Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 9 FRÉTTIR Gengur 50 km á dag á hringferð um landið Selfossi. Morgunblaðið. SÆNSKI göngugarpurinn Erik Reutersvard gengur 40-50 kíló- metra á dag á tíu vikna göngu sinni um ísland sem hófst 18. jtíní á Seyðisfirði og þar mun henni ljtíka 26. ágtíst. Erik gerir ráð fyrir að leggja að baki 3.000 kílómetra á þess- ari göngu sinni um landið. Hann segist fylgja hringveginum að hluta en ganga með strandlengj- unni eins og iiægt er. Utbúnaður hans er ekki mikill, skokkskór, stuttbuxur og 8-10 kílóa bak- poki. Gekk alla evrópsku ströndina Erik göngumaður hefur áður lagt langar leiðir að baki. A ár- unum 1991-1997 gekk hann eft- ir evrópsku ströndinni frá Barentshafí til Svartahafs að Stóra-Bretlandi meðtöldu. Erik helgar sænsku krúnunni allt það land sem hann nær að ganga í kringum. Erik gengur um landið í sam- starfi við Norræna félagið og gistir innandyra á áningarstöð- um þar sem alltaf er tekið vel á móti honum. Þegar hann kom til Selfoss á mánudagskvöld tóku fulltrúar Norræna félags- ins á móti honum við Gesthús á Selfossi þar sem Jóhanna Ró- bertsdóttir rekstrarstjóri bauð liann velkominn, en Gesthús hafa góð tengsl við Norðurlönd- in, því þangað koma margir hópar ferðafólks, einkum frá Svíþjóð. Erik göngugarpur lét þreyt- una Iíða tír sínum hínu fótum í einum heita pottinum á staðnum. „Þetta er dýrðlegt," sagði Erik þegar hann sá heita pottinn, en daginn eftir var áætlunin Selfoss - Strandarkirkja og síðan Strandarkirkja - Grindavík. Utsalan er hafin Morgunblaðið/Sig. Fannar JÓHANNA Róbertsdóttir, ickstrarstjóri Gesthtísa, býður Erik göngumann velkominn. Með þeim á myndinni er Þorlákur Helgason fræðslustjóri, fulltrúi Norræna félagsins á Selfossi. Loka skal gluggum og læsa dyrum Innbrotum Qölgar í heimahús LÖGREGLAN í Reykjavík vill hvetja fólk til að huga vel að hý- býlum sínum áður en haldið er í sumarfrí. Biður hún húsráðendur að loka vel gluggum og læsa út- gönguleiðum. AÐ sögn Karls Steinars Vals- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur lögreglan á undanförnum vikum orðið vör við fjölgun inn- brota í heimahús og vill því minna fólk á að ganga vel frá hýbýlum sínum þegar farið er í frí. Karl Steinar segir að best sé að fá ættingja eða nágranna til að fylgjast með íbúðunum. Hann seg- tí það hafa vakið athygli lögregl- unnar hvað þjófar hafi haft greið- an aðgang að íbúðunum. Dæmi eru þess að gluggar hafi verið skildtí efttí opnir og svalar- og garðdyr ólæstar. Töfraundirpilsin komin Opið virka daga 9 — 18, laugardaga 10—14. TESS^ neðst við Dunhaga, sími 562 2230. Dimmalimm Skólavöröustíg IO, sími 551 1222 * .............. ........ ...............»"=^ 1 Verslunin er full af nýjum vörum! Kjólar — pils — bermudabuxur blússur — bolir og margt, margt fleira. Allt á góðu verði! Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. ■ ----v Haffræðistofnun Evrópu í Portúgal Islendingar taka þátt í undir- búningsráðstefnu ÍSLENDINGUM hefur verið boð- ið að taka þátt í undirbúningi stofnunar Haffræðistofnunar Evr- ópu í Portúgal sem ráðgert er að koma á fót á þessu ári. Fulltrúar Islendinga munu sitja á undirbún- ingsráðstefnu sem haldin verður í byrjun næstu viku. Auk Evrópu- sambandsríkjanna hefur Islandi, Sviss og Noregi verið boðið að taka þátt í undirbúningsráðstefn- unni. „Ætlunin er að stofnunin verði samstarfsstofnun einstakra ríkja sem eiga að henni aðild en ekki hluti af Evrópusambandskerfmu,“ segir Björn Bjamason mennta- málaráðherra. „Þarna er ætlunin að fjalla um allt sem varðar málefni hafsins, stofnunin verði miðstöð til upplýsingar fyrir alla sem starfa á þessu sviði. Hvort sem það eru haf- rannsóknir, haffræðilegar, veður- fræðilegar eða loftslagsrannsóknir, fiskveiðar og kaupskipasiglingar eða önnur nýting á haflnu. Það er mjög við hæfi að Evrópuríkin hugi að samstarfi sínu á þessu sviði nú á ári hafsins,“ segtí Björn. Það er vísinda- og tækniráðu- neyti Portúgals sem stendur fyrir ráðstefnunni en hér á landa heyra vísindi og rannsóknir undir menntamálaráðuneytið. Af hálfu þess verður málið síðan kynnt fyrir öðrum ráðuneytum eins og sjávar- útvegsráðuneyti, samgönguráðu- neyti og umhverfisráðuneyti. Full- trúar Islendinga á ráðstefnunni í næstu viku verða Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra og Stef- án Baldursson, skrifstofustjóri mennta- og vísindaskrifstofu ráðu- neytisins. Sumarútsalan í fullum gangi — mikið úrval któ~Q$€mfhhiMí ~ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Glæsileg útsala fyrir stráka og stelpur Afsláttur 40—60% Spice Girls sett áður 2.490 nú 990 Leggingssett áður 2.590 nú 1.590 Telpnadress áður 3.990 nú 1.990 Joggingallar áður 2.990 nú 1.990 Gallabuxur áður 2.990 nú 1.590 Barnakot ^ringlunni A-6 sími 588 1340 Sendum í póstkröfu OTTU ÞESS 1 MAT OG DRYKK, ÞAÐ KOSTAR EKKI M BESTA EIRA. RELAIS & CHATEAUX.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.