Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hvað ber að gera? „Hvað ber að gera?“spurði V.I. Lenín á sínum tíma. Þessi spurn- ing á ekki einungis erindi við pólitíska afkomendur hans Eftir Ásgeir Sverrisson NNÚ þegar umtals- verður hluti ís- lenskra vinstri- manna hefur afráð- ið að leita að nýj- um sameiginlegum tilveru- grundvelli næn-i miðju stjórn- málanna er lýðræðinu nauðsyn- legt að flokkarnir í landinu skýri og skerpi helstu baráttumál sín. Ekki er unnt að líta á fyrirsjáan- leg endalok Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista sem afmarkaðan pólitískan við- burð heldur mun áhrifa hans gæta í öllu stjórnmálalífí íslend- inga. Eftir því sem kosningar næsta árs fær- VIÐHORF ast nær hljóta kjósendur að gera þá kröfu til stjómmála- aflanna í land- inu að þau útskýri í hverju sér- staða þeirra er fólgin. Sífellt erf- iðara verður á hinn bóginn að svara þeirri spumingu og ekki verður það verk léttara þegar nýr flokkur sameinaðra jafnað- armanna hefur tekið sér stöðu nærri miðjunni þar sem fyrir era tveir flokkar sem ómögulegt er að greina að:Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur. Eftir hinn sögulega auka- landsfund Alþýðubandalagsins um liðna helgi hafa þau stór- merku tíðindi gerst að íslenskir sósíalistar standa uppi án flokks. Flestir þekktustu leiðtogar bandalagsins, þingmenn til margra ára og fyrram ráðsmenn í ríkisstjórnum, urðu undir á fundi þessum. Við hlýtur að blasa að stofnaður verði nýr flokkur sósíalista. Svavar Gestsson setur fram sögulega skýringu á átökum þessum í síðasta tölublaði Hug- myndar en svo nefnist blað er hann heldur úti á netinu. Þessi áhrifamikli félagi í forystusveit- inni segir: „Nú er ímynd Al- þýðubandalagsins átök enn einu sinni. Fyrrverandi formaður þess, Ólafur Ragnar Grímsson, taldi átök nauðsynleg í flokkn- um. Þar með varð átakaímyndin aðalsvipur fiokks okkar um margra ára skeið. Það var nú að lagast; ekki síst með þeirri málamiðlun sem náðist á lands- fundinum í fyrra. Nú er átaka- myndin aftur orðinn veraleik- inn.“ Þetta er athyglisverð skýring og til marks um hversu langvinn og djúpstæð átökin í Alþýðu- bandalaginu eru. Ætla hefði mátt að þau væra tilkomin sök- um hugmyndafræðilegs ágrein- ings um hvernig bregðast bæri við breyttum aðstæðum. En svo er ekki. Skýring Svavars Gests- sonar rennir stoðum undir þá kenningu að átökin í Alþýðu- bandalaginu séu miklu fremur tilkomin vegna persónulegra ill- deilna og valdabaráttu einstakra manna. Forvitnilegt verður að sjá hver hlutur núverandi for- seta lýðveldisins verður þegar saga þessi verður gerð upp. Alltjent virðist hann hafa séð lengra fram á veginn en flestir félagar hans þegar hann ákvað að yfirgefa skipið og gerast skoðanalaust „sameiningartákn þjóðarinnar". Engum blöðum er um það að fletta að sú ákvörðun Alþýðu- bandalags að ganga til sameigin- legs framboðs skapar tómarúm á vinstri vængnum. Alþýðu- flokkurinn nálgast þetta sam- starf úr gagnstæðri átt, frá hægri, og sækir hratt yfír miðj- una. Virðist svo sem neytenda- og þéttbýlissjónarmið þau sem hafln vora upp í formannstíð Jóns Baldvins Hannibalssonar heyri nú sögunni til ásamt „opn- unar -“ og Evrópustefnunni sem nú er vart minnst á enda skilaði þessi sérstaða engan veginn því fylgi sem stefnt var að. Þannig verður nú ekki annað séð en að þrír flokkar miðju- manna bjóði fram í þingkosning- unum á næsta ári, Jafnaðar- mannaflokkurinn nýi, sem þó mun leitast við að skilgreina sig vinstra megin við miðjuna og miðjuflokkarnir tveir Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn, sem báðir era flokk- ar þjóðlegra íhaldsmanna. Tvennt er við þessa þróun að athuga. I fyrsta lagi má halda því fram með gildum rökum að það sé ekki lýðræðinu til fram- dráttar að kjósendur fái ekki greint neinn mun á flokkum þeim sem bjóða fram í kosning- um. I annan stað kennir reynsl- an að einstakar persónur öðlast óeðlilegt vægi í stjórnmálalífínu þegar aðgreinandi málefni skortir. Leiðtogadýrkun getur af sér valdsmennsku og hroka líkt og ítrekað hefur komið í ljós bæði í landsstjórninni og í borg- arstjórn Reykjavíkur að undan- förnu. Sökum þessa hlýtur tilkoma Jafnaðarmannaflokksins nýja að verða til þess að knýja önnur stjórnmálaöfl í landinu til að gera skilmerkilega grein fyrir stefnu sinni og upplýsa kjósend- ur um hvað það er nákvæmlega sem greinir þau frá öðrum flokkum í hugmyndafræðilegu og málefnalegu tilliti. Þessari spurningu verður af vaxandi þunga beint til miðjuflokkanna tveggja, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, því ekki verður séð að ágreiningur sé með þessum samtökum í nokkram þeirra stærri mála sem þjóðin stendur frammi fyr- ir. Því er það svo að það eru ekki eingöngu vinstri öflin í Alþýðu- bandalaginu, þjóðernissósíalist- ar, miðstýringarmenn, NATO- andstæðingar og „samneyslu"- sinnar sem nú standa uppi án flokks. Það sama á við um hægrimenn í landinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins telja hags- munum sínum best borgið með því að staðsetja sig á miðjunni, þétt við hlið Framsóknarflokks- ins og þær „hægri áherslur" sem einkenndu Alþýðuflokkinn í formannstíð Jóns Baldvins Hannibalssonar heyra sögunni til. „Hvað ber að gera?“ spurði V.I. Lenín á sínum tíma. Þessi spurning á ekki einungis erindi við pólitíska afkomendur hans. Herferð gegn henti- fánum í hálfa öld í ÁR eru liðin 50 ár frá því að ITF hóf herferð sína gegn útflöggun kaupskipa. ITF hefur ákveðið að minnast þessa atburðar á margvíslegan hátt. Haldnar verða ráð- stefnur um stöðu kaupskipasiglinganna í dag þar sem aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar stjórnvalda gera grein fyrir sjón- armiðum sínum. ITF hefur fest kaup á flutn- ingaskipi sem mun leggja upp í heimssigl- ingu frá Lundúnum 7. júli nk. og verður fyrsti viðkomu- staður skipsins Reykjavík. Hingað kemur skipið 10. júlí og fer hinn 13. til Björgvinjar. Úm borð er sýning sem lýsir aðstæðum til sjós, henti- fánafyiirkomulaginu, herferðinni gegn hentifánum og fleira sem að greininni snýr. Eg hvet sem flesta til að fara um borð og skoða þessa sýningu sem eiga kost á því. Að- gangur er ókeypis. En hversu vel hefur tekist til þeg- ar hentifánaherferðin er annars veg- ar? Hvað hefur áunnist þegar tvö helstu markmið herferðarinnar era annars vegar - að reka skipin aftur undir eigin þjóðfána og að bæta kjör og vemda réttindi þeirra sem starfa um borð í þessum skipum? Svarið við fyrri hluta spurning- arinnar er að hentifánaskipum hef- ur fjölgað jafnt og þétt frá 1948, þegar þing ITF í Osló ákvað að hrinda henni af stað. Sú þróun er eftirfarandi: 1950 5,6% allra kaupskipa heims undir hentifána 1960 26,1% 1970 29,7% 1980 31,6% 1990 32,4% 1994 42,0% 1996 46,0% Kaupskipafloti heims er í öram vexti. Vöruflutningaskipum fjölg- aði í fyrra um 3,6% í 457,5 millj. brúttótonn. Aukningin hefur verið samfelld undanfarinn áratug og er áætluð 6% á ári fram til ársins 2005. Stærstu skráningarlönd kaupskipa era Panama, Líbería, Kýpur, Bahama, NIS (alþjóðlega norska skipaski'áin), Malta, Singapúr, Hong Kong, St Vincent og DIS (alþjóðlega danska skipa- skráin). Allar þessar skipaski-ár eru annað hvort hentifánaskrár eða aukaskrár eigin landa (DIS og NIS) eða lönd sem útgerðarmenn annarra landa snúa sér til (Singapúr og Hong Kong). Um 14.000 skip sigla undir hentifánum. Sú staðreynd að herferðin hefur ekki náð fram þeirri kröfu að skip- in sigli undir eigin þjóðfána jafn- gildir því ekki að sá hluti hennar hafi mistekist. Sú staðreynd að hugtakið hentifáni er neikvætt er fyrst og fremst herferðinni að þakka. Það er jafnframt staðreynd að ef ITF tækist ekki að ná fram lágmarkskjörum um borð í henti- fánaskipum þá væri staða sjó- mannanna enn verri en nú er. Margir sem hafa fylgst með her- ferðinni óttast að hrun Sovétríkj- anna og Austur-Evrópu muni hafa í íbr með sér fjöldaframboð á ódýra vinnuafli frá þessum löndum á vestrænum vinnumarkaði til sjós. Jafnframt að Kína muni grafa und- an herferð ITF með því að bjóða fram fólk á lágmarkslaunum. Þetta hefur ekki ennþá gerst og ennþá „knýr“ ITF fram samninga um borð í hentifánaskipum. Hækkun lágmarkslauna ITF fyrir háseta úr 1.000 $ í 1100 $ 1994 ög aftur í 1200 $ 1998 virðist engu hafa breytt um framboð sjómanna á lágmarkskjör- um ITF. Kjarasamningum ITF um borð í hentifánaskip- um hefur fjölgað úr: 2.358 árið 1993, 4.099 árið 1996 og yfir 5.000 árið 1997 og þeim heldur áfram að fjölga. Aftumrkar kaup- greiðslur sem ITF innheimti fyrir áhafnir hentifánaskipa námu: 1993 10 millj. $ 1996 22 millj. $ 1997 33 millj. $ Hve margir farmenn njóta verndar ITF? í sameiginlegri skýrslu sem birt var í árslok 1995 af tveimur útgerðar- samtökum, International Shipping Federation og Baltic and International Maritime Council, er talið að sjómenn séu samtals 1,234 milljónir manna í heiminum Árið 1996 sigldu 46% kaupskipa heims undir hentifánum. Jónas Garðarsson fjallar urn baráttu ITF gegn út- flöggun kaupskipa. (409.000 skipstjórnarmenn - þ.e. skipstjórar, vélstjórar og stýri- menn - og 825.000 hásetar). Heimsflotinn telur um 81.000 skip (yfír 100 tonn), eða um 15,23 menn á skip. Ef þessar tölur era bornar saman við 14.000 hentifánaskip, þá era 213.284 sjómenn, eða 17% sjó- manna um borð í hentifánaskipum. Sú staðreynd að 1996 vora um 4.100 manns á kjarasamningum viðurkenndum af ITF þá ná ITF samningarnir til um 62.000 sjó- manna, eða 29% þeirra. Þessi 29% njóta þeirra trygginga, launa og annarra kjara sem ITF getur tryggt þeim. I einstökum henti- fánahópum er þetta hlutfall hærra. T.d. um 48% þeirra sem starfa um borð í skipum undir Líberíu fána, 39% þeirra sem starfa undir Ba- hama fána, svo dæmi sé tekið. í ÞESSARI þriðju grein um orða- notkun í tengslum við sjávarútvegs- mál, mun ég fjalla um orðið gjafa- kvóti. Áður ritaði ég um orðin eigna- tilfærsla og sægreifí sem hafa mikið verið notuð í áróðri „Þjóðvaka um þjóðareign" gegn íslenskum sjávar- útvegi. I fjórðu greininni mun ég fjalla um orðið þjóð. Að þessu sinni er gjafakvóti orð dagsins. Eftir minni máltilfinningu er þetta ljótt orð. Það er samsett úr tveimur orð- um og upphafsstafír þeirra, gj og kv, hljóma kauðalega í hi-ynjanda orðs- ins. Gjafakvóti stendur tæplega undir því að teljast fullkomið nýyrði, því fyrri hluti orðsins hefur oft verið notaður með svipuðum hætti í tungumálinu. Má nefna orð eins og gjafalisti, gjafabréf, gjafaumbúðir og fleiri. Gjafakvóti táknar aflaheim- ildir sem era gefnar hluthöfum í ís- lenskum sjávarútvegi. Með orðinu eru sögð einhver mestu ósannindin í allri umræðunni um kvótakerfið. Til að geta fært einhverjum gjöf, þarf gefandinn að hafa keypt gjöfina fyrst eða búið hana til. Hin margum- rædda þjóð hefur hins vegar ekki búið til verðmæti úr aflaheimildum eða borgað fyrir þær. Ef enginn kynni að ná í fiskinn í myrkri lög- Það má segja að mikið starf sé enn óunnið, en við getum kinnroða- laust haldið því fram að að þessu leyti hafi herferðin skilað veruleg- um árangri. Stefnumál ITF Herferð ITF gegn hentifánum er ekki rekin sem einangraður mála- flokkur sjómanna. Sjómannadeild ITF hefur gripið til pólitískra að- gerða af margvíslegum toga gegn hentifánastefnunni. I því sambandi hafa samtökin beitt sér á ýmsum vettvangi. Þar ber fyrst að nefna Alþjóða siglingamálastofnun Sa- meinuðu þjóðanna, IMO. Að fram- kvæði ITF hefur IMO skipað eftir- litsnefnd með þeim siglingaþjóðum sem ekki fara að tilskipunum IMO. ITF hefur átt í viðræðum við stjórnvöld siglingaþjóða víðs vegar um heiminn um að bæta kjör og aðstæður manna um borð í henti- fánaskipum. ITF telur að þrjár leiðir séu fær- ar í milliríkjasamskiptum í þessu efni: • Fara yfir sáttmála Sameinuðu þjóðanna um skipaskráningar • Nýr sáttmáli um þjóðfánasigl- ingar • Endurskoðun I kafla sáttmálans um öryggi í siglingum, SOLAS. ITF telur sig einnig hafa heim- ildir fyrir því að OECD muni innan skamms leggja fram í IMO skýrslu um efnahagslegan ávinning út- gerða sem ekki fara eftir alþjóða- reglum um lágmarksviðmiðanir um öryggi til sjós. ITF mun halda áfram að hafa áhrif á þróun þessara mála í já- kvæða átt. Við Islendingar erum með í þessari baráttu. Við eigum fulltrúa innan ITF þar sem farið er yfir þann vanda sem fylgir útflögg- un fiskiskipa og hér á landi er virkt eftirlit með hentifánaskipum sem koma í íslenska höfn frá 1996. Þessi barátta mun halda áfram um ókomna tíma til að skapa viðun- andi vinnuaðstæður til sjós. Velferð sjómanna hefur ávallt verið brýnt hagsmunamál okkar íslendinga og verður það vonandi um alla framtíð. sögunnar væri hann verðlaus. Verð- mæti aflaheimilda hafa alfarið orðið til inni í sjávarútveginum sjálfum. Það hefur engin gjöf verið þegin og engu verið stolið út af heimilum fólks síðan kvótakerfið var tekið upp. Með því að kalla aflaheimildir gjafakvóta, er verið að segja fólki að það hafi búið þessi verðmæti til og eigi þau. Síðan hafi þau verið gefin öðram í heimildarleysi. Markmiðið með notkun orðsins er að æra upp öfund, sem er einhver aumasta Ef enginn kynni að ná í fískinn í myrkri lögsög- unnar, segir Bjarni Hafþór Helgason, væri hann verðlaus. kennd mannsins. Fólkið á að öfunda þá sem hafa aflaheimildir. Til að mæta öfundinni er fólkinu sagt að það eigi rétt á að fá pening sendan í pósti eða skatta sína lækkaða. Til að bæta úr ástandinu er sagt að leggja verði veiðigjald á útgerðina. Viljandi er horft framhjá grundvallaratriði í samspili atvinnurekstrar og skatt- Jónas Garðarsson Höfundur er fornmður Sjómnnniifé- lags Reykjnvíkur. Islenskt mál og ósannindi - III
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.