straumana þar sem þær renna sameiginlega til Hvítár. Vætutíð- in gæti kippt Gljúfurá í lag. Doktor í við- skiptafræði •PÁLL M. Ri'kharðsson varði dokt- orsritgerð sína Mat á umhverfisár- angri fyi-irtækja: Kerfi og stefnur, hinn 20. maí sl. við Viðskiptaháskól- ann í Árósum. Andmælendur voru Tage Rasmus- sen dósent við Við- skiptaháskólann í Árósum, Richard Welford, prófessor við Háskólann í Huddersfield í Englandi og Lars Finsen, umhverfis- stjóri Danfoss í Danmörku. Doktors- verkefnið er unnið fyrir ráðgjafarfyr- irtækið Price Waterhouse þar sem Páll hefur starfað síðan 1994. Doktors- nám Páls var svonefnt iðntengt dokt- orsnám sem hlaut styrk frá Akademi- et for de Tekniske Videnskaber. Leið- beinandi Páls var John Ulhoi, lektor við Viðskiptaháskólann í Ái’ósum. Ritgerðin fjallar um möguleika fyr- irtækja á að vega og meta umhverfis- áhrif á skipulagðan hátt og notkunar umhverfislykiltalna og upplýsinga- tækni í þeim tiigangi. Aðferðir 20 danskra og 4 enskra stórfyrirtækja við mat á umhverfisárangri og birting umhverfisupplýsinga í umhverfis- skýrslum fyrirtækjanna voru rann- sakaðar. Ennfremur hannaði Páli um- hverfisupplýsingakerfi fyrir tvö dönsk stórfyrirtæki og kannaði hvernig það gæti samlagast þeim uppiýsingakerfum sem fyrii- voru í fyrirtækjunum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru tvær. I fyrsta lagi að skipulegt mat á umhverfisárangri getur leitt til töluverðs sparnaðai' fyrir fyrirtæki og samtímis komið umhverfinu til góða vegna minni mengunar og umhverfis- spjalla. í framhaldi af því gagnrýnir ritgerðin meðal annars hinn væntan- lega ISO 14031 staðal um mat á um- hverfisárangri fyrirtækja og sýnir fram á hvernig bæta má þá aðferða- fræði sem notuð er í staðlinum. í öðru lagi sýnir ritgerðin hvemig nota má upplýsingatæknina til söfnunar og vinnslu umhverfisgagna og dreifingu þeirra til stjórnenda og hagsmunaað- ila fyrirtækisins. Til dæmis geta fyr- irtæki nýtt sér þá tækni sem liggur að baki Internetinu, valið að breyta t.d. bókhaldskerfum eða framleiðslu- stjórnunarkerfum í uphverfisupplýs- ingakerfi eða keypt staðlað umhverf- isupplýsingakerfi. Þróun og sala slíkra kerfa er ört vaxandi iðnaður og bjóða mörg þekkt kerfi eins og t.d. Concorde, Oracle og SAP uppá stöðl- uð umhverfisupplýsingakerfi. Síðastliðin ár hefur Páll skrifað margar greinar um umhverfisstjórn- un og umhverfisreikningsskil í dönsk og ensk vísindarit svo sem Business Strategy and the Environment, Eco- Management and Auditing, Greener Management International og Virksomhedens Miljohándbog. Einnig hefur Páll skrifað kafla í kennslubækur um umhverfisstjórnun og umhverfisreikningsskil og skrifað greinar í dagblöð og fagtímarit í Dan- mörku, Englandi og Bandaríkjunum. Páll ritstýrði á síðasta ári, ásamt öðr- um, bók um umhverfisreikningsskil sem kallaðist „Virksomhedens Miljoregnskab" og var gefin út af Borsens Forlag í Danmörku. Páll lauk námi í viðskiptafræði við Háskóla íslands árið 1991 og cand merc. námi frá Viðskiptaháskólanum í Árósum árið 1993. Hann er fæddur árið 1966 í Reykjavík og er sonur Rík- harðs Jónssonar fv. skipstjóra (d. 15. maí 1997) og Huldu Guðmundsdöttur leiðbeinanda. Stjúpfaðir Páls er Örn Guðmundsson húsasmíðameistari í Reykjavík. Páll er kvæntur Lone Rebsdorf, sálfræðingi og eiga þau tvær dætur. Hann starfar sem um- hverfisstjómunarráðgjafi hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Price Waterhouse í Danmörku og kennir jafnframt um- hverfisreikningshald við Viðskiptahá- skólann í Árósum. 3 manna Svefnpokar f. bom Box- vindsængur og fullorðna 1.500,- Verð fra aðeins Tvíbreió 120x200x8 sm: tmangrunar■ dýna Draco Embreió 74x198x8 sm: bakpokar 185x50 sm 36 lítra 4 manna: • Lofí" ; einangrunar- I dýna ^ 180x50 sm. Jk • SMÁRATORG11, 200 KÓP. REYKJAVlKURVEGI 72 • ■I Q 510 7000 220 HAFNARFJÖRÐUR • 0 HOLTAGÖRÐUM, 104 RVÍK S 565 5560 0 S 588 7499 SKEIFUNN113,108 RVÍK B 568 7499 NORÐURTANGA 3,600 AK. Q 462 6662

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.