Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Varaformaður BHM Smáleið- rétting á samkeppn- isstöðu UNNUR Steingrímsdóttir, varafor- maður Bandalags háskólamanna, segir að 50% hækkun á grunnlaun- um til háskólaprófessora feli í sér smáleiðréttingu á samkeppnisstöðu háskólans í erfiðri baráttu um hæf- ustu starfskraftana. Unnur sagðist ekki hafa séð úr- skurðinn og ekki vita annað um mál- ið en það sem hún hefði séð í fjöl- miðlum. „En sem háskólamaður veit ég að háskólinn er langt frá því að vera samkeppnisfær um hæft fólk á vísindasviði í raun og veru þótt þar vinni vissulega hæft fólk fyrir sult- arlaun," sagði Unnur. Hún sagði að íslenskt menntafólk sem ákvæði að koma heim til starfa við háskólann færði miklar fórnir í launum því að þetta fólk væri gjald- gengt til starfa við erlenda háskóla þar sem miklu betri laun væru í boði. Háskólinn nálgast að vera samkeppnisfær Hún sagði að eftir þessa hækkun nálgaðist háskólinn það að vera samkeppnisfær í bili þótt enn vant- aði mikið á að hann og íslenskt at- vinnulíf almennt mætu þekkingu að verðleikum og væru samkeppnisfær í alþjóðlegri samkeppni þar sem þekkingarþjóðfélög á upplýsingaöld borguðu góð laun fyrir þekkingu. Unnur sagði einnig að sér fyndist fáránlegt að háskólaprófessorar væru sviptir rétti til að semja um kaup sitt og kjör og bundnir við úr- skurð stofnunar eins og Kjaranefnd- ar. Um fordæmisgildi hækkunarinn- ar fyrir aðra hópa háskólamanna sagði Unnur að hækkunin hefði áreiðanlega visst fordæmisgildi en samningar væru ekki lausir fyrr en í lok ársins 2000 og engar aðgerðir yrðu fyrr en þá nema það sem ein- staklingsbundnar kynnu að ákveða hver fyrir sig. Andlát BALDUR BJARNASON í VIGUR BALDUR Bjarnason, bóndi í Vigur í ísafjarðardjúpi, lést á miðvikudag, 79 ára að aldri. Baldur var fæddur 9. nóvember árið 1918. Hann starfaði mikið að fé- lagsmálum í sinni sveit; var oddviti og sýslunefndarmaður og virkur í fé- lagsmálum síns héraðs. Árið 1953 tók Baldur við búi í Vig- ur af foreldrum sínum, Bjarna Sig- urðssyni og Björgu Björnsdóttur, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sal- varsdóttur og bróður sínum, Birni. Arið 1985 hætti hann búskap í Vigur og synir þeirra Baldurs og Sigríðar tóku þá við. Baldur kvæntist eftirlifandi konu sinni 14. júlí 1951 og eignuðust þau fimm börn og lifa þau fóður sinn. ASÍ og VSÍ um 50% hækkun grunnlauna prófessora Áhyggjur af hækkunum í opinbera geiranum FORSVARSMENN aðila vinnu- markaðarins segjast hafa áhyggjur af því að opinberir starfsmenn fái mun meiri hækkanh- en samið var um í almennum kjarasamningum. Þetta kom fram í viðbrögðum fram- kvæmdastjóra ASÍ og VSÍ við fregnum af úrskurði kjaranefndar um hækkanir á launum prófessora. „Eg hef ekki séð þennan úr- skurð. Ég veit ekki hvað er að ganga inn í þetta eða hvaða hækk- unaráhrif þetta hefur og hef raunar ekki yfirlit yfir það hvað hefur verið að gerast í háskólanum þannig að ég get ómögulega tjáð mig um það,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að mér sýnist að launahækkanir í opinbera kerfinu séu mjög miklar bæði samkvæmt lögmætum ákvörðunarferlum, eins og hér er um að tefla, og þá ekki síður niður- stöður út úr ólöglegum aðgerðum á borð við þær sem hjúkrunarfræð- ingar hafa staðið fyrir og fleiri stéttir hafa boðað að þær hyggist grípa til. Það er mér mikið áhyggjuefni,“ sagði Þórarinn. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands, sagðist ekki hafa séð og kynnt sér úrskurð Kjaranefndar, aðeins heyrt af hon- um í fjölmiðlum. „Þar af leiðandi finnst mér erfitt að segja til um þetta,“ sagði Ari. Hann sagði að einnig virtist sér sem niðurstöðu í þessu máli hefði verið beðið í eitt og hálft ár og það vekti sig til umhugs- unar um hve hentugur aðili kjara- nefnd væri til að úrskurða í svona málum. „Ég veit að prófessorar hafa beð- ið eftir niðurstöðu í óralangan tíma. Það flækir málið. Svo er greinilegt af því sem ég hef heyrt úr fréttum að þarna er verið að gera breyting- ar á vinnufyrirkomulagi; yfirvinnu- greiðslum og slíku," sagði hann. Ýmsir fyrirvarar „Þannig að það þarf að hafa ýmsa fyrirvara en þegar maður heyrir tölurnar lykta þær óneitan- lega af því að þarna sé einn hópur- inn enn í þjónustu ríkisins að fá verulega umfram það sem aðrir hafa fengið. Það verður náttúrlega bara til þess að það, sem kraumar ofan í pottinum, hitnar ennþá meira.“ Hann sagði að nú þegar þetta bættist við hækkanir til lækna, hjúkrunarfræðinga og það sem aðrir hópar hafa fengið um- fram það sem samið var um í al- mennu kjarasamningunum virðist allt hníga í sömu áttina. Ari sagði að málið liti þannig út að ríkið, sem tók þátt í því fyrir rúmu ári að sátt komst á um kjara- stefnu, sé nú á góðri leið með að koma málum þannig fyrir að flestir eða allir séu orðnir ósáttir. „Það er svo greinilegt að sumir fá miklu meira en aðrir. Það verður til þess að vandræðin verða miklu meiri þegar lokinu verður lyft af pottin- um, hvort sem það verður þegar samningar renna út, eða hvort þetta brýst út með einhverjum hætti fyrr, sem er erfitt að segja til um,“ sagði Ari Skúlason. Hjálpar- stofnunin aðstoðar í Suður- Súdan HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar hefur sent sem svarar einni milljón króna til hjálparstarfa í Suður- Súdan. Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, seg- ir ástandið í landinu slæmt, hund- ruðum þúsunda manna sé ógnað af hungursneyð sem stafi af stríðsá- tökum og þurrkum. Alþjóðásamtök kirkjuhjálpar- stofnana í Genf hafa beðið aðildar- kirkjur um að bregðast skjótt við með framlög en hjálparstarf í Suð- ur-Súdan er þegar byrjað. Hjálp- arstofnun kirkjunnar leitar nú jafnframt til landsmanna um fram- lög í verkefnið og verður söfnunar- reikningur hjá SPRON opinn út ágúst. Reikningsnúmerið er 1150- 26-9800. „Neyðin fer ekki í frí og þess vegna hvet ég landsmenn til að bregðast við með framlögum og þar skipta öll framlög máli þegar þau safnast saman,“ sagði Jónas Þórisson. Morgunblaðið/Arnaldur CHEN Yuao náði bestum árangri á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Ólympfuleikarnir f eðlisfræði Kínverjar sigursælir JÓN Eyvindur Bjarnason var hæstur fslensku keppendanna. Þegar litið er á röð keppenda virðast Norðurlandabúar al- mennt raða sér í neðri sætin. Fjórir Danir fengu viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur en engin viðurkenning kom í hlut norska, sænska og finnska liðs- ins. ^ Viðar segir aðstandendum Ólympíuleikana á íslandi mikið hafa verið hrósað fyrir fram- kvæmd og skipulagningu leik- anna sem og fyrir verkefnin sem lögð voru fyrir keppendur. „Við erum vitaskuld ánægð með það og þá vakningu sem orðið hefur í eðlisfræðiheiminum á Is- landi í tengslum við fram- kvæmdina.“ VERÐLAUN á Ólympíuleikun- um í eðlisfræði voru veitt við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Chen Yuao frá Kína var stigahæstur keppenda, hlaut 47,5 stig af 50 mögulegum. Yuao hlaut sérstök verðlaun fyrir þann árangur og gullverð- laun. Þau eru veitt öllum kepp- endum sem eru með yfír 90% árangur miðað við meðaltal þriggja efstu keppenda og voru 11 þátttakendur sem náðu þeim árangri. Þar á meðal var allt kínverska Iiðið, fimm manns, tveir Rússar, einn Pólverji og einn keppandi frá Iran. Að sögn Viðars Ágústssonar hafa Kínveijar staðið sig mjög vel á undanfómum Ólympíuleik- um. „Kínveijar hafa úr svo mörgum að velja auk þess sem þeir hefja þjálfun efnilegra eðl- isfræðinema á unga aldri þannig að þetta á sér sínar skýringar." Ein viðurkenning til íslendinga Alls vora veitt 136 verðlaun og viðurkenningar á Ólympíu- leikunum en keppendur voru BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra afhenti keppendum verð- launin. 260. Fimmtán keppendur hlutu silfurverðlaun sem veitt eru fyr- ir yfir 78% árangur, 43 brons- verðlaun sem veitt eru fyrir yfir 65% árangur og 67 hlutu viður- kenningu fyrir yfír 50% árang- ur miðað við meðaltal þriggja efstu keppenda. Einn Islendingur var í hópi verðlaunahafa, Jón Eyvindur Bjarnason. Jón var í 113.-114. sæti keppninnar og hlaut viður- kenningu fyrir árangurinn. Jón hlaut einnig viðurkenningu á Ólympíuleikunum í fyrra og segir Viðar árangur íslensku keppendanna svipaðan og und- anfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.