Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ ,52 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 Stóra bláa tíu ára SAUTJÁNDA júní sl. hófust endur- sýningar í Frakklandi á kvikmynd- inni „Le Grand Bleu“ eftir Luc Bes- son í tilefni þess að 10 ára eru liðin frá frumsýningu hennar. Myndin varð mjög vinsæl um allan heim, og urðu aðalleikaramir tveir heims- frægir upp frá því. Það eru Amerík- aninn Jean-Marc Barr og Spánverj- inn Don Juan Moreno Herrera y Gimenez, öðru nafni Jean Réno. Þeir félagar hafa haldið sambandi öll þessi ár, og hittust eina ferðina enn í viðtali hjá franska Premiere blaðinu til að tala um „Le Grand Bleu“, árin sem liðin eru, og þær ólíku brautir sem þessir tveir ólíku leikarar hafa kosið sér. Luc Besson Við lestur viðtalsins virðist ein- hver kergja ríkja á milli þeirra tveggja. Réno lætur sem hann sé eldri bróðirinn að gefa þeim yngri góð ráð, en Barr lætur sig ekki; hann hefur sínar skoðanir og er fastur á þeim. Þeir eru fyrst spurðir um Luc Besson og hvað þeim fínnist um hann í dag. Barr hefur eitthvað orðið sundurorða við hann og þeir hafa ekki talast við í mörg ár. Hann segir Besson tala niður til fólks sem sé óþolandi til lengdar. Réno viðurkennir að Besson þurfí meira pláss en flest fólk, og sé ein- staklega afskiptasamur og stjórn- samur en þeir séu enn bestu vinir. Besson hafí virkilega stóra galla líka en líka marga kosti. Lífsviðhorf Barr er greinilega mun við- kvæmari mannvera en Réno sem er meira með fætuma á jörðinni. Barr talar mikið um hversu ást- fanginn hann sé af sinni stórkost- legu konu, og hversu mikils virði það sé að vinna með góðu fólki og að einlægum myndum eins og Br- eaking the Waves með Lars von Trier, en hann virðist hafa haft mjög djúp áhrif á Barr. Þegar hann vann með honum að Europa skildi hann að hin sönnu verðmæti kvikmyndaiðnaðarins eru ekki fjár- hagsleg heldur siðferðisleg og mannleg. Hann talar illa um kvik- myndahátíðina í Cannes sem hann segir full yfirborðslegan markað og að allir leikarar selji sig og séu þess vegna hórur. Þegar hér kem- ur er Réno orðinn frekar þreyttur og leiður á neikvæðninni og róman- tíkinni í drengnum: „Ég skil ekki að þótt starf okkar sé opinbert að við séum að „selja okkur“. Allt kostar eitthvað. Skinka kostar eitt- hvað, það þýðir ekki að svínið sé að „selja sig“.“ Hlutverkin I Cannes var Réno að kynna Godzillu en það fínnst Barr heldur ómerkileg mynd. „Hvernig nennir þú að standa í því á fimmtugsaldri að koma barnalegum skilaboðum á framfæri? Er þig ekki farið að langa til að segja eitthvað af viti? Eitthvað þýðingarmikið fyrir áhorfandann? Láta honum líða vel eins og þegar maður horfir á mynd eftir Tarkovski, Mikhalkov eða Kusturica?" En Réno er sama hvernig mynd leikur í ef honum líkar hlutverkið sitt. Hann fer t.d. ekki eftir fjárhæðunum sem hon- um eru boðnar. Honum finnst hins vegar að Barr hefði átt að taka að sér aðal- FOLK I FRETTUM JEAN-MARC Barr á Hótel Martinez í Cannes. JEAN Réno við kynningu á „Godzillu" í Cannes. hlutverk unga, fallega mannsins sem bjargar öllum. I staðinn sé hann endalaust að leika hlutverk þar sem persónan engist af tilvist- arlegum þjáningum. En Barr seg- ist ekki vilja leika fallegan og heimskan gæja sem verður ást- fanginn. „Er það sem er fallegt endilega heimskulegt?" spyr Réno þá. Stóra bláa En til að komast að niðurstöðu, hvað gerði Stóra bláa fyrir þá fé- laga? „Ég er náttúrulega þekktur alls staðar í heiminum," segir Je- an-Marc Barr, „og þannig hef ég getað látið drauminn minn rætast um að hitta fólk eins og Lars von Trier og það hefur gert mig miklu sterkari.“ „Þessi mynd opnaði heiminn fyrir mér, alla leið til Hollywood," segir Jean Réno, og það er ekki hægt að segja að þeir félagar séu sammála um margt. En þeir geta samt verið ágætis vinir þrátt fyrir það. MYNDBÖND Herskarar himnanna Spádómurinn II (Prophecy II) U r a m a ★★ Framleiðendur: Joel Soisson. Leik- stjóri: Greg Spence. Handritshöfund- ar: Matt Greenberg, Greg Spence. Kvikmyndataka: Richard Clabaugh. Tónlist: David C. Williams. Aðalhlut- verk: Christopher Walken, Russel Wong, Jennifer Beals, Brittany Murpliy, Eric Roberts, Glenn Danz- ing. 97 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Hilmar Sverrisson heldur uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. uepp«« -þín saga! /r O^lœiurgaíinn Smiðjuvegi 14, Xppavogi, sími 587 6080 X í kvöld leika hinir síungu Lúdó og Stefán í tilefni eins árs afmælis Næturgalans fá allir gestir, sem koma fyrir kl. 24.00, óvæntan glaðning í boði Næturgalans. Sjáumst hress NO NAME —— COSMETICS- ‘Ifynmng óiitía Hronn jonsdöttir silla páls förðunarfræöingur gefur *»»«* • »•'.«•"'» raðleggingar i dag fra kl. 14-18 Sandra, Smáranum Kópavog Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit mbl.is/fasteignir Rccboh vandaðir . skór y pýmingarsala verðhrun bakvið Bónus, Faxafeni ■' y hlaupaskór gönguskór alhliða íþróttaskór Verðdæmi: Vigor; 700 (áður 2.490) Odyssey; 3.990 (áður 7.990) Slice Canvas; 1.990 (áður 3.990) fR0PHE ERKIENGILLINN Gabriel snýr aftur til jarðar til þess að hindra að barn, sem er getið af ■hhh samruna engils og mennskrar konu, fæðist. Munkur nokkur hafði spáð fyrir komu þessa barns. Til þess að hafa uppi á barn- inu fær Gabriel til liðs við sig Izzy, sem stuttu áður hafði framið sjálfsmorð, og lætur hann hana vera á lífí meðan á leitinni stendur. Lokaátökin á milli Gabriels og hinnar mennsku, Valerie, eiga sér stað í aldingarðinum Eden, sem hefur tekið á sig nýja mynd síðan Biblían var skrifuð. Christopher Walken er einn óg- urlegasti leikari sem til er og í þessari mynd nær hann að kreista fram það sem hægt er úr illa skrif- uðu hlutverki erkiengilsins. Nær- vera Walkens er það sem heldur myndinni fyrir ofan meðalhroll- vekju. Fyrri myndin er miklu betri á öllum sviðum og þá sérstaklega því sjónræna en hún var samt sem áður stór- gölluð. Þessi mynd gerir ekkert fyrir þá fyrri nema það að benda frekar á það sem betur hefði mátt fara. Af öðrum leikurum er Brittany Murphy, (,,Clueless“), best, en hún er í hinu skemmtilega hlutverki Izzy, sem fær ekki að deyja þótt hana dauðlangi til þess. Tæknilega er myndin í meðallagi en nokkrar senur standa upp úr, þá sérstaklega senurnar á milli Izzy og Gabriel, sem eru stórskemmti- legar. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.