Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 29 Sumardagskrá Norræna hússins Ur lífí verkakonu í Reykjavík 1919 í FUNDARSAL Norræna hússins á sunnudaginn kl. 16.00 verður dagskrá, þar sem Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona les brot úr dagbókum Elku Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík. Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur hefur valið efnið til flutnings. Dag- bókarbrotin eru frá 1919 og lýsa vel lífsbaráttunni í Reykjavík á þeim tíma. í kynningu segir: „Elka Bjöms- dóttir fæddist á Reykjum í Lund- arreykjadal 1881. Hún flutti ásamt foreldram sínum að Skálabrekku í Þingvallasveit tveimur árum síðar. Arið 1906 flutti Elka til Reykja- víkur og bjó þar þar til hún lést ár- ið 1924. Elka var í vist fyrstu fimm árin í bænum, en gerðist lausakona eftir það. Þá starfaði hún m.a. við saltfískverkun, síldarsöltun, þvotta, heimilishjálp og aðra dag- launavinnu. Hún vann síðustu ævi- ár sín við ræstingar á skrifstofu borgarstjórans og Slökkvistöðinni í Tjarnargötu 12. Hún giftist aldrei og átti ekki böm. Fyrsta dagbók Elku hefst á sumardaginn fyrsta 22. apríl 1915 og hélt hún dagbók til ársins 1923. Dagbækurnar era varðveittar í handritadeild Landsbókasafnsins. Elka Bjömsdóttir hafði mikinn áhuga á myndlist og sótti myndlist- arsýningar í Reykjavík frá því fyrsta sýningin var haldin haustið 1900, þegar Þórarinn B. Þorláks- son hélt sýningu á málverkum. Hún komst í kynni við nokkra upp- rennandi myndlistarmenn þjóðar- innar og studdi við bakið á þeim.“ Margrét Helga Jóhannsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1967. Hún starfaði þar um fimm ára skeið og lék mörg veigamikil hlutverk, m.a. ekkjuna í Zorba. 1972 hóf hún að leika hjá Leik- félagi Reykavíkur, og hefur verið fastráðin þar frá 1977. Fyrsta hlutverk hennar hjá Leikfélagi Reykjavíkur var Ugla í Atómstöð- inni eftir Halldór Laxness. Mar- grét Helga hefur leikið flest stærstu kvenhlutverk í leikverk- um Laxness og má nefna Sigur- línu í Sölku Völku, Gæju Kaldan í Straumrofi og í kvikmyndum t.d. hlutverk Úu í Kristnihaldi undir Jökli, matseljuna í Atómstöðinni og í Brekkukotsannál. Margi-ét Helga hefur leikið í mörgum nýjum íslenskum leikrit- um, m.a. í leikriti Árna Ibsens Elínu Helenu og tveimur leikritum eftir Björn Th. Björnsson; Ljóni á síðbuxum og Dunganon. Þá hefur hún leikið í leikritum Kjartans Ragnarssonar, t.d. Saumastofunni, Ofvitanum og Landi míns fóður. Margrét Helga hefur leikið í út- varpsleikritum og í sjónvarpi. Einnig hefur hún lesið skáldsögur í útvarpi, m.a. sögur eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Sýningar í galleríkeðj- unni Sýnirými í júlí NÚ stendur yfir sýning Hildar Bjarnadóttur í galleríi Sýniboxi á Vatnsstíg 3. Verk hennar er unnið með prjónum og er úr girni. Hildur stundaði nám í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Is- lands árin 1989-92 og nam við ný- listadeild Pratt Institute í Banda- ríkjunum 1998-97. I gallerí Barmi sýnir Erna G. Sigurðardóttir verk sitt: „Fáðu þér bita með mér.“ Berendur sýningar- innar og þar með gallerísins í mán- uðinum era þau Ari Gísli Bragason og Sigríður Hjaltested. Símsvaragalleríið Hlust hefur nú verið hertekið af áróðursmaskín- unni og hryðjuverkasamtökunum RelaxFax. RelaxFax sendir út tilkynningar og áróður til stuðnings málefna- baráttu sinni. Síminn í galleríi Hlust er 551 4348. I sýningarrýminu 20m2 við vest- urgötu lOa fer nú fram „Söng- skemmtun“. Hún er haldin á mið- vikudögum, fimmtudögum, föstu- dögum, laugardögum og sunnudög- um milli klukkan 15 og 18. Söng- skemmtun þessari lýkur sunnu- daginn 26. júlí og að henni standa Vasaleikhúsið og Þorvaldur Þor- steinsson. Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum. * SB' BLIKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Súrefnfsvörúr frá Karin Herzog • enduruppbyggja luíðina • vinna á aþpelsínuhúð og sliti • vinna á unglingabúluin ■ V • viðhelclur ferskleika Jiúð- ariimar Férskir vtndar í umhirdu húðar Ráðgjöf og kynning í Háaleitisapóteki í dag og á rhorgun kl 16-18. Morgunblaðið/Sig. Fannar. STIKLUR nefnist yfirlitssýning á verkum Magnúsar Tómassonar sl. áratug sem verður opnuð í Listasafni Árnesinga á laugardag. Sumarsýning Listasafns s Arnesinga SUMARSÝNING Listasafns Ár- nesinga á Selfossi verður opnuð laugardaginn 11. júií. Stiklur nefnist yfirlitssýning á verkum Magnúsar Tómassonar síðasta áratuginn auk þess sem opnuð verður farandsýningin Handverk og hönnun, sýning á 40 tillögum í minjagripasamkeppni sem Hand- verk efndi til í samvinnu við Átak til atvinnusköpunar í vor sem leið. Sýningarnar standa yfir til loka júlímánaðar. f fréttatilkynningu frá Lista- safni Árnesinga segir að ein ástæðan fyrir vali á sumargesti safnsins sé sú að Magnús hafi rækilega vakið fólk til umhugsun- ar um útfærslu hugmynda yfír í form eftir að frumgerð hans að minnisvarða um Eyvind og Höllu var sýnd. „Langt er síðan högg- mynd eða listaverk hefur vakið taugatitring eða umtal svo nokkru nemi og hafa þó listamenn oft reynt að þenja mörk hins við- tekna ellegar bjóða smekk al- mennings birginn á undanförnum áratugum.“ Um þróun listferils Magnúsar segir Olafur Gíslason í sýningar- skrá frá 1995, „að í fyrstu beindi hann kröftum sínum að olíulitnum og síðar að öðrum efnum; málmi, gpjóti, plasti, tré og fundnum hlutum, sem hann notaði í frá- sagnarverk sem hann kallaði ljóð- myndir eða sýniljóð. Að lokum þróaðist þessi árátta hans yfir í gerð hreinna umhverfisverka sem miðuðu að því að setja form og fyrirbæri í nýtt samhengi við um- hverfi sitt.“ Þremur höggmynd- um á sýningunni verður komið fyrir undir berum himni á lóð Sundlaugar Selfossbæjar. Á sýningunni Handverk og hönnun verða sýndar tillögur sem þóttu athyglisverðar eða hlutu verðlaun í minjagripasamkeppni Handverks og Átaks til atvinnu- sköpunar. Nýjar bækur • TRÉSMIÐII eilífðinni - og fleiri sögur er eftir Gyrði Elíasson. Bókin hefur að geyma 37 smásögur - úrval úr þeim fimm smásagnasöfnum sem Gyrðir Elíasson hefur gefið út s.l. tíu ár. I kynningu segir: ,AHt frá því Bréfbátarigningin kom út árið 1988 hefur Gyrðir lagt rækt við hið - vandasama form smásögunnar og auðgað það með sínum sérstaka frásagnarhætti og fágaða stíl. Þessi bók endurspeglar afar vel þróunina í smásagnagerð Gyrðis og er því kjörin fyrir þá sem vilja kynnast betur verkum hans.“ Bókinni fylgir ítarlegur eftirmáli um Gyrði og verk hans eftir Kristján B. Jónasson, sem valdi sögumar í bókina ásamt Guðmundi Andra Thorssyni og Páli Valssyni. Mál og menning gefur út. Bókin er 190 bls. ogprentuð í Norhaven í Danmörku. Verð 999 kr. • KVEIKISTEINAR er eftir Aðalstein Svan Sigfússon. í kynningu segir: „I bókinni eru 36 ljóð. Áberandi þáttur margra þeirra er næm tilfinning fyrir náttúrunni, ekki síst gróðri og trjám sem höfundur nálgast af auðmýkt og virðingu og glöggri skynjun fyrir samspili manns og náttúru. Jafnframt eru ljóðin oft tengd atvinnulífi og atvinnuháttum, til dæmis sjómennsku og búskap. En um leið og ljóð þessarar bókar hafa óvenjulegt jarðsamband þá er samspil þess og hugarflugsins oft hárfínt og skýringin felst í fáguðu og meitluðu myndmáli." Aðalsteinn Svanur Sigfússon er fæddur við Eyjafjörð árið 1960 og er myndlistarmaður að mennt. Kveikisteinar er fyrsta ljóðabók hans, en áður hafa birst eftir hann ljóð í tímaritum. Mál og menning gefur út. Kveikisteinar er 47 bls. prentuð í Prentsmiðjunni Gafík. Verð 1.680 kr. Gyrðir Eini lífeyrissjóðurinn sem býður allt þetta er ALVÍB: • val um verðbréf til ávöxtunar. • verðmæti inneignar uppfært daglega. • upplýsingar um inneign á nóttu sem degi á netinu. Inneign í ALVÍB er þín séreign en jafn- framt tryggir ALVÍB sjóðfélögum eftir- laun til æviloka samkvæmt nýjum lögum um lífeyrissjóði. Um allt þetta ogfjölmargar tryggingar sem í boði eru í gegnum ALVÍB færðu allar upplýsingar í Litlu bókinni um lífeyrismál hjá VÍB á Kirkjusandi eða í útibúum íslandsbanka um allt land. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.