Morgunblaðið - 10.07.1998, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.07.1998, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 9 FRÉTTIR Gengur 50 km á dag á hringferð um landið Selfossi. Morgunblaðið. SÆNSKI göngugarpurinn Erik Reutersvard gengur 40-50 kíló- metra á dag á tíu vikna göngu sinni um ísland sem hófst 18. jtíní á Seyðisfirði og þar mun henni ljtíka 26. ágtíst. Erik gerir ráð fyrir að leggja að baki 3.000 kílómetra á þess- ari göngu sinni um landið. Hann segist fylgja hringveginum að hluta en ganga með strandlengj- unni eins og iiægt er. Utbúnaður hans er ekki mikill, skokkskór, stuttbuxur og 8-10 kílóa bak- poki. Gekk alla evrópsku ströndina Erik göngumaður hefur áður lagt langar leiðir að baki. A ár- unum 1991-1997 gekk hann eft- ir evrópsku ströndinni frá Barentshafí til Svartahafs að Stóra-Bretlandi meðtöldu. Erik helgar sænsku krúnunni allt það land sem hann nær að ganga í kringum. Erik gengur um landið í sam- starfi við Norræna félagið og gistir innandyra á áningarstöð- um þar sem alltaf er tekið vel á móti honum. Þegar hann kom til Selfoss á mánudagskvöld tóku fulltrúar Norræna félags- ins á móti honum við Gesthús á Selfossi þar sem Jóhanna Ró- bertsdóttir rekstrarstjóri bauð liann velkominn, en Gesthús hafa góð tengsl við Norðurlönd- in, því þangað koma margir hópar ferðafólks, einkum frá Svíþjóð. Erik göngugarpur lét þreyt- una Iíða tír sínum hínu fótum í einum heita pottinum á staðnum. „Þetta er dýrðlegt," sagði Erik þegar hann sá heita pottinn, en daginn eftir var áætlunin Selfoss - Strandarkirkja og síðan Strandarkirkja - Grindavík. Utsalan er hafin Morgunblaðið/Sig. Fannar JÓHANNA Róbertsdóttir, ickstrarstjóri Gesthtísa, býður Erik göngumann velkominn. Með þeim á myndinni er Þorlákur Helgason fræðslustjóri, fulltrúi Norræna félagsins á Selfossi. Loka skal gluggum og læsa dyrum Innbrotum Qölgar í heimahús LÖGREGLAN í Reykjavík vill hvetja fólk til að huga vel að hý- býlum sínum áður en haldið er í sumarfrí. Biður hún húsráðendur að loka vel gluggum og læsa út- gönguleiðum. AÐ sögn Karls Steinars Vals- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur lögreglan á undanförnum vikum orðið vör við fjölgun inn- brota í heimahús og vill því minna fólk á að ganga vel frá hýbýlum sínum þegar farið er í frí. Karl Steinar segir að best sé að fá ættingja eða nágranna til að fylgjast með íbúðunum. Hann seg- tí það hafa vakið athygli lögregl- unnar hvað þjófar hafi haft greið- an aðgang að íbúðunum. Dæmi eru þess að gluggar hafi verið skildtí efttí opnir og svalar- og garðdyr ólæstar. Töfraundirpilsin komin Opið virka daga 9 — 18, laugardaga 10—14. TESS^ neðst við Dunhaga, sími 562 2230. Dimmalimm Skólavöröustíg IO, sími 551 1222 * .............. ........ ...............»"=^ 1 Verslunin er full af nýjum vörum! Kjólar — pils — bermudabuxur blússur — bolir og margt, margt fleira. Allt á góðu verði! Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. ■ ----v Haffræðistofnun Evrópu í Portúgal Islendingar taka þátt í undir- búningsráðstefnu ÍSLENDINGUM hefur verið boð- ið að taka þátt í undirbúningi stofnunar Haffræðistofnunar Evr- ópu í Portúgal sem ráðgert er að koma á fót á þessu ári. Fulltrúar Islendinga munu sitja á undirbún- ingsráðstefnu sem haldin verður í byrjun næstu viku. Auk Evrópu- sambandsríkjanna hefur Islandi, Sviss og Noregi verið boðið að taka þátt í undirbúningsráðstefn- unni. „Ætlunin er að stofnunin verði samstarfsstofnun einstakra ríkja sem eiga að henni aðild en ekki hluti af Evrópusambandskerfmu,“ segir Björn Bjamason mennta- málaráðherra. „Þarna er ætlunin að fjalla um allt sem varðar málefni hafsins, stofnunin verði miðstöð til upplýsingar fyrir alla sem starfa á þessu sviði. Hvort sem það eru haf- rannsóknir, haffræðilegar, veður- fræðilegar eða loftslagsrannsóknir, fiskveiðar og kaupskipasiglingar eða önnur nýting á haflnu. Það er mjög við hæfi að Evrópuríkin hugi að samstarfi sínu á þessu sviði nú á ári hafsins,“ segtí Björn. Það er vísinda- og tækniráðu- neyti Portúgals sem stendur fyrir ráðstefnunni en hér á landa heyra vísindi og rannsóknir undir menntamálaráðuneytið. Af hálfu þess verður málið síðan kynnt fyrir öðrum ráðuneytum eins og sjávar- útvegsráðuneyti, samgönguráðu- neyti og umhverfisráðuneyti. Full- trúar Islendinga á ráðstefnunni í næstu viku verða Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra og Stef- án Baldursson, skrifstofustjóri mennta- og vísindaskrifstofu ráðu- neytisins. Sumarútsalan í fullum gangi — mikið úrval któ~Q$€mfhhiMí ~ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Glæsileg útsala fyrir stráka og stelpur Afsláttur 40—60% Spice Girls sett áður 2.490 nú 990 Leggingssett áður 2.590 nú 1.590 Telpnadress áður 3.990 nú 1.990 Joggingallar áður 2.990 nú 1.990 Gallabuxur áður 2.990 nú 1.590 Barnakot ^ringlunni A-6 sími 588 1340 Sendum í póstkröfu OTTU ÞESS 1 MAT OG DRYKK, ÞAÐ KOSTAR EKKI M BESTA EIRA. RELAIS & CHATEAUX.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.