Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 51
 MORGUNBLAÐIÐ______________________ FÓLK í FRÉTTUM FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð ► 21.00 Matthildur Mathilda, (‘96). Sjá umsögn í ramma. Sýn ► 21.00 Húsdraugurinn í Draugahúsinu (The Changeling, ‘79), ágætri og ógnvekjandi hrollvekju, er drengur sem bjó þar sjötíu árum áður. Nýr eigandi (George C. Scott), kemst í tæri við hann er hann flytur inn, og leysir gamla morðgátu. Margt nógu vel gert til að koma gæshúðinni af stað. Með Melvyn Douglas og Trish Van Devere. Peter Medak leikstýrir. Stöð 2 ► 22.45 Álitlegur leikhópur, (Kurt Russell, Robert- De Niro, Scott Glenn, William Baldwin, Rebecca De Mourney, Jennifer Jason Leigh) og liðtækur leikstjóri (Ron Howard), gera sitt besta, en ótrúlega þunnildislegt handrit dregur Eldhuga (Backdraft, ‘91), ★★’/2 niður í rösklegt meðallag. Sagan er innantóm og væmin, um metnaðarfulla bræður í slökkviliðinu og óspennandi ástamál annars þeirra. A meðan ýfingum stendur leikur brennuvargur lausum hala. De Niro og magnaðar eldbrellur bjarga sýningunni. Sýn ► 22.40 Það er sprengikraftur í spennumyndinni Friðhelgin rofin (Unlawful Entry,’92), þó róið sé á gömul mið. I kjölfar innbrots kynnast hjónin Kurt Russell og Madeleine Stowe, einmanna löggæslumanni (Ray Liotta) og vingast við hann. Kauði reynist sálsjúkur og ástfanginn uppíyrir haus af frúnni. Stowe er heillandi, Russell pottþéttur að vanda í klæðaskerasaumuðu hlutverki heimilisföðui' sem verður að bretta upp ermarnar. Liotta er þó þeirra bestur sem geðsjúklingurinn. ★★★ Sýn ► 24.55 Hrollvekjan Flugan (The Fly, ‘58), er komin í hóp sígildra mynda og hefur að auki verið endurgerð af Cronenberg og framhald þeirrar myndar fylgdi í kjölfarið. Sagan er góð. Vísindamaður sem gerir tilraunir með líkamsflutninga verður sambland manns og flugu. Hryllingur og drama í fínum pakkningum með hinum eina, sanna Vincent Price. ★★★ Stöð 2 ► 1.00 Viðtal við vampíruna (Interview with the Vampire,), ★★★, er misjöfn en viðamikil og óaðfinnanlega útlítandi hrollur í stórmyndastíl. Byggður á metsölubók vampírudrottningarinnar Anne Rice, sem skiifar vitsmunalegar um þessar blóðþyrstu verur næturinnar en aðrir. Fínn leikur hjá Tom Cruise og Brad Pitt í aðaihlutverkunum. Stöð 2 ► 3.00 Tvær fársjúkar konur gera afdrifaríkt samkomulag í Svo gott sem dauð (As Good As Dead, ‘95), er þær kynnast á sjúkrahúsi. Með Crystal Bernard, Traci Lord og einnig má sjá Judge Reinhold, sem virðist fallinn úr úrvalsdeildinni. AMG gefur ★★I/2. Myndar- stúlka Matthildur Stöð 2 ► 21.00 Hún er sér á báti, bandaríska myndin Matthildur (Matilda) og erfitt að draga hana í ákveðinn dilk. Hún er allt í senn, drama, gaman- mynd og tragedia, einna helst fellur hún undir kolsvarta kómedíu. Aðalpersónan er telpan Matthildur (Embeth Davidtz), bráðskörp, klár og skemmtileg, þó heimilisaðstæðurnar geti tæpast talið þroskandi. Foreldrar hennar (hjónin Danny De Vito og Rhea Perlman), eru nefnilega ómerkilegasta pakk. Greindarvísitalan á svipuðu róli og hitastigið á góðum sumardegi á Suð-vesturhorninu. Segir myndin á gráglettinn og afdráttarlausan hátt af heimiliaháttum þessara vits- munavera. Sjaldan eða aldrei höfum við fengið jafn ósvikna og meinfyndna lýsingu á þvi sem Bandaríkjamenn kalla „hvítt hyski“ („white trash“). Engun er betur treystandi til að túlka slíkar manngerðir en hjónakornunum og háðfuglunum De Vito og Perlman, auk þess leikstýi-ir De Vito hreint óaðfmnanlega. Mestan heiðurinn á þó Davidtz í hlutverki hinnar ólánsömu Matthildar, sem tekst að lokun að bjargast úr hremmingum heimilislífsins með aðstoð kennarans síns (Pam Ferris). Matthildur, er sú mynd sem hvað mest kom á óvart 1996 og ég hvet fólk til að missa ekki af henni. Hún er minniháttar perla. ★ ★★'A Sæbjörn Valdimarsson MATARLITIR fyrir kökur, marsipan og skreytingar. 15 mismunandi litir Póstsendum tjh PIPAROGSALT || J Klapparstíg 44 S: 562 3614 Sumartilboð frá EAII DE TOILETTE GIEFFEFFE GIANFRANCO FERRE Þegar þú kaupir tvo hluti að eigin vali frá GIANFRANCO FERRE færðu að gjöf glæsilega svarta FERRE hliðartösku. Stór-Reykjavík: Libio Mjódd, Holtsapótek, Snyrtivörud. Hagkaups Skeifunni og Kringlunni, Bró Laugavegi, Sondrn Smáratorgi, Snyrtivörud. Hagkaups Smáratorgi, Snyrtihöliin Garðabæ. Landið: Gallery föðrun Keflavik, Árnes apótek Selfossi, Miðbær Vestmannaeyjum, Isold Sauðárkróki, Krisma Isafirði, Tara Akureyri, Snyrlivörud. Hagkaups Akureyri, Húsavíkur apótek. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 51 barnaföt við hliðina á Hagkaup í Skeifunni, Laugavegi 20 og Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.