Morgunblaðið - 10.07.1998, Side 56

Morgunblaðið - 10.07.1998, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 * HASKO Hagatorgi, simi 552 2140 TILBOÐ KR. 400 A ALLAR MYNDIR KL. 5 OG 7. blues brothers 2000 BLUSBRÆÐUR ERU KOMNIR AFTUR.. FRUMSÝND FÖSTUD. 17. JÚLÍ. Sjáið brons- og úrslitaleikinn, á stóru tjaldi, í beinni. jL'ifrT LLl. Takið þátt i HM getraun. Glæsileg verðlaun: HM bolti, skór o.fl. 20 ARA AFMÆLI ENDURHLJOÐ- BLONDUÐf DIGITAL E O kl. 4.40, 6.50, Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b. i. 12. Frábærlega vel leikin spennu- mynd í Film Noir stíl. má NYTT 0G BETRA SACÁ: BiónöL Alfjb.iii.Ka S, simi 5S7 S900 03 5S7 S905 ENDALOKIN ERU NÆR EN ÞIG GRUNAR Synd kl. 2.45, 5.30, 9 og 12 a miðn. Synd kl. 2, 5, 7, 8 og 11. shdigítal Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 BBHDtQTTAL Sýnd kl. 6.45 Sýnd kl. 5,9 og 11 Sýnd kl. 6.45. B.i. 14 DENNIS QUAID DANNY GLOVER SWITCHBACK Sýnd kl.11.B.i. 14 ■HDIGrrAL Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 3 og 5. Isl. tal. Sýnd kl. 3 og 5. Isl. tal www.samfilm.is KYIKMYNDIR/Sambíóin taka í dag til sýninga myndina Armageddon með Bruce Willis, Billy Bob Thornton, Ben Afleck og Liv Tyler í aðalhlutverkum. Þetta er ein af stórmyndum ársins. Heimsendir í nánd Frumsýning LOFTSTEINN á stærð við Texas er á ferð um geiminn og stefnir á jörðina með 38.000 kílómetra hraða á klukkustund. Hve alvarlegt verður ástandið ef hann lendir á jörðinni, er spurning sem beint er til forstjóra geimferðastofnunarinnar NASA. „í raun og veru er þetta eins og versti heimsendaspádómur úr Biblíunni,“ svarar Dan Truman (Billy Bob Thornton). Eina ráðið sem Truman sér er að senda hóp geimfara út í gufuhvolfið til þess að eyðileggja loftsteininn. Harry S. Stamper (Bruce Willis), fremsti sérfræðingur heimsins í ol- íuborunum, er settur um borð í geimskutlu ásamt hópi af harðjöxl- um úr olíu- og námubransanum. Þeir eiga að lenda á loftsteininum, bora ofan í yfirborð hans og koma kjarnorkusprengju fyrir í kjarnan- um. Meðal þeirra sem fara með Harry er A.J. (Ben Afleck) sem er kærasti dóttur Harrys, sem Liv Tyler leikur. Armageddon er ein af stórmynd- um sumarsins. Hún var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og þrátt fyrir að þá væri þjóðhátíðar- helgin þegar fáir fara i bíð tók hún inn um 34 milljónir dala og virðist ætla að fá gífurlega aðsókn. Hún er frumsýnd á Islandi í dag og er Island eitt fyrsta landið utan Bandaríkjanna þar sem myndin er tekin til sýninga. Auk þess að vera sýnd í sjö sölum i Sambíóunum er myndin sýnd í Borgarbíói á Akur- eyri. Það var Jonathan Hensleigh, handritshöfundur Die Hard mynd- anna sem er upphafsmaður að gerð Armageddon ásamt leikstjóranum Michael Bay. Bay hefur áður gert myndirnar Bad Boys og The Rock. Hensleigh og Bay fóru með hug- mynd að myndinni til Jerrys Bruck- heimers, framleiðanda mynda á borð við Crimson Tide og Top Gun. Jerry hefur aldrei verið hrifinn af geimferðum. „Ég hef aldrei hugsað út í það að fara út í geiminn, það ser svo margt sem ég á eftir að upp- götva hér á jörðinni," segir Bruck- heimer. „En ég verð að segja að þessi saga heillaði mig.“ Bruekheimer fékk Joe Roth, for- stjóra Disney, til þess að fjármagna með sér dæmið og útkoman er dýrasta mynd sem Disney hefur tekið þátt í að gera en Armageddon kostaði 140 milljónir dala í fram- leiðslu. Michael Bay, sem er 34 ára, er BRUCE Wiilis, Will Patton og Ben Afleck halda út í geim til að sprengja upp risastóran Ioftstein. A.J. (Ben Afleck) og Grace (Liv Tyler) kveðjast áður en hann fer út í geiminn. einn heitasti ungi leikstjórinn í Hollywood eftir tvær stórmyndirn- ar; Bad Boys og The Rock. Aður en hann gerði þær vann hann við að gera auglýsingar fyrir fyrirtæki eins og Coca Cola og Nike og tónlistar- myndbönd fyrir Propaganda Films. Bay er stoltur af bakgrunni sínum úr auglýsingagerðinni og segir í ný- legu viðtali við USA Today að sá bakgrunnur og þekkingin úr auglýs- ingaheiminum sé lykillinn að sínum stíl og auglýsingagerð hafi verið sér meiri áhrifavaldur en hefðbundin kvikmyndagerð. Bay telur óþolin- mæði auglýsingamannsins sem vill hraðar klippingar og mörg sjónar- horn fram yfir langar senur með mikilli yfirlegu listræns kvikmynda- gerðarmanns. Kvikmyndaferill Bay hófst þegar hann var 13 ára og fékk lánaða 8 millímetra kvikmyndatökuvél móður sinnar. Hann kveikti síðan í leik- fangalestinni sinni og kvikmyndaði brunann. Þetta upphaf er að ýmsu leyti einkennandi fyrir feril hans, því að hraði, spenna og glæfraatriði eru hans aðal. Bruce Willis leikur aðalhlutverkið í myndinni, stórstjarna úr Die Hard- myndunum, Fifth Element, 12 mon- keys og ótal öðrum vinsælum mynd- um. Billy Bob Thornton leikur for- stjóra Nasa en hans minnast menn úr hinni frábæru mynd Sling Blade þar sem hann lék, leikstýrði og fékk óskarsverðlaun fyrir handrit. Liv Tyler úr Stealing Beauty leik- ur dóttur Harrys og kærastann hennar, A.J. Frost sem fer út í geiminn með Harry, leikur Ben Afleck, sem fékk í vor óskarsverð- laun fyrir handrit myndarinnar Good Will Hunting. Meðal annarra leikara má nefna Will Patton, Steve Buscemi Keith David og Lawrence Tierney.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.